Hættiði þessu rugli

Auglýsing

Ég er blá­eygur og barna­legur bjáni. Maður sem hefur ekki opnað augun fyrir raun­veru­leik­an­um, heldur lifir í ein­hvers konar sápu­kúlu. Og gott ef ég er ekki á móti Íslend­ingum sem búa við skort, eru fátæk­ir. Allt þetta, og meira til, má lesa út úr þeirri orð­ræðu sem verður sífellt hávær­ari, nefni­lega að þau sem telja að Ísland eigi að leggja meira af mörkum til að aðstoða flótta­fólk og hæl­is­leit­endur séu á móti Íslend­ingum sem lifa við fátækt.

Þetta, kæri les­andi, er bull. Lýð­skrum. Ein af stærstu lygum sam­tím­ans ein­göngu sett fram til að spila á til­finn­ing­ar, bæði jákvæðar og nei­kvæð­ar. Jákvæðar til­finn­ingar um sam­hug gagn­vart löndum okkar sem lifa við skort. Nei­kvæðar til­finn­ingar um ótta við breyt­ing­ar, hið óþekkta.

Ef ein­hver segir þér að það sé ein­hver teng­ing á milli þess sem við sem sam­fé­lag eyðum í aðstoð við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur og þess að við eyðum ekki nægu fjár­magni í hús­næði, félags­að­stoð og stuðn­ing við fátæka Íslend­inga, þá er við­kom­andi að ljúga að þér. Hann, eða hún, er á lymsku­legan máta að tengja saman mál sem tengj­ast ekki á nokkurn ein­asta hátt. Ekki frekar en það hvað stjórn­ar­ráð Íslands eyðir í ljós­rit­un­ar­kostnað teng­ist því hvort mal­bikað er í Beru­fjarð­ar­botni eður ei.

Við eigum ekki að líða það að fólk lifi á lús­­ar­­launum eða enn lægri bót­­um. Við eigum að berj­­ast með kjafti og klóm fyrir því að allir hafi aðgang að mann­­sæm­andi hús­næði, eigi í sig og á og meira en það.
Sá, eða sú, sem heldur þessu fram, hefur hins vegar rétt fyrir sér með annan hluta þess­arar fárán­legu jöfnu; nefni­lega það að við sem sam­fé­lag stöndum okkur ömur­lega í því að huga að þeim verst settu. Við eigum ekki að líða það að fólk lifi á lús­ar­launum eða enn lægri bót­um. Við eigum að berj­ast með kjafti og klóm fyrir því að allir hafi aðgang að mann­sæm­andi hús­næði, eigi í sig og á og meira en það; hafi tóm til að sinna sjálfum sér og sín­um, ekki bara skrimta. En þetta hefur nákvæm­lega ekk­ert að gera með flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur, ekki neitt.

Eyðum smá tíma til að fara yfir sög­una. Ætli ein­hvern tím­ann hafi verið það skeið á Íslandi að ein­hverjir bjuggu ekki við sult og seyru, áttu ekki þak yfir höf­uð­ið, þurftu að þræla fyrir lúsa­laun, voru fátækir? Hvernig skýrum við hús­næðiseklu síð­ustu ára­tuga og alda? Hvernig stóð á því að fátækt fólk bjó í bröggum og kart­öflu­geymslum um miðja síð­ustu öld? Í hreysum um miðja þar síð­ustu öld? Voru þrælar vist­ar­bands­ins þar á und­an? Hefur þetta eitt­hvað með flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að gera? Nei, nákvæm­lega ekki neitt, ekki frekar en sú ömur­lega stað­reynd að enn lifir fólk við fátækt hefur ekk­ert með flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að gera í dag. Ekki neitt.

Þetta hefur hins vegar allt með ósann­gjarna sam­fé­lags­gerð að gera. Með launa­mun. Aðstöðumun. Með það að skatt­kerf­inu sé ekki beitt til jöfn­uð­ar. Með það að sumir græða á tá og fingri, á meðan aðrir lifa við fátækt. Með það að það þyki eðli­legt að launa­munur sé mældur í marg­feldi tuga í verstu til­fell­un­um. Með stjórn­völd sem með aðgerðum sínum ýta undir þau sem best hafa það.

Auglýsing

Með síð­ustu rík­is­stjórn, sem breytti skatt­kerf­inu í þágu þeirra sem best stóðu. Með núver­andi rík­is­stjórn, sem við­heldur skatt­kerfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hönn­uðu fyrir þau ríku.

Með þá stjórn­mála­flokka sem hafa ekki áhuga á að hafa þrepa­skipt skatt­kerfi, svo t.d. ég sem þing­maður borgi hærra hlut­fall af laun­unum mínum í skatt en kenn­ari. Með þá rík­is­stjórn­ar­flokka sem dettur ekki í hug að setja upp þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt svo þau sem hafa tug­millj­ónir króna í tekjur af fjár­magn­inu sínu borgi hærra hlut­fall í skatt en ung­mennið sem erfði hluta­bréf í Diskó­kúlu­fram­leiðslu Dal­víkur frá afa gamla.

Þetta hefur allt með það að gera að stjórn­mála­flokkar sem eru við völd og hafa verið við völd vilja ekki vinna að auknum jöfn­uði. Finnst í lagi að sjúk­lingar borgi fyrir að vera veik­ir. Að biðlistar séu eftir félags­legu hús­næði. Að hús­næð­is­kostn­aður sé að sliga fólk. Að leigj­endur verði að treysta á vel­vilja leigu­sala. Og þetta hefur allt með þá kjós­endur sem kjósa umrædda flokka að gera.

Fátækt er ekki nátt­úru­lög­mál, þó hún hafi fylgt mann­inum ansi lengi. Hún byggir á þeirri stað­reynd að gæðum sam­fé­laga er mis­skipt, að sumt fólk hefur meira á milli hand­anna en annað fólk. Það er hlut­verk rík­is­valds­ins að sporna gegn fátækt, að vinna að jöfn­uði, að stuðla að vel­ferð. Til þess þarf vilja og kjark.

En það hefur nákvæm­lega ekk­ert að gera með það fólk sem hrekst hingað yfir hálfan heim­inn og leitar hæl­is. Ekki neitt.

Ef þú trúir því, ertu nefni­lega að við­halda því kerfi ójöfn­uðar sem við búum við í dag. Þú ert að ýta undir þá skoðun að afkoma fátæks fólks á Ísland, mögu­leikar þeirra á betra lífi, hafi eitt­hvað með flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að gera. Þú ert að draga úr umfangi vand­ans, þú ert að gefa stjórn­völdum afsökun til að gera ekki neitt. Til að stuðla ekki að auknum jöfn­uði. Til að leggja ekki auknar álögur á þau sem best hafa það, á útgerð­ina, á stærri iðn­fyr­ir­tæki, á þau sem eiga nóg af pen­ing­um. Þú ert að gefa afsökun fyrir þessu öllu sam­an. Þú ert að við­halda ástand­inu.

Og þú ert að fara með bull og fleip­ur. Bull sem bygg­ist á hættu­legri afstöðu, því að flótta­fólk og hæl­is­leit­endur eru útlend­ing­ar. Hafðu í það minnsta döngun í þér til að halda fátæku fólki utan við þína for­dóma. Því að þessi skoðun ýtir undir útlend­inga­andúð.

Skömm þeim sem það gera, hvort sem er í stefnu stjórn­mála­flokka eða spjalli fólks sín á milli.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar