Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa verið í kast­ljós­inu enn einu sinni í lið­inni viku. Ástæðan var sú að hluta­bréf í Hög­um, þar sem sjóð­irnir eiga um helm­ing hluta­bréfa, hrundu. Þau hafa nú lækkað um 35 pró­sent frá því um miðjan maí. Annað félag sem líf­eyr­is­sjóð­irnir eru stórir eig­endur í, Icelandair Group, hefur líka átt erfitt ár. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga sam­an­lagt meira en helm­ings­hlut í því félagi einnig. Mark­aðsvirði þess hefur dreg­ist saman um á fjórða tug pró­senta það sem af er ári. Sam­an­lagt hefur mark­aðsvirði þess­ara tveggja félaga lækkað um meira en 60 millj­arða króna frá ára­mót­um. Og enn meira ef horft er lengra aftur í tím­ann.

Samt sem áður er ekki tap­staða á fjár­fest­ingu stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins í Icelandair Group eða Hög­um. Þeir keyptu flestir stærstan hluta bréfa sinna á mjög lágu verði og því er enn bók­halds­legur hagn­aður af þeim. Auk þess hafa bæði félög skilað hlut­höfum sínum prýði­legum arð­greiðsl­um.

En það eru óveð­ur­ský á lofti. Og þau ber að taka mjög alvar­lega.

Auglýsing

Allt of stórir inn­an­lands vegna hafta

Gjald­eyr­is­höftin settu íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina í mik­inn vanda. Þeim ber að ávaxta fé sitt en máttu allt í einu ein­ungis fjár­festa á Íslandi fyrir þá þús­undir millj­arða króna sem þeir hafa til umráða. Og þá á annað hund­rað millj­arða króna sem bætt­ust við á ári í ljósi þess að Íslend­ingar eru skikk­aðir sam­kvæmt lögum að greiða hátt hlut­fall launa sinna til líf­eyr­is­sjóða í hverjum mán­uði.

Þessi staða varð til þess að íslenskt atvinnu­líf var end­ur­reist að mest með pen­ingum íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Þeir þurftu á fjár­fest­inga­tæki­færum að halda og fyr­ir­tækin þurftu fjár­festa. Til að end­ur­reisa hluta­bréfa­mark­að, sem hvarf í hrun­inu, varð lífs­nauð­syn­legt að fá líf­eyr­is­sjóð­ina með í leik­inn. Og þeir voru til.

Sjóð­irn­ir,­sér­stak­lega þeir þrír stærstu (LSR, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi) keyptu flestir stærstu stöður sínar á mjög lágu gengi. Til dæmis er vegið kaup­gengi versl­un­ar­manna á bréfum í Icelandair, en sjóð­ur­inn er stærsti eig­andi þess félags með 14,7 pró­sent eign­ar­hlut, 4,7 krónur á hlut. Gengi bréf­anna í nú um 15 krónur á hlut.

Margir höfðu þó strax áhyggjur af því að sjóð­irnir væru allt of stórir í skráðu íslensku félög­un­um. Þau eru enda óvenju­leg skráð félög. Í flestum til­fellum er ekki um að ræða hug­vits­fyr­ir­tæki sem skráðu sig á markað til að fjár­magna vöxt. Af þeim 18 félögum sem skráð eru á markað má segja að slík skil­grein­ing eigi ein­ungis við um þrjú félög: Öss­ur, Marel og Nýherja.

Þjón­ustu­fyr­ir­tæki á fákeppn­is­mark­aði

Nei, þau félög sem skráð hafa verið á markað eftir hrunið eru fyrst og síð­ast þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem lentu í fang­inu á bönkum og öðrum kröfu­höfum sínum og voru end­ur­skipu­lögð á síð­ast­liðnum ára­tug, eða fast­eigna­fé­lög utan um eignir á Íslandi. Og þau hafa tak­mark­aða vaxta­mögu­leika. Raunar sára­litla. Kost­ur­inn við þessi félög, sem eru í smá­sölu, elds­neyt­is­sölu, fjar­skipt­um, trygg­inga­starf­semi, fast­eigna­út­leigu og flutn­ingum á vörum og fólki er sá að þau gengu rekstr­ar­lega vel og gátu skilað þeirri arð­semi til hlut­hafa sinna í gegnum arð­greiðslur og/eða end­ur­kaup á bréf­um. Gall­inn við þau flest er sá að þau starfa á örmark­aði í fákeppnis- og sum­part ein­ok­un­ar­um­hverfi. Og eru mjög við­kvæm fyrir breyt­ingum á þeim mörk­uð­um.

Í dag er staðan þannig að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga um 40 pró­sent af skráðum hluta­bréfum í Kaup­höll Íslands beint. Þegar óbein eign þeirra, í gegnum fjár­fest­inga­sjóði, er tekin með þá liggur fyrir að þeir eiga rúm­lega helm­ing allra skráða bréfa. Heild­ar­mark­aðsvirði allra skráðra bréfa var 1.080 millj­arðar um síð­ustu mán­að­ar­mót. Því er hægt að slá því föstu að líf­eyr­is­sjóð­irnir eigi bréf sem metin séu á 500-600 millj­arða króna. Líf­eyr­is­­sjóð­irnir eru stærstu eig­endur í trygg­inga­­fé­lögum lands­ins, í Icelandair og Eim­­skip, þeir eiga stóra hluti í tveimur af þremur olíu­­­fé­lög­um, um helm­ing bréfa í Hög­um, eru stærstu eig­endur í bæði Sím­anum og Voda­fone, stærstir í nær öllum fast­­eigna­­fé­lög­unum og mjög stórir í HB Granda.

Inn­herjar og heim­ili selja

Í fyrra­sumar seldu helstu stjórn­endur Haga, eða aðrir inn­herj­ar, hluta­bréf í félag­inu fyrir nokkur hund­ruð millj­ónir króna. Í lok sept­em­ber 2016 seldi stjórn­ar­maður í Icelandair bréf sín í félag­inu. Nokkrum vikum áður hafði fram­kvæmda­stjóri hjá Icelandair selt fyrir 130 millj­ónir króna. Þessir aðilar máttu selja þessi bréf. Það var ekki ólög­legt. En það var morg­un­ljóst að erfitt var að túlka sölu þeirra með öðrum hætti en að þessir lyk­il­inn­herjar væru ekki að meta stöðu félag­anna sem þeir stýrðu þannig að í besta falli væru líkur væru ekki miklum hækk­un­um.

Það mat var skyn­samt. Á þessum tíma lá fyrir að Costco væri að fara að hefja starf­semi á Íslandi og að það myndi hafa áhrif á dag­vöru­mark­að­inn sem Hagar störf­uðu á. Einnig var ljóst að H&M ætl­aði sér að opna versl­anir hér­lendis sem myndi hafa mikil áhrif á tekjur Haga af rekstri tisku­vöru­versl­ana. Icelandair hafði vaxið mik­ið, og gengið vel, sam­hliða hinum gríð­ar­lega vexti í ferða­mennsku hér­lendis og auknum umsvifum úti í hinum stóra heimi. En félagið hafði veðjað á að gæði og aukin þjón­usta myndi trekkja að við­skipti. Til að mynda með því að vera með þjón­ustu­þætti á borð við far­ang­urs­heim­ild­ir, val á sæt­um, aðgang að afþrey­ing­ar­kerfi, val á sætum og mat­ar­bakka fyrir börn inni­falið í grunn­far­gjaldi.

Í ljós hefur komið að ferða­langar horfa miklu frekar á verð. Þau flug­fé­lög, bæði inn­lend og erlend, sem leggja upp úr auknum sveigj­an­leika í greiðslu fyrir ofan­greinda þjón­ustu, og bjóða upp á mun lægri grunn­verð, eru því að verða ofan á í bar­átt­unni. Þessi harðn­andi sam­keppni hefur skilað sér í mun færri bók­unum hjá Icelandair en gert var ráð fyr­ir.

Breyt­ing­arnar urðu til þess að bæði Icelandair og Hagar hafa þurft að senda frá sér afkomu­við­var­anir á þessu ári. Hagar meira að segja tvisvar. Utan­að­kom­andi áhrif hafa gjör­breytt mark­aði beggja. Og leitt til þess að hluta­bréfa­verðið hefur hrun­ið.

Það sáu fleiri þessi óveð­ur­ský sem voru á lofti en inn­herjar í félög­un­um. Kjarn­inn birti upp­lýs­ingar í lið­inni viku um að sölu­hagn­aður vegna hluta­bréfa hjá heim­ilum lands­ins hafi numið 28,7 millj­örðum króna í fyrra og hækkað um 38,3 pró­sent á milli ára. Í þessum tölum kemur skýrt fram að einka­fjár­festar eru að selja bréf í mun meira mæli en þeir gerðu árið áður. Þeir voru  að losa um fjár­fest­ingar sínar í bréf­un­um. Í það má lesa að þeir hafi ekki mikla trú á þróun hluta­bréfa­mark­að­ar­ins í heild í nán­ustu fram­tíð.

Fjár­fest­ing­ar­leið­ar­farar fara

Ljóst má vera að árið í ár verður enn verra. Í ár losnar nefni­lega um bind­ingu á hluta þeirra fjár­muna sem fluttir voru til lands­ins með gríð­ar­legri virð­is­aukn­ingu í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Alls komu um 206 millj­arðar króna inn í landið eftir þeirra leið og eitt þeirra skil­yrða sem eig­endur þess fjár­magns þurftu að upp­fylla var að binda féð hér­lendis í fimm ár.

Fyrsta útboð fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar fór fram í febr­úar 2012 þannig að sá fimm ára bindi­tími er nú lið­inn hjá hluta þeirra sem nýttu sér leið­ina. Um 40 pró­sent þess fjár­magns sem flutt var inn í landið með þessum hætti var fjár­fest í hluta­bréf­um. Það eru 82,4 millj­arðar króna. Íslenskur hluta­bréfa­mark­aður hefur í held hækkað mjög mikið á þessu fimm ára tíma­bili. Þegar eru farin að sjást þess merki að fjár­festar sem komu inn í gegnum fjár­fest­inga­leið­ina fari aftur út með pen­ing­anna sína þegar þeir geta.

Þeir hafa enda marg­faldað fjár­fest­ing­una sína. Fyrst fengu þeir allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu bara fyrir að fara leið­ina. Svo hafa hluta­bréfin hækkað mjög í verði og loks skil­aði styrk­ing krón­unnar þeim tug­pró­senta geng­is­hagn­aði. Lík­lega hafa fáir fjár­festar í heim­inum fengið jafn góða ávöxtun á fé sitt og þeir sem þetta gerðu á síð­ustu fimm árum.

Auk þess sjást merki um að áhugi á hluta­bréfa­við­skiptum sé almennt að drag­ast sam­an. Heim­ili lands­ins hafa aldrei átt jafn lítið hlut­fall af hluta­bréfum og nú. Og frá því í febr­ú­ar, þegar gengi bréfa í Icelandair hrundi, hafa heild­ar­við­skipti með hluta­bréf í Kaup­höll Íslands dreg­ist saman um tugi pró­senta í hverjum mán­uði, þegar miðað er við sama mánuð árið áður.

Geta illa losað sig án þess að verðið hrynji

Sam­an­dregið þá hefur inn­koma Costco, og áhrif þess á Haga, sýnt hversu við­kvæm fjár­fest­ing í þjón­ustu­fyr­ir­tæki á örmark­aði sem er vant fákeppni getur ver­ið. Costco er alþjóð­legt stór­fyr­ir­tæki sem hefur aðgang að miklu betri fjár­mögnun en íslensk fyr­ir­tæki. Er með miklu betri inn­kaupa­verð hjá birgj­um. Og getur rekið sig með miklu minni álagn­ingu en íslensku sam­keppn­is­að­il­arn­ir. Það verður líka athygl­is­vert að sjá hver áhrif Costco verða á upp­gjör elds­neyt­is­sala á borð við N1 og Skelj­ung þegar þau birta næstu upp­gjör sín. Nýverið var nefni­lega greint frá því að Costco, sem rekur ein­ungis tólf elds­neyt­is­dælur á einni stöð í Garða­bæ, selji um sjötta hvern elds­neytis­lítra sem seldur er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Því sé hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á svæð­inu þegar um 15 pró­sent. Morg­un­ljóst er að ýmis önnur þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hafa hingað til ein­ungis þurft að keppa við önnur inn­lend félög á fákeppn­is­mörk­uðum eru jafn við­kvæm fyrir inn­komu erlendra fyr­ir­tækja sem geta snýtt mark­aðnum hér að vild, kjósi þeir svo. Inn­koma þeirra er enda alltaf til bóta fyrir neyt­end­ur, að minnsta kosti til skamms tíma. Og neyt­endur hafa sýnt að þeir hika við ekki við kjósa með fót­unum og vesk­inu.

Sömu sögu er að segja af Icelandair. Lág­far­gjalda­flug­fé­lög með litla yfir­bygg­ingu og litla sem enga inn­byggða þjón­ustu í verðin hjá sér eru málið eins og er og Icelandair þarf að breyta sér til að keppa. Það getur tekið tíma og ekk­ert er meit­lað í stein með árang­ur­inn.

Þetta setur íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina í mjög erf­iða stöðu vegna gríð­ar­lega umfangs­mik­illar hluta­bréfa­eignar þeirra. Þeir eru nefni­lega orðnir það stórir í hluta­bréfa­stöðum að erfitt, og lík­lega ómögu­legt, verður fyrir þá að losa um stórar stöður í félögum sem glíma við erf­ið­leika án þess að það verði til þess að bréfin hrein­lega hrynji.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari