Um hlutverk menntaskóla og styttingu náms til stúdentsprófs

Jón Axel Harðarson, prófessor á hugvísindasviði HÍ, segir íslenskt menntakerfi vera í lægð. Stytting framhaldsnáms hafi ekki verið til að bæta ástandið heldur gert það miklu verra. Enn sé ekki orðið of seint að leiðrétta mistökin.

Auglýsing

Hlut­verk mennta­skóla hefur umfram allt verið fólgið í því að búa nem­endur undir háskóla­nám. Þetta hefur ekki breytzt. Sú breyt­ing hefur hins vegar orðið á und­an­förnum ára­tugum hér­lendis að auk mennta­skól­anna útskrifa ýmsir aðrir fram­halds­skólar stúd­enta. Um skeið hefur það verið stefna stjórn­valda að koma sem flestum í hverjum árgangi í gegnum stúd­ents­próf. Þetta hefur ekki endi­lega leitt til þess að menntun þjóð­ar­innar hafi batn­að. Miklu fremur hefur það haft geng­is­fell­ingu stúd­ents­prófs­ins í för með sér. Í þokka­bót hefur svo fram­halds­skól­inn verið styttur um fjórð­ung með alvar­legum afleið­ing­um. Í ljós hefur komið að aukið álag á nem­endur veldur meiri streitu en áður en hún hefur aftur í för með sér minnk­andi námsá­nægju og vax­andi and­lega og lík­am­lega van­líð­an. Öfugt við það sem Hvít­bók mennta­mála­ráð­herra boð­aði veldur stytt­ingin því að fleiri nem­endur flosna upp frá námi.

Mesta ábyrgð á stytt­ingu fram­halds­skól­ans bera Sam­tök atvinnu­lífs­ins sem um nokk­urt skeið hafa bar­izt fyrir henni. Reyndar hafa sam­tökin einnig þrýst á um stytt­ingu grunn­skól­ans, og gera enn, þannig að nám til stúd­ents­prófs verði tveimur árum styttra en áður var. Því hefur verið haldið fram að stytt­ingin feli í sér mik­inn þjóð­hags­legan ávinn­ing sem m.a. komi fram í meiri þjóð­ar­fram­leiðslu og auknum ævi­tekjum þeirra sem ljúka fyrr stúd­ents­prófi. Rætt hefur verið um að sam­fara stytt­ingu náms­tíma skuli skóla­árið nýtt betur og meiri kröfur gerðar til kenn­ara og nem­enda.

Helzti bar­áttu­maður fyrir þess­ari stefnu Sam­taka atvinnu­lífs­ins var mennta­mála­ráð­herra síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Hann treysti sér þó ekki til að stíga skrefið til fulls og berj­ast fyrir stytt­ingu beggja skóla­stiga heldur beindi hann öllum kröftum sínum að fram­halds­skól­an­um. Hann fékk því til leiðar komið að þetta náms­stig yrði stytt úr fjórum árum í þrjú án nokk­urra und­an­tekn­inga. Þetta voru alvar­leg mis­tök.

Auglýsing

Taka má undir það sjón­ar­mið að skyn­sam­legt hafi verið að stytta nám til stúd­ents­prófs um eitt ár en rangt skóla­stig varð fyrir val­inu. Auð­vitað átti miklu fremur að stytta hið tíu ára langa grunn­skóla­nám. Þar var miklu meira svig­rúm til stytt­ingar en í fram­halds­skóla­nám­inu. En það var ekki gert sökum þess að grunn­skól­arnir eru reknir af sveit­ar­fé­lög­unum en fram­halds­skól­arnir af rík­inu. Með stytt­ingu fram­halds­skól­ans var sem sé stefnt að sparn­aði í rík­is­rekstri eins og nú hefur komið á dag­inn.

Þegar mennta­mála­ráð­herra og stuðn­ings­menn hans ráku áróður fyrir stytt­ingu fram­halds­skóla­náms­ins reyndu þeir að gera sem minnst úr því að hún hefði kennslu­sam­drátt í för með sér og þar með minni mennt­un. Nei, með því að færa hluta náms­efn­is­ins niður á grunn­skóla­stig og taka upp nútíma­lega og bætta kennslu­hætti yrði vegið á móti stytt­ing­unni. En eins og bent hefur verið á eru grunn­skóla­kenn­arar almennt ekki í stakk búnir til að taka að sér kennslu í náms­efni sem áður til­heyrði fram­halds­skóla­stig­inu. Stafar það fyrst og fremst af því að í námi grunn­skóla­kenn­ara er meg­in­á­herzla lögð á kennslu- og upp­eld­is­fræði en fag­greinar sitja á hak­an­um. Þá var aldrei útskýrt í hverju hinir bættu kennslu­hættir ættu að vera fólgn­ir. Ekki er óhugs­andi að sumir kennslu­fræð­ingar hafi ímyndað sér að inn­leið­ing spjald­tölva og snjall­síma í kennslu væri ráð til að gera allt nám miklu áhuga­verð­ara og betra en áður.

Nú verður sífellt fleirum ljóst hve mikið ólán stytt­ing fram­halds­skól­ans var fyrir íslenzkt mennta­kerfi. Það er með endemum að stjórn­endur fram­halds­skóla skuli ekki hafa veitt henni meira við­nám en raun ber vitni. Spurzt hefur að ein­ungis rekt­orar Mennta­skól­ans í Reykja­vík og Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð hafi beitt sér gegn stytt­ing­unni. Með­virkni nokk­urra skóla­meist­ara var svo mikil að þeir virt­ust trúa því að við stytt­ingu yrði námið betra. Flestir létu þó glepjast af vil­yrðum um að eftir stytt­ing­una héld­ust fjár­veit­ingar til fram­halds­skóla óbreyttar þannig að fram­lag fyrir hvern nem­anda hækk­aði. Fram­ganga þess­ara skóla­meist­ara er skýr vitn­is­burður um afstöðu þeirra til mennt­un­ar. Í stað þess að verja nám á fram­halds­skóla­stigi eins og þeim bar að gera voru þeir ginn­keyptir fyrir hærri fjár­fram­lögum frá rík­inu. Nú barma þeir sér yfir því að stjórn­völd lækki fjár­veit­ingar til fram­halds­skóla í sam­ræmi við þá fækkun nem­enda sem hlýzt af stytt­ingu náms­ins og tala um svikin lof­orð. Þó höfðu margir bent á að stytt­ing fram­halds­skól­ans væri fyrst og fremst sparn­að­ar­ráð­stöfun af hálfu rík­is­ins. Þeir skóla­meist­arar sem greiddu fyrir stytt­ing­unni hafa gerzt sekir um alvar­leg mis­tök svo ekki sé dýpra í árinni tek­ið. Þá ber einnig að gagn­rýna að alltof fáir háskóla­menn vör­uðu við stytt­ing­unni (hér má þó lesa nokkur varn­að­ar­orð). Þar er trú­lega sinnu­leysi um að kenna fremur en því að þeir hafi ekki áttað sig á afleið­ing­un­um.

Um all­nokk­urt skeið hafa háskóla­kenn­arar kvartað yfir því að margir nem­endur sem hefja háskóla­nám á Íslandi séu alls ekki nógu vel búnir undir slíkt nám. En þar sem háskólar hér­lendis eru magn­drifn­ir, þ.e. fjár­veit­ingar til þeirra fara eftir höfða­tölu nem­enda, verða þeir eig­in­lega að taka við öllum þeim sem þar vilja stunda nám. Ef dregið yrði úr fjölda nem­enda, t.d. með almennum inn­töku­próf­um, leiddi það til lægri fjár­veit­inga til ein­stakra sviða, deilda og náms­greina. Því kjósa margir að loka aug­unum fyrir þeirri stað­reynd að tölu­verður hluti þeirra sem hefja háskóla­nám hefur í raun ekki þá menntun og færni sem krefj­ast ætti af þeim.

Það gefur auga­leið að stytt­ing fram­halds­skól­ans leiðir til enn verri und­ir­bún­ings þeirra sem ætla í háskóla­nám að loknu stúd­ents­prófi. Hér verður að hafa í huga að íslenzkir mennta­skólar og aðrir fram­halds­skólar sem útskrifa stúd­enta eiga ekki aðeins að búa nem­endur undir háskóla­nám á Íslandi heldur einnig í útlöndum þar sem meiri kröfur eru gerð­ar. Fyrir stytt­ingu fram­halds­skól­ans kom það stundum fyrir að nem­endur sem sótt höfðu um inn­göngu í erlenda háskóla fengu synjun vegna þess að þeir höfðu ekki lokið nógu mörgum ein­ingum í ákveðnum grunn­grein­um. Eftir stytt­ing­una mun fleirum reyn­ast erfitt að kom­ast í góða háskóla erlend­is.

Ósk­andi væri að mennta­mála­yf­ir­völd snéru af villu síns vegar og end­ur­reistu fjög­urra ára fram­halds­nám og mörk­uðu um leið þá stefnu að stytta grunn­skól­ann. Sú stytt­ing gæti verið liður í upp­stokkun grunn­skóla­stigs­ins sem nú er í mik­illi kreppu eins og nið­ur­stöður PISA-kann­ana sýna.

Í tengslum við þá ósk að fram­halds­skóla­nám verði aftur lengt í fjögur ár má benda á hlið­stæða leng­ingu í Þýzka­landi. Fyrir rúmum ára­tug réð­ust stjórn­völd þar í landi í að stytta mennta­skóla­nám úr níu árum í átta án þess að skerða náms­efni. Var það gert að kröfum atvinnu­lífs­ins líkt og hér – gegn vilja nem­enda og for­eldra. Afleið­ingin var sú að álag jókst á nem­endur og fleiri flosn­uðu upp frá námi en áður. Bar­áttan fyrir því að námið yrði aftur lengt um eitt ár hefur nú skilað því að í lang­flestum vest­ur­-þýzku sam­bands­lönd­unum (þ.e. öllum nema Saar­landi og borg­unum Brimum og Ham­borg) hefur námið ýmist verið lengt í níu ár eða nem­endur hafa val um að ljúka því á átta eða níu árum (um þetta sjá frétt á Spi­egel Online frá 6. apríl 2017). Nem­endur sem ljúka mennta­skóla á 9 árum útskrif­ast 19 eða 20 ára eftir því hvort þeir eru fæddir á fyrri eða síð­ari hluta árs. Eins og hér kemur fram hafa Þjóð­verjar áttað sig á að almenn stytt­ing mennta­skóla­náms var mis­ráðin – og þeir bættu ráð sitt. Hvað gera mennta­mála­yf­ir­völd á Íslandi?

Vart verður um það deilt að íslenzkt mennta­kerfi er í lægð um þessar mund­ir. Almenn stytt­ing fram­halds­náms­ins er vissu­lega ekki til þess fallin að bæta ástandið heldur gerir hún það þvert á móti miklu verra. Enn er ekki orðið of seint að leið­rétta mis­tök­in.    

Höf­undur er pró­fessor á hug­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar