Skólamenntun á nýrri öld

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir að stjórnvöld þurfi að gera áætlun um framtíð skóla landsins. Sú áætlun þarf að myndast í samræðu stjórnvalda, kennara, skólastjóra, nemenda og foreldra.

Auglýsing

Umræður hafa orðið um stytt­ingu náms í fram­halds­skól­um. Sýn­ist þar sitt hverj­um, eins og eðli­legt er, en mál­efna­leg skoð­ana­skipti eru und­ir­staða fram­fara í lýð­ræð­is­landi. Það sem hins vegar hefur ein­kennt þessar rót­tæku breyt­ing­ar, er að mennta­mála­yf­ir­völd hafa lítið rætt breyt­ing­arnar og lítið sam­ráð haft við skól­ana – að ekki sé talað um nem­endur og for­eldra.

Skóla­nám

Eins og les­endur þekkja, eru fjögur skóla­stig í land­inu: leik­skól­ar, grunn­skól­ar, fram­halds­skólar og háskól­ar. Hér verður einkum rætt um fram­halds­skóla­stig­ið, þótt flest sem hér er sagt eigi við öll skóla­stigin fjög­ur. 

Fram­halds­skólar eru nú 37 tals­ins, þar af sjö „við­ur­kenndir einka­skól­ar”, eins og það er orð­að. Öllum þessum fram­halds­skólum er sam­kvæmt lögum ætl­að að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi með því að bjóða hverjum einum nám við hæfi og búa nem­endur undir þátt­töku í atvinnu­líf­inu og frekara nám. 

Auglýsing

Nám í fram­halds­skól­unum er marg­breyti­legt og skól­arnir af þeim sökum afar ólík­ir. Skipta má fram­halds­skól­unum 37 í tvo meg­in­hópa. Ann­ars vegar eru bók­náms­skól­ar, sem bera allir nafnið mennta­skóli og hafa að meg­in­hlut­verki að búa nem­endur undir sér­hæft háskóla­nám. Hins vegar eru fjöl­brauta­skólar sem bjóða upp á un fjöl­breytt­ara nám, bæði á bók­náms­braut­um, list­náms­brautum og verk­náms­braut­um, s.s. mála­braut, húsa­smíða­braut, raf­virkja­braut, sjúkra­liða­braut, snyrti­braut, tölvu­braut og íþrótta­braut.  

Ljóst er af þessu að íslenskum fram­halds­skóla­nem­endum gefst kostur á að velja ólíkar náms­leiðir sem veita und­ir­bún­ing og rétt­indi á sviði almenns náms, list­náms, bók­náms og starfs­náms. Þá lýkur nám­inu með mis­mun­andi náms­gráðum, svo sem fram­halds­skóla­prófi, prófi til starfs­rétt­inda, stúd­ents­prófi og iðn­meist­ara­prófi. Lýs­ingar á náms­brautum fram­halds­skóla­stigi taka mið af þessum fjöl­breyti­leika og þurfa að mæta kröfum ann­arra skóla­stiga og atvinnu­lífs­ins, auk þess að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi.

Kröfur til fram­halds­skóla 

Miklu skiptir að fram­halds­skólar upp­fylli þrjár kröf­ur. Í fyrsta lagi að láta nem­endum líða vel, sem er algert grund­vall­ar­skil­yrði.  Í öðru lagi að koma nem­endum til þroska og búa þá undir líf og starf í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Í þriðja lagi ber skól­unum í upp­hafi nýrrar aldar að nýta tækni og þekk­ingu við kennslu og nám.  Einkum ber að gera nem­endum kleift að nota sam­skipta­tækni, sem stöðugt fleygir fram, til þess að afla sér þekk­ing­ar. Með því eru nem­endur gerðir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smá­sjá „heyr­ara” – kenn­ara sem kanna hvort nem­and­inn hafi lesið heima en kenna minna.  

Fyrir hálfri öld sagði nem­andi við Mennta­skól­ann á Akur­eyri að „heima­nám ætti ekki að þekkj­ast í betri skól­u­m”.  Með því átti hann við að líta bæri á skóla­nám sem vinnu nem­enda sem lyki á eðli­legum vinnu­tíma en námið hengi ekki yfir þeim allan sól­ar­hring­inn, því að nem­endur í fram­halds­skólum vildu og vilja flestir geta sinnt öðru en nám­inu einu, s.s. hollu tóm­stunda­starfi, íþróttum og list­um.

Ný öld

Með nýrri tækni á nýrri öld breyt­ast skól­arn­ir.  Ekki síst breyt­ist starf kenn­ara og vinna nem­enda. Stjórn­völd þurfa nú að gera áætlun um fram­tíð skól­anna, bæði leik­skóla, grunn­skóla, fram­halds­skóla –og háskóla. Sam­ræða þarf að hefj­ast milli þeirra sem eiga hlut að máli: kenn­ara, skóla­stjóra, nem­enda, for­eldra, ríkis og sveit­ar­fé­laga, þannig að ný áætlun um nýtt skóla­kerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áætlun með skýr mark­mið er nauð­syn til þess að tryggja sam­fellu í mennta­kerfi lands­ins og efla bæði bók­menntun og verk­menntun í land­inu.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar