Skólamenntun á nýrri öld

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir að stjórnvöld þurfi að gera áætlun um framtíð skóla landsins. Sú áætlun þarf að myndast í samræðu stjórnvalda, kennara, skólastjóra, nemenda og foreldra.

Auglýsing

Umræður hafa orðið um stytt­ingu náms í fram­halds­skól­um. Sýn­ist þar sitt hverj­um, eins og eðli­legt er, en mál­efna­leg skoð­ana­skipti eru und­ir­staða fram­fara í lýð­ræð­is­landi. Það sem hins vegar hefur ein­kennt þessar rót­tæku breyt­ing­ar, er að mennta­mála­yf­ir­völd hafa lítið rætt breyt­ing­arnar og lítið sam­ráð haft við skól­ana – að ekki sé talað um nem­endur og for­eldra.

Skóla­nám

Eins og les­endur þekkja, eru fjögur skóla­stig í land­inu: leik­skól­ar, grunn­skól­ar, fram­halds­skólar og háskól­ar. Hér verður einkum rætt um fram­halds­skóla­stig­ið, þótt flest sem hér er sagt eigi við öll skóla­stigin fjög­ur. 

Fram­halds­skólar eru nú 37 tals­ins, þar af sjö „við­ur­kenndir einka­skól­ar”, eins og það er orð­að. Öllum þessum fram­halds­skólum er sam­kvæmt lögum ætl­að að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi með því að bjóða hverjum einum nám við hæfi og búa nem­endur undir þátt­töku í atvinnu­líf­inu og frekara nám. 

Auglýsing

Nám í fram­halds­skól­unum er marg­breyti­legt og skól­arnir af þeim sökum afar ólík­ir. Skipta má fram­halds­skól­unum 37 í tvo meg­in­hópa. Ann­ars vegar eru bók­náms­skól­ar, sem bera allir nafnið mennta­skóli og hafa að meg­in­hlut­verki að búa nem­endur undir sér­hæft háskóla­nám. Hins vegar eru fjöl­brauta­skólar sem bjóða upp á un fjöl­breytt­ara nám, bæði á bók­náms­braut­um, list­náms­brautum og verk­náms­braut­um, s.s. mála­braut, húsa­smíða­braut, raf­virkja­braut, sjúkra­liða­braut, snyrti­braut, tölvu­braut og íþrótta­braut.  

Ljóst er af þessu að íslenskum fram­halds­skóla­nem­endum gefst kostur á að velja ólíkar náms­leiðir sem veita und­ir­bún­ing og rétt­indi á sviði almenns náms, list­náms, bók­náms og starfs­náms. Þá lýkur nám­inu með mis­mun­andi náms­gráðum, svo sem fram­halds­skóla­prófi, prófi til starfs­rétt­inda, stúd­ents­prófi og iðn­meist­ara­prófi. Lýs­ingar á náms­brautum fram­halds­skóla­stigi taka mið af þessum fjöl­breyti­leika og þurfa að mæta kröfum ann­arra skóla­stiga og atvinnu­lífs­ins, auk þess að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi.

Kröfur til fram­halds­skóla 

Miklu skiptir að fram­halds­skólar upp­fylli þrjár kröf­ur. Í fyrsta lagi að láta nem­endum líða vel, sem er algert grund­vall­ar­skil­yrði.  Í öðru lagi að koma nem­endum til þroska og búa þá undir líf og starf í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Í þriðja lagi ber skól­unum í upp­hafi nýrrar aldar að nýta tækni og þekk­ingu við kennslu og nám.  Einkum ber að gera nem­endum kleift að nota sam­skipta­tækni, sem stöðugt fleygir fram, til þess að afla sér þekk­ing­ar. Með því eru nem­endur gerðir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smá­sjá „heyr­ara” – kenn­ara sem kanna hvort nem­and­inn hafi lesið heima en kenna minna.  

Fyrir hálfri öld sagði nem­andi við Mennta­skól­ann á Akur­eyri að „heima­nám ætti ekki að þekkj­ast í betri skól­u­m”.  Með því átti hann við að líta bæri á skóla­nám sem vinnu nem­enda sem lyki á eðli­legum vinnu­tíma en námið hengi ekki yfir þeim allan sól­ar­hring­inn, því að nem­endur í fram­halds­skólum vildu og vilja flestir geta sinnt öðru en nám­inu einu, s.s. hollu tóm­stunda­starfi, íþróttum og list­um.

Ný öld

Með nýrri tækni á nýrri öld breyt­ast skól­arn­ir.  Ekki síst breyt­ist starf kenn­ara og vinna nem­enda. Stjórn­völd þurfa nú að gera áætlun um fram­tíð skól­anna, bæði leik­skóla, grunn­skóla, fram­halds­skóla –og háskóla. Sam­ræða þarf að hefj­ast milli þeirra sem eiga hlut að máli: kenn­ara, skóla­stjóra, nem­enda, for­eldra, ríkis og sveit­ar­fé­laga, þannig að ný áætlun um nýtt skóla­kerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áætlun með skýr mark­mið er nauð­syn til þess að tryggja sam­fellu í mennta­kerfi lands­ins og efla bæði bók­menntun og verk­menntun í land­inu.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Akur­eyri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar