Popúlismi á Íslandi

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar opið bréf til Birgis Hermannssonar stjórnmálafræðings.

Auglýsing

Það er virki­lega gaman að fylgj­ast með því hvernig gamlir nem­endur manns spjara sig í líf­inu. Þú ert stjórn­mála­fræð­ingur og ég hef oft dáðst af greinum þínum um stjórn­mál. Ein­staka sinnum hefur mér samt fund­ist að þær séu of lit­aðar af því að þú ert Sam­fylk­ing­ar­mað­ur. En það er auð­velt að horfa fram­hjá því, þegar þú færir góð rök fyrir máli þínu. 

Ég hef nýlokið að lesa grein þína Að skipta um nafn eða að skipta um stefnu. Mér finnst greinin nokkuð góð. Ég er sam­mála þér um að stefna stjórn­mála­flokks sé mik­il­væg­ari heldur en nafn hans – svo fremi að nafnið taki til­lit til stefnu­mál­anna í nútíð og for­tíð.

En ég hnaut um setn­ingar aft­ar­lega í grein­inni – en þar skrifar þú: 

„Mest af öllu ótt­ast Sam­fylk­ing­in popúlista­stimp­il­inn, sem margt flokks­fólk notar óspart á aðra.“

Ég get tekið undir með þér að fólk í stjórn­málum notar þennan stimpil óspart. Reyndar vil ég heldur segja að – sumt – fólk notar hann óspart. Nokkrum línum neðar skrifar þú:

Á Íslandi er nóg af flokkum með popúl­ísk ein­kenni, stundum með ágætt fylgi. Þar á meðal eru Pírat­ar, Flokkur fólks­ins, Dögun og Fram­sókn­ar­flokkur Sig­mundar Dav­íðs.“

Hér finnst mér þú skipa þér í hóp þeirra sem stimpla aðra flokka óspart sem popúl­íska. Full­yrð­ing þín um Dögun á illa við, en helstu stefnu­mál Dög­unar fyrir síð­ustu kosn­ingar voru:

 • lýð­ræð­isum­bæt­ur, 
 • upp­stokkun á stjórn fisk­veiða,
 • afnám verð­trygg­ingar ,
 • stofnun sam­fé­lags­banka,
 • eitt sam­einað líf­eyr­is­kerfi,
 • við­un­andi fram­færsla fyrir alla,
 • verð­ugt hús­næði fyrir alla – fjölga val­kostum á hús­næð­is­mark­aði með því að skapa rými fyrir hús­næð­is- og leigu­rétt­ar­sam­vinnu­fé­lög sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni.

Auglýsing
Sama má segja um stefnu Pírata. Fimm helstu mark­mið þeirra fyrir þetta kjör­tíma­bil eru:

 1. Upp­færa Ísland með nýrri stjórn­ar­skrá.
 2. Tryggja rétt­láta dreif­ingu arðs af auð­lind­um.
 3. End­ur­reisa gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu.
 4. Efla aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku.
 5. End­ur­vekja traust og tækla spill­ingu. 

Að segja að þessir stjórn­mála­flokkar byggi á popúl­isma er álíka ósann­gjarnt og að segja að Sam­fylk­ing­ar­menn séu popúlist­ar.

     Það fylgir því mikil ábyrgð að stimpla flokka sem popúl­íska flokka. Sér­stak­lega þar sem við höfum svona stór­kalla­leg dæmi um popúl­íska stjórn­mála­menn eins og Don­ald Trump og Mar­ine Le Pen. 

      Ég vil að lokum óska þér, Birgir, góðra greina í fram­tíð­inni.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar