Popúlismi á Íslandi

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar opið bréf til Birgis Hermannssonar stjórnmálafræðings.

Auglýsing

Það er virki­lega gaman að fylgj­ast með því hvernig gamlir nem­endur manns spjara sig í líf­inu. Þú ert stjórn­mála­fræð­ingur og ég hef oft dáðst af greinum þínum um stjórn­mál. Ein­staka sinnum hefur mér samt fund­ist að þær séu of lit­aðar af því að þú ert Sam­fylk­ing­ar­mað­ur. En það er auð­velt að horfa fram­hjá því, þegar þú færir góð rök fyrir máli þínu. 

Ég hef nýlokið að lesa grein þína Að skipta um nafn eða að skipta um stefnu. Mér finnst greinin nokkuð góð. Ég er sam­mála þér um að stefna stjórn­mála­flokks sé mik­il­væg­ari heldur en nafn hans – svo fremi að nafnið taki til­lit til stefnu­mál­anna í nútíð og for­tíð.

En ég hnaut um setn­ingar aft­ar­lega í grein­inni – en þar skrifar þú: 

„Mest af öllu ótt­ast Sam­fylk­ing­in popúlista­stimp­il­inn, sem margt flokks­fólk notar óspart á aðra.“

Ég get tekið undir með þér að fólk í stjórn­málum notar þennan stimpil óspart. Reyndar vil ég heldur segja að – sumt – fólk notar hann óspart. Nokkrum línum neðar skrifar þú:

Á Íslandi er nóg af flokkum með popúl­ísk ein­kenni, stundum með ágætt fylgi. Þar á meðal eru Pírat­ar, Flokkur fólks­ins, Dögun og Fram­sókn­ar­flokkur Sig­mundar Dav­íðs.“

Hér finnst mér þú skipa þér í hóp þeirra sem stimpla aðra flokka óspart sem popúl­íska. Full­yrð­ing þín um Dögun á illa við, en helstu stefnu­mál Dög­unar fyrir síð­ustu kosn­ingar voru:

 • lýð­ræð­isum­bæt­ur, 
 • upp­stokkun á stjórn fisk­veiða,
 • afnám verð­trygg­ingar ,
 • stofnun sam­fé­lags­banka,
 • eitt sam­einað líf­eyr­is­kerfi,
 • við­un­andi fram­færsla fyrir alla,
 • verð­ugt hús­næði fyrir alla – fjölga val­kostum á hús­næð­is­mark­aði með því að skapa rými fyrir hús­næð­is- og leigu­rétt­ar­sam­vinnu­fé­lög sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni.

Auglýsing
Sama má segja um stefnu Pírata. Fimm helstu mark­mið þeirra fyrir þetta kjör­tíma­bil eru:

 1. Upp­færa Ísland með nýrri stjórn­ar­skrá.
 2. Tryggja rétt­láta dreif­ingu arðs af auð­lind­um.
 3. End­ur­reisa gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu.
 4. Efla aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku.
 5. End­ur­vekja traust og tækla spill­ingu. 

Að segja að þessir stjórn­mála­flokkar byggi á popúl­isma er álíka ósann­gjarnt og að segja að Sam­fylk­ing­ar­menn séu popúlist­ar.

     Það fylgir því mikil ábyrgð að stimpla flokka sem popúl­íska flokka. Sér­stak­lega þar sem við höfum svona stór­kalla­leg dæmi um popúl­íska stjórn­mála­menn eins og Don­ald Trump og Mar­ine Le Pen. 

      Ég vil að lokum óska þér, Birgir, góðra greina í fram­tíð­inni.

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar