Markvisst stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaiðnaðarins

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson segir að vandamál ferðaiðnaðarins á Íslandi snúist ekki um skattlagningu, heldur skipulag og markmið. Þegar stefnuna vantar hins vegar skiptir í reynd litlu máli hvert farið er varðandi skattlagningu.

Auglýsing

Sam­kvæmt fjöl­miðlum er gert ráð fyrir að 1,2 millj­arður manna ferð­ist frá eigin landi til ann­ars lands á yfir­stand­andi ári. Árið 1968 nam fjöldi ferða­manna í heim­inum öllum hins vegar 60 milj­ón­ir. Búast má við að af þessum ferða­mönnum komi 2,2 milj­ónir ferða­manna til Íslands, lands með rétt ríf­lega 330 þús­und íbúa og mjög litla og veik­byggða innri upp­bygg­ingu.

Þessi gíf­ur­lega fjölgun ferða­manna á síð­ustu hálfri öld hefur haft í för með sér var­an­legar breyt­ingar á mann­líf­ið, umhverfið og ekki síst efna­hags­mál­in. Hryðju­verka­menn hafa séð sér leik á borði, sbr. hryðju­verkin í Frakk­landi (Nice og Par­ís), Belg­íu, Tún­is, Egypta­landi og nú síð­ast í Barcelona. 

Einnig má rekja til þessa upp­gang allskyns þjóð­ern­is­sinna og pop­u­lista, sem kvarta yfir allt of miklum fjölda ferða­manna og bölva svoköll­uðum ferða­iðn­aði. Sumir hafa jafn­vel gengið svo langt að líkja þessu við heims­valda­stefnu og eru þá ferða­menn­irnir í hlut­verki heims­valda­sinna. Mót­mæli íbúa í Fen­eyj­u­m, Dubrovnik og Barcelona eru til marks um það. Einnig má minna á umræð­una um flygildin í Central Park í New York og áhrif Air­bnb á hús­næð­is­mark­að­inn víða um heim. Hér­lendis er slík umræða enn í mýflugu­mynd en það gæti breyst, stýri yfir­völd ekki atvinnu­grein­inni lands­mönnum og gestum þeirra til hags­bóta.

Auglýsing

Gestur í eigin landi

Hvergi í heim­inum hefur fjölgun ferða­manna verið eins mikil og hér­lendis síð­asta ára­tug­inn. Ferða­menn voru að jafn­aði um 470 þús­und á ári 2007–2010 en fóru í 1,8 miljón árið 2016. Árs­fjölgun upp á 40 af hundraði. Á þessu ári er, eins og áður sagði, gert ráð fyrir 2,2 milj­ónum erlendra ferða­manna til lands­ins. Árið 2010 fóru 2,1 miljón far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl en 6,8 milj­ónir árið 2016. Nú eru 12 ferða­menn á móti hverjum íbúa lands­ins, þ.e. 12:1. 

Flestir ferða­menn­irnir koma frá Banda­ríkj­un­um, Kanada og Bret­landi, en ferða­mönnum frá Norð­ur­löndum og evru­lönd­unum hefur fækk­að. Hins vegar hefur orðið tals­verð fjölgun á Kín­verj­um, sem má gera ráð fyrir að haldi áfram. Þessi mikla fjölgun ferða­manna hefur haft mikil áhrif á efna­hags­líf­ið. Hlut­fall ferða­þjón­ust­unnar hefur vaxið úr 8 af hundraði á fyrsta tug ald­ar­innar í 25 af hundraði og ef flug­fé­lögin eru talin með nema útflutn­ings­tekjur af ferða­þjón­ust­unni 2/5 af heild­ar­út­flutn­ingi, sem er meira en allar tekjur af útflutn­ingi sjáv­ar­fangs, áls og kís­ils til sam­ans. Árið 2016 námu tekjur af ferða­þjón­ust­unni 12,1 af hundraði lands­fram­leiðsl­unnar og sam­kvæmt World Tra­vel & Tourism Council (WTTC) námu þær 34 af hundraði ef allt er talið með­. Ann­ars stað­ar í Evr­ópu vegur ferða­þjón­ustan á milli 7 og 8 af hundraði lands­fram­leiðsl­unn­ar. Það er því ljóst, að hér­lendis skiptir ferða­þjón­ustan veru­legu máli út frá efna­hags­legu sjón­ar­miði en helm­ingur allra starfa sem hafa skap­ast á Íslandi síðan 2010 tengj­ast ferða­þjón­ustu á einn eða annan hátt. 

Árið 2016 markar ákveðin tíma­mót í grein­inni vegna offjár­fest­ingar í bíla­leigu­bílum og rútum og mark­viss stefnu­leysis stjórn­valda. Komið er að end­ur­skipu­lagn­ingu og sam­ein­ingu fyr­ir­tækja á meðan beðið er eftir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í grein­inni. 

Hvað olli flóð­bylgj­unni?

Hver er drif­kraft­ur­inn á bak við þennan mikla vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar? Gosið í Eyja­fjalla­jökli og fall krón­unnar í kjöl­far Hruns­ins eiga vissu­lega mik­inn þátt í því en segir samt ekki alla sög­una því krónan hefur risið hratt á und­an­förnum mán­uðum og fennt hefur yfir jökul­inn. Verð­lag hér­lendis hefur einnig hækkað mikið á síð­asta ári, einkum verð­lag á veit­inga­húsum og gist­ingu, sem er tæp­lega 50 pró­sent hærra en í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. Það sama verður sagt um aðra þjón­ustu, svo ekki sé minnst á áfengi sem er marg­falt ­dýr­ara hér­lend­is. Mark­að­ur­inn hefur einnig breyst. Norð­ur­ljósin eru orð­inn stór mark­aður en þar gætir mik­illar sam­keppni, einkum frá Tromsö í Nor­egi. Þar er mun meira myrkur og tíma­bilið lengra en hér Sam­keppn­is­hæfni Íslands gagn­vart sam­keppn­is­lönd­un­um, einkum Skand­in­avíu og Kana­da, hefur því versn­að, en fyrr­nefnd svæði hafa lagað til hjá sér með mark­vissri stefnu stjórn­valda.

Þau atriði sem einkum heyr­ast eru mikil mark­aðs­setn­ing stjórn­valda—Inspired by Iceland, sem og hinna tveggja íslensku flug­fé­laga—Icelandair og Wowair, einkum í Norð­ur­-Am­er­íku en einnig í Bret­landi og Frakk­landi. Þá hefur flug­fé­lögum fjölgað úr sjö árið 2009 í 26 árið 2017 og tíðni beins flugs hefur auk­ist í meira en 80 teng­ing­ar. Lík­lega hafa yfir­stand­andi fram­kvæmdir á Kefla­vík­ur­flug­velli einnig haft sitt að segja. Þá má nefna hryðju­verkaógn­ina en ferða­menn spyrja gjarna um það hvar lög­reglan sé eða hvort hér sé virki­lega eng­inn her. 

Hvert skal hald­ið?

Meiri breyt­ingar hafa orðið á ferða­mennsk­unni á þessu ári en almennt var spáð. Dval­ar­tími ferða­langa hefur styst og eyðsla þeirra minnk­að, en hverjar eru horf­urnar og hvert skal hald­ið? Helsti vaxt­ar­brodd­ur­inn á heims­vísu er í ævin­týra- og glæfra­ferð­um. Þar stendur Ísland vel að vígi frá nátt­úr­unnar hendi. Ekki verður lengur við það unað að stjórn­völd haldi að sér höndum og láti allt reka á reið­an­um. Það þarf að marka stefnu og auka rann­sókn­ir, sem er hlut­verk stjórn­valda, ann­ars er hætta á að ferða­þjón­ustan breyt­ist í fjölda­ferða­mennsku. Margt bendir til að slíkt sé nú þegar orðið stað­reynd. Það þarf að byggja upp þjón­ustu fyrir ferða­menn, víðar en í Reykja­vík, og ekki síst að huga að innri upp­bygg­ingu: laga vegi í nágrenni Reykja­vík­ur, útrýma ein­breiðum brúm, setja upp heilsu­gæslu á fjöl­förnum ferða­manna­stöðum fjarri byggð, s.s. við Jök­ulsár­lón, huga að hrein­læt­is­málum og ekki síst að fjölga í lög­regl­unni og gera hana sýni­legri svo fátt eitt sé nefnt. 

Ferða­menn eru mis­næmir fyrir verð­hækk­unum og gefur auga leið að því tekju­hærri sem þeir eru því minna skiptir verð máli. Hins vegar eru ákveðnir þættir sem fer í taug­arnar á mönn­um, sama hversu efn­aðir þeir eru, og það er okur. Víða eru t.d. sam­lokur og annar skyndi­biti seldur á sama verði og réttir á fyrsta flokks veit­inga­húsi og svo eru það hrein­læt­is­mál­in. Að hafa sal­erni sem tekju­lind kemur flestum spánskt fyrir sjón­ir. Þrjá banda­ríkja­dali kostar að nota sal­ernin á Þing­völlum og í Hörpu og hafa margir á orði að þetta séu dýr­ustu sal­erni sem þeir hafi not­að. Hagn­að­ur­inn við sal­erni er að þau séu not­uð, einkum á við­kæmum stöðum eins og á Þing­völlum og ætti notkun þeirra að vera inn­falin í bíla­stæð­is­gjöld­un­um. Ef stjórn­endur Hörpu vilja ekki að ferða­menn noti sal­ernin þá eiga þeir að loka þeim fyrir öðrum en gest­um. Þetta má gera með öðru móti. Í Vík í Mýr­dal hefur t.d. verið opnuð ný og glæsi­leg versl­un­ar­mið­stöð með góðri þjón­ustu fyrir ferða­menn, sem skilar sér í auknum tekjum fyrir versl­un­ina, fleiri störfum í sveit­ar­fé­lag­inu og þar með auknum tekjum skatt­tekjum fyrir sveit­ar­fé­lag­ið.

Stefna rík­is­stjórn­ar­innar hefur verið að halda milli­landa­flugi og inn­an­lands­flug­i að­skild­u og að fjölga bíla­leigu­bílum sem mest. Sam­kvæmt grein­ingu Íslands­banka er nú einn af hverjum tíu bílum í land­inu bíla­leigu­bíll. Þessi mikla fjölgun hefur kallað á fjölgun og stækkun bíla­stæða (Selja­lands­foss, Reyn­is­fjara, ­Skóga­foss, Djúpa­lóns­sandur ...). Gerð bíla­stæða kostar sitt og ­yf­ir­leitt ó­mögu­legt að rukka fyrir þau, þó ekki sé nema vegna stað­hátta, en slíkt er einnig dýrt. Kostn­að­ur­inn lendir því á útsvars­greið­endum sveit­ar­fé­lags­ins, sem sjá ekk­ert nema auk­inn kostnað við fjölgun ferða­manna. Þannig er kynt undir óánægju heima­manna. Þessi stefna rík­is­stjórn­ar­innar í mál­efn­um ­ferða­iðn­að­ar­ins hefur að auki fækkað ferða­mönnum á helstu ferða­manna­stöð­unum (Gull­foss, Geys­ir, Þing­vell­ir) utan Reykja­vík­ur m.v. gullárið 2016 um a.m.k. 20 af hundraði og reikna má með að utan Gullna hrings­ins sé fækk­unin enn meiri. Óbeinn kostn­aður sam­fé­lags­ins vegna þess­arar stefnu er þá ótal­in, s.s. aukið álag á nátt­úr­una „v/lausa­göngu“ ferða­manna, auk slysa­hættu sem að þeim steðjar, þyngri umferðar á þröngum veg­um, sem kallar á aukna lög­reglu og síðan álag á heilsu­gæslu o.s.frv. 

Þetta snýst ekki um skatt­lagn­ingu, heldur skipu­lag og mark­mið. Reglur um skatt­lagn­ingu eru ein­faldar og hafa lítið breyst frá því að Jean-Baptiste Col­bert, Adam Smith, Lewis Car­roll eða James Mirr­lees rit­uðu sín höf­uð­rit. Þegar stefn­una vantar hins vegar skiptir í reynd litlu máli hvert farið er.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar