Markvisst stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaiðnaðarins

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson segir að vandamál ferðaiðnaðarins á Íslandi snúist ekki um skattlagningu, heldur skipulag og markmið. Þegar stefnuna vantar hins vegar skiptir í reynd litlu máli hvert farið er varðandi skattlagningu.

Auglýsing

Sam­kvæmt fjöl­miðlum er gert ráð fyrir að 1,2 millj­arður manna ferð­ist frá eigin landi til ann­ars lands á yfir­stand­andi ári. Árið 1968 nam fjöldi ferða­manna í heim­inum öllum hins vegar 60 milj­ón­ir. Búast má við að af þessum ferða­mönnum komi 2,2 milj­ónir ferða­manna til Íslands, lands með rétt ríf­lega 330 þús­und íbúa og mjög litla og veik­byggða innri upp­bygg­ingu.

Þessi gíf­ur­lega fjölgun ferða­manna á síð­ustu hálfri öld hefur haft í för með sér var­an­legar breyt­ingar á mann­líf­ið, umhverfið og ekki síst efna­hags­mál­in. Hryðju­verka­menn hafa séð sér leik á borði, sbr. hryðju­verkin í Frakk­landi (Nice og Par­ís), Belg­íu, Tún­is, Egypta­landi og nú síð­ast í Barcelona. 

Einnig má rekja til þessa upp­gang allskyns þjóð­ern­is­sinna og pop­u­lista, sem kvarta yfir allt of miklum fjölda ferða­manna og bölva svoköll­uðum ferða­iðn­aði. Sumir hafa jafn­vel gengið svo langt að líkja þessu við heims­valda­stefnu og eru þá ferða­menn­irnir í hlut­verki heims­valda­sinna. Mót­mæli íbúa í Fen­eyj­u­m, Dubrovnik og Barcelona eru til marks um það. Einnig má minna á umræð­una um flygildin í Central Park í New York og áhrif Air­bnb á hús­næð­is­mark­að­inn víða um heim. Hér­lendis er slík umræða enn í mýflugu­mynd en það gæti breyst, stýri yfir­völd ekki atvinnu­grein­inni lands­mönnum og gestum þeirra til hags­bóta.

Auglýsing

Gestur í eigin landi

Hvergi í heim­inum hefur fjölgun ferða­manna verið eins mikil og hér­lendis síð­asta ára­tug­inn. Ferða­menn voru að jafn­aði um 470 þús­und á ári 2007–2010 en fóru í 1,8 miljón árið 2016. Árs­fjölgun upp á 40 af hundraði. Á þessu ári er, eins og áður sagði, gert ráð fyrir 2,2 milj­ónum erlendra ferða­manna til lands­ins. Árið 2010 fóru 2,1 miljón far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl en 6,8 milj­ónir árið 2016. Nú eru 12 ferða­menn á móti hverjum íbúa lands­ins, þ.e. 12:1. 

Flestir ferða­menn­irnir koma frá Banda­ríkj­un­um, Kanada og Bret­landi, en ferða­mönnum frá Norð­ur­löndum og evru­lönd­unum hefur fækk­að. Hins vegar hefur orðið tals­verð fjölgun á Kín­verj­um, sem má gera ráð fyrir að haldi áfram. Þessi mikla fjölgun ferða­manna hefur haft mikil áhrif á efna­hags­líf­ið. Hlut­fall ferða­þjón­ust­unnar hefur vaxið úr 8 af hundraði á fyrsta tug ald­ar­innar í 25 af hundraði og ef flug­fé­lögin eru talin með nema útflutn­ings­tekjur af ferða­þjón­ust­unni 2/5 af heild­ar­út­flutn­ingi, sem er meira en allar tekjur af útflutn­ingi sjáv­ar­fangs, áls og kís­ils til sam­ans. Árið 2016 námu tekjur af ferða­þjón­ust­unni 12,1 af hundraði lands­fram­leiðsl­unnar og sam­kvæmt World Tra­vel & Tourism Council (WTTC) námu þær 34 af hundraði ef allt er talið með­. Ann­ars stað­ar í Evr­ópu vegur ferða­þjón­ustan á milli 7 og 8 af hundraði lands­fram­leiðsl­unn­ar. Það er því ljóst, að hér­lendis skiptir ferða­þjón­ustan veru­legu máli út frá efna­hags­legu sjón­ar­miði en helm­ingur allra starfa sem hafa skap­ast á Íslandi síðan 2010 tengj­ast ferða­þjón­ustu á einn eða annan hátt. 

Árið 2016 markar ákveðin tíma­mót í grein­inni vegna offjár­fest­ingar í bíla­leigu­bílum og rútum og mark­viss stefnu­leysis stjórn­valda. Komið er að end­ur­skipu­lagn­ingu og sam­ein­ingu fyr­ir­tækja á meðan beðið er eftir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í grein­inni. 

Hvað olli flóð­bylgj­unni?

Hver er drif­kraft­ur­inn á bak við þennan mikla vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar? Gosið í Eyja­fjalla­jökli og fall krón­unnar í kjöl­far Hruns­ins eiga vissu­lega mik­inn þátt í því en segir samt ekki alla sög­una því krónan hefur risið hratt á und­an­förnum mán­uðum og fennt hefur yfir jökul­inn. Verð­lag hér­lendis hefur einnig hækkað mikið á síð­asta ári, einkum verð­lag á veit­inga­húsum og gist­ingu, sem er tæp­lega 50 pró­sent hærra en í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. Það sama verður sagt um aðra þjón­ustu, svo ekki sé minnst á áfengi sem er marg­falt ­dýr­ara hér­lend­is. Mark­að­ur­inn hefur einnig breyst. Norð­ur­ljósin eru orð­inn stór mark­aður en þar gætir mik­illar sam­keppni, einkum frá Tromsö í Nor­egi. Þar er mun meira myrkur og tíma­bilið lengra en hér Sam­keppn­is­hæfni Íslands gagn­vart sam­keppn­is­lönd­un­um, einkum Skand­in­avíu og Kana­da, hefur því versn­að, en fyrr­nefnd svæði hafa lagað til hjá sér með mark­vissri stefnu stjórn­valda.

Þau atriði sem einkum heyr­ast eru mikil mark­aðs­setn­ing stjórn­valda—Inspired by Iceland, sem og hinna tveggja íslensku flug­fé­laga—Icelandair og Wowair, einkum í Norð­ur­-Am­er­íku en einnig í Bret­landi og Frakk­landi. Þá hefur flug­fé­lögum fjölgað úr sjö árið 2009 í 26 árið 2017 og tíðni beins flugs hefur auk­ist í meira en 80 teng­ing­ar. Lík­lega hafa yfir­stand­andi fram­kvæmdir á Kefla­vík­ur­flug­velli einnig haft sitt að segja. Þá má nefna hryðju­verkaógn­ina en ferða­menn spyrja gjarna um það hvar lög­reglan sé eða hvort hér sé virki­lega eng­inn her. 

Hvert skal hald­ið?

Meiri breyt­ingar hafa orðið á ferða­mennsk­unni á þessu ári en almennt var spáð. Dval­ar­tími ferða­langa hefur styst og eyðsla þeirra minnk­að, en hverjar eru horf­urnar og hvert skal hald­ið? Helsti vaxt­ar­brodd­ur­inn á heims­vísu er í ævin­týra- og glæfra­ferð­um. Þar stendur Ísland vel að vígi frá nátt­úr­unnar hendi. Ekki verður lengur við það unað að stjórn­völd haldi að sér höndum og láti allt reka á reið­an­um. Það þarf að marka stefnu og auka rann­sókn­ir, sem er hlut­verk stjórn­valda, ann­ars er hætta á að ferða­þjón­ustan breyt­ist í fjölda­ferða­mennsku. Margt bendir til að slíkt sé nú þegar orðið stað­reynd. Það þarf að byggja upp þjón­ustu fyrir ferða­menn, víðar en í Reykja­vík, og ekki síst að huga að innri upp­bygg­ingu: laga vegi í nágrenni Reykja­vík­ur, útrýma ein­breiðum brúm, setja upp heilsu­gæslu á fjöl­förnum ferða­manna­stöðum fjarri byggð, s.s. við Jök­ulsár­lón, huga að hrein­læt­is­málum og ekki síst að fjölga í lög­regl­unni og gera hana sýni­legri svo fátt eitt sé nefnt. 

Ferða­menn eru mis­næmir fyrir verð­hækk­unum og gefur auga leið að því tekju­hærri sem þeir eru því minna skiptir verð máli. Hins vegar eru ákveðnir þættir sem fer í taug­arnar á mönn­um, sama hversu efn­aðir þeir eru, og það er okur. Víða eru t.d. sam­lokur og annar skyndi­biti seldur á sama verði og réttir á fyrsta flokks veit­inga­húsi og svo eru það hrein­læt­is­mál­in. Að hafa sal­erni sem tekju­lind kemur flestum spánskt fyrir sjón­ir. Þrjá banda­ríkja­dali kostar að nota sal­ernin á Þing­völlum og í Hörpu og hafa margir á orði að þetta séu dýr­ustu sal­erni sem þeir hafi not­að. Hagn­að­ur­inn við sal­erni er að þau séu not­uð, einkum á við­kæmum stöðum eins og á Þing­völlum og ætti notkun þeirra að vera inn­falin í bíla­stæð­is­gjöld­un­um. Ef stjórn­endur Hörpu vilja ekki að ferða­menn noti sal­ernin þá eiga þeir að loka þeim fyrir öðrum en gest­um. Þetta má gera með öðru móti. Í Vík í Mýr­dal hefur t.d. verið opnuð ný og glæsi­leg versl­un­ar­mið­stöð með góðri þjón­ustu fyrir ferða­menn, sem skilar sér í auknum tekjum fyrir versl­un­ina, fleiri störfum í sveit­ar­fé­lag­inu og þar með auknum tekjum skatt­tekjum fyrir sveit­ar­fé­lag­ið.

Stefna rík­is­stjórn­ar­innar hefur verið að halda milli­landa­flugi og inn­an­lands­flug­i að­skild­u og að fjölga bíla­leigu­bílum sem mest. Sam­kvæmt grein­ingu Íslands­banka er nú einn af hverjum tíu bílum í land­inu bíla­leigu­bíll. Þessi mikla fjölgun hefur kallað á fjölgun og stækkun bíla­stæða (Selja­lands­foss, Reyn­is­fjara, ­Skóga­foss, Djúpa­lóns­sandur ...). Gerð bíla­stæða kostar sitt og ­yf­ir­leitt ó­mögu­legt að rukka fyrir þau, þó ekki sé nema vegna stað­hátta, en slíkt er einnig dýrt. Kostn­að­ur­inn lendir því á útsvars­greið­endum sveit­ar­fé­lags­ins, sem sjá ekk­ert nema auk­inn kostnað við fjölgun ferða­manna. Þannig er kynt undir óánægju heima­manna. Þessi stefna rík­is­stjórn­ar­innar í mál­efn­um ­ferða­iðn­að­ar­ins hefur að auki fækkað ferða­mönnum á helstu ferða­manna­stöð­unum (Gull­foss, Geys­ir, Þing­vell­ir) utan Reykja­vík­ur m.v. gullárið 2016 um a.m.k. 20 af hundraði og reikna má með að utan Gullna hrings­ins sé fækk­unin enn meiri. Óbeinn kostn­aður sam­fé­lags­ins vegna þess­arar stefnu er þá ótal­in, s.s. aukið álag á nátt­úr­una „v/lausa­göngu“ ferða­manna, auk slysa­hættu sem að þeim steðjar, þyngri umferðar á þröngum veg­um, sem kallar á aukna lög­reglu og síðan álag á heilsu­gæslu o.s.frv. 

Þetta snýst ekki um skatt­lagn­ingu, heldur skipu­lag og mark­mið. Reglur um skatt­lagn­ingu eru ein­faldar og hafa lítið breyst frá því að Jean-Baptiste Col­bert, Adam Smith, Lewis Car­roll eða James Mirr­lees rit­uðu sín höf­uð­rit. Þegar stefn­una vantar hins vegar skiptir í reynd litlu máli hvert farið er.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar