Hættum að vera meðvirk með rasisma

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að það þurfi að mótmæla rasisma, útlendingaandúð, aðför gegn hælisleitendum og flóttafólki. Tala þurfi gegn mannfjandsamlegum skoðunum. Og þjóðarsátt þurfi um það.

Auglýsing

Við lifum á hættu­legum tím­um. Tímum þar sem stað­reyndir skipta æ minna máli, tölur eru kokk­aðar upp til að gefa mál­flutn­ingnum vægi, andúð í garð útlend­inga er falin undir samúð með fátæku fólki og spilað er á ótta og örygg­is­leysi. Ísland er ekk­ert öðru­vísi en önnur lönd og það er raun­veru­leg hætta á því að hér muni grass­era útlend­inga­andúð ef við stígum ekki fæti niður og að hún öðlist lög­mæti í stjórn­mál­um. 

Ég á afskap­lega erfitt með að sýna fólki annað en hlýju og skiln­ing. Ég brosi þegar ég heilsa, faðma jafn­vel (und­an­farið hef ég tekið upp á því að smella kossi á fólk um leið og ég faðma, fólk sem ég þekki kannski lít­il­lega, ekki veit ég af hverju) og spjalla kurt­eis­lega, sýni áhuga. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað þetta er. Er þetta þrá eftir við­ur­kenn­ingu, að fólki líki við mig? Óör­yggi? Það eru ekki beint hvatir sem ég tengi við mig, en ég er kannski ekki besti dóm­ar­inn um það.

Ég finn það hins vegar að þol­in­mæði mín gagn­vart fólki sem talar gegn hæl­is­leit­endum og flótta­fólki er á þrot­um. Að ég tali nú ekki um fólk sem hyggst bjóða fram í kosn­ingum með slíkt í fartesk­inu. Þetta upp­lifði ég sterkt á Fundi fólks­ins á Akur­eyri um helg­ina. Þannig hátt­aði til að Vinstri græn voru með kynn­ing­ar­bás við hlið Flokks fólks­ins. Og ég sat þar um hríð og spjall­aði við ein­hvern full­trúa hans. Sá var ósköp indæll í við­kynn­ingu, við ræddum um ljós­myndun og mynda­vélar og hann kapp­kost­aði við að gefa góð ráð. En ég fann að mig lang­aði ekki að spjalla um dag­inn og veg­inn við þennan mann. Mann sem reynir að vinna stór­hættu­legum skoð­unum fylgi.

Auglýsing

Um helg­ina gerð­ist það einnig að fjöldi fólks mót­mælti því að tveimur land­lausum börnum skyldi vísað úr landi ásamt fjöl­skyld­um. Af því til­efni skrif­aði einn blogg­ar­inn, maður sem reglu­lega er vitnað til í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins, um Íslend­ing­ana sem hefðu rústað öllu í sínu lífi með alkó­hól­isma og gjald­þroti og nærð­ust á því sem hann kallað hjart­næm­um, hönn­uðum sögum af flótta­fólki. Og þar sem ég er sjálf­hverfur tók ég þetta til mín, ver­andi alkó­hólisti sem hefur lagt inn gjald­þrota­beiðni, og ég skrif­aði um þetta á Face­book. Þar var ég spurður að því af hverju Alþing­is­maður væri að eyða tíma sínum í þetta og svar mitt var: „Af því að svona við­horf verða æ algeng­ari og vel getur farið svo að innan tíðar ein­kenni þau ein­hverja þing­menn. Ég sé ekki eftir þeim fimm mín­útum sem ég eyddi í þetta.“

Og nú ætla ég að eyða meira en fimm mín­útum í þetta, því að ég ótt­ast að við fljótum sof­andi að feigðar­ósi. Með því að hundsa þessi við­horf, láta eins og þau séu ekki til, þá leyfum við þeim að grass­era. Og með því að brosa og vera kurt­eis finnst mér ég á ein­hvern hátt við­ur­kenna við­horf­in, ýta undir þau. Þetta sé allt saman ein­hver leikur og við höfum mis­mun­andi leik­að­ferð­ir, en spilum öll sama leik­inn, við stjórn­mála­menn­irn­ir. En það er engin leik­að­ferð að ala á ótta og andúð gegn hæl­is­leit­endum og flótta­fólki. Það er bara mann­vonska.

Maður verður ekk­ert mann­úð­legri við að tala fyrir auknum fjár­munum til fátækra, ef maður á sama tíma vill skera niður kostnað við hæl­is­leit­endur og flótta­fólk. Mannúð er ekki val­kvæð; ef þú sýnir þessum hópi mannúð en ekki hin­um, þá áttu ekki að skreyta þig með því hug­taki.

Nú hef ég fengið nóg af þessu. Ég ætla ekki að kóa lengur með þessu, að láta eins og það sé bara í lagi að vera ras­isti. (Og nú mun upp­hefj­ast söngur um ósann­girni þess að tala um ras­isma. Við það fólk segi ég: Hættu að tala eins og ras­isti ef þú ert ekki ras­isti.) Það er ein­fald­lega komið miklu meira en nóg af því að það sé í lagi ljúga upp tölum um kostnað og aðbúnað hæl­is­leit­enda og flótta­fólks og tengja það fátækt á Íslandi. Af hverju tengir fólk þetta aldrei saman við kostnað við sendi­ráð, eða jarð­ganga­gerð eða hvað ann­að? Jú, af því að með því að tala um fátækt fólk tekst því að fá sam­úð, það bregð­ur sam­hygð­ar­blæju yfir útlend­inga­andúð sína. Nei, ég er sko ekki á móti útlend­ing­um, ég er með fátæku fólki. 

Og allt í einu er maður sagður fylgj­andi því að fólk eigi ekki til hnífs og skeiðar og þurfi að gista í tjöldum í Laug­ar­dal, bara af því að maður vill að komið sé fram við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur eins og fólk.
Það á aldrei að ljúga, sér­stak­lega ekki póli­tík og sér­stak­lega ekki þegar jafn við­kvæm mál eru undir og hér er rætt um. Það er ekk­ert í lagi að full­yrða um að svo og svo stór hluti barna búi við fátækt ef það er ekki þannig. En þetta er taktík, ekki mis­tök. Af því að þegar það er leið­rétt fær maður strax á sig spurn­ing­una hvort manni finn­ist það bara allt í lagi að þau börn sem þó geri það búi við fátækt, þó þau séu færri en full­yrt var. Og allt í einu er maður sagður fylgj­andi því að fólk eigi ekki til hnífs og skeiðar og þurfi að gista í tjöldum í Laug­ar­dal, bara af því að maður vill að komið sé fram við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur eins og fólk.

Það er þetta sem er hættu­leg­ast af öllu; að stilla þessu upp sem ein­hverjum and­stæð­um, fátækt og hæl­is­leit­endum og flótta­fólki. Það gerir tvennt; etur fólki saman ann­ars vegar og gefur útlend­inga­andúð rétt­mæti hins veg­ar. Hver vill ekki að eldri borg­arar búi við betri kjör, öryrkjar, þau lægst laun­uðu, að allir hafi þak yfir höf­uð­ið? (Reyndar virð­ast sumir stjórn­mála­flokkar ekki vilja það nóg til að setja fjár­muni í þessi mál, en það er önnur saga.) Og sé fólk nógu skel­eggt í bar­áttu sinni fyrir þessu getur það fengið fylgi út á það. En þá laum­ast útlend­inga­andúðin með. Og þannig hefur hún öðl­ast rétt­mæti, er orðin stefna stjórn­mála­flokks.

Við höfnum þess­ari stefnu, vinnum ekki með fólki sem predikar hana. Og berj­ast með kjafti og klóm gegn öllum hug­myndum Flokks fólks­ins, eða hvers sem er, sem vinna gegn hæl­is­leit­endum og flótta­fólki, bera með sér útlend­inga­andúð. Það er á ábyrgð okkar allra.
Við þurfum að taka höndum saman og afneita þess­ari stefnu. Stjórn­málin þurfa í heild sinni að segja nei, takk. (Sjá­ið, enn er kurt­eisin að plaga mig). Við höfnum þess­ari stefnu, vinnum ekki með fólki sem predikar hana. Og berj­ast með kjafti og klóm gegn öllum hug­myndum Flokks fólks­ins, eða hvers sem er, sem vinna gegn hæl­is­leit­endum og flótta­fólki, bera með sér útlend­inga­andúð. Það er á ábyrgð okkar allra.

Nú er komið nóg af kurt­eis­is­hjali. Það hafa allir rétt á að tala fyrir sínum skoð­unum og vinna þeim fylgi. En hættu­legum skoð­unum þarf að vinna gegn. Þá skiptir engu hvort við erum úthrópuð sem vit­leys­ing­ar, alkó­hólist­ar, fjár­mála­óreiðu­fólk, fífl og blá­eygir bján­ar. Það er aðeins fórn­ar­kostn­aður í bar­átt­unni fyrir betra mann­lífi.

Við þurfum að segja öllum sem tala fyrir þessum skoð­unum hvað okkur finnst um þær. Öll­um, bæði krútt­legum ömmum og öfum, sem og krúnurök­uðum flúr­menn­um. Frænkum og frænd­um, nágrönnum og þeim sem við skiptum við í dag­lega líf­inu. 

En við þurfum líka stór­á­tak í því að bæta stöðu þeirra sem verst standa í sam­fé­lag­inu. Og þá allra, bæði þeirra sem dvalið hafa alla sína tíð á Íslandi og hinna sem eru nýkomn­ir. Aftengjum þann þátt hinnar vill­andi rök­semda­færslu með því að bæta hag þeirra sem verst standa. Og líka af því að það er rétt. Grunn­vand­inn er nefni­lega mis­skipt­ing auðs­ins og gæð­anna, ekki flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur.

En hvað sem því líður þurfum við að mót­mæla ras­is­ma, útlend­inga­andúð, aðför gegn hæl­is­leit­endum og flótta­fólki. Gerum það hátt. Látum þau sem þá skoðun hafa vita að okkur finn­ist það ekki í lagi. Að það setji niður fyrir okkur vegna þeirra. Tölum fyrir mannúð og ­sam­hygð til handa öll­um, en gegn mann­fjand­sam­legum skoð­un­um. 

Við þurfum þjóð­ar­sátt gegn ras­is­ma, því ras­ismi er það.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar