Moldin og hlýnun jarðar

Ólafur Arnalds, prófessor við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands, skrifar um loftlagsmál.

Auglýsing

Hlýnun and­rúms­lofts­ins er sann­ar­lega stærsti umhverf­is­vandi jarð­ar­búa. Þessi vá er nátengd öðru umhverf­is­máli: hnignun og hruni vist­kerfa. Enda er það svo að margir meg­in­sátt­málar Sam­ein­uðu þjóð­anna eru tengd­ir: lofts­lags­samn­ing­ur­inn, samn­ing­ur­inn um vernd líf­fjöl­breyti­leika og samn­ing­ur­inn um varnir gegn land­hnignun og eyði­merk­ur­mynd­un. Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun gera ráð fyrir stór­felldri end­ur­heimt vist­kerfa um allan heim. Ef litið er til heima­slóða er hrun vist­kerfa lands­ins í hópi verstu dæma um slíkt í heim­in­um. En góðu frétt­irnar eru þær að auð­veld­ara er að græða land á Íslandi en víða ann­ars staðar og hægt er að sam­eina bar­áttu gegn lofts­lags­hlýnun og upp­bygg­ingu vist­kerfa á Íslandi með afger­andi hætt­i.   

Óröskuð mold á Íslandi, svokölluð eld­fjalla­jörð, hefur afar sér­stæða eig­in­leika því hún bindur feiki­legt magn kolefnis til fram­búð­ar, gjarnan meira en 150 CO2 á hvern fer­metra. Þetta er mun meira en annar þurr­lend­is­jarð­vegur getur bund­ið. En það er jafn­framt einmitt svo að kolefn­is­forð­inn í mold­inni er næm­asti mæli­kvarð­inn á frjó­semi vist­kerfa; kolefnið er orku­forði kerf­is­ins og und­ir­staða nær­ing­ar­hringrás­ar­inn­ar. Stór hluti aukn­ing­ar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu á rætur að rekja til los­unar koltví­sýr­ings úr jarð­vegi vegna ofnýt­ingar í land­bún­aði á borð við akur­yrkju og beit - fæðu­fram­leiðslan hefur gengið á gæði mold­ar­inn­ar. Íslensk vist­kerfi í slæmu ástandi losa kolefni út í and­rúms­loft­ið, en stærð­argráða þeirrar los­unar hefur verið metin til jafns við alla aðra losun frá Íslandi og jafn­vel mun meiri sam­kvæmt nýlegri skýrslu. Við end­ur­heimt vist­kerfa binst kolefni úr and­rúms­loft­inu í mold og gróðri á ný. Árleg bind­ing í mold­inni er gjarn­an 200-300 tonn CO2 á fer­kíló­metra við upp­græðslu á lítt grónu landi. Við bind­ing­una bæt­ist svo kolefni í gróðr­in­um, sem getur verið mjög mik­il, t.d. í birki­skógi.

Langvar­andi nýt­ing vist­kerfa lands­ins hefur einnig rýrt kerfin sem þó eru enn gró­in. Þannig eru yfir 20 000 km2 lands sem telst rýrt mólendi en stór hluti þess lands er á lág­lendi sem var áður skógi vax­inn með gríð­ar­legan kolefn­is­forða og frjó­semi. Það er mjög mik­il­vægt að ekki sé aðeins horft til auðna og illa gró­ins lands við bind­ingu kolefnis hér­lendis heldur einnig til hnign­aðra vist­kerfa á borð við rýrt mólend­i. 

Auglýsing

Mold á Íslandi er sífellt að þykkna vegna áfoks frá flæðum jök­ul­ánna og öðrum slíkum svæð­um. Þar sem áfokið sest í kjarn­mik­inn gróður safn­ast kolefni fyrir jafn­harðan í hin nýju mold­ar­efni, sem enn eykur á kolefn­is­bind­ing­una. Hún getur hæg­lega numið 15 t CO2/km2 á ári í frjóum vist­kerf­um. Þar sem gróður er rýr safn­ast minna kolefni fyr­ir, jafn­vel minna en moldin er að losa í formi CO2, sér­stak­lega þar nýt­ing er mikil og rof í sverð­in­um. Lítið sem ekk­ert kolefni safn­ast fyrir á auðnum þótt áfokið sé mik­ið, þvert á móti, þær eru margar hverjar enn að gefa frá sér mik­inn koltví­sýr­ing. 

Bar­áttan við lofts­lags­breyt­ingar og end­ur­heimt land­kosta á Íslandi kalla á heild­stæða nálg­un, sem m.a. felur í sér breytta land­nýt­ingu á þeim svæðum þar sem gróður er rýrast­ur. Að hætt sé að beita illa gróna afrétti á gos­belt­inu. Sjálf­græðsla skilar mjög miklu en stundum er nauð­syn­legt að hjálpa nátt­úru­legri fram­vindu, ekki síst þar sem yfir­borðið er óstöðugt eða lítið fræfram­boð. End­ur­heimt vot­lendis er einnig mik­il­væg þar sem þess er kost­ur. Verk­efni sem lúta að því að búa til mis­rýra gras­haga til beitar á bújörðum er góðra gjalda verð en fela í raun í sér afskap­lega lágreist mark­mið; horfa þarf til fjöl­breytt­ari vist­kerfa, t.d. birki­skóga sem hafa marg­falt gildi til nýt­ingar og bind­ingar kolefn­is. 

Við breyt­ingar á styrkja­kerfi land­bún­aðar er unnt að ná fram marg­þættum mark­miðum í þágu kolefn­is­bind­ingar og end­ur­heimt vist­kerfa. Slíkar breyt­ingar geta falið í sér friðun auðna og illa gró­ins lands, end­ur­heimt vot­lendis og stuðn­ings­greiðslur við end­ur­heimt land­kosta. Aðgerðir á sviði vist­heimtar geta hæg­lega skilað kolefn­is­bind­ingu sem nemur stærð­argráðunni 1 milljón tonn CO2 á ári (end­ur­heimt vot­lendis ekki með­tal­in) í stað los­unar sem hugs­an­lega nemur 1 milljón tonna CO2 (á­vinn­ingur upp á 2 milljón tonn CO2 eða meira). Reyndar eru til útreikn­ingar (fyrr­nefnd skýrsla) sem sýna að losun frá auðnum og rýrum móum geti numið mörgum millj­ónum tonna CO2 á ári, sem væri hægt að stöðva með bættri land­nýt­ingu og vist­heimt. 

Það er mik­il­vægt að breikka  sjón­deild­ar­hring­inn í aðgerðum í lofts­lags­mál­um, hætta nýt­ingu á illa grónum afréttum og stór­auka vist­heimt á mjög rýru landi. Þar má m.a. nefna end­ur­heimt birki­skóga í nágrenni þétt­býl­is. Æski­legt er að sveit­ar­fé­lög komi í auknum mæli að slíkum verk­efn­um. Samn­ingar þjóð­ar­innar við sauð­fjár­bændur verða að taka til­lit til lofts­lags­mála. Í þeim geta falist fjár­hags­legir hvatar til að færa fram­leiðslu frá verst förnu svæð­un­um, styrk­ing búskapar þar sem gróð­ur­far er hent­ugt til slíkrar nýt­ingar og mik­il­vægt er að auka áherslu á end­ur­heimt vist­kerfa. Land og mold eru sann­ar­lega sam­eig­in­leg auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Við berum öll ábyrgð.  

Höf­undur er pró­fessor við auð­linda- og umhverf­is­deild Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar