Moldin og hlýnun jarðar

Ólafur Arnalds, prófessor við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands, skrifar um loftlagsmál.

Auglýsing

Hlýnun and­rúms­lofts­ins er sann­ar­lega stærsti umhverf­is­vandi jarð­ar­búa. Þessi vá er nátengd öðru umhverf­is­máli: hnignun og hruni vist­kerfa. Enda er það svo að margir meg­in­sátt­málar Sam­ein­uðu þjóð­anna eru tengd­ir: lofts­lags­samn­ing­ur­inn, samn­ing­ur­inn um vernd líf­fjöl­breyti­leika og samn­ing­ur­inn um varnir gegn land­hnignun og eyði­merk­ur­mynd­un. Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun gera ráð fyrir stór­felldri end­ur­heimt vist­kerfa um allan heim. Ef litið er til heima­slóða er hrun vist­kerfa lands­ins í hópi verstu dæma um slíkt í heim­in­um. En góðu frétt­irnar eru þær að auð­veld­ara er að græða land á Íslandi en víða ann­ars staðar og hægt er að sam­eina bar­áttu gegn lofts­lags­hlýnun og upp­bygg­ingu vist­kerfa á Íslandi með afger­andi hætt­i.   

Óröskuð mold á Íslandi, svokölluð eld­fjalla­jörð, hefur afar sér­stæða eig­in­leika því hún bindur feiki­legt magn kolefnis til fram­búð­ar, gjarnan meira en 150 CO2 á hvern fer­metra. Þetta er mun meira en annar þurr­lend­is­jarð­vegur getur bund­ið. En það er jafn­framt einmitt svo að kolefn­is­forð­inn í mold­inni er næm­asti mæli­kvarð­inn á frjó­semi vist­kerfa; kolefnið er orku­forði kerf­is­ins og und­ir­staða nær­ing­ar­hringrás­ar­inn­ar. Stór hluti aukn­ing­ar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu á rætur að rekja til los­unar koltví­sýr­ings úr jarð­vegi vegna ofnýt­ingar í land­bún­aði á borð við akur­yrkju og beit - fæðu­fram­leiðslan hefur gengið á gæði mold­ar­inn­ar. Íslensk vist­kerfi í slæmu ástandi losa kolefni út í and­rúms­loft­ið, en stærð­argráða þeirrar los­unar hefur verið metin til jafns við alla aðra losun frá Íslandi og jafn­vel mun meiri sam­kvæmt nýlegri skýrslu. Við end­ur­heimt vist­kerfa binst kolefni úr and­rúms­loft­inu í mold og gróðri á ný. Árleg bind­ing í mold­inni er gjarn­an 200-300 tonn CO2 á fer­kíló­metra við upp­græðslu á lítt grónu landi. Við bind­ing­una bæt­ist svo kolefni í gróðr­in­um, sem getur verið mjög mik­il, t.d. í birki­skógi.

Langvar­andi nýt­ing vist­kerfa lands­ins hefur einnig rýrt kerfin sem þó eru enn gró­in. Þannig eru yfir 20 000 km2 lands sem telst rýrt mólendi en stór hluti þess lands er á lág­lendi sem var áður skógi vax­inn með gríð­ar­legan kolefn­is­forða og frjó­semi. Það er mjög mik­il­vægt að ekki sé aðeins horft til auðna og illa gró­ins lands við bind­ingu kolefnis hér­lendis heldur einnig til hnign­aðra vist­kerfa á borð við rýrt mólend­i. 

Auglýsing

Mold á Íslandi er sífellt að þykkna vegna áfoks frá flæðum jök­ul­ánna og öðrum slíkum svæð­um. Þar sem áfokið sest í kjarn­mik­inn gróður safn­ast kolefni fyrir jafn­harðan í hin nýju mold­ar­efni, sem enn eykur á kolefn­is­bind­ing­una. Hún getur hæg­lega numið 15 t CO2/km2 á ári í frjóum vist­kerf­um. Þar sem gróður er rýr safn­ast minna kolefni fyr­ir, jafn­vel minna en moldin er að losa í formi CO2, sér­stak­lega þar nýt­ing er mikil og rof í sverð­in­um. Lítið sem ekk­ert kolefni safn­ast fyrir á auðnum þótt áfokið sé mik­ið, þvert á móti, þær eru margar hverjar enn að gefa frá sér mik­inn koltví­sýr­ing. 

Bar­áttan við lofts­lags­breyt­ingar og end­ur­heimt land­kosta á Íslandi kalla á heild­stæða nálg­un, sem m.a. felur í sér breytta land­nýt­ingu á þeim svæðum þar sem gróður er rýrast­ur. Að hætt sé að beita illa gróna afrétti á gos­belt­inu. Sjálf­græðsla skilar mjög miklu en stundum er nauð­syn­legt að hjálpa nátt­úru­legri fram­vindu, ekki síst þar sem yfir­borðið er óstöðugt eða lítið fræfram­boð. End­ur­heimt vot­lendis er einnig mik­il­væg þar sem þess er kost­ur. Verk­efni sem lúta að því að búa til mis­rýra gras­haga til beitar á bújörðum er góðra gjalda verð en fela í raun í sér afskap­lega lágreist mark­mið; horfa þarf til fjöl­breytt­ari vist­kerfa, t.d. birki­skóga sem hafa marg­falt gildi til nýt­ingar og bind­ingar kolefn­is. 

Við breyt­ingar á styrkja­kerfi land­bún­aðar er unnt að ná fram marg­þættum mark­miðum í þágu kolefn­is­bind­ingar og end­ur­heimt vist­kerfa. Slíkar breyt­ingar geta falið í sér friðun auðna og illa gró­ins lands, end­ur­heimt vot­lendis og stuðn­ings­greiðslur við end­ur­heimt land­kosta. Aðgerðir á sviði vist­heimtar geta hæg­lega skilað kolefn­is­bind­ingu sem nemur stærð­argráðunni 1 milljón tonn CO2 á ári (end­ur­heimt vot­lendis ekki með­tal­in) í stað los­unar sem hugs­an­lega nemur 1 milljón tonna CO2 (á­vinn­ingur upp á 2 milljón tonn CO2 eða meira). Reyndar eru til útreikn­ingar (fyrr­nefnd skýrsla) sem sýna að losun frá auðnum og rýrum móum geti numið mörgum millj­ónum tonna CO2 á ári, sem væri hægt að stöðva með bættri land­nýt­ingu og vist­heimt. 

Það er mik­il­vægt að breikka  sjón­deild­ar­hring­inn í aðgerðum í lofts­lags­mál­um, hætta nýt­ingu á illa grónum afréttum og stór­auka vist­heimt á mjög rýru landi. Þar má m.a. nefna end­ur­heimt birki­skóga í nágrenni þétt­býl­is. Æski­legt er að sveit­ar­fé­lög komi í auknum mæli að slíkum verk­efn­um. Samn­ingar þjóð­ar­innar við sauð­fjár­bændur verða að taka til­lit til lofts­lags­mála. Í þeim geta falist fjár­hags­legir hvatar til að færa fram­leiðslu frá verst förnu svæð­un­um, styrk­ing búskapar þar sem gróð­ur­far er hent­ugt til slíkrar nýt­ingar og mik­il­vægt er að auka áherslu á end­ur­heimt vist­kerfa. Land og mold eru sann­ar­lega sam­eig­in­leg auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Við berum öll ábyrgð.  

Höf­undur er pró­fessor við auð­linda- og umhverf­is­deild Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar