Auglýsing

Klisjan um vax­andi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræð­unni. Stað­reyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launa­jöfnuð en Ísland sam­kvæmt árlegri úttekt OECD á jöfn­uði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launa­ó­jöfn­uður sé sjálf­stætt vanda­mál og vax­andi. Sá mál­flutn­ingur stenst enga skoðun eins og nið­ur­stöður OECD bera skýrt með sér.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra í stefnu­ræðu sinni á mið­viku­dag. Og end­ur­tók þar með þann leik enn og aftur að láta sem munur á launum væri eini mæli­kvarði á jöfnuð á pínu­litla land­inu okk­ar. Enn og aftur er því til­efni til að benda for­sæt­is­ráð­herra og öllum hinum sem end­ur­taka þessa mön­tru brauð­mola­kenn­ing­ar­innar að svo er ekki.

Eign­ir, ekki laun

Ójöfn­uður á Íslandi birt­ist fyrst og fremst í ójafnri skipt­ingu eigna. Hann felst í því að eigið fé lands­manna jókst um 370 millj­arða króna á árinu 2015. Þar af fór 123,4 millj­arðar króna til þeirra fimm pró­sent lands­manna sem áttu mest, eða þriðj­ungur af öllu nýju eigin fé. Alls áttu rík­asta fimm pró­sent lands­manna 44,4 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna þegar árið 2016 byrj­aði.

Auglýsing

Hann birt­ist í því að rík­asta eitt pró­sent lands­manna átti fimmtu hverju krónu sem lands­menn áttu í eigin fé í lok árs 2015.  Hann birt­ist í því að á þeim tíma hafi 0,1 pró­sent lands­manna átt 187 millj­arða króna í eigin fé og að sú eign þess hóps, sem telur nokkur hund­ruð manns, hafi auk­ist um 20 millj­arða króna á því ári einu sam­an.

Ójöfn­uð­ur­inn birt­ist í því að frá árinu 1997 og fram til loka árs 2015 jókst eigið fé 0,1 pró­sent rík­asta hluta þjóð­ar­innar úr 25,3 millj­örðum króna í 187,3 millj­arða króna. Eigið fé rík­asta eins pró­sents lands­manna jókst úr 89,1 millj­arði króna í 559,5 millj­arða króna. Og eigið fé rík­ustu fimm pró­senta lands­manna jókst úr 207,3 millj­örðum króna í 1.249 millj­arða króna. Það efsta lag jók auð sinn um 1.042 millj­arða króna á 18 árum og áttu í lok árs 2015 44,4 pró­sent alls eig­in­fjár í land­inu. Hvernig vitum við þetta? Jú, Bjarni Bene­dikts­son sagði okkur það í svari við fyr­ir­spurn fyrir rétt tæpu ári síð­an.

Þau 70 pró­sent lands­manna sem áttu minnstar eignir áttu 27,2 millj­arða króna árið 1997. Þau átti 16,2 millj­arða króna sam­an­lagt í eigið fé í árs­lok 2015.

Lít­ill hópur á fjár­magnið

Íslenska kerfið virkar þannig að mjög lít­ill hópur lands­manna á fjár­magn­ið. Hag­tölur sýna t.d. að 86 pró­sent verð­bréfa sem eru í eigu ein­stak­linga eru í eigu tíu pró­sent rík­ustu Íslend­ing­anna. Hin 90 pró­sent­in, sem eru að mestu launa­fólk eða bóta­þeg­ar, eiga nán­ast engar fjár­mála­legar eign­ir, vænt­an­lega vegna þess að þau hafa ekki fjár­hags­legt svig­rúm til að eign­ast slík­ar. Þótt hag­tölur sýni að þessi hópur sé sífellt að eign­ast meira þá er sú eign nán­ast ein­vörð­ungu bundin í eigin fé í hús­næði sem er erfitt að leysa út ef við­kom­andi vill áfram búa ein­hvers­stað­ar.

Þegar horft er á þær tölur sem birtar hafa verið vegna árs­ins 2016 þá er lítið í þeim sem bendir til ann­ars en að þeir ríku séu ein­fald­lega stans­laust að verða rík­ari hér­lend­is. Sam­kvæmt álagn­ingu opin­bera gjalda ein­stak­linga vegna síð­asta árs fengu 3.682 fjöl­skyld­ur, tæp­lega tvö pró­sent allra fjöl­skyldna lands­ins, hagnað vegna hluta­bréfa­sölu upp á 28,7 millj­arða króna. Sölu­hagn­aður jókst um 39,1 pró­sent milli ára þrátt fyrir að fjöl­skyldum sem töldu fram sölu­hagnað hafi ein­ungis fjölgað um 5,4 pró­sent.

Nettó­eign heim­ila lands­ins jókst um 415,2 millj­arða króna í fyrra. Enn á eftir að birta hag­tölur um hvernig það við­bótar fé skipt­ist á milli laga sam­fé­lags­ins. En ef hlut­falls­skipt­ingin verður eins og hún var á árinu 2015 þá munu rík­ustu tíu pró­sent lands­manna hafa fengið í sinn hlut 179 millj­arða króna af nýjum pen­ingum á síð­asta ári, eða 43 pró­sent af allri nýrri hreinni eign.

Það sem hrynur af veislu­borð­inu er skatt­lagt meira

Á sama tíma hafa laun þorra lands­manna, sem vinna hjá fjár­magns­eig­end­un­um, þó vissu­lega hækk­að. Ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra hafa auk­ist enda Ísland orðið miklu rík­ara, fyrst og fremst með nýt­ingu nátt­úru­auð­linda sem eiga að heita í sam­eig­in­legri eigu þjóð­ar­inn­ar. Sú hækkun er þó ekki í neinu hlut­falli við það sem auður efsta lags­ins hefur vax­ið. Brauð­molar hafa hrunið af borð­inu en það er eng­inn vafi á því að lít­ill hópur innan sam­fé­lags­ins borðar þjóð­ar­kök­una án þess að gefa neitt sem máli skiptir með sér.

Á sama tíma og ráð­stöf­un­ar­tekjur lægstu hópanna hafa auk­ist hefur skatt­byrði þeirra líka þyngst umfram það sem er lagt á efstu lögin í sam­fé­lag­inu. Árið 1998 var skatt­byrði hinna lægst laun­uð­ustu í íslensku sam­fé­lagi fjögur pró­sent. Nú er hún 16 pró­sent. Sam­hliða hefur mun­ur­inn á skatt­byrði þeirra fátæk­ustu og þeirra rík­ustu minnkað og tekju­jöfn­un­ar­hlut­verk rík­is­ins hefur dreg­ist sam­an. Þ.e. skatt­byrð­inni hefur verið dreift þannig að þeir lægst laun­uð­ustu borga meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í skatta en þeir sem eru rík­ari.

Og þrátt fyrir hina ægi­legu efna­hags­legu vel­sæld þá fyr­ir­finnst umtals­verð fátækt í 340 þús­und manna sam­fé­lag­inu okk­ar. Í árs­lok 2014, sem eru nýj­ustu tölur sem til eru, sögð­ust 11,9 pró­sent lands­manna að þeir ættu mjög erfitt með að láta enda ná sam­an. Í skýrslu Unicef á Íslandi, sem birt var í byrjun árs 2016, kom fram að 9,1 pró­sent barna á Íslandi hafi liðið efn­is­legan skort þegar árið 2015 rann í garð. Það voru 6.100 börn. Rúmur fjórð­ungur þeirra leið veru­legan efn­is­legan skort. Árið 2009, einu ári eftir banka­hrun­ið, var það hlut­fall fjögur pró­sent. Fjöldi barna sem líður efn­is­legan skort hefur því marg­fald­ast.

Rofin sátt­máli

Klisja þýðir eitt­hvað sem er end­ur­tekið oft. Og það er ástæða fyrir því að það er end­ur­tekið oft að ójöfn­uður ríki á Íslandi. Að gæð­unum sem verða til í þessu auð­lindrifna fákeppn­i­sam­fé­lagi, þar sem aðgengi að upp­lýs­ing­um, tæki­færum og pen­ingum ann­arra skiptir öllu þegar menn vilja kom­ast í áln­ir, sé veru­lega mis­skipt. Ástæðan fyrir því að þetta er end­ur­tekið í sífellu er vegna þess að þetta er satt. Það er ein­fald­lega stað­reynd að hinir ríku eru sífellt að verða miklu rík­ari hér­lend­is.

Eðli íslensks sam­fé­lags breytt­ist á árunum fyrir hrun. Hér var rof­inn sam­fé­lags­sátt­máli. Það rof varð vegna þess að hópur fjár­magns­eig­enda sagði sig úr sam­fé­lagi við þjóð­ina sem hann til­heyrði. Hann taldi sig betri og eiga meira skil­ið. Og telur enn. Afleið­ingin var aukin lag­skipt­ing og aukið van­traust. Aukin reiði, van­líðan og árekstrar manna á milli.

Íslend­ingar eru þrátt fyrir ægi­legan efna­hags­upp­gang, þung­lyndasta Evr­ópu­þjóðin sam­kvæmt nýrri könnun OECD. Hér eru 14 pró­sent allra á aldr­inum 24-64 ára þung­lyndir á meðan að með­al­talið í OECD-­ríkj­unum er átta pró­sent. Verst er staðan hjá ungu fólki. Árið 2007 mátu 16,8 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 18-24 ára and­lega heilsu sína sæmi­lega eða lélega. Í fyrra var það hlut­fall komið í 36,2 pró­sent. Og Íslend­ingar eru ekki ánægðir með þá sem ráða hér. Ein­ungis 27 pró­sent styðja rík­is­stjórn­ina og um fimmt­ungur treystir Alþingi.

Í stað þess að takast á við þessa stöðu með breyt­ingum er hún afgreidd sem geð­veiki í fólki sem sjái ekki hversu ástandið sé gott á Íslandi. Einn helsti stuðn­ings­maður sam­fé­lags­sátt­málar­ofs­ins, Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, afgreiðir alla óánægju í sam­fé­lag­inu sem leið­indi í vinstri mönn­um. Í stöðu­upp­færslu í gær sagði hann að þeir þurfi að „vera sínöldr­andi út af smá­mun­um, mega ekki græða á dag­inn og hafa ekki efni á því að grilla á kvöld­in.“ Þetta kemur frá hug­mynda­fræði­lega gjald­þrota manni sem þurfti að horfa á ríkið og almenn­ing grípa nýfrjáls­hyggju­til­raun­ina hans í fangið þegar for­dæma­laus græðgi, van­hæfni, sið­rof og glæpir höfðu siglt henni í strand haustið 2008. Það var ekki mikið „hægri“ í því.

Sumir eru jafn­ari en aðrir

Sann­leik­ur­inn er sá að fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lags­gerð manna eins og Hann­esar snýst fyrst og síð­ast um að sumir séu jafn­ari en aðr­ir. Alveg eins og ömur­leg­ustu útfærslur á  sós­í­al­isma. Hún snýst um algjöran skort á sam­kennd og sam­fé­lags­legri vit­und. Þar sem sam­fé­lagið er til fyrir hina fáu í stað þess að þeir séu hluti af sam­fé­lag­inu. Menn eins og Hannes eru orðnir að nákvæm­lega því sem þeir segj­ast fyr­ir­líta mest.

Staðan á íslensku sam­fé­lagi snýst ekki um hægri eða vinstri. Það er smjör­klípa að reyna að stilla fólki upp í þannig and­stæð­ur, og með vilja gert til að láta fólk takast á um auka­at­riði.

Kap­ít­al­ismi snýst nefni­lega ekki bara um pen­inga og völd heldur líka um frelsi, sann­girni, jafn­ræði og tæki­færi. Og margt í grund­vallar hug­mynda­fræði hans er sam­fé­lag­inu mjög til fram­drátt­ar. Tryggir að menn geta með elju og hug­mynda­auðgi bætt sam­fé­lagið sitt og eigin stöðu á sama tíma. Á sama hátt snýst sós­í­al­ismi ekki bara um for­ræð­is­hyggju og öfund heldur um sam­kennd og jöfn­uð.

Því sem var troðið upp á okkur að óþörfu

Það kerfi sem við rekum hér á Íslandi á því ekk­ert skylt hægri­mennsku og þær eðli­legu kröfur sem uppi eru um jafn­ara og sann­gjarn­ara sam­fé­lag eru fjarri því að vera ein­hvers konar öfga­kennd vinstri­mennska. Þorri Íslend­inga er enda þeirrar skoð­unar að hér eigi að reka sterkt vel­ferð­ar­kerfi, sem grípur þá sem minnst mega sín í sam­fé­lag­inu, en bjóði á sama tíma upp á til­veru þar sem hver sé sinnar gæfu smið­ur.

Ragnar Önund­ar­son, við­skipta­fræð­ingur og Sjálf­stæð­is­maður í hart­nær hálfa öld, orð­aði þetta vel í grein sem birt­ist nýverið á Kjarn­anum: „Nýfrjáls­hyggj­unn­i var troðið upp á okkar litla, nor­ræna vel­­ferð­­ar­­sam­­fé­lag, sem hafði reyndar slegið öll met meðal vest­rænna þjóða í hag­vexti og vel­­megun og þurfti ekki á henni að halda. Hvergi á byggðu bóli var jöfn­uður meiri: Lækn­­ar, flug­­­stjórar og for­­stjórar létu sér nægja fimm­­föld lægstu laun.[...]­For­­stjór­­arnir brut­ust úr sam­­flot­inu við lækna og flug­­­stjóra, enda ráða þeir launum sínum sjálf­­ir.[...]Það segir svo sína sögu að engin mis­­tök voru við­­ur­­kennd opin­ber­­lega, það má ekki gera í íslenskri póli­­tík, engri stefnu var því breytt.“

Það má taka undir þetta. Von­ast til þess að mis­tök verði við­ur­kennd. Og að stefn­unni verði breytt. Að okkur beri gæfa til að finna sam­kennd­ina að nýju. Því ann­ars verður engin frið­ur. Og sann­ar­lega ekki skrifað undir nýjan sam­fé­lags­sátt­mála.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari