Atvinnulíf til framtíðar

Efla þarf menntun til muna hér á landi, skrifar Edward Huijbens í aðsendri grein.

Auglýsing

Fram­tíð lands og þjóðar hverf­ist um atvinnu­mögu­leika okkar og leiðir til arð­sköp­un­ar, sem aftur stendur undir sam­eig­in­legri vel­ferð okk­ar. Um þessar mundir er margt að breyt­ast í atvinnu­háttum á Íslandi og Vest­ur­löndum almennt. Hér á landi er ráð­andi hlut­verk frum­vinnslu­greina í hnignun á sama tíma og þensla er í efna­hags­líf­inu. Íslenskur orku­iðn­aður er komin í ákveðið öng­stræti, þar sem stór­iðja af hverju tagi er nú útaf borð­inu og orku­kostum fækk­ar. Frek­ari orku­öflun mun byggja á jarð­gufu sem inni­ber mun meiri áskor­anir og óvissu heldur en vatns­afl. Afli sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er fasti með kvóta­setn­ingu í helstu teg­und­um. Bæði kallar á nýsköpun sem byggir á stöðugri þekk­ing­ar­leit og að fólk til­einki sér fjöl­breytt­ari aðferðir og vinnu­lag. Ferða­þjón­usta í núver­andi mynd verður einnig að flokk­ast til hnign­andi frum­vinnslu­greina, þar sem áhersla þar virð­ist helst á fjöld­ann sem þarf að þjón­usta, líkt og afla sem þarf að gera að. Þar á bæ er þörfin fyrir nýjar nálg­an­ir, nýsköpun og skiln­ing á eðli grein­ar­innar aðkallandi.

Það sem má lesa úr þess­ari stöðu núver­andi lyk­ilat­vinnu­vega er tvennt. Ann­ars­vegar þarf að setja kraft í þekk­ing­ar­leit­ina og skapa hér grund­völl þekk­ing­ar­sam­fé­lags. Hins­vegar þarf að skapa sveigj­an­leika í störf­um, frama og vinnu­ævi fólks, þannig að það geti leitað á ný mið, t.d. á miðjum aldri. Til dæmis eign­ast nýjan starfs­frama. Grund­völlur bæði þekk­ing­ar­sam­fé­lags og sveigj­an­leika er mennt­un. Hlut­verk mennt­unar er að skapa grund­völl þess þekk­ing­ar­sam­fé­lags sem þarf að þró­ast á grunni hefð­bund­inna atvinnu­vega lands­ins. Menntun þarf að geta búið fólk undir að leysa vanda­mál og skapa lausnir á hnatt­rænum grunni á tímum mik­illar óvissu í t.d. umhverf­is­málum og hvert hag­kerfi og efna­hags­líf stefna með umbylt­ingum upp­lýs­inga­tækni og þróun vit­véla. Menntun við þessar aðstæður þarf að snú­ast um lip­ur­leika, næmni og sveigj­an­leika.

Auglýsing

Líta má svo á að hér séu á ferð­inni nýjar hæfni­kröfur til að mæta breyttum sam­fé­lags­háttum og menntun þarf að marka hlut­verk og til­gang á þessu umbylt­ing­ar­skeiði. Menntun þarf að skilja sem umbreyt­ing­ar­ferli ein­stak­linga. Ein­stak­lingar taka ekki við námi sem þjón­ustu, þeir umbreyt­ast af henni og verða aðr­ir. Til að að standa undir atvinnu­lífi og verð­mæta­sköpun til fram­tíð­ar, þarf menntun að búa ein­stak­linga í hag­inn fyrir sveigj­an­leika, hæfni í stöðugri þekk­ingar og færni­leit og næmni fyrir sam­fé­lagi og nátt­úru.

Þannig tel ég að besta leiðin til upp­bygg­ingar atvinnu­lífs til fram­tíð­ar, sé fjár­fest­ing í mennt­un. Við þurfum að marg­falda fram­lög okkar til mennta­mála og skapa hér öfl­uga skóla á öllum stigum sem hafa ráð­rúm til að þró­ast og breyt­ast í takti við þarfir sam­fé­lags­ins. Skól­arnir okkar eiga ekki að þurfa stöðugt að berj­ast í bökkum og ströggla fyrir fjár­veit­ing­um, þeir eiga að hafa and­rými til að leggja rækt við það sem starfs­fólk skól­anna gerir best, það er að hlúa að menntun nem­enda. Til að tryggja öllum aðgang að slíkri menntun þarf þetta öfl­uga kerfi að vera í höndum hins opin­bera. Í stað þess að svelta skól­anna til að skapa „svig­rúm til einka­væð­ing­ar“, segi ég að gefa skuli frekar í. Byggjum upp það skóla­kerfi sem við höf­um, sækjum til þess þær tekjur sem þarf og leyfum skóla­fólki að fara að vinna vinn­una sína.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar