Hjöðnun og hagsæld

Edward H. Huijbens varabæjarfulltrúi VG á Akureyri skrifar aðsenda grein um hagvöxt og hagsveiflur.

Auglýsing

Ára­löng femínísk bar­átta er að skila sér í við­horfs­breyt­ingum í okkar sam­fé­lagi gagn­vart nauðg­un­um, fórn­ar­lömbum kyn­ferð­is­of­beldis og klám­væð­ingu. Hún sýnir svo ekki verður um villst að hug­myndir skipta máli. Und­ir­staða sam­fé­lags okkar eru í raun þær hug­myndir sem sátt er um. Hins vegar er það svo að nýjar hug­mynd­ir, og sér í lagi rót­tækar, hugn­ast fæstum þegar þær eru fyrst lagðar fram. Þetta á sér­stak­lega við um þær sem fela í sér breyt­ingar á löngu við­teknum venj­um, hefðum eða sið­um.

Einn er sá siður sem nú er að koma okkur í koll. Sam­fé­lög heims­ins eru knúin jarð­efna­elds­neyti. Þannig er það t.d. við­tekin venja fólks að fara allra sinna ferða á bíl, sem fylltur er reglu­lega bens­íni eða dísil sem unnið er úr olíu sem dælt hefur verið mis djúpt úr iðrum jarð­ar. Olían er meng­andi, heilsu­spill­andi, leggur til ófriðar og spennu í heim­inum og er að leggja til breyt­ingar á sjálfu lofts­lagi hnatt­ar­ins sem munu ekki reyn­ast sam­fé­lagi okkar né umhverfi vel. Hag­kerfi heims­ins gengur fyrir olíu, sem er stað­bund­inn auð­lind sem tryggja þarf sér völd yfir. Þessi orku­gjafi og til­urð hans sem kjarni og drif­kraftur sam­fé­laga heims­ins er þó saga fjölda ákvarð­anna og til­vilj­ana sem réðu því að svona er þetta í dag. Með öðrum orð­um; þetta þarf ekki að vera svona.

Hins vegar þegar ljáð er máls á því að vinda ofan af olíu­hag­kerf­inu, hrökkva margir við og segja að hag­vöxtur heims­ins sé í hættu. Hag­vöxtur er önnur hug­mynd sem er orðin að venju; ein­hvers konar heilög kýr. Það verður alltaf að verða til meira í dag en í gær. Vöxtur og gróði liggur því hag­vexti til grund­vall­ar. Þannig skrúfast reglu­lega upp þenslu­kúrf­ur, sem hrynja svo og nýtt skeið hefst. Það er saga hag­kerfis okkar frá iðn­bylt­ingu og í dag erum við Íslend­ingar að upp­lifa hvirf­il­vind enn einnar slíkrar þenslu. Svarið við þeim sem telja hag­vöxt í hættu er oft að tækni­breyt­ingar í átt frá olíu­hag­kerf­inu muni leiða til grænnar iðn­bylt­ingar með til­heyr­andi hag­vaxt­ar­kipp. Hins vegar má líka horfa til þess að þegar við venjum okkur af olí­unni skap­ist færi á að huga að því sem kallað hefur verið „hjöðn­un“ hag­kerfis okkar (e. de-growth). Við gætum nýtt tæki­færið sem í breyt­ing­unum felst til að koma á hag­sæld í stað hag­vaxt­ar. Stefán Gísla­son brydd­aði á þessu í íslensku sam­hengi þegar árið 2010 (hér) og talar um „sjálf­bæra hjöðn­un“

Auglýsing

Hug­myndin um „sjálf­bæra hjöðn­un“ felur í sér lýð­ræð­is­lega og sann­gjarna umbreyt­ingu frá núver­andi fyr­ir­komu­lagi til smærri hag­kerfa þar sem fram­leiðsla og neysla er stöðug og innan þeirra marka sem auð­lindir jarðar þola um ókomna tíð, þ.e.a.s. minni en við eigum að venj­ast. Mark­miðið er að skapa sam­fé­lag sem bygg­ist á gæðum fremur en magni og á sam­vinnu fremur en sam­keppni.

Sam­fé­lag okkar mun alltaf ganga fyrir orku. Hún er límið sem heldur sam­fé­lag­inu sam­an. Orkan er hins vegar alls staðar í kringum okkur í öllu sem hreyf­ist fyrir til­stuðlan sól­ar. Það er því ekki nokkur ástæða til að treysta á aðflutt jarð­efna­elds­neyti til að knýja sam­fé­lag okk­ar. Um leið og við áttum okkur á að orkan er allt um lykj­andi getum við leitt hug­ann að þeim gæðum sem eru einnig allt í kringum okk­ur. Við þurfum ekki að sækja lífs­fyll­ingu og ham­ingju í aðfluttu dóti, ekk­ert frekar en við þurfum að reiða okkur á aðflutta olíu.

Hvernig væri ef í stað þess að ein­blína á vöxt hag­kerfis að horfa á jafn­vægi við nátt­úru? Hag­kerfi okkar sner­ist því ekki um fjár­mála­af­leið­ur, arð­semi og vöxt, heldur um hvað kæmi nátt­úru til góða, vit­andi að sjálf­sögðu að við erum hluti henn­ar. Ég vil að við nýtum þær umbylt­ingar sem framundan eru í orku­málum heims­ins til að grand­skoða stöðu okkar í hon­um. Færum okkur frá skyldu­trú á hag­vöxt, alla­vega eins og hann er mældur í dag. Hugsum málið útfrá hag­sæld, dreifum gæð­unum jafnt, látum hag­kerfið hjaðna og horfum á gæðin og ork­una sem eru allt um lykj­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar