Leiðtogar sem venjulegt fólk getur samsamað sig við

Auglýsing

Síð­ustu vikur hafa verið þétt­setnar hneyksl­is­málum sem hafa rifið aftur upp hið blæð­andi sár sem íslenskt sam­fé­lag hefur burð­ast með síð­ast­lið­inn tæpa ára­tug. Öll eiga þau það sam­eig­in­legt að hluti lands­manna hefur upp­lifað sig sem þolendur leynd­ar­hyggju, sér­hags­muna­gæslu eða óheið­ar­leika. Annar hluti lands­manna upp­lifir síðan sömu aðstæður sem póli­tískar ofsóknir gagn­vart þeim sem hann telur raun­veru­legu fórn­ar­lömb­in, þá stjórn­mála­menn sem eru til umfjöll­un­ar. Og að ger­end­urnir séu óbil­gjarnir fjöl­miðlar eða póli­tískir óvild­ar­menn.

Halla Tóm­as­dóttir gerir þessa stöðu – þetta blæð­andi sár – að umtals­efni í við­tali í Mann­lífi, nýju frí­blaði sem Kjarn­inn stendur að í sam­starfi við Birt­ing. Þar segir hún að Ísland glími við for­ystu­krísu, að við höfum svipt hul­unni af miklum óheið­ar­leika á und­an­förnum árum og glatað því trausti sem nauð­syn­legt er til þess að gildur sam­fé­lags­sátt­máli sé til stað­ar. Orð­rétt segir hún: „„En það sem okkur hefur ekki tek­ist að gera er að sýna fram á að heið­ar­legt sam­fé­lag hafi tekið við af því óheið­ar­lega sam­fé­lagi sem við horfð­umst svo grimmi­lega í augu við þegar allt hrundi. Það verk­efni er flók­ið. En það er eng­inn að veita því verk­efni for­ystu í sam­fé­lag­in­u.“

Halla hefur mikið til síns máls.

Auglýsing

Marg­þættar ástæður fyrir skorti á trausti

Við­fangs­efn­ið, að end­ur­heimta traust til að ná sátt í sam­fé­lag­inu, er bæði menn­ing­ar­legt og stofn­ana­tengt. Það er menn­ing­ar­legt vegna þess að til for­ystu í sam­fé­lag­inu okkar hefur valist fólk sem margt hvert getur vart farið út úr húsi nema að lenda í hags­muna­á­rekstri eða hneyksl­is­mál­um. Og oftar en ekki skortir því auð­mýkt til að geta tek­ist á við þær aðstæður með hætti sem eykur traust fremur en að draga úr því.

Almenn­ingur stendur stans­laust frammi fyrir vend­ingum sem eru þess eðlis að hann þarf að velta því fyrir sér hvort að leið­togar okkar séu heið­ar­legt fólk eða ekki. Og réttur leið­tog­ana til að njóta vafans án þess að hann hafi áhrif á kröfu þeirra til áhrifa virð­ist ætið vera settur ofar en réttur fólks­ins til að losna við þennan efa.

Þetta er stofn­ana­legt við­fangs­efni vegna þess að aðgengi fjöl­miðla og almenn­ings að upp­lýs­ingum er enn tak­markað og háð ger­ræð­is­legu mati stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna. Upp­lýs­inga­lög eru til að mynda hér með þeim hætti að heim­ilt er að synja um aðgengi að gögnum telj­ist þau vinnu­gögn. Í lög­unum segir að vinnu­gögn telj­ist „þau gögn sem stjórn­völd eða lög­að­il­ar[...]hafa ritað eða útbúið til eigin nota við und­ir­bún­ing ákvörð­unar eða ann­arra lykta máls.“ Það má því segja að flokka megi nær öll gögn sem vinnu­gögn vilji sá sem ber ábyrgð á ákvörð­un­inni ekki afhenda þau.

Það hafa líka komið upp dæmi þar sem stjórn­völd hafa ein­fald­lega valið að upp­lýsa ekki fjöl­miðla um efni sem þeir hafa spurt um án þess að vísa í neitt sér­stakt. Eitt slíkt dæmi átti sé stað í mars 2015 þegar Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands, eða fjöl­skyldur þeirra, ættu eignir erlendis utan hafta. Upp­lýs­inga­full­trú­inn vís­aði fyr­ir­spurn­inni til skrif­stofu­stjóra sem neit­aði að svara fyr­ir­spurn­inni. Hann sagði það ekki í verka­hring for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að gera það og að lög krefð­ust þess ekki. Fyr­ir­spurnin var þrátt fyrir þetta ítrekuð í nokkur skipti en án árang­urs.

Ári síðar opin­ber­uðu Pana­ma-skjölin að þrír ráð­herrar tengd­ust aflands­fé­lög­um. Og að einn þeirra væri kröfu­hafi í bú fall­ina banka.

Það eru ekki bara stjórn­mála­menn sem eru tregir til að upp­lýsa og skýla sér á bak­við vítt ákvæði í lögum til að neita fjöl­miðlum um sjálf­sagðar upp­lýs­ingar sem varða almenn­ing.

Í lögum um Seðla­banka Íslands er sér­stakt ákvæði um þagn­ar­skyldu bank­ans „um allt það sem varðar hagi við­skipta­manna bank­ans og mál­efni bank­ans sjálfs“. Nú hefur Seðla­banki Íslands verið mið­punktur þeirrar end­ur­skipu­lagn­ingar sem átt hefur sér stað hér­lendis á árunum eftir hrun. Eign­ar­halds­fé­lag í hans eigu, Eign­ar­safn Seðla­banka Íslands, hefur tekið yfir og selt eignir fyrir hund­ruð millj­arða króna. Gjald­eyr­is­eft­ir­lit bank­ans hefur tekið ákvarð­anir um hverjir fá und­an­þágur frá mjög ströngum fjár­magns­höftum sem hér voru við lýði árum saman og hverjir ekki og dæmi hafa komið upp þar sem ekki virð­ist hafa verið farið eftir almennum reglum hvað það varð­ar. Og bank­inn bauð upp á sér­stak­lega leið, Fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem 794 efn­aðir íslenskir ein­stak­lingar eða lög­að­ilar nýttu sér til að ferja fé hingað til lands fram­hjá höft­um. Þessi hópur fékk 17 millj­arða króna í virð­is­auka á það fé sem hann kom með inn í landið eftir leið­inni.

Með vísan í ofan­greint þagn­ar­skyldu­á­kvæði hefur Seðla­banki Íslands neitað Kjarn­an­um, og fleiri fjöl­miðl­um, um mikið magn sjálf­sagðra upp­lýs­inga sem almenn­ingur á að eiga fullan rétt á að fá. Og vegna þess­arar inn­byggðu leynd­ar­hyggju lag­ast ekki traust­krísan sem við erum að eiga við.

Vana­­lega er við­­gerðin nefni­lega nær­tæk­­ari

Hverju hefur þetta skilað okk­ur? Jú, að 22 pró­sent lands­manna treysta Alþingi. Að 22,5 pró­sent lands­manna styðja rík­is­stjórn­ina. Að ein­ungis 33 pró­sent treysta Seðla­bank­an­um. Að 19 pró­sent treysta Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og 14 pró­sent banka­kerf­inu.

Til að end­­ur­heimta traust á þessum stofn­unum þurfa stjórn­­­mála­­menn­irnir okk­ar, og aðrir leið­togar í sam­fé­lag­inu, að sýna það í verki að þeir ætli að breyta um for­gangs­röð­un. Það þýðir ekki að kenna lát­unum á sam­­fé­lags­miðlum eða karpi úr ræð­u­stól Alþingis um. Það þýðir ekki alltaf að horfa út á við en sleppa því að horfa inn á við. Vana­­lega er við­­gerðin nefni­lega nær­tæk­­ari.

Og það er hægt að end­­ur­heimta traust ansi hratt. Við sáum það til að mynda þegar for­­seti sem setið hafði í 20 ár, og mjög margir töldu að væri ekki með hags­muni almenn­ings að leið­­ar­­ljósi, hætti síð­­asta sum­­­ar. Sá hafði verið veru­­lega umdeildur og ánægja með störf hans mælst á bil­inu 45-64 pró­­sent. Nýr for­­seti kom úr allt annarri átt, ekki hefur verið efast um hvaða erinda hann gangi og ekki er talið lík­­­legt að hann rati í nokkra sýn­i­­lega hags­muna­á­­rekstra í starfi sínu. Nið­­ur­­staðan er sú að 85 pró­­sent lands­­manna eru ánægðir með nýja for­­set­ann, en ein­ungis 2,8 pró­­sent óánægð­­ir.

Póli­tísk hug­mynda­fræði mun ekki leysa traust­krís­una sem við glímum við. Svörin liggja ekki í vinstri eða hægri. Þau liggja í því að leið­tog­ar, hvar sem þeir stað­setja sig á hinu póli­tíska litrofi, séu rétt­sýnt fólk sem hinn almenni borg­ari getur sam­samað sér við.

Við þurfum leið­toga sem almenn­ingur þarf ekki alltaf að vera að velta fyrir sér hvort séu heið­ar­legir eða ekki. Hvort þeir hafi mis­notað aðstöðu sína eða ekki. Sem ráð­ast á fjöl­miðla fyrir að upp­lýsa í stað þess að sýna auð­mýkt og læra af eigin mis­tök­um.

Þá fyrst getum við und­ir­ritað nýjan sam­fé­lags­sátt­mála.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi 12. októ­ber 2017.

Meira úr sama flokkiLeiðari