Óhagkvæmar virkjanir víkja fyrir vindmyllum

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur, MBA og sérfræðingur í orkumálum, skrifar um virkjanamál og virkjun vindsins.

Auglýsing

Vegna lækk­andi kostn­aðar í vind­orku­tækni er orðið ólík­legra að sumar þær jarð­varma- og vatns­afls­virkj­an­ir, sem nú eru í nýt­ing­ar­flokki Ramma­á­ætl­un­ar, komi til með að rísa. Í mörgum til­vikum er orðið hag­kvæmara að reisa vind­myllu­garða og nýta sam­spil vind­orku og vatns­afls með miðl­un.

Vafa­lítið er líka ódýr­ara að nýta íslenska vind­orku fremur en að reisa þær litlu vatns­afls­virkj­anir sem nú eru hér í und­ir­bún­ingi. Í þess­ari grein er athygl­inni beint að þeim virkj­un­ar­kostum sem einkum er horft til í dag og þeir kostir skoð­aðir í sam­hengi við vind­myll­ur.

Dýrar smá­virkj­anir

Meðal virkj­ana sem áhugi er á að reisa hér á Íslandi á næstu árum eru nokkrar litlar vatns­afls­virkj­an­ir, þ.e. með afl undir 10 MW. Þar má nefna 9,9 MW Brú­ar­virkjun á Suð­ur­landi, 9,8 MW Svart­ár­virkjun á Norð­ur­landi, 9,3 MW virkjun í Hverf­is­fljóti á Suð­aust­ur­landi og 5,5 MW Hóls­virkjun á Norð­ur­landi.

Auglýsing

Þá má nefna Hval­ár­virkjun á Ströndum, sem til stendur að verði 55 MW og er því ekki smá­virkjun en þó tölu­vert minni en t.a.m. stóru vatns­afls­virkj­anir Lands­virkj­un­ar. Hval­ár­virkjun virð­ist varla geta verið mjög hag­kvæmur virkj­un­ar­kost­ur, enda bæði nokkuð dýr virkjun og mjög dýrt að tengja hana flutn­ings­kerf­inu. Til að tryggja betra raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum væri lík­lega mun ódýr­ara að reisa þar vind­myllu­garð í nágrenni við núver­andi flutn­ings­kerfi.

Einn vind­myllu­garður í stað fjög­urra vatns­afls­virkj­ana?

Að öllu sam­an­teknu er virkjun íslenskrar vind­orku lík­lega bæði ódýr­ari og skyn­sam­legri kostur en fram­an­greindar smá­virkj­an­ir. Umræddar fjórar smá­virkj­anir yrðu sam­tals um 35 MW. Sumar þeirra gætu skilað nokkuð jafnri fram­leiðslu, meðan t.a.m. Hverf­is­fljóts­virkjun mun vænt­an­lega verða með litla fram­leiðslu yfir vet­ur­inn; þar stendur til að virkja jök­ulá með svo til engu miðl­un­ar­lóni.

Veru­leg og var­an­leg röskun fylgir senni­lega flestum þessum litlu vatns­afls­virkj­un­um. Þannig myndi t.a.m. Hverf­is­fljóts­virkjun valda því að fossa­röðin í ósnertu og geysi­fal­legu gljúfr­inu ofan Eld­hrauns­ins í Fljóts­hverfi nán­ast hyrfi (a.m.k. hluta árs­ins), gera þyrfti að- og  frá­rennsl­is­skurði og leggja raf­streng langa leið að tengi­virki. Umhverf­is­á­hrifin og röskun á lítt snort­inni nátt­úru yrði því veru­leg og kostn­að­ur­inn sömu­leið­is.

Til að skila ámóta raf­orku­fram­leiðslu eins og þessar fram­an­greindu smá­virkj­anir myndu gera, þyrfti senni­lega ein­ungis einn fremur nettan vind­myllu­garð. Kostn­að­ur­inn við hann yrði senni­lega nokkuð undir tíu millj­örðum króna. Kostn­aður við litlu vatns­afls­virkj­an­irnar þrjár er ekki opin­ber, en verður varla undir tólf millj­örðum króna og mögu­lega nokkru meiri. Nýt­ing vind­orku yrði því ódýr­ari kost­ur. Um leið væri vind­myllu­garð­ur­inn senni­lega að flestra mati umhverf­is­vænni kostur en þessar fjórar vatns­afls­virkj­an­ir.

Hefð­bundnar stórar virkj­anir eru einnig dýrar

Að auki áformar Lands­virkjun nokkuð stórar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, auk þess t.a.m. að nýta útfall Hágöngu­lóns á hálend­inu í formi s.k. Skrokköldu­virkj­unar. Síð­ast­nefndi virkj­un­ar­kost­ur­inn er reyndar fremur lítil virkjun og þar með ekki mjög mik­il­væg. Þess vegna má gera ráð fyrir veru­legri and­stöðu við að ráð­ast í þá fram­kvæmd þarna á íslenska hálend­inu miðju.

Í jarð­varma áformar Lands­virkjun stækkun Kröflu­virkj­unar og rann­sóknir standa yfir á vegum HS Orku á virkjun í Eld­vörpum á Reykja­nesi. Vegna kostn­aðar munu þeir jarð­varma­kostir þó mögu­lega eiga erfitt með að keppa við vind­myllu­garð­ana sem hér hljóta að rísa á kom­andi árum. 

Kostn­aður nýrra vind­myllu­garða á landi hefur farið hratt lækk­andi. Á svæðum þar sem vind­að­stæður eru hag­kvæmar er kostn­að­ur­inn kom­inn niður í um 30 USD/MWst og stefnir í að lækka enn meira á kom­andi árum. Í þessu sam­bandi er vert að vekja athygli á því að hver og einn ein­asti af þeim virkj­un­ar­kostum sem nú er horft til í nýt­ing­ar­flokki Ramma­á­ætl­unar er dýr­ari, sbr. nýleg grein­ing sem unnin var á vegum Sam­orku.

Sam­kvæmt grein­ing­unni, sem birt er á vef Sam­orku, má vænta þess að kostn­aður vegna hverrar fram­leiddrar mega­vatt­stundar í nýrri jarð­hita­virkjun verði ekki undir 35 USD/MWst. Og upp­gef­inn kostn­aður vegna virkj­unar í Eld­vörpum er t.a.m. sagður um 45 USD/MWst í umræddri grein­ingu. Þó svo þessar tölur séu háðar marg­vís­legri óvissu, er þetta vís­bend­ing um að jarð­varma­virkj­anir hér muni senn eiga erfitt með að keppa við raf­orku­fram­leiðslu fyrir til­stilli vind­orku.

Vind­orkan orðin ódýr­ust

Í ljósi þess að nú er senni­lega unnt að virkja nokkur hund­ruð MW af íslenskri vind­orku þar sem kostn­að­ur­inn nemur á bil­inu 30-40 USD/MWst, er ber­sýni­legt að það hlýtur að vera orðið óáhuga­verð­ara að ráð­ast hér í nýjar vatns­afls- eða jarð­varma­virkj­an­ir. Kostn­að­ur­inn í vind­orku­tækn­inni er reyndar orð­inn svo hóg­vær að nú er álfyr­ir­tækið Alcoa farið að semja um kaup á vind­orku í Nor­egi. Og nú hefur norska álfyr­ir­tækið Hydro líka gert sams­konar samn­ing, þ.e. um kaup á miklu magni af raf­orku frá vind­myllu­garði. Í því til­viki er um að ræða sænskt vind­orku­verk­efni.

Vind­orkan er sem sagt orðin ódýr og sam­keppn­is­hæf. Vegna eins­leitni og ein­angr­unar íslenska raf­orku­mark­að­ar­ins eru mögu­leikar í vind­orku hér að vísu ekki þeir sömu og í Skand­ínavíu. Engu að síður er lík­legt að í ýmsum til­vikum sé ódýr­ast og skyn­sam­leg­ast að nýta íslenskan vind fremur en meiri jarð­varma eða jafn­vel vatns­afl. Þess vegna má gera ráð fyrir að á kom­andi árum verði það lyk­il­at­riði í þróun íslenska raf­orku­kerf­is­ins að huga að því hvernig megi með sem hag­kvæmustum hætti þróa sam­spil vind­orku og miðl­unar vatns­afls­virkj­ana.

Um leið er mögu­legt að ein­hver stór­iðju­fyr­ir­tæki hér sjái senn áhuga­verða mögu­leika í því að reyna að losna aðeins undan sterkri samn­ings­stöðu Lands­virkj­unar með því að reisa hér vind­myllu­garða. Vegna smæðar íslenska raf­orku­mark­að­ar­ins er þó lík­leg­ast að íslensk vind­orka verði fyrst og fremst nýtt til að mæta vax­andi raf­orku­notkun almenn­ings og venju­legs atvinnu­lífs. Enda býður vind­orkan upp á þann mögu­leika að auka aflið í raf­orku­kerf­inu jafnt og þétt í rólegum skref­um. Þar má mögu­lega sjá fyrir sér að á nokk­urra ára fresti verði bætt um 40-50 MW af vindafli í kerf­ið. Og það mun vel að merkja ekki þurfa nema um tíu til tólf vind­myllur til að ná því afli.

Slá­andi lækkun á kostn­aði

Að auki má hafa í huga að flest bendir til þess að kostn­aður vind­orku­tækn­innar haldi áfram að lækka umtals­vert á næstu árum, þ.a. kostn­aður fram­leiddrar MWst fari vel undir 30 USD. Í nýrri skýrslu banda­ríska National Renewa­ble Energy Laboratory (NREL) segir meira að segja, að á land­svæðum með sér­lega hag­stæð vind­skil­yrði muni þessi kostn­aður geta farið allt niður í 20 USD/MWst. Sem er miklu ódýr­ara en ráð­gert er að nýjar íslenskar vatns­afls- og jarð­varma­virkj­anir geti skil­að. Þetta er til marks um að lík­lega eru tals­verðar breyt­ingar framundan í áherslum íslenskra raf­orku­fyr­ir­tækja. Sem hafa flest, að frá­tal­inni Lands­virkj­un, farið sér mjög hægt í að skoða það af alvöru að nýta vind­inn.

Höf­undur er sér­fræð­ingur á sviði orku­mála og vinnur að þróun vind­myllu­verk­efna á Íslandi í sam­starfi við evr­ópskt vind­orku­fyr­ir­tæki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar