Ert þú að koma auga á tækifærin í komandi persónuverndarreglugerð?

Freyr Hólm Ketilsson skrifar um farsælli leið til að komast að því hverjir séu réttir viðskiptavinir þínir en þá að beita aðferðum eltihrellisins.

Auglýsing

Í heimi þar sem við­skipta­vinir okkar skilja eftir sig fingraför af hegðun sinni, það er að segja per­sónu­upp­lýs­ing­ar, í bæði þjón­ustu- og vöru­kaupum á net­inu þykir ýmsum fyr­ir­tækjum freist­andi að fara á fjár­sjóð­sveiðar til að finna þessi hegð­un­ar­mynstur og hagn­ast af þeim upp­lýs­ing­um. Sjálfur hef ég þó efa­semdir um að slík leið sé arð­bær til lengri tíma litið og seint verður hún sið­leg. Eng­inn hefur gaman af því að vera með elti­hrelli á eftir sér, auk þess sem ný per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð frá Evr­ópu­sam­band­inu sem tekur gildi á næsta ári hér á landi, mun draga veru­lega úr mögu­leikum á því að afla sér upp­lýs­inga með þessum hætti. Til er far­sælli leið til að kom­ast að því hverjir réttu við­skipta­vin­irnir eru og svarið felst í því að ávinna sér traust við­skipta­vin­ar­ins. Það verður ekki gert með aðferð­um elti­hrell­is­ins. 

Svarið liggur í per­sónu­upp­lýs­ingum við­skipta­vin­ar­ins

En hvernig leggur þú áherslu á réttan við­skipta­vin? Hver eru réttu mæligild­in? Hvernig veistu hver er rétti við­skipta­vin­ur­inn og hver er það ekki? Bestu gögnin liggja hjá við­skipta­vin­inum þín­um, þú þarft ein­fald­lega að setja þig í sam­band við hann en ekki lauma þér að honum með hjálp gagna frá utan­að­kom­andi aðil­um, svo sem gagna­veitum og leit­ar­fyr­ir­tækj­um. Með því að nálg­ast við­skipta­vin­ina þína heið­ar­lega og skilja þá betur munt þú gera fyr­ir­tæki þitt sjálf­bært til fram­tíð­ar. 

Fyr­ir­tæki og stofn­anir þurfa að ná til og byggja upp tengsl við við­skipta­vini sína til að skilja þá bet­ur. Per­són­u­sniðin þjón­usta snýst um að byggja upp djúpt sam­band við við­skipta­vin­inn svo að þú getir búið til við­var­andi og sjálf­bært sam­band þar sem náð er hámarks­virði fyrir báða aðila.

Auglýsing

Slíkt sam­band hefst ekki nema að fyr­ir­tækin taki af skarið og byrji að deila þeim upp­lýs­ingum til við­skipta­vina sinna sem þeir geyma um þá. Með því eru fyr­ir­tæki að taka fyrsta skrefið í því að byggja upp traustið sem þarf til. Það vill svo skemmti­lega til að fyr­ir­tæki munu þurfa að láta þessar upp­lýs­ingar af hendi þegar reglu­gerðin verður inn­leidd. Hvers vegna ekki að hugsa út í þá hluti fyrir fram og und­ir­búa sig fyrir þá fram­tíð sem við okkur öllum blasir og vera á undan reglu­gerð­inni og þar með sam­keppn­is­að­il­un­um?

Traust í hag­kerfi per­sónu­gagna verður ekki byggt nema að fyr­ir­tæki taki upp nýja nálgun á við­skipta­vini sína og inn­leiði djúpt í DNA fyr­ir­tækis þá við­leitni til þess sem ég kýs að nefna GiveF­irst lög­mál­ið. Í heimi með ara­grúa af vörum og þjón­ustu sam­keppn­is­að­ila þarf per­són­u­sniðna þjón­ustu til að ná í gegn til réttu við­skipta­vin­anna. 

Þetta er það sem hvert nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki gerir í upp­hafi starf­semi sinn­ar, afhendir eða gefur vöru sína frítt svo hugs­an­legir við­skipta­vinir þeirra geti mátað sig við hana áður en þeir þurfa að taka kaupá­kvörð­un. Fjöldi við­skipta­lík­ana hafa komið fram frá far­sælum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á síð­ustu ára­tugum sem þroskuð fyr­ir­tæki geta svo sann­ar­lega lært sitt­hvað af.

Höf­undur er við­skipa­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Dattaca Labs Iceland ehf.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar