Ert þú að koma auga á tækifærin í komandi persónuverndarreglugerð?

Freyr Hólm Ketilsson skrifar um farsælli leið til að komast að því hverjir séu réttir viðskiptavinir þínir en þá að beita aðferðum eltihrellisins.

Auglýsing

Í heimi þar sem við­skipta­vinir okkar skilja eftir sig fingraför af hegðun sinni, það er að segja per­sónu­upp­lýs­ing­ar, í bæði þjón­ustu- og vöru­kaupum á net­inu þykir ýmsum fyr­ir­tækjum freist­andi að fara á fjár­sjóð­sveiðar til að finna þessi hegð­un­ar­mynstur og hagn­ast af þeim upp­lýs­ing­um. Sjálfur hef ég þó efa­semdir um að slík leið sé arð­bær til lengri tíma litið og seint verður hún sið­leg. Eng­inn hefur gaman af því að vera með elti­hrelli á eftir sér, auk þess sem ný per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð frá Evr­ópu­sam­band­inu sem tekur gildi á næsta ári hér á landi, mun draga veru­lega úr mögu­leikum á því að afla sér upp­lýs­inga með þessum hætti. Til er far­sælli leið til að kom­ast að því hverjir réttu við­skipta­vin­irnir eru og svarið felst í því að ávinna sér traust við­skipta­vin­ar­ins. Það verður ekki gert með aðferð­um elti­hrell­is­ins. 

Svarið liggur í per­sónu­upp­lýs­ingum við­skipta­vin­ar­ins

En hvernig leggur þú áherslu á réttan við­skipta­vin? Hver eru réttu mæligild­in? Hvernig veistu hver er rétti við­skipta­vin­ur­inn og hver er það ekki? Bestu gögnin liggja hjá við­skipta­vin­inum þín­um, þú þarft ein­fald­lega að setja þig í sam­band við hann en ekki lauma þér að honum með hjálp gagna frá utan­að­kom­andi aðil­um, svo sem gagna­veitum og leit­ar­fyr­ir­tækj­um. Með því að nálg­ast við­skipta­vin­ina þína heið­ar­lega og skilja þá betur munt þú gera fyr­ir­tæki þitt sjálf­bært til fram­tíð­ar. 

Fyr­ir­tæki og stofn­anir þurfa að ná til og byggja upp tengsl við við­skipta­vini sína til að skilja þá bet­ur. Per­són­u­sniðin þjón­usta snýst um að byggja upp djúpt sam­band við við­skipta­vin­inn svo að þú getir búið til við­var­andi og sjálf­bært sam­band þar sem náð er hámarks­virði fyrir báða aðila.

Auglýsing

Slíkt sam­band hefst ekki nema að fyr­ir­tækin taki af skarið og byrji að deila þeim upp­lýs­ingum til við­skipta­vina sinna sem þeir geyma um þá. Með því eru fyr­ir­tæki að taka fyrsta skrefið í því að byggja upp traustið sem þarf til. Það vill svo skemmti­lega til að fyr­ir­tæki munu þurfa að láta þessar upp­lýs­ingar af hendi þegar reglu­gerðin verður inn­leidd. Hvers vegna ekki að hugsa út í þá hluti fyrir fram og und­ir­búa sig fyrir þá fram­tíð sem við okkur öllum blasir og vera á undan reglu­gerð­inni og þar með sam­keppn­is­að­il­un­um?

Traust í hag­kerfi per­sónu­gagna verður ekki byggt nema að fyr­ir­tæki taki upp nýja nálgun á við­skipta­vini sína og inn­leiði djúpt í DNA fyr­ir­tækis þá við­leitni til þess sem ég kýs að nefna GiveF­irst lög­mál­ið. Í heimi með ara­grúa af vörum og þjón­ustu sam­keppn­is­að­ila þarf per­són­u­sniðna þjón­ustu til að ná í gegn til réttu við­skipta­vin­anna. 

Þetta er það sem hvert nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki gerir í upp­hafi starf­semi sinn­ar, afhendir eða gefur vöru sína frítt svo hugs­an­legir við­skipta­vinir þeirra geti mátað sig við hana áður en þeir þurfa að taka kaupá­kvörð­un. Fjöldi við­skipta­lík­ana hafa komið fram frá far­sælum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á síð­ustu ára­tugum sem þroskuð fyr­ir­tæki geta svo sann­ar­lega lært sitt­hvað af.

Höf­undur er við­skipa­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Dattaca Labs Iceland ehf.

Þórhildur segir uppi rökstuddur grunur um margvísleg brot ráðamanna
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir reglur í íslensku samfélagi ekki gilda um æðstu lög samfélagsins og æðstu valdhafa á Íslandi. Þetta sagði Þórhildur í Silfrinu á RÚV í dag.
25. febrúar 2018
Íslendingar auka sífellt plastnotkun
Plastumbúðum á markaði á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2014 til 2016.
25. febrúar 2018
Kvikan
Kvikan
Kvikan – Hefur ekki breytt skoðun sinni á því hverjir séu heppilegur eigendur banka
25. febrúar 2018
Glimmerkokteillinn
Glimmerkokteillinn
Glimmerkokteillinn – Áfengi og Sjálfsfróun allra meina bót?
25. febrúar 2018
Magnús Freyr Erlingsson
Siðferðisleg sjónarmið í fákeppnissamfélagi
25. febrúar 2018
Pétur mikli og laumufarþegarnir
Danmörk hefur öldum saman verið hertekin af rottum, eins og fleiri evrópskar stórborgir. Baráttan snýr að mestu leyti við að halda henni í skefjum þar sem hún virðist sjá við öllum þeim brögðum sem gegn henni er beitt.
25. febrúar 2018
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar