Ert þú að koma auga á tækifærin í komandi persónuverndarreglugerð?

Freyr Hólm Ketilsson skrifar um farsælli leið til að komast að því hverjir séu réttir viðskiptavinir þínir en þá að beita aðferðum eltihrellisins.

Auglýsing

Í heimi þar sem við­skipta­vinir okkar skilja eftir sig fingraför af hegðun sinni, það er að segja per­sónu­upp­lýs­ing­ar, í bæði þjón­ustu- og vöru­kaupum á net­inu þykir ýmsum fyr­ir­tækjum freist­andi að fara á fjár­sjóð­sveiðar til að finna þessi hegð­un­ar­mynstur og hagn­ast af þeim upp­lýs­ing­um. Sjálfur hef ég þó efa­semdir um að slík leið sé arð­bær til lengri tíma litið og seint verður hún sið­leg. Eng­inn hefur gaman af því að vera með elti­hrelli á eftir sér, auk þess sem ný per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð frá Evr­ópu­sam­band­inu sem tekur gildi á næsta ári hér á landi, mun draga veru­lega úr mögu­leikum á því að afla sér upp­lýs­inga með þessum hætti. Til er far­sælli leið til að kom­ast að því hverjir réttu við­skipta­vin­irnir eru og svarið felst í því að ávinna sér traust við­skipta­vin­ar­ins. Það verður ekki gert með aðferð­um elti­hrell­is­ins. 

Svarið liggur í per­sónu­upp­lýs­ingum við­skipta­vin­ar­ins

En hvernig leggur þú áherslu á réttan við­skipta­vin? Hver eru réttu mæligild­in? Hvernig veistu hver er rétti við­skipta­vin­ur­inn og hver er það ekki? Bestu gögnin liggja hjá við­skipta­vin­inum þín­um, þú þarft ein­fald­lega að setja þig í sam­band við hann en ekki lauma þér að honum með hjálp gagna frá utan­að­kom­andi aðil­um, svo sem gagna­veitum og leit­ar­fyr­ir­tækj­um. Með því að nálg­ast við­skipta­vin­ina þína heið­ar­lega og skilja þá betur munt þú gera fyr­ir­tæki þitt sjálf­bært til fram­tíð­ar. 

Fyr­ir­tæki og stofn­anir þurfa að ná til og byggja upp tengsl við við­skipta­vini sína til að skilja þá bet­ur. Per­són­u­sniðin þjón­usta snýst um að byggja upp djúpt sam­band við við­skipta­vin­inn svo að þú getir búið til við­var­andi og sjálf­bært sam­band þar sem náð er hámarks­virði fyrir báða aðila.

Auglýsing

Slíkt sam­band hefst ekki nema að fyr­ir­tækin taki af skarið og byrji að deila þeim upp­lýs­ingum til við­skipta­vina sinna sem þeir geyma um þá. Með því eru fyr­ir­tæki að taka fyrsta skrefið í því að byggja upp traustið sem þarf til. Það vill svo skemmti­lega til að fyr­ir­tæki munu þurfa að láta þessar upp­lýs­ingar af hendi þegar reglu­gerðin verður inn­leidd. Hvers vegna ekki að hugsa út í þá hluti fyrir fram og und­ir­búa sig fyrir þá fram­tíð sem við okkur öllum blasir og vera á undan reglu­gerð­inni og þar með sam­keppn­is­að­il­un­um?

Traust í hag­kerfi per­sónu­gagna verður ekki byggt nema að fyr­ir­tæki taki upp nýja nálgun á við­skipta­vini sína og inn­leiði djúpt í DNA fyr­ir­tækis þá við­leitni til þess sem ég kýs að nefna GiveF­irst lög­mál­ið. Í heimi með ara­grúa af vörum og þjón­ustu sam­keppn­is­að­ila þarf per­són­u­sniðna þjón­ustu til að ná í gegn til réttu við­skipta­vin­anna. 

Þetta er það sem hvert nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki gerir í upp­hafi starf­semi sinn­ar, afhendir eða gefur vöru sína frítt svo hugs­an­legir við­skipta­vinir þeirra geti mátað sig við hana áður en þeir þurfa að taka kaupá­kvörð­un. Fjöldi við­skipta­lík­ana hafa komið fram frá far­sælum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á síð­ustu ára­tugum sem þroskuð fyr­ir­tæki geta svo sann­ar­lega lært sitt­hvað af.

Höf­undur er við­skipa­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Dattaca Labs Iceland ehf.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar