Bitcoin: Bylting eða bóla

Ávöxtun Bitcoin hefur verið ævintýraleg. En hvað býr eiginlega að baki?

Auglýsing

Bitcoin hefur hækkað um 2.000% á tveimur árum og hund­rað og fimm­tíu­þús­und­faldast síðan í júlí 2010. Það vekur jafnt athygli og spurn­ing­ar. Er Bitcoin hátækni píramídasvindl? Er Bitcoin fram­tíð fjár­mála?

Verðið hefur rokið upp.

Þó það sjá­ist nú varla á þessu grafi eftir marg­földun síð­asta árs hafa rússi­ban­areiðir Bitcoin verið nokkr­ar. Fyrsta stóra ris Bitcoin var þegar gengið fór á flug upp í $1.200 árið 2013. Bitcoin hrundi svo í $100 2014 og var um hríð í $300–$500 áður en rússi­ban­areiðin stóra á árinu 2017 hófst og gengið rauf hvern þús­undam­úr­inn á fætur öðr­um. Síð­ast fór raf­myntin yfir $7.000 í októ­ber og náði núver­andi hámarki í $7.600 skömmu síð­ar. Gengið hafði þá hækkað yfir 600% á árinu, og mark­aðsvirðið yfir $120 millj­arð­ar. Síðan hefur gengið lækk­að, er nú í um $6.500 en er á stöðugri fleygi­ferð.

Auglýsing

Hafi spek­ingar klórað sér síð­ustu árin í koll­inum yfir þróun Bitcoin má rétt ímynda sér hvernig þeim hefur liðið síð­ustu mán­uði.Fyrir utan eft­ir­spurn­ina sem hefur orðið til af því að fjár­festar hafa ein­fald­lega viljað stökkva á vagn­inn, fljúga hærra áfram með Bitcoin, hefur margt verið nefnt sem ástæða þess að raf­myntin hafi hækkað svona svaka­lega síð­ustu mán­uð­ina. 

Nefndur hefur verið áhugi fjölda lít­illa fjár­festa í Asíu, sér­stak­lega í Japan og Suður Kóreu, auk áhuga stærri vog­un­ar­sjóða í Amer­íku auk þess sem versl­ana­keðjur í Asíu hafa sýnt Bitcoin mik­inn áhuga. Til­kynn­ing kaup­hall­ar­innar í Chicago um að taka innan tíðar afleiður tengdar Bitcoin til við­skipta hefur einnig verið nefnd. Hingað til hefur auð­kenn­ing­ar­vandi verið inn­reið Bitcoin á kaup­hallir fjötur um fót og búast má við að lausn á þeim vanda fylgi meiri Bitcoin tengd kaup­hall­ar­við­skipti með til­heyr­andi jákvæðum straum­um. 

People are buy­ing Bitcoin because they expect other people to buy it from them at a hig­her price; the def­ini­tion of the grea­ter fool the­ory.

Economist: Grea­ter fool the­ory: The Bitcoin bubble


Ofan­greind til­vitnun í Economist er þó það sem flestir hafa nefnt sem lík­leg­ustu ástæðu háflugs Bitcoin und­an­far­ið. Fjár­festar búast ein­fald­lega við að fleiri fjár­festar séu vænt­an­legir og vilja að aðrir kaupi Bitcoin eign þeirra af þeim síð­ar­ — á hærra verði en í boði er í dag. Í hinni frá­bæru bók Man­i­as, pan­ics and cras­hes eftir Kind­leberger er sögu fjár­mála­bóla gerð skil. Óhætt er að segja að þróun og saga Bitcoin eigi mjögt sam­an­legt með helstu fjár­mála­bólum sög­unn­ar.

Vanda­málið við að eiga útbólgnar bólu­eignir er að þú veist ekki hvenær þú þarft að selja. Þeir sem seldu Bitcoin í $100, $1000 eða $5.000 eru margir hverjir hundsvekkt­ir. Það er nefni­lega mjög auð­velt er að vera ósam­mála um hvort bólan springur í $7,000 eða $100.000 og þar af leið­andi hvenær rétti tím­inn er að selja eign sem hefur hækkað mjög í verði. Economist velti því t.d. fyrir sér í sum­ar, þegar gengið var um $2.500, hvað myndi ger­ast ef Bitcoin bólan myndi springa?

Til eru t.d. spek­ingar sem segja að langt sé í top­inn og Max Keiser hefur lengi spáð hámarki Bitcoin í $100.000.

30,000 new bitcoin wal­lets a day. An ETF com­ing soon. Wall Street just gett­ing started. Reg­ul­ators wak­ing up to their impotence. Hello $10,000. Rem­em­ber, My target since 2011 when I was the only public figure recomm­end­ing #Bitcoin at $3, was $100,000

Til­vitn­un: Max Keiser


Hvað er svona merki­legt?

Það er margt áhuga­vert, nýtt og merki­legt við Bitcoin. Reikni­geta kemur mjög við sögu við upp­bygg­ingu og við­skipti með Bitcoin. Þó það krefj­ist mik­illar orku að grafa eftir Bitcoin í tölvu­verum er það ennþá arð­bært eftir hið ógur­lega ris gengis Bitcoin. Hag­kvæmni graft­ar­ins er eðli­lega mjög háð hag­felldri þróun á geng­inu því fjöldi Bitcoin er tak­mark­aður og því þarf stöðugt meiri reikni­getu til að grafa eitt Bitcoin eftir því sem tím­inn líð­ur, því færri og færri Bitcoin eru óupp­graf­in.

Það er ekki nóg með að reikni­geta spili rullu við gröft­inn heldur þarf mikla reikni­getu til að stað­festa Bitcoin við­skipti. Þessi skortur á skil­virkni er oft nefndur sem helsta ástæða þess að umfang Bitcoin verði aldrei mjög mik­ið. Í dag þarf til að mynda yfir 215 kílóvatt­stundir fyrir hver Bitcoin við­skipti eða yfir 64 millj­ónir kílóvatt­stunda á dag eða 20 tera­vatt­stundir á mán­uði.

…if the bitcoin network keeps exp­and­ing the way it has done recent­ly, it could lead to a cont­inu­ous elect­ricity consum­ption that lies between the out­put of a small power plant and the total consum­ption of a small country like Den­mark by 2020.

Heim­ild: Vice


Þó ýmis­legt megi draga fram sem áhuga­verða hluti í eðli og upp­bygg­ingu Bitcoin er þó tvennt oft­ast dregið fram.

Öruggt og dreif­stýrt af öllum og engum

Í fyrsta lagi er merki­legt hvernig Bitcoin er afskap­lega öruggt, án mið­stýr­ing­ar. 

Bitcoin er full­kom­lega dreif­stýrt, og í raun dreif-­sjálf-­stýrt, kerfi sem hægt er að reka án íhlut­unar banka, seðla­banka eða ann­arra stofn­ana. Bitcoin er mynt sem hægt er að eiga við­skipti með án nokk­urra milli­liða. Þetta hefur gert Bitcoin að upp­á­haldi margra lýð­ræð­iselsk­andi bylt­ing­ar­sinna sem oft er upp­sigað við fjár­mála­kerfi heims­ins í ofaná­lag. Bitcoin er því spenn­andi val­kostur margra sem vilja umbylta og umbreyta fjár­mála­kerfum heims­ins. Að sama skapi hafa þessir eig­in­leikar vakið athygli banka- og seðla­banka­fólks sem sér tæki­færi í að til­einka sér Bitcoin og ekki síður Blockchain, tækn­ina á bak við Bitcoin.

Ther­e’s no small amount of irony in the fact that Bitcoin was designed to dis­r­upt and circum­vent Wall Street and central banks. But the two parties that are cur­rently most inter­e­sted in using Bitcoin are central banks and Wall Street. Heim­ild: Knowled­ge@Wharton

Útskýring BBVA bankans á Bitcoin.

Nafn­laust

Nefnt sem kostur Bitcoin að hægt er að eiga við­skipti nafn­laust. Bitcoin hefur kom­ist í frétt­irnar í tengslum við dóma í eit­ur­lyfja­málum þar sem greitt var fyrir eit­ur­lyfin með Bitcoin og oft hóta tölvu­þrjótar að gera DDOS tölvu­árásir nema greiddur sé til­tek­inn fjöldi Bitcoin til þeirra.

Segja má því að Bitcoin sé, merki­legt nokk, því ást­mögur bæði eit­ur­lyfja­sala og fjár­mála­fólks.

Hvað næst?

Flestir eru þó sam­mála um að tæknin sem Bitcoin byggir á, Blockchain, sé áhuga­verð og geti skapað marg­vís­leg tæki­færi. Að flestra mati er Blockchain miklu áhuga­verð­ara heldur en Bitcoin. Blockchain pæl­ingar ættu því að vera efni í annan pistil. Þar er stóra spurn­ingin hvort eitt­hvað sé til eða mögu­lega hægt að búa eitt­hvað til, sem er betra og skil­virkara en Bitcoin, ofan á Blockchain tækn­ina og verða sú umbreyt­ing á fjár­mála­þjón­ustu sem margir kalla eft­ir.

Óhætt er að segja að auð­velt sé að telja til rök fyrir því að Bitcoin sé ein­fald­lega bóla sem spring­ur. Spurn­ingin er í margra huga hvenær bólan spring­ur. Það er nefni­lega með þessar blessuðu bólur að margir hafa orðið mold­ríkir á að tíma­setja kaup og sölu bólu­vör­unnar rétt en fleiri hafa þó orðið illa úti þegar bóla springur áður en selt er. Hvort Bitcoin eigi mán­uð, ár eða ára­tugi eftir er erfitt að segja.

Margir brosa því í kamp­inn eftir þróun síð­ustu mán­uði. Eig­endur Bitcoin velta meira fyrir sér eftir því sem dag­arnir líða og gengið hækkar hvort stytt­ist í hrunið og hvort þeir eigi að selja Bitcoin sem þeir eiga. Þá er gott að muna, eins og Hjalli sagði á Twitter um dag­inn…„að því sögðu er hvorki ávöxtun hluta­bréfa eða bitcoina í hendi fyrr en þau eru seld.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og stýrir stefn­u­­mótun og mark­aðs­­málum hjá Íslands­­­banka. 

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar