Bitcoin: Bylting eða bóla

Ávöxtun Bitcoin hefur verið ævintýraleg. En hvað býr eiginlega að baki?

Auglýsing

Bitcoin hefur hækkað um 2.000% á tveimur árum og hund­rað og fimm­tíu­þús­und­faldast síðan í júlí 2010. Það vekur jafnt athygli og spurn­ing­ar. Er Bitcoin hátækni píramídasvindl? Er Bitcoin fram­tíð fjár­mála?

Verðið hefur rokið upp.

Þó það sjá­ist nú varla á þessu grafi eftir marg­földun síð­asta árs hafa rússi­ban­areiðir Bitcoin verið nokkr­ar. Fyrsta stóra ris Bitcoin var þegar gengið fór á flug upp í $1.200 árið 2013. Bitcoin hrundi svo í $100 2014 og var um hríð í $300–$500 áður en rússi­ban­areiðin stóra á árinu 2017 hófst og gengið rauf hvern þús­undam­úr­inn á fætur öðr­um. Síð­ast fór raf­myntin yfir $7.000 í októ­ber og náði núver­andi hámarki í $7.600 skömmu síð­ar. Gengið hafði þá hækkað yfir 600% á árinu, og mark­aðsvirðið yfir $120 millj­arð­ar. Síðan hefur gengið lækk­að, er nú í um $6.500 en er á stöðugri fleygi­ferð.

Auglýsing

Hafi spek­ingar klórað sér síð­ustu árin í koll­inum yfir þróun Bitcoin má rétt ímynda sér hvernig þeim hefur liðið síð­ustu mán­uði.



Fyrir utan eft­ir­spurn­ina sem hefur orðið til af því að fjár­festar hafa ein­fald­lega viljað stökkva á vagn­inn, fljúga hærra áfram með Bitcoin, hefur margt verið nefnt sem ástæða þess að raf­myntin hafi hækkað svona svaka­lega síð­ustu mán­uð­ina. 

Nefndur hefur verið áhugi fjölda lít­illa fjár­festa í Asíu, sér­stak­lega í Japan og Suður Kóreu, auk áhuga stærri vog­un­ar­sjóða í Amer­íku auk þess sem versl­ana­keðjur í Asíu hafa sýnt Bitcoin mik­inn áhuga. Til­kynn­ing kaup­hall­ar­innar í Chicago um að taka innan tíðar afleiður tengdar Bitcoin til við­skipta hefur einnig verið nefnd. Hingað til hefur auð­kenn­ing­ar­vandi verið inn­reið Bitcoin á kaup­hallir fjötur um fót og búast má við að lausn á þeim vanda fylgi meiri Bitcoin tengd kaup­hall­ar­við­skipti með til­heyr­andi jákvæðum straum­um. 

People are buy­ing Bitcoin because they expect other people to buy it from them at a hig­her price; the def­ini­tion of the grea­ter fool the­ory.

Economist: Grea­ter fool the­ory: The Bitcoin bubble


Ofan­greind til­vitnun í Economist er þó það sem flestir hafa nefnt sem lík­leg­ustu ástæðu háflugs Bitcoin und­an­far­ið. Fjár­festar búast ein­fald­lega við að fleiri fjár­festar séu vænt­an­legir og vilja að aðrir kaupi Bitcoin eign þeirra af þeim síð­ar­ — á hærra verði en í boði er í dag. Í hinni frá­bæru bók Man­i­as, pan­ics and cras­hes eftir Kind­leberger er sögu fjár­mála­bóla gerð skil. Óhætt er að segja að þróun og saga Bitcoin eigi mjögt sam­an­legt með helstu fjár­mála­bólum sög­unn­ar.

Vanda­málið við að eiga útbólgnar bólu­eignir er að þú veist ekki hvenær þú þarft að selja. Þeir sem seldu Bitcoin í $100, $1000 eða $5.000 eru margir hverjir hundsvekkt­ir. Það er nefni­lega mjög auð­velt er að vera ósam­mála um hvort bólan springur í $7,000 eða $100.000 og þar af leið­andi hvenær rétti tím­inn er að selja eign sem hefur hækkað mjög í verði. Economist velti því t.d. fyrir sér í sum­ar, þegar gengið var um $2.500, hvað myndi ger­ast ef Bitcoin bólan myndi springa?

Til eru t.d. spek­ingar sem segja að langt sé í top­inn og Max Keiser hefur lengi spáð hámarki Bitcoin í $100.000.

30,000 new bitcoin wal­lets a day. An ETF com­ing soon. Wall Street just gett­ing started. Reg­ul­ators wak­ing up to their impotence. Hello $10,000. Rem­em­ber, My target since 2011 when I was the only public figure recomm­end­ing #Bitcoin at $3, was $100,000

Til­vitn­un: Max Keiser


Hvað er svona merki­legt?

Það er margt áhuga­vert, nýtt og merki­legt við Bitcoin. Reikni­geta kemur mjög við sögu við upp­bygg­ingu og við­skipti með Bitcoin. Þó það krefj­ist mik­illar orku að grafa eftir Bitcoin í tölvu­verum er það ennþá arð­bært eftir hið ógur­lega ris gengis Bitcoin. Hag­kvæmni graft­ar­ins er eðli­lega mjög háð hag­felldri þróun á geng­inu því fjöldi Bitcoin er tak­mark­aður og því þarf stöðugt meiri reikni­getu til að grafa eitt Bitcoin eftir því sem tím­inn líð­ur, því færri og færri Bitcoin eru óupp­graf­in.

Það er ekki nóg með að reikni­geta spili rullu við gröft­inn heldur þarf mikla reikni­getu til að stað­festa Bitcoin við­skipti. Þessi skortur á skil­virkni er oft nefndur sem helsta ástæða þess að umfang Bitcoin verði aldrei mjög mik­ið. Í dag þarf til að mynda yfir 215 kílóvatt­stundir fyrir hver Bitcoin við­skipti eða yfir 64 millj­ónir kílóvatt­stunda á dag eða 20 tera­vatt­stundir á mán­uði.

…if the bitcoin network keeps exp­and­ing the way it has done recent­ly, it could lead to a cont­inu­ous elect­ricity consum­ption that lies between the out­put of a small power plant and the total consum­ption of a small country like Den­mark by 2020.

Heim­ild: Vice


Þó ýmis­legt megi draga fram sem áhuga­verða hluti í eðli og upp­bygg­ingu Bitcoin er þó tvennt oft­ast dregið fram.

Öruggt og dreif­stýrt af öllum og engum

Í fyrsta lagi er merki­legt hvernig Bitcoin er afskap­lega öruggt, án mið­stýr­ing­ar. 

Bitcoin er full­kom­lega dreif­stýrt, og í raun dreif-­sjálf-­stýrt, kerfi sem hægt er að reka án íhlut­unar banka, seðla­banka eða ann­arra stofn­ana. Bitcoin er mynt sem hægt er að eiga við­skipti með án nokk­urra milli­liða. Þetta hefur gert Bitcoin að upp­á­haldi margra lýð­ræð­iselsk­andi bylt­ing­ar­sinna sem oft er upp­sigað við fjár­mála­kerfi heims­ins í ofaná­lag. Bitcoin er því spenn­andi val­kostur margra sem vilja umbylta og umbreyta fjár­mála­kerfum heims­ins. Að sama skapi hafa þessir eig­in­leikar vakið athygli banka- og seðla­banka­fólks sem sér tæki­færi í að til­einka sér Bitcoin og ekki síður Blockchain, tækn­ina á bak við Bitcoin.

Ther­e’s no small amount of irony in the fact that Bitcoin was designed to dis­r­upt and circum­vent Wall Street and central banks. But the two parties that are cur­rently most inter­e­sted in using Bitcoin are central banks and Wall Street. Heim­ild: Knowled­ge@Wharton

Útskýring BBVA bankans á Bitcoin.

Nafn­laust

Nefnt sem kostur Bitcoin að hægt er að eiga við­skipti nafn­laust. Bitcoin hefur kom­ist í frétt­irnar í tengslum við dóma í eit­ur­lyfja­málum þar sem greitt var fyrir eit­ur­lyfin með Bitcoin og oft hóta tölvu­þrjótar að gera DDOS tölvu­árásir nema greiddur sé til­tek­inn fjöldi Bitcoin til þeirra.

Segja má því að Bitcoin sé, merki­legt nokk, því ást­mögur bæði eit­ur­lyfja­sala og fjár­mála­fólks.

Hvað næst?

Flestir eru þó sam­mála um að tæknin sem Bitcoin byggir á, Blockchain, sé áhuga­verð og geti skapað marg­vís­leg tæki­færi. Að flestra mati er Blockchain miklu áhuga­verð­ara heldur en Bitcoin. Blockchain pæl­ingar ættu því að vera efni í annan pistil. Þar er stóra spurn­ingin hvort eitt­hvað sé til eða mögu­lega hægt að búa eitt­hvað til, sem er betra og skil­virkara en Bitcoin, ofan á Blockchain tækn­ina og verða sú umbreyt­ing á fjár­mála­þjón­ustu sem margir kalla eft­ir.

Óhætt er að segja að auð­velt sé að telja til rök fyrir því að Bitcoin sé ein­fald­lega bóla sem spring­ur. Spurn­ingin er í margra huga hvenær bólan spring­ur. Það er nefni­lega með þessar blessuðu bólur að margir hafa orðið mold­ríkir á að tíma­setja kaup og sölu bólu­vör­unnar rétt en fleiri hafa þó orðið illa úti þegar bóla springur áður en selt er. Hvort Bitcoin eigi mán­uð, ár eða ára­tugi eftir er erfitt að segja.

Margir brosa því í kamp­inn eftir þróun síð­ustu mán­uði. Eig­endur Bitcoin velta meira fyrir sér eftir því sem dag­arnir líða og gengið hækkar hvort stytt­ist í hrunið og hvort þeir eigi að selja Bitcoin sem þeir eiga. Þá er gott að muna, eins og Hjalli sagði á Twitter um dag­inn…„að því sögðu er hvorki ávöxtun hluta­bréfa eða bitcoina í hendi fyrr en þau eru seld.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og stýrir stefn­u­­mótun og mark­aðs­­málum hjá Íslands­­­banka. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar