Auglýsing

Sá maka­lausi atburður átti sér stað í dag að Morg­un­blaðið birti afrit af sím­tali milli Geirs H. Haarde, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, frá 6. októ­ber 2008. Í sím­tal­inu ræddu þeir um að veita Kaup­þingi, stærsta banka lands­ins, nán­ast allan aðgengi­legan gjald­eyr­is­forða þjóð­ar­inn­ar, 500 millj­ónir evra, til að gefa bank­anum tæki­færi til að reyna að bjarga sér fyrir horn. Með sömu ákvörðun var ákveðið að hinir tveir stóru bank­arn­ir, Lands­bank­inn og Glitn­ir, yrðu látnir falla þennan sama dag. Þeir myndu ekki fá fyr­ir­greiðslu.

Það er merki­legt að af sím­tal­inu að dæma er algjör­lega ljóst að ekki var búist við því að Kaup­þing myndi geta greitt lánið til baka. Þar kemur skýrt fram að Davíð veit ekki hvort að árás standi yfir á alþjóð­lega inn­láns­reikn­inga Kaup­þings, sem köll­uð­ust Edge, en vill samt lána Kaup­þingi alla þessa pen­inga. Og sím­talið er líka frístand­andi sönnun þess hversu mikið fúsk íslensk stjórn­sýsla er. Þarna eru tveir gamlir sam­herjar úr póli­tík að tala saman um einn þýð­ing­­­ar­­­mesta atburð í nútíma hag­­­sögu sem hafði í för með sér afdrifa­­­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing. Í þetta lán fóru til að mynda pen­ingar sem settir höfðu verið til hliðar til að borga fyrir hátækni­sjúkra­hús og Sunda­braut, en ákveðið var að veita til Kaup­þings gegn lélegu veði. Fúskið felst bæði í því hversu illa und­ir­byggð ákvörð­un­ar­takan aug­ljós­lega var og í því hvernig þessir tveir ráða­menn tala sam­an. Af orð­bragði þeirra og fag­leg­heit­um.

Lán­veit­ingin kost­aði íslenska skatt­greið­endur á end­anum 35 millj­arða króna.

Til­gang­ur­inn annar en að upp­lýsa

Það er ýmis­legt annað sem er athuga­vert við birt­ingu sím­tals­ins en bara inni­hald þess. Kjarn­inn hefur kallað eftir því að þetta sím­tal verði birt árum saman og stefndi Seðla­banka Íslands fyrir dóm­stóla í lok októ­ber til að reyna að fá ákvörðun hans um að fella það undir þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um Seðla­banka Íslands hnekkt.

Auglýsing
Nú kemur í ljós að Davíð Odds­son, sem var ráð­inn rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins í sept­em­ber 2009 hefur haft þetta afrit undir höndum allan tím­ann. Það þýðir tvennt. Í fyrsta lagi að hann hefur tekið ákvörðun um að halda inni­haldi sam­tals­ins frá almenn­ingi – valið að upp­lýsa les­endur Morg­un­blaðs­ins ekki um það – í rúm­lega átta ár. Það verður að draga þá ályktun að Davíð hafi með því tekið aðra hags­muni fram yfir almanna­hags­muni. Hann er aug­ljós­lega ekki að starfa í fjöl­miðlum í þeim til­gangi að upp­lýsa almenn­ing, heldur stýra aðrar hvatir hon­um.

Í öðru lagi virð­ist blasa við að Davíð hef­ur, þegar hann var rek­inn úr emb­ætti seðla­banka­stjóra, haft á brott með sér úr Seðla­bank­anum gögn sem bank­inn sjálfur hefur sagt að séu trún­að­ar­gögn sem þagn­ar­skylda ríki um. Í kjöl­farið hlýtur að verða sett af stað rann­sókn á því hvort að hann hafi tekið með sér fleiri trún­að­ar­gögn sem t.d. hafi verið notuð til að und­ir­byggja umfjall­anir í dag­blað­inu sem Davíð stýr­ir.

Það er ein­hver að ljúga

Svo þarf að gera athuga­semd við fram­setn­ingu Morg­un­blaðs­ins á mál­inu. Í for­­síð­u­frétt er því haldið fram að hvorki Davíð né Geir hafi vitað að sím­talið var tekið upp. Því sama er haldið fram í Reykja­vík­ur­bréfi, sem Davíð aug­ljós­lega skrif­ar.

Þetta stang­ast á við frá­sögn Sturlu Páls­son­ar, fram­­­kvæmda­­­stjóra mark­aðsvið­­­skipta og fjar­­stýr­ingar hjá Seðla­­­banka Íslands, í vitna­skýrslu sem hann gaf hjá sér­­­­­stökum sak­­­sókn­­­ara árið 2012, og fjallað var um í fjöl­miðlum fyrir um ári. Þar kom fram að sím­­tal milli Dav­­­íðs og Geirs, þar sem rætt var um lán­veit­ing­una, hafi átt sér stað klukkan 11.57 mán­u­dag­inn 6. októ­ber.

Þar sagði einnig að það hafi farið fram í gegnum síma Sturlu, sem var við­staddur sím­tal­ið. Við skýrslu­tök­una sagði Sturla að Davíð hafi vitað að sími Sturlu væri hljóð­­­rit­aður og því frekar tekið sím­talið úr síma sam­­­starfs­­­manns síns en úr sínum eig­in. Eng­inn annar var við­staddur sím­tal­ið.

Svo þurfa les­endur að ákveða hvorum þeir trúa bet­ur. Sturlu Páls­syni, sem hefur enga ástæðu til að ljúga til um hvort Davíð hafi vitað af upp­töku sím­tals­ins, eða Dav­íð, sem hefur hags­muni af því.

Hinn skýri munur á fjöl­miðlum

Það er gott að sím­talið sé komið fram. En gjör­sam­lega ótrú­legt hvernig það ger­ist. Og mjög lýsandi fyrir það hvers konar valda­tól, ekki fjöl­mið­ill, Morg­un­blaðið er orðið í höndum þeirra sem þar halda um stjórn­ar­taumana. Og hafa gert í tæpan ára­tug. Þetta er hópur sem með annarri hend­inni hefur verið á fullu allan þann tíma að reyna að end­ur­skrifa sög­una þannig að hún fari mýkri höndum um menn eins og Dav­íð, og með hinni hafa þeir – með góðum árangri — haft mikil áhrif á þróun sam­fé­lags­mála þar sem rauði þráð­ur­inn er alltaf að verja sér­hags­muni eig­enda blaðs­ins og ganga erinda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fyrir þetta hefur hópur millj­arða­mær­inga greitt vel á annan millj­arð króna, enda starf­semin ekki gert neitt annað en að tapa stans­laust pen­ing­um.

Í þessu máli sést líka skýrt mun­ur­inn sem er á milli fjöl­miðla á Íslandi. Kjarn­inn lagði út í fjár­hags­legan kostnað – sem er veru­legur fyrir hann – til að reyna að fá aðgengi að upp­lýs­ingum sem mið­ill­inn taldi að ættu brýnt erindi við almenn­ing. Morg­un­blaðið sat á sömu upp­lýs­ingum árum sam­an. 

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari