Auglýsing

Í gær sendu 306 konur sem hafa tekið þátt í íslenskum stjórn­málum frá sér áskorun vegna þess kyn­bundna ofbeldis sem á sér stað í starfs­um­hverfi þeirra. Þar kröfð­ust þær þess að karlar taki ábyrgð og að stjórn­mála­flokkar lands­ins taki á mál­inu af festu. Á meðal þeirra sem skrifa sig fyrir áskor­un­inni eru margar þeirra kvenna sem hafa verið mest áber­andi í íslenskum stjórn­málum und­an­farna ára­tugi og með henni fylgdu tíu sögur um hvernig þær hafi orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi sínu.

Með því að stofna umræðu­hóp, safna sögum kvenna í stjórn­málum og senda frá sér sam­eig­in­lega áskorun gegn ömur­legu ástandi sem sann­ar­lega hefur ver­ið, og er enn, til staðar risu þessar konur upp yfir skot­grafir flokkapóli­tíkur og stóðu saman í því að reyna að bæta sam­fé­lag­ið. Að koma því til skila að réttur þeirra til að vera þær sjálfar án þess að eiga von á því að verða áreittar eða beittar ofbeldi, nið­ur­lægðar eða smækk­að­ar, er miklu sterk­ari en réttur ger­anda til að áreita þær eða beita þær ofbeldi án afleið­inga.

Það var átak­an­legt að hlusta á Jóhönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur og Heiðu Björg Hilm­is­dóttur í Kast­ljósi gær­kvölds­ins að lýsa því sem konur í stjórn­málum verða fyr­ir. Sér­stak­lega sögu Jóhönnu Maríu um eft­ir­köst þess að hafa skrifað grein um skað­semi plasts sem notað sé í hjálp­ar­tækjum ást­ar­lífs­ins gætu skaða fólk. „Einn maður sagði að eft­ir að hann las grein­ina mína nægði að hugsa um mig og það sem ég skrif­aði til þess að full­nægja sér,“ sagði Jóhanna í þætt­in­um. Áslaug Arna sagði frá því að hún verði ítrekað fyrir kyn­ferð­is­legum athuga­semdum um að hún hlyti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að hafa kom­ist í fram­varð­ar­sveit stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins jafn ung og hún er.

Auglýsing

Þarna töl­uðu þær tvær konur sem yngstar hafa sest á þing á und­an­förnum árum.

Vanda­málið opin­berar sig

Þætt­inum var varla lokið þegar Ragnar Önund­ar­son, fyrr­ver­andi valda­maður í íslenskum sam­fé­lagi, sem stýrt hefur banka, stór­fyr­ir­tæki og boðið sig fram til trún­að­ar­starfa í stjórn­mál­um, birti mynd af Áslaugu Örnu á sam­fé­lags­miðl­um. Myndin var tekin af Face­book-­síðu henn­ar. Með­fylgj­andi voru skila­boð sem gáfu sterkt til kynna að mynd sem þessi væri ekki við hæfi fyrir fólk sem væri í stjórn­mál­um. Svo var það sett í sam­hengi við það að sama kona hafi verið í sjón­varp­inu að ræða um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart konum í stjórn­mál­um.

Það er erfitt að álykta annað en að Ragnar væri að gefa í skyn að Áslaug væri að bjóða kyn­ferð­is­legri áreitni heim með því að birta mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum sem honum fannst af ein­hverjum ástæðum of kyn­ferð­is­lega hlað­in. Ragnar gat síðan ekki með nokkru móti útskýrt hvað það var við mynd­ina sem honum þótti svo óboð­legt, en ráð­lagði Áslaugu að leita sér aðstoðar hjá almanna­tengli.

Við­horfið er nákvæm­lega það sem kon­urnar sem hafa tekið þátt í stjórn­mál­unum voru að gagn­rýna með sam­eig­in­legu áskorun sinni. Að karlar gætu komið fram við þær eins og þeir kysu með kyn­ferð­is­lega hlöðnum aðdrótt­unum eða sleggju­dómum um útlit þeirra og atferli án ábyrgð­ar. Að þeir gæti valið að smætta þær og nið­ur­lægja vegna þess að þær falla ekki inn í það mót sem við­kom­andi valda­karl sér sem það eina fyrir fólk í stjórn­mál­um. Að þeir gætu jafn­vel beitt þær kyn­ferð­is­legu ofbeldi eða þrýst­ingi vegna þess að þær byðu upp á það með því að vera eins og þær eru.

Með skrifum sínum hold­gervist vanda­málið sem kon­urnar voru að opin­bera í Ragn­ari. Ástæð­una fyrir því að þær þrifast verr í karllægu umhverfi stjórn­mála.

Tján­ing­ar­frelsi heim­ilar gagn­rýni

Við­brögðin voru nán­ast ofsa­feng­in, og nán­ast á eina leið. Ummæli Ragn­ars voru for­dæmd og það rétti­lega. Örfáir skoð­ana­bræður hans tóku hins vegar undir sjón­ar­miðin og vörðu þau. Einn sagði í ummælum á Face­book: „Hvenær hafið þið séð karl­mann aðra en homma setja upp sam­bæri­legt and­lit. Sérðu fyrir þér að Bjarni Ben. for­sæt­is­ráð­herra safna hári og setja efni í hárið sam­bæri­lega og þessi kona ger­ir, efast um það. Sem þing­maður á hún að hafa viði­legan blæ yfir sér­[inn­slátt­ar­villur eru ummæl­anda].“

Við­bragð Ragn­ars var líka klass­ískt: að gagn­rýnin á hann væri póli­tískt rétt­hugs­un, krafa um sjálfs­rit­skoðun og árás á tján­ing­ar­frelsið sjálft.

En það var eng­inn að banna hon­um, eða öðrum körlum sem deila með honum skoð­un­um, að hafa þær. Þeim er full­frjálst að láta þær í ljós. En þeir verða þá líka að þola skoð­anir ann­arra á sín­um. Tján­ing­ar­frelsi þýðir nefni­lega ekki að menn með skoð­anir eigi að fá að hafa þær í friði fyrir gagn­rýni, ella sé brotið á rétti þeirra. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur. Og hann sér flest skyn­samt fólk.

Það er góð regla í líf­inu að þegar allir í kringum þig eru orðnir fífl sé tíma­bært að líta í eigin barm og að minnsta kosti kanna hvort það geti ekki verið að þú sért sjálfur fíflið.

Litlir karlar

Það ríkir ekki jafn­rétti á Íslandi. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Konur eru tæp­lega helm­ingur lands­manna. Þeir sem hafa stýrt land­inu hafa nán­ast alltaf verið karl­ar. Aldrei hafa verið fleiri konur í rík­is­stjórn en karlar og nán­ast aldrei hefur hlut­fallið verið jafnt. Í síð­ustu kosn­ingum fór hlut­fall kvenna á þingi úr 47,6 pró­sent í 38 pró­sent. Seðla­bank­anum er stýrt af körl­um. Konur eru fjórð­ungur stjórn­ar­manna í íslenskum fyr­ir­tækj­um, rúm­lega fimmt­ungur fram­kvæmda­stjóra og 24 pró­sent stjórn­ar­for­manna. Alls eru 39 pró­sent for­stöðu­manna stofn­anna hjá rík­inu konur og þær fá rúm­lega 20 pró­sent lægri laun en karl­ar, að jafn­aði. Samt eru fleiri konur með háskóla­próf en karl­ar.

Í árlegri úttekt á stöðu kvenna í æðstu stöðum þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi hefur komið í ljós, ár eftir ár, að 90 pró­sent þeirra sem eru í slíkum stöðum eru karl­ar.

Þessi staða er ekki til­komin vegna þess að karlar séu hæfi­leik­a­rík­ari en kon­ur. Það eru þeir sann­ar­lega ekki. Konum er hins vegar kerf­is­bundið haldið niðri af körl­um. Það er gert í gegnum stofn­anir á borð við suma stjórn­mála­flokka, sem neita að gang­ast við ábyrgð á því að konur fái ekki braut­ar­gengi hjá þeim. Það er gert með karllægu líf­eyr­is­sjóða­kerfi og karllægri fyr­ir­tækja­menn­ingu. Það er gert með því að litlir karlar stýra sam­fé­lag­inu og að þeir raði öðrum litlum körlum í kringum sig.

Konum er líka haldið niðri af körlum með vald­beit­ingu. Með því að skil­yrða braut­ar­gengi þeirra við að þær hagi sér með ákveðnum hætti, líti út á ákveð­inn hátt, láta ákveðið yfir sig ganga og passa í mót sem þeim finnst við­eig­andi fyrir fólk með völd. Með öðrum orðum þá þurfa þær að vera meira eins og karlar en minna eins og kon­ur.

En konur eru ekki vanda­mál­ið. Karlar eru það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari