Geðveik hagfræði og einelti

Ævar Rafn Hafþórsson segir að það geti verið erfitt að mæla vellíðan í krónum talið en það sé hægt að mæla hvort aukið fjármagn til geiðheilbrigðismála muni skila sér í færri veikindadögum þeirra sem þjást af geðsjúkdómum og eins aðstandenda.

Auglýsing

Ég er partur af aðgerða­hóp um geð­heil­brigð­is­mál og við höfum verið að funda um hvað betur má fara í heil­brigð­is­kerf­inu þegar kemur að geð­heil­brigð­is­mál­um. Heil­brigð­is­mál eru alltaf ofar­lega á lista fólks þegar það er spurt um helstu mála­flokka fyrir hverjar kosn­ing­ar. Ein ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil er sú að ég sat fyr­ir­lestur hjá Vöndu Sig­ur­geirs­dóttur þar sem hún birti sænska rann­sókn um kostnað sænska hag­kerf­is­ins vegna ein­elt­is. En það er þekkt að ein­elti getur auð­veld­lega leitt af sér geð­sjúk­dóma og eru ger­endur í ein­elt­is­málum í sér­stökum áhættu­hópi. Sam­kvæmt rann­sókn, sem hinn sænski sál­fræð­ingur Dan Olweus pró­fessor við Bergen há­skól­ann gerði, eru ger­endur í ein­elt­is­málum fjórum sinnum lík­legri til þess að kom­ast í kast við lögin og lenda í fang­elsi fyrir 24 ára ald­ur.

Sænsku hags­muna­sam­tök­in Fri­ends eru sam­tök um vel­ferð barna í Sví­þjóð er varðar jöfnuð og öryggi. Sam­tökin gerðu rann­sókn undir hand­leiðslu hag­fræð­ings­ins Ingv­ars Nil­son. Þessi rann­sókn snérist um þann sam­fé­lags­lega kostnað sem verður vegna ein­eltis í sænskum skól­um. Í ljós kom að sá sam­fé­lags­legi kostn­aður er alveg gríð­ar­leg­ur. Helstu nið­ur­stöður voru þær að ein­elti í sænskum skólum kostar sam­fé­lagið um 219 millj­arða íslenskra króna næstu 30 árin. Sem dæmi þá er kostn­aður við 1000 manna skóla um 175 millj­ónir á  ári næstu 30 árin. Hægt er að nálg­ast þessa rann­sókn á net­inu hér. Þar er einnig reikni­vél sem reiknar út kostnað miðað við mis­mun­andi fjölda í skól­um.

Kostn­að­ur­inn ­lendir helst á eft­ir­far­andi stofn­un­um:

Auglýsing
  • Fang­els­is­mála­stofn­un.
  • Félags­mála­yf­ir­völd­um.
  • Heil­brigð­is­kerf­inu.
  • Vinnu­mála­stofn­un.
  • Sveit­ar­fé­lög­um.
  • Og að auki hefur þetta hag­fræði­legar afleið­ingar fyrir sam­fé­lagið í heild.

Bæði ger­endur og þolendur í ein­elti eru lík­legri til þess að verða óvirk­ari í sam­fé­lag­inu síðar meir. Geð­sjúk­dómar og þung­lyndi verða til þess fólk á erfitt með að takast á við dag­legt líf. Und­an­farið hafa verið fréttir um ófremd­ar­á­stand á geð­heil­brigð­is­svið­inu. Fólk sem er í hættu á að taka eigið líf lendir ekki í þeim hugs­unum ein­ungis á milli 8 og 17 á dag­inn. Fyrir ein­hverjum árum var farið í það að greina hvað hvert bílslys kostar sam­fé­lagið og hvað hvert dauðs­fall kost­ar. Fólk sem tekur eigið líf kostar sam­fé­lagið sömu upp­hæð og fólk sem lætur lífið í bílslysi. Að ala upp­ ein­stak­ling í sam­fé­lagi er dýrt fyrstu árin þegar hann fer í gegnum skóla­göngu. Sam­fé­lagið væntir þess að fá þennan kostnað til baka með skatt­tekjum síðar á lífs­leið­inni með því vinnu­fram­lagi sem þessi sami ein­stak­lingur skilar inn í hag­kerf­ið. Það eru allt of margir sem taka eigið líf þegar þeir ættu að vera í blóma lífs­ins. Þessum ein­stak­lingum á að hjálpa og því fyrr sem gripið er inn í málin því betra.

Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort það hafi verið gerð kostn­aðar –og ábata­grein­ing þegar kemur að heil­brigð­is­mál­um. Eins og kemur fram hér að ofan í sænsku rann­sókn­inni er gíf­ur­legur kostn­aður sem hlýst af ein­elt­is­málum. Ég hef einnig velt því fyrir mér hver kostn­að­ur­inn er af geð­heil­brigð­is­málum sem virð­ist vera einn angi af ein­elt­is­málum. Af hverju er ekki meira fjár­magn sett í þennan mála­flokk? Getur ekki verið að þær krónur sem eru settar í geð­heil­brigð­is­mál skili sér marg­falt til baka? Ef við hugsum aðeins út í það þá hlýtur það að vera hag­kvæmara fyrir þjóð­fé­lagið og fyr­ir­tækin að ein­stak­ling­unum líði vel í vinnu og námi. Starfs­fólki sem líður vel í vinn­unni hlýtur að skila meiri afköst­u­m/fram­leiðni. Fyrir þjóð­fé­lagið þá eykur það fram­leiðslu­getu hag­kef­is­ins og því er þetta hreinn ábati fyrir okkur öll. En fyrst og fremst á þetta að snú­ast um vellíð­an ­sam­fé­lags­ins. Það er óbæri­legt að vita af ein­stak­lingum sem sjá engan til­gang í líf­inu. Ein­stak­lingar sem hafa jafn­vel komið sér upp­ ­fjöl­skyld­um. Þung­lyndi og geð­sjúk­dómar sjást nefni­lega ekki utan á fólki.

Erum við ekki í raun að spara aur­inn fyrir krón­una þegar kemur að þessum mál­um? Það getur verið erfitt að mæla vellíðan í krónum talið en það er hægt að mæla hvort aukið fjár­magn í þennan mála­flokk muni skila sér í færri veik­inda­dögum þeirra sem þjást af geð­sjúk­dómum og eins aðstand­enda. Það fer nefni­lega ekki mikið fyrir þeirri umræðu hve þungt þessi mála­flokkur leggst á aðstand­endur þeirra sem þjást af geð­sjúk­dóm­um. Áhyggjur vegna van­líðan ást­vina er lík­legt að draga úr þrótti fólks og þar af leið­andi líður þeim ekki vel í sinni vinnu. Þetta er nefni­lega ekki bara vanda­mál þeirra sem þjást af geð­sjúk­dómum heldur líka þeirra sem standa þeim nærri. Stjórn­mála­menn eiga það til að horfa ein­ungis til skamms tíma þar sem kjör­tíma­bilið er ein­ungis fjögur ár. Árangur af átaki gegn ein­elti og í geð­heil­brigð­is­málum mun ekki koma í ljós  fyrr en löngu seinna og þess vegna er þessi mála­flokkur kannski ekki efst á baugi hjá stjórn­mála­mönn­um. En ég hvet þá til þess að sýna kjark og taka á þessum málum því það er sann­ar­lega mikið und­ir.

Höf­undur er fjár­mála­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar