Hinn manneskjulegi leiðtogi - sá sem aðrir vilja fylgja

Ingrid Kuhlman segir að „Mensch“ sé leiðtogi sem allir vilja fylgja. Hún spyr hvort Katrín Jakobsdóttir sé manneskjulegi leiðtoginn sem við höfum mörg beðið eftir?

Auglýsing

Hvað ein­kennir þá sem aðrir vilja fylgja? Er það brenn­andi hug­sjón eða eld­móður gagn­vart ákveðnum mál­efn­um? Árangur sem aðrir vilja eign­ast hlut­deild í? Yfir­burðir á ein­hverjum svið­um? Bruna Mart­in­uzzi, ráð­gjafi og stjórn­enda­þjálf­ari og jafn­framt höf­undur bók­ar­inn­ar The Leader as a MenschHow to Become the Kind The Leader as a Mensch eftir Bruna Martinuzzi.of Per­son Others Want to Follow (2009), segir að það sé ekk­ert af ofan­greindu. Hún vill meina að við fylgjum fólki sem við treystum og kemur fram við okkur af virð­ingu. Besta leiðin til að öðl­ast traust ann­arra sé að haga okkur eins og „Mensch“. Orðið hefur djúpa merk­ingu í jiddísku og lýsir mann­eskju sem er heið­virð og göfug í því sem hún tekur sér fyrir hend­ur. Í návist hennar finnum við til örygg­is, okkur líður vel með okkur sjálf, og þetta er mann­eskja sem við viljum fylgja og hafa nálægt okk­ur. „Mensch“ er leið­togi sem kveikir með okkur holl­ustu og laðar fram það besta hjá okk­ur.

Sam­kvæmt Mart­in­uzzi rækta mann­eskju­legir leið­togar með sér ákveðna eig­in­leika, sem hún líkir við tré: Hluti þeirra mynda ræt­urn­ar, sumir stofn­inn og aðrir greinar trés­ins. 

1. Ræt­urnar

Ræt­urnar mynda grunn­inn og sam­an­standa af auð­mýktað vera sannur sjálfum sér og sam­hygð:Auð­mýkt felur í sér að hlusta, leyfa öðrum að eiga heið­ur­inn og reyna ekki að sann­færa fólk en leyfa því að eiga sína sann­fær­ingu. Auð­mýkt er að gefa af sér til sam­fé­lags­ins, grípa ekki fram í fyrir hendur á fólki né veita því ráð sem það biður ekki um. Hún snýst um að vera for­vit­inn um aðra, skoð­anir þeirra og lang­an­ir, að hafa kjark til að ráða fólk sem er klár­ara en maður sjálfur og leita ekki söku­dólga þó illa fari heldur draga frekar lær­dóm af því sem aflaga fór.

Að vera sannur sjálfum sér vísar í það að vera maður sjálfur án allra blekk­ing­ar­leikja eða fals. Að leið­tog­inn sé heill í fram­göngu er varðar sýn vinnu­stað­ar­ins, haldi heil­indi sinn­ar starf­stéttar og hugi ein­læg­lega að vel­ferð starfs­manna. Leið­togi sem er heill og sannur lifir gildi sín. Hann stendur við gefin lof­orð og fer var­lega með þau. Heill og sannur leið­togi forð­ast það að ganga í augun á fólki með sýnd­ar­mennsku. Hann talar hreint út á skilj­an­legu, ein­földu máli og sýnir öllum virð­ingu en ekki bara sum­um. Hann er fyr­ir­mynd í því hvernig hann tekur á mál­um. Auglýsing
Sam­hygð er eitt helsta ein­kenni hins mann­eskju­lega leið­toga og gerir sam­skipti þægi­leg og árang­urs­rík. Frá djúpum rótum sam­hygðar spretta góð­vilji, samúð og skiln­ing­ur. Í grunn­inn snýst verk­efni leið­tog­ans um sam­skipti, sam­skiptin milli hans og fylgj­enda hans, milli hans og sam­starfs­að­ila, við­skipta­vina og ann­arra hag­hafa. Mann­eskju­legur leið­togi áttar sig á að hann getur aldrei orðið allra, en hann getur haft áhrif á hvernig öðru fólki líður með sjálft sig í návist hans. Hann sér fólk ekki eins og það er, heldur eins og það gæti orð­ið. Sam­hygð felst í því að hlusta af athygli og skynja það sem liggur bak orð­un­um. Að geta sett sig í spor við­mæl­enda sinna og skilið afstöðu þeirra.

2. Stofn­inn

Stofn­inn er sýni­legi hluti trés­ins og sam­anstendur af ábyrgðbjart­sýni og leikni:Ábyrgð hefst og endar hjá leið­tog­an­um. Mart­in­uzzi vísar til lækna­eiðs­ins sem felur í sér lof­orð um að gera ekki öðrum mein. Að mati hans ættu allir sem fara fyrir fólki að sverja slíkan eið. Það er hlut­verk leið­toga að sjá til þess að fólk standi undir ábyrgð. Í hlut­verki hans felst að setja skýr mark­mið og koma þeim á fram­færi, fylgja málum eftir og veita end­ur­gjöf. Mik­il­vægt er að hann standi sjálfur undir ábyrgð og sé áreið­an­leg­ur. Fólk dæmir hann eftir verkum hans frekar en orð­um. 

Bjart­sýni er hverjum leið­toga jafn mik­il­væg og að geta reiknað út flóknar for­múlur og skipu­lagt ferla. Hún teng­ist því að vita hvað kveikir í fólki og hvetja það til að gera sitt allra besta. Bjart­sýni getur hjálpað til við að auka fram­leiðni, bæta móral­inn, leysa ágrein­ings­mál o.fl. Mann­eskju­legur leið­togi er bjart­sýnn og veitir öðrum von. Hann lýsir þannig leið­ina að betri frammi­stöðu. Fjöldi rann­sókna hefur verið birtur um jákvæð áhrif bjart­sýni á lausn­a­mið­aða hugs­un, lang­lífi og heilsu­hreysti, sam­skipta­færni o.fl.

Leikni er að mati höf­undar ekki gjörð heldur vani. Færni snýst um það að leita árang­urs á tveimur svið­um, ann­ars vegar að leita stöðugt leiða til að bæta sig sem mann­eskju og hins vegar að bæta sam­skipti sín við annað fólk. Mann­eskju­legir leið­togar eru opnir fyrir og leita eftir end­ur­gjöf á sína frammi­stöðu. Þeir eru hrein­skilnir og skýrir í sam­skiptum og taka á erf­iðum sam­skipta­málum af festu og yfir­veg­un.  

3. ­Grein­arnar

Grein­arnar standa fyrir það hvernig okkur tekst að veita öðrum inn­blást­ur. Þær sam­an­standa af jákvætt við­horförlæti og við­ur­kenn­ing.Jákvætt við­horf leið­tog­ans hefur afger­andi áhrif á árangur starfs­fólks. Í leið­toga­hlut­verki er ekki í boði að vera í vondu skapi, hvað þá að taka skap sitt út á starfs­fólk­inu. Gott skap eina stund­ina og vont aðra leiðir til óör­yggis og dregur úr trausti. Við­horfið þarf að vera í sam­ræmi við það sem er að ger­ast á vinnu­staðn­um. Ef allt er að fara í hund og kött meikar sem dæmi ekki sens að vera í ljóm­andi góðu skapi. Það sem mann­eskju­legi leið­tog­inn gerir á slíkum stundum er að veita von með bjart­sýni að vopni.Örlæti hjá leið­toga snýst um það að gefa fólki tæki­færi, láta það njóta vafans og gefa því ástæðu til að vilja vinna hjá hon­um. Örlæti þýðir að veita fólki frelsi og leyfi til að gera mis­tök ásamt því að tryggja að það hafi nauð­syn­legar upp­lýs­ingar til að geta unnið sitt starf vel. Hluti af örlæti er að veita fólki umboð til athafna og meta það að verð­leik­um. Fólk vill hafa til­gang með því sem það er að gera og finna að það sem það gerir skiptir máli. Mann­eskju­legir leið­togar tryggja að fólk upp­lifi að það sem mik­il­vægur hlekkur í gang­verki vinnu­stað­ar­ins.Við­ur­kenn­ing snýst um að hafa gott auga fyrir því og virða það sem er dýr­mætt og jákvætt í fari fólks. Mann­eskju­legur leið­togi lítur á fólk sem enda­lausa upp­sprettu hæfi­leika, færni og hug­mynda sem þarf að hlúa að og þróa áfram. Hann veitir öðrum inn­blástur og stuðlar að jákvæðum breyt­ingum til að skapa betri fram­tíð. Hann veitir við­ur­kenn­ingu fyrir góða frammi­stöðu og nær með því að laða fram það besta hjá öðr­um. Hann sýnir fólki ein­lægan áhuga og lætur það fá þá til­finn­ingu að fram­lag þess skiptir máli. Hann sýnir þakk­læti fyrir vel unnin störf. Með þess­ari fram­komu sinni skapar hann traust.  Mensch“ er leið­togi sem allir vilja fylgja. Ætli Katrín Jak­obs­dóttir sé mann­eskju­legi leið­tog­inn sem við höfum mörg beðið eft­ir?

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar.

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar