Guð blessi Ísland

Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar um Kanann, landann og vonina.

Auglýsing

Um það leyti sem ég hafði nýlega hafið nám í Banda­ríkj­un­um, skall efna­hag­skreppan á sem hér á landi er oft kennd við “guð blessi ísland”. Í fyrsta skipti upp­lifði ég ótta og óör­yggi sem ég mun aldrei gleyma. Þegar hugsað er til baka muna eflaust margir eftir þeirri ótrú­legu stöðu sem blasti við náms­mönnum erlendis á þeim tíma. Ég var þó heppn­ari en flestir þar sem ég hafði gott bak­land á staðnum og stóð því alls ekki einn að vígi. Okkur hjónum tókst að klára námið þrátt fyrir fjár­hags­erf­ið­leika og héldum heim tæp­lega 7 árum seinna. Margt áhuga­vert átti sér stað í Banda­ríkj­unum á náms­ár­un­um, en eflaust var fátt mark­verð­ara en kjör Barack Obama sem for­seta lands­ins haustið 2008. Ég var í þeirri stöðu að fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum úr fjar­lægð en jafn­framt þeim banda­rísku sem eru fyrir margra hluta sakir ólík þeim íslensku, með rót­gróið tveggja flokka kerfi, Demókrata á miðju til vinstri og Repúblikana frá miðju til hægri, ef svo má að orði kom­ast. Ekki ætla ég að fjalla um mis­mun­andi efna­hags­leg­ar nálg­anir við að kveða niður kreppu­draug­inn, en vil frekar minn­ast á þann mun sem ég fann fyrir í við­horfi leið­toga og for­ystu­manna heima­lands­ins og gest­gjafa minna við upp­haf kreppu og hvernig orð­ræðan í Banda­ríkj­unum breytt­ist með tím­an­um. 

Upp­hrópun­arpóli­tíkin mætt til að vera 

Banda­ríkja­menn vildu aldrei kalla krepp­una annað en stóru nið­ur­sveifl­una (the great recession). Hér heima spól­uðum við strax í krepputalið þó svo að margir þættir hafi raunar verið mun hag­stæð­ari hér en í mörgum öðrum löndum sem við hana glímdu. Atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum náði tveggja stafa tölu 2009 og ríkið brást við með fáheyrðum aðgerðum til þess að koma hjólum atvinnu­lífs­ins í gang. Strax frá byrjun tal­aði Obama um bjart­ari tíma ef allir legð­ust á eitt og lagði áherslu á það að hann væri for­seti allrar þjóð­ar­inn­ar, ekki bara þeirra sem hann kusu. Sjaldan heyrði maður for­sæt­is­ráð­herra sem hér sátu tala í þá átt. Hér heima fannst mér hat­rið alls­ráð­andi og átakapóli­tíkin í tísku.  Hat­rið var á þeim sem flotið höfðu sof­andi að feigðar­ósi fyrir hrun, og seinna sner­ist það gegn vinstri­st­jórn­inni sem var þjóð­inni dýr­ari, að sögn þáver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hrunið sjálft. Hópum var att ­sam­an, með eða á móti ESB, með eða á móti Ices­ave, með eða á móti veiði­gjöldum og svo má lengi telja. En það var ekki stöðu­taka með eða á móti mál­efnum sem vakti furðu mína, heldur hversu galin og oft á tíðum ábyrgð­ar­laus umræðan var, sam­an­ber yfir­lýs­ing Fram­sókn­ar­for­manns­ins sem nefnd er hér að ofan. Heima var upp­hrópun­arpóli­tíkin nefni­lega hafin strax í byrjun krepp­unn­ar. 

Röklausar alhæf­ingar virk­uðu best  

Eftir að vinstri­st­jórnin hlaut afhroð í kosn­ingum og við tók stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hélt dæmið áfram, nema nú voru það svekktir vinstri­menn sem fóru mik­inn. Allir Sjálf­stæð­is­menn voru glæpa­menn, á hin bóg­inn voru þeir sem vildu inn í ESB, land­ráða­menn og þeir sem vildu styðja við íslenskan land­búnað for­heimskir ein­angr­un­ar­sinn­ar. Það sam­ein­inga­tal sem eflaust gerði mikið til þess að efla og end­ur­reisa banda­rískt ­sam­fé­lag var hvergi að finna. Sjaldan reyndu for­menn stjórn­ar­flokka að eiga upp­byggi­legt sam­tal við minni­hlut­ann, allir voru sekir um það hátt­ar­lag, hvar í fylk­ingu sem þeir stóðu. Eftir að seinna kjör­tíma­bil Barack Obama hófst fór að bera á svip­uð­u hátta­lag­i á banda­ríska þing­inu og máttur svo­kall­aðrar teboðs­hreyf­ingar óx ásmegin þar sem alið var á óþoli gagn­vart for­seta sem til­heyrði minni­hluta­hópi. Þeirra boð­skapur var skýr. Þeir vildu engar mála­miðl­anir um eitt né neitt. Þeir fóru fram með hatri og gíf­ur­yrðum sem sjaldan höfðu sést eftir tíma aðskiln­aðar hvítra og svartra. Fyrir þann tíma sátu þing­menn beggja flokka saman í mörgum nefnd­um, unnu saman að lög­gjöf og stóðu saman gagn­vart sam­eig­in­legum gildum banda­rísks sam­fé­lags. 

Auglýsing

Upp­gang­ur Trumps 

Óveð­urs­ský fóru svo að fær­ast yfir banda­rískt sam­fé­lag, þing­menn töp­uðu hverju sæt­inu á fætur öðru til fólks sem sagð­ist segja hlut­ina tæpitungu­laust, en í grunn­inn hróp­uðu fra­sa­kenndar setn­ingar án rök­stuðn­ings. Frasarnir náðu veru­legum hljóm­grunni þeirra sem hræddir voru um að lífs­við­ur­væri þeirra yrði brátt tekið yfir af öðrum hópum í sam­fé­lag­inu, s.s. bóta­þeg­um, blökku­mönn­um, spænsku­mæl­andi fólki, inn­flytj­endum eða sós­í­alist­um. Sú gamla hefð sem var fyrir virð­ingu þvert á flokka fór dvín­andi og teboðs­hreyf­ingin valt­aði yfir miðju­sinn­aða Repúblik­ana sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðr­ið. Á meðan sváfu Demókratar á verð­in­um. Á kosn­inga­fundum varð þáver­andi for­seta­fram­bjóð­andi Repúblikana, Mitt Rom­ney, ítrekað að verja and­stæð­ing sinn fyrir and­styggi­legum framíköll­um, en fjórum árum áður heyrði þess háttar upp­á­koma til und­an­tekn­inga. Flokks­menn Repúblik­ana hættu smám saman að kveða niður hatur í eigin flokki og misstu bolt­ann svo langt til hægri að ekk­ert gat stöðvað upp­gang Don­alds Trump, sem um það leyti hóf fárán­legar árásir á for­set­ann, sagði hann ekki Banda­ríkja­mann og gekk svo hart fram að furðu sætti um heim all­an. Á þeim tíma hefði þó engum getað órað fyrir því að Trump tæki við sem for­seti, aðeins fjórum árum seinna. 

Þangað leitar klár­inn sem hann er kvaldastur 

Heima náðu stjórn­málin nýjum lægðum þegar for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þáver­andi, var narr­aður í við­tal og hann stam­að­i ­upp úr ­sér hálfum sann­leik­anum um fyr­ir­tæk­ið Wintris. Fram­haldið þekkja flest­ir. Yfir þessum óförum glödd­ust margir and­stæð­ingar for­manns­ins sem áður höfðu setið undir ræðum hans um glötuð tæki­færi og upp­hróp­anir af ýmsum toga. Við tóku kosn­ingar þar sem stuðn­ings­menn styrkja­kerfis í land­bún­aði voru sagðir óvinir neyt­enda, enn var talað um ESB land­ráða­menn og ekki skal gleyma íhald­inu sem nú var verra en nokkru sinni fyrr, ótækt í stjórn og sam­an­safn glæpa­manna sem fyrr. Þó studdi stærstur hluti kjós­enda flokk­inn, enda leit­aði jú klár­inn þangað sem hann var kvaldast­ur. Ekki leið á löngu þar til Trump var kos­inn for­seti og heims­veldið fór sömu leið og eyjan í norðri, umræðum með rökum og ábyrgð var skipt út fyrir upp­hróp­anir af íslenskri fyr­ir­mynd. Tryggja skildi völdin með því að egna saman hóp­um, semja hvorki við and­stæð­inga, né mæta þeim á miðri leið. Aðeins eitt var í boði og það voru skil­yrð­is­laus völd meiri­hlut­ans. 

Eitt­hvað varð að breyt­ast

Tæpur meiri­hluti þeirr­ar ­rík­is­stjórn­ar ­sem tók við eftir fall ­rík­is­stjórn­ar ­Sig­mundar Dav­íðs sprakk vegna skorts á trausti, en svo tæp var stjórnin mál­efna­lega að ekki þótti vert að hefja lífg­un­ar­til­raun­ir. Svo enn var kos­ið. Nú hafði þó runnið tölu­vert vatn til sjáv­ar. Í takt við kosn­ing­ar Trumps fylgdu mykju­dreif­andi lyga­aug­lýs­ingar ver­ald­ar­vefs­ins og þá stóð fátt sem aðskildi örríkið og risa­veld­ið. Eftir kosn­ingar á Íslandi hvað þó óvænt við nýjan tón. Nú var ljóst að menn urðu að vinna saman ef starf­hæf rík­is­stjórn ætti að nást. Ákall eftir meiri sam­vinnu var skýr og almenn­ingur vakn­aður til lífs­ins. Eitt­hvað varð að breyt­ast. Þvert á spár margra hófust samn­inga­við­ræður þriggja flokka sem spanna allar þrjár meg­in­stefnur ís­lenskra stjórn­mála eftir að slitn­að­i ­upp úr til­raun stjórn­ar­and­stöðu til­ ­stjórn­ar­mynd­un­ar. Það var þá kannski ein­hver von eftir allt sam­an. Von um það að fólk gæti lit­ið ­upp úr sand­kass­an­um. Von um að kjós­endur sæju fyrir þá hnignun sem sam­fé­lög standa frammi fyrir nái sátt og sam­vinna ekki fram að ganga. Von um það að hæfni, sam­tal og traust leggi grunn­inn að sam­eig­in­legri fram­tíð­ar­sýn vel­ferðar fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Von um að við getum þetta sam­an. Svo vitnað sé í fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, „Yes we can”. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar