Að auka útgjöld og minnka skatta

Dr. Ólafur Margeirsson skrifar um peninga og hvernig þeir virka í daglegu lífi.

Auglýsing

Þegar ég eign­ast börn einn dag­inn ætla ég að taka upp eft­ir­far­andi kerfi til að kenna þeim hvernig pen­ingar virka og hver mun­ur­inn er milli aðil­ans sem gefur út pen­inga og aðil­ans sem notar pen­inga. 

Segjum að ég eign­ist tvö börn, Jón og Gunnu. Ég segi við þau einn dag­inn að ef þau vilji borða mat­inn sem ég elda og njóta góðs af húsa­skjól­inu sem ég hef útvegað þeim verði þau að borga mér skatt, svo­kall­aðan pabbaskatt.

Pabbaskatt­ur­inn er 100 Ólakrónur (ókr.) á mán­uði. Ég mun ein­göngu sam­þykkja Ólakrónur sem fulln­að­ar­greiðslu á pabbaskatt­in­um, ég tek aðra gjald­miðla ekki gilda. Jón og Gunna líta í kringum sig og segj­ast ekki geta borgað mér skatt­inn, það séu engar ókr. til á heim­il­inu. Það er hár­rétt hjá þeim, eng­inn hefur búið til ókr.. Ég svara þeim „ég bý þær til“ og skrifa á nokkra miða „þessi snep­ill er 10 ókr. virði og hand­hafi hans getur borgað and­virði 10 ókr. í pabbaskatt.“ 

Auglýsing

Ég lita þennan snepil rauð­an. Ég skrifa svo „1ókr.“ á annan snepil sem ég lita blá­an. Ég kvitta svo undir sneplana með minni und­ir­skrift á alla sneplana - og vei þeim sem vogar sér að svo mikið sem reyna að falsa und­ir­skrift­ina mína!

Jón og Gunna biðja mig þá um að fá mið­ana í hend­urnar svo þau geti þá borgað pabbaskatt­inn. En ég segi þá við þau að þau verði að vinna sér þá inn. Þau fá t.d. 10 ókr. fyrir að taka til í her­berg­inu hjá sér, 5 ókr. fyrir að fara tím­an­lega í skól­ann og 3 ókr. fyrir að fara að sofa fyrir klukkan 9 á kvöld­in. 

Nú líður mán­uð­ur­inn og í ljós kemur að Jón fór snemma að sofa á hverjum ein­asta degi í mán­uð­inum (30*3 = 90 ókr), hann tók 4 sinnum til í her­berg­inu sínu (40kr.) og mætti 20 sinnum tím­an­lega í skól­ann (100kr.). Hann hefur því unnið sér inn 230ókr. frá hinu opin­ber­a... afsak­ið, frá mér.

Gunna var hins vegar ótta­legur slóði, fór seint að sofa og vakn­aði seint. Hún tók þó til í her­berg­inu sínu sam­tals 5 sinnum og fær 50kr. fyrir það. 

Gunna veit að ef hún finnur sér ekki a.m.k. 50kr. í tekjur í við­bót getur hún ekki borgað pabbaskatt­inn. Og þá verður pabbi reiður og setur hana í skammar­krók­inn. Hún gerir því samn­ing við bróður sinn: hún sam­þykkir að fara út að labba með Sám, hund­inn hans Jóns, og fær borgað 100 ókr. á mán­uði frá Jóni fyrir þá þjón­ust­u. 

Nú koma mán­aða­mót. Útgjöld rík­is­ins... eh, afsak­ið, útgjöld mín... voru sam­tals 230 ókr til Jóns og 50kr. til Gunnu, þ.e. 280kr. Ég ríf því blað niður í 28 snepla sam­tals, hver og einn 10ókr. virði, og borga Jóni og Gunnu 280 ókr. sam­tals. 

Því næst rukka ég Jón og Gunnu 200ókr. sam­tals í pabbaskatt­inn. 

Athugið nú eft­ir­far­and­i: 

1) Ég varð að búa til ókr. áður en Jón og Gunna borg­uðu mér skatt­inn: ég gaf út Ólakrón­urnar sem þau svo not­uðu til að borga hvoru öðru fyrir selda þjón­ustu (hundalabbit­úra) og mér pabbaskatt­inn. Ég rukk­aði vit­an­lega ekki ókr. fyrst inn, því þær voru bók­staf­lega ekki til, áður en ég borg­aði þeim laun í ókr. fyrir að haga sér vel. 

2) Þar sem ég gef út ókr. eins og ég þarf get ég bók­staf­lega ekki orðið gjald­þrota séu mínar skuld­bind­ingar í ókr. En Jón og Gunna, sem nota ókr., geta klikkað á því að borga sínar skuld­bind­ingar í ókr. ef þau eiga ekki ókr. á þeim tíma sem þeim er gert að standa við þær. 

3) Hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs... afsak­ið, mínum rekstri... var sam­tals 80 ókr. Athugið að hall­inn hjá mér var sparn­aður Jóns og Gunnu sam­tals: Jón spar­aði 30 ókr (230 ókr í tekjur frá mér, 100 ókr í skatta, 100 fyrir keypta þjón­ustu) en Gunna 50 ókr (50 ókr. tekjur frá mér, 100 ókr. í skatta, 100 fyrir selda þjón­ust­u), sam­tals 80ókr.

4) Ég get ákveðið mín útgjöld og skatta í ókr. nákvæm­lega eins og ég vil án þess að ótt­ast gjald­þrot í ókr: hví í ósköp­unum ætti ég að klikka á því að borga skuld­bind­ingu sem er í gjald­miðli sem ég gef út

Hins vegar get ég búið til verð­bólgu í hag­kerf­inu ef ég kaupi vörur og þjón­ustu sem ekki er hægt að fram­leiða meira af á þeim tíma: ef ég borg­aði t.d. Gunnu 101kr. á mán­uði fyrir að vaska upp myndi ég e.t.v. hækka verðið á hundalabbs­þjón­ustu í hag­kerf­inu, og búa til verð­bólgu, því Jón þyrfti þá að borga Gunnu 102ókr. fyrir að labba með Sám. En sú verð­bólga er ekki háð hall­anum á mínum rekstri heldur vegna þess að ég tók fram­leiðslu­getu í hag­kerf­inu og beindi henni annað (í upp­vask) en einka­geir­inn hafði ákveðið að væri best (í hundalabb). 

Ef Jón hefði hins vegar frá upp­hafi ekki viljað borgað Gunnu fyrir að fara út að labba með Sám hefði Gunna verið atvinnu­laus og þess vegna hefði ég getað borgað henni fyrir upp­vaskið án þess að eiga mikla hættu á að verð­bólga ykist í hag­kerf­inu í kjöl­far­ið. Magn fram­leiddrar þjón­ustu hefði ein­fald­lega auk­ist sam­hliða mínum halla­rekstri við það að ég réði Gunnu til að vaska upp úr því Jón vildi ekki ráða hana til að fara út að labba með Sám. 

Ég hefði því auð­veld­lega getað borgað Gunnu laun í ókr. fyrir upp­vask og komið meiru í verk á heim­il­inu með því að virkja alla mögu­lega fram­leiðslu­þætti (vinnu­afl) innan þess. En geta mín til að borga með ókr. fyrir það sem ég vil að sé fram­kvæmt á heim­il­inu án þess að hækka verð­lag í ókr. fer ekki eftir því hvort ég eigi ókr. eða hvort það sé halli á mínum ókr. rekstri í hverjum mán­uði heldur hvort að ein­hver sé laus og reiðu­búin til að fram­kvæma það sem ég vil að sé fram­kvæmt. Með öðrum orð­um: eru til aðföng? 

5)  Ég get líka búið til verð­hjöðnun í hag­kerf­inu með því að fjár­festa svo að fram­leiðslu­geta þess auk­ist til langs tíma. Segjum t.d. að ég borg­aði Gunnu, sem er þús­und­þjala­smiður þrátt fyrir að vera stundum löt á morgn­ana, 150ókr. fyrir að þróa og búa til róbot sem tekur til í her­bergj­un­um. Hún gerir það og ég skrifa niður á 15 snepla að þeir séu 10ókr. virði og afhendi henni sem fulln­að­ar­greiðslu. 

Ég rukk­aði ekk­ert í extra skatta á meðan því ég veit að ég get ekki orðið gjald­þrota í ókr. því ég er sá eini í öllum heim­inum sem gefur út ókr.: hall­inn á mínum rekstri s.s. versn­aði um 150ókr. meðan Gunna var að þróa róbot­inn. 

Nú sér róbot­inn um að þrífa her­bergin svo Jón og Gunna þurfa ekki að eyða tíma sínum í það (*hóst* betra vega­kerfi, betra heil­brigð­is­kerfi, fleiri rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efni *hóst*). Ég get þá ráðið Jón og Gunnu í að vökva blómin í stað­inn eða lækkað pabbaskatt­inn svo þau þurfi þá yfir höfuð að vinna minna til að eiga rétt á því að búa undir mínu þaki.

Ynni þau minna hefðu þau vit­an­lega meiri tíma til að yrkja ljóð, þróa bíla og lesa post-Key­nes­ian hag­fræði þar sem fólki er kennt hví grein­ar­mun­ur­inn á milli þeirra sem gefa út pen­inga og þeirra sem nota pen­inga er svona mik­il­vægur í stað­inn fyrir að lesa trölla­sögur um að nú verði að „sýna aðhald til að „lækka skuldir rík­is­sjóðs, „búa í hag­inn fyrir verri tíma og eiga „rými til lán­töku þegar þess verður þörf „enda engin leið að fjár­magna lof­orðin sem ný rík­is­stjórn hefur gefið út.

Ef rík­is­sjóður not­aði íslenska krónu væri allt þetta skyn­sam­legt. En rík­is­sjóður notar ekki íslenska krónu líkt og íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki: hann gefur hana út

Rétta spurn­ingin sem ný og kom­andi rík­is­stjórnir verða að spyrja sig er ekki „eigum við íslenskar krónur til að borga fyrir það sem viljum fram­kvæma?“ heldur „eru til aðföng, s.s. vinnu­afl og þekk­ing, til að fram­kvæma það sem við viljum fram­kvæma án þess að það valdi lang­vinni verð­bólg­u?“

Og eftir því sem ég best veit hefur ný rík­is­stjórn ekki svarað þeirri spurn­ingu. Svar óskast!

Greinin birt­ist fyrst á patre­on.com/olaf­ur­mar­geirs­son

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar