Jólin

Jón Gnarr segir að jólin séu hafin yfir öll trúarbrögð þótt sumir hópar reyni að eigna sér þau.

Auglýsing

Ég hef frá unga aldri velt fyrir mér mögu­legri til­vist æðri mátt­ar­valda og hvert sé eðli yfir­skil­vit­legra afla í alheim­in­um. Lífið er svo ótrú­lega skrít­ið, umfangs­mikið og flók­ið. Ég hef lesið fjölda bóka, kynnt mér trú­ar­brögð og heim­speki­kenn­ingar og rætt við máls­met­andi fólk sem hefur þekk­ingu á allíf­inu. 

Ég hef samt aldrei kom­ist að neinni ákveð­inni nið­ur­stöðu um þessi and­ans mál. Því dýpra sem maður kafar í þessu því flókn­ara verður allt. Hug­takið „trú” er gott dæmi. Hvað merkir það „að trú­a?” Er það ekki full­vissa um eitt­hvað sem maður veit ekk­ert um? Ég vil trúa því að það verði gaman á jól­un­um, ég fái bæði keðju­sög og pall­bíl í jóla­gjöf og eigi svo eftir að bæði hlæja mikið og sofa mik­ið. Ég vil líka trúa því að veðrið næsta sumar verði sögu­lega gott. Mér finnst við líka eiga það skilið eftir þær vetr­ar­hörkur sem yfir okkur hafa geng­ið. En ég veit ekk­ert um það. En ég vel að trúa því. Þannig bý ég mér til eitt­hvað til að hlakka til. Þetta er ákveðin trú. Vís­inda­menn á veð­ur­stofu Íslands gætu örugg­lega útskýrt þetta allt fyrir mér og jafn­vel full­vissað mig, með gildum rök­um, um að ekk­ert í veðr­inu núna eða hnatt­stöðu jarðar gefi vís­bend­ingu um að næsta sumar verði eitt­hvað sér­stak­lega gott. Mestar líkur eru á því að þau myndu segja eitt­hvað leið­in­legt eins og að mestar líkur séu á að það verði bara eins og í með­al­ári. Ég ætla ekk­ert að ræða við þau. Ég vil frekar trúa því að veðrið verði frá­bært heldur en vita að það verði það lík­lega ekki. Ég tek oft mína eigin upp­lifun fram yfir stað­reyndir þegar kemur að veðri. Stundum finnst mér veðrið leika við okkur og sögu­legir hitar ­geisa en les svo við­tal við veð­ur­fræð­ing sem segir að það sé alls ekki þannig og þetta sé bara eins og í með­al­ári og það hafi verið miklu betra veður 2005. Mér er bara alveg sama hvað hann seg­ir, mér fannst það öðru­vísi og með þeirri til­finn­ingu ætla ég að standa. 

Trú er því að mörg­u ­leyt­i „að­ferð til sjálfs­sefj­un­ar.” Maður kýs að trú­a ein­hverju ­vegna þess að það færir manni ákveðna til­finn­ingu eða líðan og hefur svo mót­andi áhrif á sam­skipti manns við annað fólk. Þegar annað fólk er að barma sér og kvarta yfir tíð­ar­far­inu núna þá get ég deilt með þeim full­vissu minni um hvað næsta sumar verður frá­bært. Það getur svo verið ákveðin gul­rót fyrir fólk til að sækja sér kraft­inn sem þarf í að skrölta út eldsnemma um morgun til að skafa gadd frosið rign­ing­ar­vatn af bíl­rúð­un­um. 

Auglýsing
Ég er að miklu ­leyt­i alin upp af guð­hræddri ömmu. Hún kenndi mér bænir og sagði mér að treysta Jesú og þá færi allt vel, það gerði hún sjálf. Mér fannst það ekk­ert sér­lega spenn­andi díll. Afi hafði fengið berkla og legið á Víf­ils­stöðum lengi. Á leið­inni aftur heim í Reyk­hóla­sveit­ina drukkn­aði hann á Breiða­firði. Og eins og veik­indi og dauðs­föll væru ekki nóg þá fékk amma gláku og byrj­aði að missa sjón­ina. Mér fannst amma hafa fulla ástæðu til að vera með­ ­upp­steyt og fýlu út í þennan Jesú og það lið allt sam­an. Mér fannst pabbi hans Guð líka sleppa heldur bil­lega, lauma sér í burtu og segja öllum að tala bara við Jesú. En amma valdi þetta. Hennar mesta til­hlökk­un­ar­efni var að fá að deyja. Hún var full­viss um að í eft­ir­líf­inu yrði allt betra hjá henni, hún mundi hitta afa og fá sjón­ina sína aft­ur. Þegar amma dó þá von­aði ég að henni hefði orðið að ósk sinni.

Mér er að mest­u ­leyt­i ­slétt sama hverju fólk vill trúa og hverju ekki. Ég reyni að virða þennan rétt fólks, nema helst þegar fólk fer að halda að þeirra trú sé á ein­hvern hátt merki­legri en trú ann­arra og fer jafn­vel að reyna að troða henni óboðið upp á mig. Verst er þegar að fólk er farið að trúa því að með því að fylga ein­hverjum sér­stökum lífs­reglum eða hug­mynda­fræði þá svífi það ein­hvern veg­inn upp fyrir annað fólk og verði bæði betra og merki­legra en aðrir og er ófeimið við að láta aðra vita af því. Það hefur alltaf farið í taug­arnar á mér. Skiptir þá engu máli hvort fólk telur sig eiga í sér­stak­lega nánu sam­bandi við Jesú frá Nasaret, fylgir ströngu og kjöt­lausu matar­æði, hefur ákveðna mennt­un, vald eða á meiri pen­inga en flestir aðr­ir. Fyrir mér eru þeir einu sem eiga rétt á því að vera settir á stall ofar öðrum, þeir sem hafa unni fyrir því með óeig­in­gjörnu starfi í þágu ann­arra. Og það eru þá yfir­leitt aðrir en þeir sjálfir sem setja sig á stall­inn. Ég hef lært það að ást er ekki til­finn­ing eða hug­ar­á­stand heldur fyrst og fremst gjörn­ing­ur. Ást verður ekki raun­veru­leg fyrr en maður gerir eitt­hvað gott fyrir ein­hvern ann­an. Ég hef líka lært að merki­leg­ustu störf í heimi eru þjón­ustu­störf. Þeir sem gera þjón­ustu að inn­taki allra sinna verka geta unnið við hvað sem er og mun yfir­leitt farn­ast vel.  

Jólin eru hátíð ljóss­ins, kær­leik­ans og von­ar­inn­ar. Frá örófi alda hefur fólk fagnað þessum tíma. Eftir myrka vetr­ar­mán­uði og kulda fer sólin aftur að hækka á lofti og dag­inn að lengja. Um jólin til­biðjum við hið yfir­skil­vit­lega. Þá ljúgum við því að börn­unum okkar að hópur eldri karla finn­ist vænt um þau og sé um­hug­að um þau, svo mikið að þeir læð­ist að svefn­her­berg­is­glugg­anum þeirra í skjóli nætur til að gefa þeim sæl­gæti eða leik­föng. Þessir menn eru ann­ars svo vafa­samir náungar að við myndum aldrei undir neinum öðrum kring­um­stæðum láta þá koma nálægt börn­unum okk­ar. En það er í lagi á jól­un­um. Þau eru líka tími krafta­verka og hugs­ana­lest­urs. Það er engin til­viljun að vin­sæl­ustu jóla­mynd­irnar fjalla um kær­leika, rétt­læti og þegar ein­hver fær eitt­hvað sem hann hafði óskað sér í leyni og eng­inn gat vitað neitt um. Og yfir­skil­vit­leg krafta­verk. 

Jólin eru hafin yfir öll trú­ar­brögð þótt sumir hópar hafi reynt að eigna sér þau. Meira að segja orðið sjálft er aftan úr grárri forn­eskju, svo gam­alt að eng­inn veit einu sinni hvað það þýð­ir. 

Lífið er krafta­verk. Við höfum ekki minnstu hug­mynd um hver við erum og af hverju við erum til. En við vitum að það er gott að gleðja og gefa. Það er satt sem Jesú ­sagði um að það væri sælla að gefa en þiggja. Og það er líka satt, sem Óðinn sagði að allt deyr og hverfur en orðstír þess sem er öðrum góður og hjálp­samur lifir og deyr aldrei.

Ég óska þér þess, les­andi góð­ur, að þú megir lifa þínu lífi öðrum til góðs og skapir þér góðan orðstír. Megi allar góðar vættir vera með þér en illar fjarri. Ég vona að þú þraukir vet­ur­inn þótt hann sé bæði kaldur og dimm­ur. Ég hef stað­festar heim­ildir fyrir því að næsta sumar eigi eftir að vera geð­veikt næs.

Megi þinn guð vera með þér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit