Auglýsing

Skýrslu um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla, sem mun inni­halda til­lögur um hvernig megi bæta það, verður kynnt á næst­unni. Nefndin sem vann skýrsl­una og til­lög­urnar var skipuð í upp­hafi árs og átti að skila af sér fyrir mörgum mán­uðum síð­an, en þau skil hafa ítrekað taf­ist.

­Málið hefur fengið aukið vægi í ljósi þess að í nýgerðum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er að finna póli­tíska stefnu hvað það varð­ar. Þar segir að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur muni bæta starfs­um­hverfi fjöl­miðla „m.a. með end­ur­skoðun á skatta­legu umhverfi þeirra.“

En hvað þýðir það? Hvaða skatta er hægt að end­ur­skoða og hvernig hjálpar sú end­ur­skoðun fjöl­miðl­um? Og það sem meira máli skipt­ir, hvaða áhrif mun það hafa á íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi?

Valdið miklum skaða

Það er nauð­syn­legt að setja þessar aðgerðir í sam­hengi við svipt­ingar í íslenskum fjöl­miðl­um, sem hafa verið miklar á síð­ustu miss­er­um. Það sem af er þessu ári hafa tvö stór fjöl­miðla­veldi orðið gjald­þrota, fyrst Frétta­tím­inn og svo Pressan í lið­inni viku. Bæði stund­uðu það að skila ekki opin­berum gjöld­um, stétt­ar­fé­lags- og líf­eyr­is­greiðslum starfs­manna yfir lengri tíma og komu sér þannig upp ólög­mætu sam­keppn­is­for­skoti gagn­vart þeim fjöl­miðlum sem reka sig heið­ar­lega og í sam­ræmi við lög. Þrot beggja hlaupa á hund­ruðum millj­óna króna án þess að mik­ið, eða eitt­hvað, fáist upp í kröf­ur. Á sama tíma hafa stærstu einka­reknu ljós­vaka­miðlar lands­ins runnið saman við fjar­skipta­fyr­ir­tæki, þar sem áherslan til lengri tíma virð­ist ætla fyrst og fremst að vera á afþr­ey­ingu, ekki gagn­rýna frétta­mennsku.

Auglýsing
Þá hafa stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins verið rekin á kostnað sér­hags­muna­afla árum sam­an, með millj­arða króna tapi. Þar eru aðrar for­sendur en rekstr­ar­legar sem ráða för í því að halda við­kom­andi miðlum í jafn umfangs­miklum rekstri og raun ber vitni.

Öll þessi fram­ganga hefur valdið miklum skaða á fjöl­miðlaum­hverf­inu.

Trump er víða

Orð­ræða um fjöl­miðla og til­gang þeirra, sér­stak­lega á flokkspóli­tískum for­send­um, hefur ekki síður verið skað­leg hér­lend­is. Á örfáum árum höfum við upp­lifað það að for­maður fjár­laga­nefndar bein­línis hót­aði að skera niður fjár­lög til RÚV vegna þess að henni mis­lík­aði frétta­flutn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins, á árunum 2013-2016 voru fjöl­miðlar ítrekað ásak­aðir um loft­árásir á sitj­andi valda­menn og voru skil­greindir sem óvinir ráð­andi afla af þeim sjálf­um. Bjarni Bene­dikts­son skrif­aði á Face­book fyrir rúmu ári að íslenskir fjöl­miðlar væru „lítið annað en skel, umgjörð utan um starf­semi þar sem hver fer fram á eigin for­send­um.“ Í umræðum á Alþingi í kjöl­farið sagði hann að það væri sín upp­­lifun að fjöl­miðlar á Íslandi ræktu ekki aðhalds­­hlut­verk sitt.

Eftir síð­ustu kosn­ingar ákvað hann að kenna fjöl­miðl­um, að minnsta kosti að hluta, um hversu slæm orð­ræðan á Íslandi væri orðin vegna þess að þeir „elski skandala“. Það væri sem sagt ekki þeir sem fram­kvæmdu „skandal­ana“ sem væru ábyrgir, heldur þeir sem opin­ber­uðu þá.

Þessi orð­ræða er í takt við það sem er að gera á öðrum stað í heim­in­um, Banda­ríkj­un­um. For­seti þess lands ásak­aði frjálsa og gagn­rýna fjöl­miðla þar í landi um að vera óvinir almenn­ings snemma á þessu ári. Það heilaga stríð hans hefur síðan magn­ast upp dag frá degi. Það er rétt að muna að þar fer maður sem lýgur nær dag­lega í starfi, og finnst ekk­ert athuga­vert við það.

Gagn­rýni Trump og gagn­rýni stjórn­mála­manna hér­lend­is, og fylgitungla þeirra, bygg­ist sjaldn­ast á efn­is­legu inni­haldi. Hún byggir á sam­sær­is­kenn­ingum eða órök­studdum full­yrð­ingum og til­finn­ingum sem stang­ast oftar en ekki á við stað­reynd­ir.

Til­gang­ur­inn er að hemja frjálsa fjöl­miðlun og stýra umræðu. Eða að minnsta kosti væng­stýfa hana.

Inni­stæðu­lausar hót­anir og lög­bann

Þessi aðför að íslensku fjöl­miðla­frelsi, og hlut­verki virkra gagn­rýnna fjöl­miðla fyrir virkt lýð­ræði, tók á sig sína skugga­leg­ustu mynd á síð­ustu vik­unum fyrir kosn­ing­ar. Þá gerð­ist tvennt.

Í fyrsta lagi var sett lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar upp úr gögnum Glitnis sem gerði það að verkum að mið­ill­inn gat ekki skrifað fleiri fréttir uppúr þeim í aðdrag­anda kosn­inga. Stundin hafði, líkt og hún hefur oft áður haft, ein­blínt á umfjöllun um fjár­mál þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og fjöl­skyldu hans. Það er alveg eðli­legt að hafa skoðun á þeim fók­us, en það dregur ekki úr rétti mið­ils­ins til að segja fréttir sem byggja á gögn­um. Les­and­inn dæmir svo þær fréttir út frá sinni upp­lif­un.

Það er stór­merki­legt, og raunar ótrú­legt, að ekki var kraf­ist lög­banns yfir öðrum miðlum sem birtu fréttir upp úr sömu gögnum þar sem umfjöll­un­ar­efnið var ann­að. T.d. Kjarn­anum sem hefur að því er virð­ist sömu, eða að minnsta kosti sam­bæri­leg, gögn undir höndum og Stundin og hefur birt fréttir úr þeim. Lög­bann á umfjöllun fjöl­mið­ils í aðdrag­anda kosn­inga er stór­kost­lega alvar­legt mál. Í því felst rit­skoð­un. Og rökin sem Glitnir hefur beitt fyrir sig í því máli eru sér­tæk gagn­vart Stund­inni, ekki almenn.

Í öðru lagi hót­aði fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, því að stefna þremur fjöl­miðlum eftir kosn­­ingar vegna umfjöll­unar um Wintris-­­mál­ið. Kjarn­inn var aug­­ljós­­lega einn þeirra miðla. Umfjöll­unin var sönn, byggði á opin­berum gögnum og er óhrekj­an­leg, enda hefur Sig­mundur Davíð aldrei gert efn­is­­lega athuga­­semd við í frétta­­flutn­ingi Kjarn­ans um Wintris-­­mál­ið.

Þrátt fyrir að tæp­lega tveir og hálfur mán­uður sé lið­inn frá því að hótun fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem er sterk­efn­aður og hefur nægt bol­magn til að ráð­ast í til­hæfu­lausar mál­sóknir án mik­illa fjár­hags­legra afleið­inga, var sett fram í Morg­un­blað­inu þá bólar ekk­ert á máls­höfðun hans. Enda ekki hægt að stefna fjöl­miðlum fyrir að segja satt. Að minnsta kosti ekki með neinum árangri. Til­gangur hans með hót­un­inni hefur því verið ann­ar. Þessi hótun er ein alvar­leg­asta aðför að frjálsri lýð­ræð­is­legri umræðu sem sett hefur verið fram hér­lend­is.

Svo það sé sagt þá felst ekki í ofan­greindu sú skyn­villa að íslenskir fjöl­miðlar geri ekki mis­tök. Þau gera þeir svo sann­ar­lega. Þegar mis­tök eru gerð þá þarf að við­ur­kenna þau, reyna að bæta fyrir þau með skýrri upp­lýs­inga­gjöf og læra af þeim. Flestir íslenskir fjöl­miðlar virð­ast hafa það að leið­ar­ljósi. Þannig er því að minnsta kosti háttað á Kjarn­an­um.

For­set­inn og brest­ur­inn

For­seti Íslands gerði þjóð­fé­lags­um­ræð­una að umræðu­efni í ræðu sinni við setn­ingu Alþingis í gær.

Hann gagn­rýndi þar harka­lega nafn­lausan áróð­ur, þar sem fylg­is­menn ákveð­inna flokka réð­ust með lyg­um, hálf­sann­leik og dylgjum á bæði póli­tíska and­stæð­inga og fjöl­miðla, án þess að for­svars­menn þeirra flokka sem nutu góðs að óhróðr­inum gerðu neitt til að for­dæma athæf­ið. For­set­inn sagði: „viljum við að mikið beri á aug­lýs­ing­um, skömmum og útúr­snún­ingi sem eng­inn þorir að gang­ast við? Viljum við að á vett­vangi fjöl­miðla verði skilin óskýr á milli frétta og áróð­urs, milli stað­reynda og skoð­ana þess sem flytur þær? Lengi hefur þótt lít­il­mann­legt í okkar sam­fé­lagi að vega úr laun­sátri, að villa á sér heim­ild­ir[...]Víða um heim gætir auk­ins uggs vegna þeirra áhrifa sem sam­fé­lags­miðl­ar, upp­lýs­inga­veitur og óprút­tnir val­hafar geta haft á skoð­anir fólks, skoð­anir fjöld­ans. Ýmsir ótt­ast að sífellt fleiri fest­ist í fjötrum for­dóma og falskra frétta, ger­ist þráir og for­hert­ir, frekar en að njóta þess frelsis sem felst í að kynn­ast fjöl­breyttum hug­myndum og ólíkum sjón­ar­mið­u­m.“

Auglýsing
Í ræðu sinni komst Guðni Th. Jóhann­es­son nokkuð nærri kjarna vanda­máls­ins sem fjöl­miðlar glíma við. Nei­kvæðu áhrif sam­fé­lags­miðla á fjöl­miðla og þau óskýru mörk sem verða á milli stað­reynda og áróð­urs eða skoð­ana.

Það er mark­aðs­brestur til staðar fyrir íslenska fjöl­miðla. Hann felst í því að í dag fer feiki­lega stór hluti af neyslu á þeim fram í gegnum sam­fé­lags­miðla. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það stað­an. Nær allir lands­menn eru á Face­book og fjöl­miðla­notkun þeirra stýr­ist að stóru leyti af því sem Face­book- straum­ur­inn sýn­ist þeim.

Svo það sé sagt þá hefur þessi þróun jákvæðar hliðar fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu. Hún gerir það að verkum að það er hægt að stofna fjöl­miðil eins og t.d. Kjarn­ann án þess að leggja út í kostn­að­ar­sama fjár­fest­ingu í t.d, prentun og dreif­ingu eða í bún­aði til að búa til ljós­vaka­efni. Birt­ing efn­is­ins fer ein­fald­lega fram á vef­síðu mið­il­is­ins og deif­ing­ar­píp­urnar eru m.a. sam­fé­lags­miðl­arn­ir.

Þá hafa hlið­verðir umræð­unnar verið fjar­lægð­ir. Fjöl­miðlaum­hverfið virkar ekki lengur þannig að hand­­fylli hlið­varða í rit­­stjóra­stólum með rík póli­­tísk tengsl geti stýrt því hvað verð­s­­kuldi umræðu og hvað ekki. Með til­­komu sam­­fé­lags­miðla, inter­nets­ins og snjall­síma eru allir sem vilja þátt­tak­endur í umræð­unni og geta nálg­­ast upp­­lýs­ingar til að móta sér skoð­­anir sjálfir, í stað þess að vera fóðraðir af slíkum af gömlu hlið­vörð­unum og stjórn­­­mála­­mönn­­um.

Menn­ing­ar­bylt­ingar á borð við þá sem nú stendur yfir vegna kyn­bund­ins ofbeldis gagn­vart kon­um, og kerf­is­lægri vald­níðslu karla gegn þeim, gætu aldrei átt sér stað nema vegna þess sam­taka­máttar sem hægt er að virkja í gegnum sam­fé­lags­miðla.

Óljóst hvað stjórn­völd ætla sér

En það eru líka nei­kvæðar hliðar á þess­ari þró­un, og þær eru sífellt að verða ógn­væn­legri. Það má í raun færa rök fyrir því að helsta ógnin sem steðjar að lýð­ræð­is­legri umræðu sé veik­ing hefð­bund­inna fjöl­miðla og síaukun áhrif sam­fé­lags­miðla á borð við Face­book. Þau áhrif eru ekki ein­ungis bundin við miðlun fals­frétta og áróð­urs sem bland­ast saman við rétt unnið fjöl­miðla­efni, heldur líka rekstr­ar­leg.

Miðlar eins og Face­book, Google og Youtube, sem neita að skil­greina sig sem fjöl­miðla né við­ur­kenna að þeir hafi stór­kost­legt dag­skrár­vald, taka til sín sífellt stærri sneið af aug­lýs­inga­tekjum hér­lend­is. Aug­lýs­inga­tekjur íslenskra fjöl­miðla árið 2015 voru helm­ingi minni en þær voru að raun­virði árið 2007, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands.

Þessir aðilar hagn­ast á fram­leiðslu íslenskra fjöl­miðla á frétta­efni. Það dregur not­endur í straum­inn þeirra. Þeir rukka hins vegar fjöl­miðl­anna sem fram­leiða það efni fyrir aðgang, í stað þess að greiða fyrir efn­ið. Þeir mega aug­lýsa vörur sem bannað er að aug­lýsa á Íslandi með lög­um, eins og áfengi og veð­mála­fyr­ir­tæki. Og þeir borga enga skatta af þeim tekjum sem þeir afla á Íslandi. Í þessu er mark­aðs­brest­ur­inn fólg­in.

Það er mjög óljóst hvað stjórn­völd ætla sér að gera til að takast á við þá stöðu sem er uppi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Stjórn­ar­sátt­mál­inn segir lítið annað en að það eigi að end­ur­skoða skatta­legt umhverfi þeirra. Hér á neðan má sjá tvo af þremur leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar takast á um fjöl­miðla á Alþingi fyrir rúmu ári. Erfitt er að lesa í hver stefna þeirra í mála­flokknum er.



Æski­legt væri að stjórn­völd myndu nálg­ast málið út frá þeim mark­aðs­bresti sem greint er frá hér að ofan. Þ.e. bæði með því að skerpa lagaum­hverfið og eft­ir­fylgni með fram­kvæmd þeirra þannig að fjöl­miðlar í sam­keppni geti ekki falið áhrifa­vald eða tekið þátt í sam­keppn­is­rekstri með ólög­mætum hætti árum sam­an, og með því að nálg­ast þann brest sem skatt­frjáls hlut­deild alþjóð­legra sam­fé­lags­miðla í fyrri tekjum íslenskra fjöl­miðla hefur skap­að.

Það þyrfti að ger­ast á jafn­ræð­is­grund­velli þannig að greiðslur yrðu ekki hlut­falls­leg­ar, heldur tak­mark­aðar við ákveðið árlegt hámark á ári, líkt og gert er t.d. í end­ur­greiðslum vegna rann­sókna og þró­un­ar. Allir sem myndu upp­fylla sett skil­yrði gætu fengið greitt upp að því þaki. Svo í fram­tíð­inni, þegar ríkið væri farið að inn­heimta virð­is­auka­skatt af alþjóð­legum fjöl­miðl­u­m/­sam­fé­lags­miðlum sem hafa tekjur í íslensku hag­kerfi, þá væri hægt að nýta það fjár­magn til að greiða fyrir mark­aðs­brest­inn.

Að þessu sögðu þá kennir reynslan okkur að treysta ekki á stjórn­mála­menn til að leysa vanda fjöl­miðla. Það hefur enda ekk­ert verið gert til þess á ára­tug sem verður að skil­grein­ast sem mesta breyt­ing­ar­tíma­bil í fjöl­miðla­sög­unni. Að minnsta kosti hingað til.

Þótt rekstr­ar­um­hverfið sé erfitt þá hefur Kjarn­anum til að mynda tek­ist að ná jafn­vægi í sínum rekstri. Það hefur kostað blóð svita og tár en með feiki­legum stuðn­ingi ykk­ar, les­enda okk­ar, er rekstur okkar orð­inn sjálf­bær. Og okkur hefur tek­ist að styrkja starf­sem­ina jafnt og þétt eftir því sem stuðn­ing­ur­inn hefur auk­ist.

Við erum stolt af því að hafa aldrei tekið ólög­leg lán í opin­berum gjöld­um, aldrei tekið banka­lán, aldrei falið eign­ar­hald, alltaf gert upp við alla á réttum tíma og rekið mjög ábyrgan rekstur þar sem sveiflur hafa verið teknar út í gegnum laun stjórn­enda.

Takk fyrir okk­ur. Hægt er að ger­ast stuðn­ings­maður Kjarn­ans hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari