Jól fyrir alla (sem vilja)

Óli Gneisti Sóleyjarson svarar grein Gunnars Jóhannessonar og heiðin jól og menningarlegt niðurrif kristinnar trúar.

Auglýsing
Af lestri greinar Gunn­ars Jóhann­es­sonar „Heiðin jól og menn­ing­ar­legt nið­ur­rif krist­innar trú­ar" mætti halda að með því að benda á heið­inn upp­runa jól­anna sé verið að ráð­ast á kristni. Það er und­ar­leg­ur skiln­ingur því yfir­leitt er bent á heið­inn upp­runa jól­anna þeg­ar kristið fólk reynir að eigna sér þau algjör­lega.

Sjón­ar­horn Gunn­ars í grein­inni virð­ist vera að yfir­taka kristn­innar á jól­unum sé til marks um ein­hvers konar virð­ingu kristn­innar fyrir

stað­bund­inni menn­ingu. Það er því við hæfi að skoða aðeins sög­una sem liggur þarna á bak við.

Í bréfi Gregor­í­usar páfa hins fyrsta (590-604) til ábót­ans Mellitus­ar er að finna mjög áhuga­verð fyr­ir­mæli um hvernig skuli standa að því að

kristna heið­ingja. Sam­kvæmt þeim á ekki að leggja niður hátíðir þeirra heldur tengja þær við kristna písl­ar­votta. Þetta er her­bragð í

kristni­boði. Við sjáum sömu hug­mynd í skrif­um Beda prests sem talar um það hvernig mán­uður gyðj­unn­ar Eostre var breytt í páska­mán­uð. Þegar við lesum Hákonar sögu Aðal­steins­fóstra í þessu ljósi er ljóst

að Nor­egs­kon­ung­ur­inn Hákon ætl­aði að nota sama her­bragð til að kristna hin heiðnu jól. Fyrsta skref kon­ungs var að fyr­ir­skipa að jólin skuli halda þann dag sem kristnir héldu sína Krists­messu. Þetta gekk ágæt­lega hjá honum en þegar hann ætl­aði að ganga lengra í kristni­boði sínu fór verr. Hákon var tek­inn fyrir á jóla­blóti og lát­inn borða hrossa­kjöt. Hann varð „all­ókát­ur" með þetta.

Það er áhuga­vert að í sög­unni af Hákoni þá fáum við einmitt upp í hend­urnar dæmi um hvernig kristin kirkja reyndi að eyði­leggja

stað­bundna menn­ingu þvert á stað­hæf­ingar Gunn­ars. Hákon fúlsar við hrossa­kjöti og þegar kristnir menn urðu nógu valda­miklir þá bönn­uðu þeir hrossa­kjötsát og bannið stóð í gegnum ald­irnar þrátt fyrir hungur

lands­manna. Ástæð­una fyrir bann­inu var ekki að finna í Bibl­í­unni heldur ein­göngu í þeirri stað­reynd að þessi siður var tengdur heiðni.

Auglýsing

Sam­kvæmt Gunn­ari er hið sér­-kristna inn­ta­kjól­anna mey­f­æð­ing­in. Ég játa að það kemur mér nokkuð á óvart enda hélt ég að prestar væru hættir að þora að tala um mey­f­æð­ing­una. Gunnar spyr síðan hvort

heið­inn upp­runi jóla þýði „að Jesús fædd­ist ekki í Bet­lehem?" Svar­ið er auð­vitað nei, það teng­ist heiðnum jólum ekki neitt. Það eru

rann­sóknir á upp­runa texta Nýja testa­ment­is­ins sem benda til þess að

sagan af fæð­ingu Jesú í Bet­lehem sé seinni tíma við­bót ætluð til að tengja hann við spá­dóma úr Gamla testa­ment­inu. Það var alla­vega það sem ég lærði þegar ég nam sam­tíð­ar­sögu og inn­gangs­fræði Nýja

testa­ment­is­ins í Guð­fræði­deild Háskóla Íslands. Prestar eru greini­lega gjarnir á að gleyma slíkum lex­íum þegar þeim hent­ar.

Jóla­kveðjur til þeirra sem þær vilja þiggja.

Höf­undur er þjóð­fræð­ing­ur.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar