Daginn eftir byltinguna

Þingflokksformaður Viðreisnar skrifar um stjórnmálin á árinu 2017 og komandi nýtt ár.

Auglýsing

„Jafn­vel hinn rót­tæk­asti bylt­ing­ar­maður verður íhalds­maður dag­inn eftir bylt­ing­una.” Þessi frægu orð Hönnu Arendt eiga vel við í póli­tísku upp­gjöri árs­ins 2017.  En þótt ýmis­legt hafi á dag­ana drifið í póli­tík á Íslandi á árinu 2017 má telja víst að árs­ins verður ekki síst minnst fyrir #MeToo og #Höf­um­Hátt bylt­ing­arn­ar.  

Konur stigu fram og gáfu bolt­ann. Alda­löng þöggun um kyn­ferð­is­legt áreiti, vald­beit­ingu og ofbeldi var dregið fram í dags­ljós­ið. Nú er það okkar allra að grípa og beita okkur fyrir bættri menn­ingu og auk­inni virð­ingu. Þannig verður sam­fé­lagið betra fyrir alla, konur og karla.

Íslenskt sam­fé­lag þarf að skipa sér í lið með þolend­um, halda umræð­unni á lofti og kalla hlut­ina réttu nafni, hversu óþægi­leg sem slík nafla­skoðun kann að vera. Kyn­ferð­is­legt áreiti og kyn­ferð­is­legt ofbeldi er ein­fald­lega áreiti og ofbeldi sem á að vera óvel­komið í sam­fé­lagi okk­ar, alltaf og alls stað­ar. Og ef árið 2017 færir okkur slík tíma­mót, þá var það frá­bært ár.

Auglýsing

Að slá nýjan tón

Bylt­ing­arnar snertu flest svið sam­fé­lags­ins og stjórn­málin eru þar ekki und­an­skil­in. #Höf­um­Hátt felldi enda rík­is­stjórn á árinu. Leynd­ar­hyggja yrði ekki lengur liðin í stjórn­mál­un­um. Tími nýrra stjórn­mála, sem boðuð hafa verið frá hruni, virt­ist kom­inn. Kosið var ein­ungis ári eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Beðið var með eft­ir­vænt­ingu eftir breyt­ing­um. Það verður þó að segja eins og er að nið­ur­staða kosn­ing­anna var ekki mjög afger­andi.

Stjórn­ar­sátt­máli rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar, sem birtur var 1. des­em­ber sl., hefst á þessum orð­um: „Í nýrri rík­is­stjórn munu flokkar sem spanna hið póli­tíska lit­róf allt frá vinstri til hægri freista þess að slá nýjan tón.“  Þessi orð vekja bæði athygli og vænt­ing­ar.

Verður sleg­inn nýr tónn í afstöðu þess­ara þriggja íhalds­flokka um frek­ari greiðslur stór­út­gerða til íslensks almenn­ings fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind­inni? Eða rennur sá arður sem þar skap­ast að mestu leyti áfram í vasa örfárra?

Verður sleg­inn nýr tónn í afstöðu þess­ara þriggja íhalds­flokka til hags­muna íslenskra neyt­enda þegar kemur að land­bún­að­ar­mál­um? Eða verður haldið í forn­eskju­legt kerfi, sem tekur ekk­ert mið af breyttum aðstæðum og gagn­ast fyrst og fremst fáeinum útvöld­um?

Verður sleg­inn nýr tónn í afstöðu þess­ara þriggja íhalds­flokka til gjald­mið­ils­mála? Eða verður þar áfram­hald­andi sam­staða um að láta íslensk fyr­ir­tæki og heim­ili bera  kostn­að­inn af hinum sveiflu­kennda örgjald­miðli okk­ar?

Að lokum en þó umfram allt, verður sleg­inn nýr tónn í stjórn­mála­um­ræð­una?

Aukin útgjöld og hvað svo?

Rík­is­stjórnin nýja tekur við góðu búi. Flest hefur gengið okkur Íslend­ingum í hag­inn í efna­hags­stjórn und­an­far­inna ára og fjár­hagur hins opin­bera hefur notið góðs af því. Tæki­færin til breyt­inga hafa sjaldan verið aug­ljós­ari. Það eru því ákveðin von­brigði að sjá að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar ætla að losa tökin á rík­is­fjár­mál­un­um, með til­heyr­andi áhættu fyrir almenn­ing og atvinnu­líf­ið. Og ekki ætla flokk­arnir þrír að fylgja aukn­ingu rík­is­út­gjalda eftir með kröfum um bæði skýra stefnu og skyn­sam­lega nýt­ingu þeirra útgjalda. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er að minnsta kosti ekki að finna vís­bend­ingar um for­gangs­röðun og árang­urs­mæli­kvarða. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af því að átaka- og ákvarð­ana­fælin stjórn­völd freist­ist til að kaupa sér skamm­tíma­frið en ráði ekki við að ná póli­tískri sam­stöðu um hvernig best sé að nýta fjármagn­ið.

Ef svo fer sem horfir er hætt við að rík­is­stjórnin sitji uppi með þá arf­leifð að hafa hleypt efna­hags­legum stöð­ug­leika í upp­nám fyrir skamm­tíma­hags­muni sína.  Ljósið í myrkr­inu er að skiln­ingur fag­fólks, til dæmis í heil­brigð­is- og mennta­mál­um, virð­ist mik­ill á mik­il­vægi þess að fjár­magni fylgi kröfur um skýra stefnu og skil­virka fram­kvæmd. Von­andi bera stjórn­völd gæfu til að hlusta á þær radd­ir.

Við í  Við­reisn erum reiðu­búin til þess að leggja okkur fram um bætt vinnu­brögð og að koma öllum málum sem til fram­fara horfa áfram í þing­inu. Við viljum nýja nálgun og aðferð­ir.

Við erum til­bú­in. Við ætlum ekki að breyt­ast í íhalds­menn dag­inn eftir bylt­ing­una.

Ég óska stjórn­völdum vel­farn­aðar og lands­mönnum öllum gleði og gæfu á nýju ári. Megi bylt­ingin lifa #MeToo

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar