Hugsa þarf vel um þá sem höllum fæti standa

Formaður þingflokks Flokks fólksins segir ríkisstjórnina þurfa að gera meira fyrir fátæka.

Auglýsing

Við ára­mót ber hæst á stjórn­mála­vett­vangi myndun nýrrar rík­is­stjórnar undir lok árs­ins með flokkum sem ekki hafa áður staðið saman með þeim hætti. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur er óskað vel­farn­aðar og hún verður studd til góðra verka. Hins vegar veldur von­brigðum að ný rík­is­stjórn skuli ekki nýta ein­hverja mestu upp­sveiflu í manna minnum til að stíga mark­verð skref til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í land­inu.

Eng­inn velk­ist í vafa um hverjir það eru sem standa höllum fæti í íslensku sam­fé­lagi. Þetta eru hópar aldr­aðra og öryrkja — en þessir hópar eru sem kunn­ugt er aldrei nefndir öðru­vísi en að orðið skerð­ingar fylgi með — barna­fjöl­skyldur með lágar tekjur og almennt verka­fólk. Þessum hópum ber að tryggja við­un­andi lífs­kjör í stað sífelldra skerð­inga og afar­kosta eins og nú eru uppi.

Nýrri rík­is­stjórn er óskað vel­farn­að­ar, en það sker í augu í sátt­mála hennar og stefnu­ræðu að metn­aður hennar til að bæta kjör þess­ara þjóð­fé­lags­hópa sýn­ist hóf­legur svo ekki sé sterkar að orði kveð­ið.

Auglýsing

Frí­tekju­markið setti svip sinn á nýliðna kosn­inga­bar­áttu þar sem Flokkur fólks­ins tók fyrstur upp málið og aðrir fylgdu á eft­ir. Samt á ekki að hækka frí­tekju­markið úr hinum alræmdu 25 þús. kr. í nema 100 þús. kr., sem nær ekki því sem það var fyrir ári. Nýleg skýrsla gerð fyrir Félag eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni styður þá stefnu sem við höfum boðað að óhætt sé og rétt að ganga mun lengra í þessum efnum en rík­is­stjórnin áform­ar. Mál­efni öryrkja, sem allir vita að hafa setið eftir eiga að fara í nefnd eins og und­an­gengin ár. Í heim­sókn á Alþingi á þing­setn­ing­ar­degi kom glöggt fram af hálfu for­ystu­manna Öryrkja­banda­lags­ins rétt­lát reiði þeirra og von­brigði. Rík­is­stjórnin verður að gera betur en hún boðar í mál­efnum öryrkja.

Enn annað dæmi um áber­andi skort á metn­aði er hús­næð­isliður vísi­töl­unn­ar. Meðan almennt verð­lag eins og það er mælt af Hag­stofu Íslands hefur farið lækk­andi á umliðnum miss­erum hefur þessi hús­næð­isliður hækkað veru­lega, sum­part vegna stefnu meiri hluta í borg­ar­stjórn Reykja­víkur sem ein­kenn­ist af lóða­skorti og til­heyr­andi hækkun á fast­eigna- og leigu­verði. Þetta rekur sig gegnum hús­næð­islið­inn og hefur valdið til­flutn­ingi á verð­mætum frá heim­ilum lands­manna til fjár­mála­stofn­ana og skaðað hús­næð­is­kaup­endur og leigu­taka. Þessar fjár­hæðir sem lagðar eru með þessum hætti á heim­ilin hlaupa á tugum millj­arða og svara til verð­mætis alls þorskafla úr sjó á hverju ári und­an­farin ár. Vanda­málið er við­ur­kennt í stjórn­ar­sátt­mála hinnar nýju rík­is­stjórnar en stór­hugur hennar í mál­inu reyn­ist ekki meiri en svo að hún segir að hefja eigi skoðun á þessum hús­næð­islið. Engar aðgerðir eru boð­aðar til að fella þennan lið brott en látið duga að hefja skoð­un.

Þessi örfáu dæmi sýna, að rík­is­stjórnin þarf á aðhaldi að halda og virkri stjórn­ar­and­stöðu. Við munum ekki draga af okkur í því efni.

Vana­hugsun hefur leitt til and­vara­leysis þegar kemur að jafn­vægi í rík­is­fjár­málum og stöð­ug­leika í fjár­mál­um. Hvers virði er jafn­vægi í rík­is­bú­skapnum sem felur í sér að grunn­stoðir sam­fé­lags­ins eins og heil­brigð­is- og mennta­mál séu í fjársvelti? Hvers konar jafn­vægi er það sem reist er á að rík­is­sjóður kom­ist ekki af nema skatt­leggja tekjur sem ekki duga fyrir nauð­þurft­um? Nýleg skýrsla Alþýðu­sam­bands Íslands frá því í sumar sýnir svart á hvítu að per­sónu­af­sláttur hefur ekki fylgt launa­þróun með þeim afleið­ingum að fjög­urra manna fjöl­skylda með lágar tekjur býr við ráð­stöf­un­ar­tekjur sem eru vel á annað hund­rað þús­und krónum lægri á mán­uði en ef per­sónu­af­slátt­ur­inn hefði tekið hækk­unum í sam­ræmi við launa­þró­un.

Hvers virði er fjár­mála­stöð­ug­leiki af því tagi sem felur í sér að þús­undir íslenskra for­eldra séu rekin út af heim­ilum sínum leið­andi börn sín sér við hönd eins og gerst hefur með ömur­legum afleið­ingum fyrir heilsu barn­anna og vel­ferð. Nýleg saga í þessum efnum er smán­ar­blettur sem ekki má end­ur­taka sig.

Bjóða ber vel­komnar heim þær þús­undir Íslend­inga sem flæmst hafa af landi brott og búa á erlendri grundu. Við verðum að gera betur en bjóða þessu fólki í ískaldan náð­ar­faðm verð­trygg­ing­ar­inn­ar, heima­til­bú­ins fyr­ir­komu­lags án erlendra fyr­ir­mynda sem stappar nærri að svipta fólk fjár­hags­legu sjálf­stæði, svo víð­tækar skuld­bind­ingar sem hún leggur á lán­taka gagn­vart mun sterk­ari aðila sem lán­veit­and­inn jafnan er.

Lítið ber á því í nýju fjár­laga­frum­varpi að rík­is­stjórnin hygg­ist efla lög­gæslu í land­inu þó að í stjórn­ar­sátt­mál­anum sé talað um öfl­uga lög­gæslu. Stað­reyndin er sú að lög­gæslan hefur búið við fækkun lög­reglu­manna frá því löngu fyrir hrun og það á sama tíma og lands­mönnum hefur fjölgað og komur ferða­manna til lands­ins hafa marg­fald­ast. Þá er áber­andi hve hlutur lög­gæsl­unnar úti á landi er fyrir borð bor­inn. Flokkur fólks­ins mun fylgj­ast vel með mál­efnum lög­regl­unnar enda er öryggi borg­ar­anna frum­skil­yrði í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi nútím­ans.

Rík­is­stjórnin dauf­heyr­ist við áskor­unum um að end­ur­meta stað­ar­val nýs þjóð­ar­sjúkra­húss. Stað­setn­ing við Hring­braut er reist á úreltum for­sendum um bygg­ing­ar­magn og aðkomu­leið­ir, gerir ráð fyrir þunga­flutn­ingum um íbúð­ar­götur og að nýjar bygg­ingar teng­ist húsum þjök­uðum af raka og myglu. Bygg­ing spít­ala nær miðju höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins væri án efa mun ódýr­ari og hent­ugri kost­ur. En spít­al­inn er full­fjár­magn­aður og und­ir­bún­ingur virð­ist þykja of langur og kostn­að­ar­samur til að stað­setn­ingu hans megi end­ur­meta. Full­fjár­mögnuð mis­tök gæti verið yfir­skrift þessa verk­efnis þegar þjóð­inni ríður á að fá vel heppnað sjúkra­hús á besta stað með greiðum aðkomu­leið­um.

Á kom­andi ári verður minnst hund­rað ára full­veldis Íslend­inga. Mik­il­vægt er að vel tak­ist til á þessum mik­il­vægu tíma­mótum í sögu þjóð­ar­inn­ar.

Lands­mönnum öllum óska ég gleði­legra jóla og far­sældar á nýju ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar