Þarf Ísland tæknistjóra?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um tækniskuld hins opinbera og veltir því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að brjóta upp núverandi kerfi og byrja upp á nýtt.

Auglýsing

Ef ég skil það rétt eru upp­lýs­inga­tækni­mál rík­is­ins er á herðum tveggja ráðu­neyta, inn­an­rík­is- og fjár­mála­ráðu­neytis og ég tel það nokkuð öruggt að ábyrgð hvors ráðu­neytis um sig sé ekki alveg á hreinu.

Svokölluð tækni­skuld er í gangi hjá hinu opin­bera og að mínu mati erum við enn að díla við síð­ustu tækni­bylt­ingu, mobile bylt­ing­una, þegar kemur að opin­berri þjón­ustu. Erum lítið búin að sjálf­virkni­væða ef frá er talin skatt­skýrslu­gerð.

Star­fræn og sjálf­virk þjón­usta við þá sem búa hér á landi virð­ist ekki fá mik­inn fókus og eng­inn er í raun með ábyrgð­ina á því að horfa á þetta heild­rænt fyrir Ísland, svo vitað sé.

Auglýsing

Það þarf að setja fjár­muni í að sjálf­virkni­væða þjón­ustu hins opin­bera og ég er full­viss um að það muni skila sér marg­falt til baka, því stytt­ing ferla og tíma­sparn­aður er mik­ill. Hér þarf að eiga sér stað ein­hvers konar umbylt­ing á opin­berri þjón­ustu svo það haldi áfram að vera gott að búa hér á landi.

Ef ég hef lært eitt­hvað á und­an­förnum árum þá er það þannig að stundum þarf bara að hætta og byrja upp á nýtt, brjóta upp, umbylta, fá inn nýtt fólk og fá nýtt fólk til sam­starfs. Mín reynsla er sú að þegar maður brýtur upp og býr til nýja umgjörð fer fólk á tærnar og byrjar að elska vinn­una sína upp á nýtt, sér ný tæki­færi, fer að hugsa skap­andi og gerir allt til að leysa þau vanda­mál sem eru til stað­ar, sam­an.

Við þurfum hugs­an­lega að sleppa úr mobile-væð­ing­unni hvað varðar opin­bera þjón­ustu og fara beint í það sem fjórða iðn­bylt­ingin býður upp á.

Við getum horft til ann­arra landa. NY borg að gera hrika­lega flotta hlut­i — ­fær borg­ar­ana til sam­starfs. Þeir átta sig á að tæknin getur aðstoðað við að búa til betra sam­fé­lag og til að und­ir­strika það réðu þeir sinn eig­inn CTO (chief of technology officer). Eist­land er líka að gera mjög flotta hluti með e-res­idency, svo eftir er tek­ið. Norð­ur­löndin eru líka að gera góða hluti, Canada o.fl. Er það nokkuð svo galið að Ísland fengi sinn eig­inn tækni­stjóra?

Að minnsta kosti er lyk­ill­inn að vel­gengni í staf­rænni opin­berri þjón­ustu að fá borg­ar­ana og fyr­ir­tækin til sam­starfs. Það er algjör­lega kom­inn tími á að brjóta upp núver­andi kerfi og byrja svo­lítið upp á nýtt. Hér eru nokkrar til­lög­ur.

  1. Setjum alvöru fókus á tækni­væð­ing­u/­sjálf­virkni­væð­ingu fyrir opin­bera þjón­ust­u. 
  2. Höfum á hreinu hvar ábyrgðin og yfir­sýnin er. 
  3. Elsku þið sem sjáið um inn­kaup á hug­bún­aði fyrir stofn­an­ir: nýtið ykkur nýjar leiðir (sem þegar eru til), semjið þannig við birgj­ana ykkar að það sé pláss til að koma með nýjar hug­mynd­ir, farið í nýsköp­un­ar­sam­starf fyrir nýjar lausnir sem þarf að þróa, frekar en útboð þar sem ein­blínt er á verð­ið. Að ein­blína bara á verðið drepur alla nýsköp­un. 
  4. Frelsum gögnin og gerum eins og Eist­land — ­bjóðum upp á umgjörð og leik­reglur fyrir star­fræna opin­bera þjón­ustu og bjóðum borg­ar­ana í dans. 
  5. Ekki vera hrædd og ýtum á “just do it”-takk­ann.

Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Kröfur í þrotabúi Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða
Í kringum 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélagsins Primera Air. Flugfélagið varð gjaldþrota á dögunum en forstjórinn og stærsti eigandinn hefur tekið yfir rekstur ferðaskrifstofunnar.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiÁlit