Þarf Ísland tæknistjóra?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um tækniskuld hins opinbera og veltir því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að brjóta upp núverandi kerfi og byrja upp á nýtt.

Auglýsing

Ef ég skil það rétt eru upp­lýs­inga­tækni­mál rík­is­ins er á herðum tveggja ráðu­neyta, inn­an­rík­is- og fjár­mála­ráðu­neytis og ég tel það nokkuð öruggt að ábyrgð hvors ráðu­neytis um sig sé ekki alveg á hreinu.

Svokölluð tækni­skuld er í gangi hjá hinu opin­bera og að mínu mati erum við enn að díla við síð­ustu tækni­bylt­ingu, mobile bylt­ing­una, þegar kemur að opin­berri þjón­ustu. Erum lítið búin að sjálf­virkni­væða ef frá er talin skatt­skýrslu­gerð.

Star­fræn og sjálf­virk þjón­usta við þá sem búa hér á landi virð­ist ekki fá mik­inn fókus og eng­inn er í raun með ábyrgð­ina á því að horfa á þetta heild­rænt fyrir Ísland, svo vitað sé.

Auglýsing

Það þarf að setja fjár­muni í að sjálf­virkni­væða þjón­ustu hins opin­bera og ég er full­viss um að það muni skila sér marg­falt til baka, því stytt­ing ferla og tíma­sparn­aður er mik­ill. Hér þarf að eiga sér stað ein­hvers konar umbylt­ing á opin­berri þjón­ustu svo það haldi áfram að vera gott að búa hér á landi.

Ef ég hef lært eitt­hvað á und­an­förnum árum þá er það þannig að stundum þarf bara að hætta og byrja upp á nýtt, brjóta upp, umbylta, fá inn nýtt fólk og fá nýtt fólk til sam­starfs. Mín reynsla er sú að þegar maður brýtur upp og býr til nýja umgjörð fer fólk á tærnar og byrjar að elska vinn­una sína upp á nýtt, sér ný tæki­færi, fer að hugsa skap­andi og gerir allt til að leysa þau vanda­mál sem eru til stað­ar, sam­an.

Við þurfum hugs­an­lega að sleppa úr mobile-væð­ing­unni hvað varðar opin­bera þjón­ustu og fara beint í það sem fjórða iðn­bylt­ingin býður upp á.

Við getum horft til ann­arra landa. NY borg að gera hrika­lega flotta hlut­i — ­fær borg­ar­ana til sam­starfs. Þeir átta sig á að tæknin getur aðstoðað við að búa til betra sam­fé­lag og til að und­ir­strika það réðu þeir sinn eig­inn CTO (chief of technology officer). Eist­land er líka að gera mjög flotta hluti með e-res­idency, svo eftir er tek­ið. Norð­ur­löndin eru líka að gera góða hluti, Canada o.fl. Er það nokkuð svo galið að Ísland fengi sinn eig­inn tækni­stjóra?

Að minnsta kosti er lyk­ill­inn að vel­gengni í staf­rænni opin­berri þjón­ustu að fá borg­ar­ana og fyr­ir­tækin til sam­starfs. Það er algjör­lega kom­inn tími á að brjóta upp núver­andi kerfi og byrja svo­lítið upp á nýtt. Hér eru nokkrar til­lög­ur.

  1. Setjum alvöru fókus á tækni­væð­ing­u/­sjálf­virkni­væð­ingu fyrir opin­bera þjón­ust­u. 
  2. Höfum á hreinu hvar ábyrgðin og yfir­sýnin er. 
  3. Elsku þið sem sjáið um inn­kaup á hug­bún­aði fyrir stofn­an­ir: nýtið ykkur nýjar leiðir (sem þegar eru til), semjið þannig við birgj­ana ykkar að það sé pláss til að koma með nýjar hug­mynd­ir, farið í nýsköp­un­ar­sam­starf fyrir nýjar lausnir sem þarf að þróa, frekar en útboð þar sem ein­blínt er á verð­ið. Að ein­blína bara á verðið drepur alla nýsköp­un. 
  4. Frelsum gögnin og gerum eins og Eist­land — ­bjóðum upp á umgjörð og leik­reglur fyrir star­fræna opin­bera þjón­ustu og bjóðum borg­ar­ana í dans. 
  5. Ekki vera hrædd og ýtum á “just do it”-takk­ann.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiÁlit