Pössum okkur á nýju vopnunum

Er Facebook að tæta niður samfélagslega umræðu? Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Facebook heldur þessu fram. Nýr veruleiki kallar á endurskoðun á regluverki.

Auglýsing

Á til­tölu­lega skömmum tíma hefur tek­ist að tengja með hug­bún­að­i/­sam­fé­lag­miðli saman tvo millj­arða manna. Þetta er gert með per­sónu­upp­lýs­ingum hvers og eins not­anda.

Gert er ráð fyrir að talan verði komin í þrjá millj­arða áður en árið er úti, eða sem nemur næstum helm­ingi mann­kyns.

Face­book heitir hug­bún­að­ur­inn/­sam­fé­lags­mið­ill­inn.

Auglýsing

Óhætt er að segja að notendum Facebook hafi fjölgað hratt á undanförnum misserum.

Stjórn­laus?

Margt bendir til þess að þessi teng­ing meðal fólks sé orðin gjör­sam­lega stjórn­laus og að upp­lýs­inga­straum­ur­inn, sem líf fólks hrær­ist í allan dag­inn út og inn, sé bein­línis byrj­aður að grafa undan lýð­ræð­inu.

Fyrr­ver­andi fram­kvæmd­stjóri hjá Face­book,Cham­ath Pali­hapitiy, sem stýrði meðal ann­ars not­enda­vexti fyr­ir­tæk­is­ins, lét hafa eftir sér á fundi hjá Stan­ford háskóla á dög­unum að Face­book væri bein­línis að „tæta niður sam­fé­lag­ið“. „Þetta snýst ekki um rúss­neskar aug­lýs­ing­ar. Þetta er alheims vanda­mál. Þetta er að breyta kjarn­anum í því hvernig við hegðum okkur og eigum sam­skipt­i,“ sagði Pali­hapitiy.

Þennan veru­leika og upp­lýs­inga­straum er auð­velt að mis­nota. Það þarf ekki endi­lega djúpa vasa af pen­ingum heldur frekar gott skipu­lag og góða tækni­þekk­ingu. Upp­gangur falskra frétta og vin­sælda­brölts í stjórn­málum er meðal ann­ars rak­inn til þess­ara hluta.

Margar vís­bend­ingar hafa komið fram um þetta. Má nefna upp­lýs­ingar sem komu fram við yfir­heyrslur í banda­ríska þing­inu því til stað­fest­ing­ar. Þar komu full­trúar tækni­fyr­ir­tækj­anna, Face­book, Twitter og Goog­le, fyrir þing­nefnd og voru spurðir út í ýmis mál sem snéru að upp­lýs­inga­flæði.Ýtir undir for­dóma og falska mynd

Harð­asta gagn­rýnin hefur beinst að Face­book. Alvar­leg­asti fylgi­fiskur þess mið­ils er að hann ýtir undir for­dóma og mistúlk­an­ir, della og rugl flýtur ofan á.

Fólk sér falska mynd af veru­leik­anum í sínum upp­lýs­inga­straumi og í ljósi þess hve yfir­gnæf­andi Face­book er orðið í lífi fólks þá er þarna orðið til nýtt vopn í stjórn­mál­um, mark­aðs­starfi og sam­fé­lags­legri umræðu.

Aug­ljóst er að þessi þróun hefur verið of hröð fyrir reglu­verk­ið.

Face­book byggir á notkun per­sónu­legra upp­lýs­inga og hag­nýt­ingu þeirra.

Nú hefur tekið gildi ítar­legra reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hefur verið lög­leitt hér á landi, sem fyr­ir­tæki og stofn­anir þurfa að fara eft­ir. Það snýr að með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga. Um mikla breyt­ingu er að ræða og til marks um það hefur hlut­verk Per­sónu­verndar verið stór­eflt og fyr­ir­tæki og stofn­anir vinna nú að því að efla þekk­ingu sína á þessum breyt­ing­um.

Margt bendir til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að það þurfi að ganga mun lengra, til að vernda rétt fólks og koma í veg fyrir mis­notkun per­sónu­upp­lýs­inga.

Macron Frakk­lands­for­seti hefur nú boðið laga­setn­ingu gegn fölskum frétt­um, og verður for­vitni­legt að sjá hvernig hún verður útfærð. Eflaust munu spjótin bein­ast að Face­book.

Hrein sam­viska?

Á Íslandi hafa stjórn­mála­menn einnig rætt rann­sókn á útbreiðslu falskra frétta og áróð­urs í aðdrag­anda kosn­ing­anna í októ­ber, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, kall­aði eftir rann­sókn á þessum hlutum á dög­un­um.

Full þörf er á því að taka þetta alvar­lega og fara í gegnum hlut­ina nákvæm­lega. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir stjórn­mála­flokk­anna að leggja öll spilin á borð­ið, gefa upp hverjir það voru sem unnu fyrir flokk­anna í þessum mál­u­m. 

Sé mið tekið af því hvernig umfjöll­unin birtist, meðal ann­ars dæma­laus dellu- og níð­um­fjöllun um Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, þá hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vafa­lítið ekki hreina sam­visku í þessum mál­um.

Fjöl­miðl­ar, á Íslandi eins og ann­ars stað­ar, vita vel hversu mikil áhrif Face­book hefur á gang sam­fé­lags­um­ræð­unn­ar. Það verður að sjá til þess með lögum og reglum að þessi hug­bún­aður verði ekki upp­spretta svika, rugls og dellu, þó erfitt sé að tryggja mis­notk­un­ina alveg. Þessi nýju vopn eru hættu­leg og við þurfum að passa okkur á þeim, eins og aðrar þjóðir eru nú byrj­aðar að ræða af mik­illi alvöru. 

Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Sératkvæði fyrrverandi stjórnarformanns VÍS ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar
Helga Hlín Hákonardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, sagði sig úr tilnefningarnefnd félagsins fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að hún vildi birta sératkvæði um hvernig næsta stjórn ætti að vera skipuð. Það var ekki birt í skýrslu nefndarinnar.
Kjarninn 14. desember 2018
Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari