Um vanhæfi ráðherra

„Nemendur í Hagfræði 101 gætu kennt Kristjáni að það að afhenda eitthvað undir markaðsverði jafngildir gjöf eða stuðningi“.

Auglýsing

Á dög­unum sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, eft­ir­far­andi, í umræðu um veiði­gjöld: „Við megum ekki gleyma því í umræð­unni um gjald­töku af sjáv­ar­út­veg­in­um, við Íslend­ing­ar, að við erum ein örfárra þjóða í ver­öld­inni sem höfum þá stöðu að láta þessa grein greiða til rík­is­kass­ans í stað þess að hún sé nið­ur­greidd eins og víð­ast hvar ann­ars stað­ar.“

Þessi full­yrð­ing er ein­kenni­leg, sér­stak­lega frá ráð­herra úr flokki sem hefur löngum kennt sig við hægri stefnu og frjálsan mark­að. Nem­endur í Hag­fræði 101 gætu kennt Krist­jáni að það að afhenda eitt­hvað undir mark­aðs­verði jafn­gildir gjöf eða stuðn­ingi, það að afhenda fyr­ir­tækjum kvót­ann undir mark­aðs­verði er rík­is­styrkur til fyr­ir­tækja, sem mörg hver hafa skilað tug­millj­örðum í arð­greiðslur til eig­enda sinna und­an­farna ára­tugi.

Þessi við­miðun er víða not­uð. Þannig er t.d. hægt að rifta gjörn­ingum fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga sem hafa orðið gjald­þrota, ef talið er að þeir hafi afhent verð­mæti fyrir minna en mark­aðsvirði þeirra á þeim tíma sem þau eru afhent. Þá túlka skatta­yf­ir­völd slíka gjörn­inga sem gjafir eða styrki og skal við­tak­andi þeirra borga skatt í sam­ræmi við það.

Auglýsing

Veiði­gjald á þorski hækk­aði á síð­asta ári úr rúmum 11 krónum í tæpar 23 krón­ur, sem er umtals­verð hækk­un, en kannski ekki mikil í því sam­hengi að fyr­ir­tækin geta síðan leigt hann á mark­aði fyrir 200 krónur kíló­ið. Og til að bíta haus­inn af skömminni borgar leigu­tak­inn veiði­gjaldið að auki. Í ráð­herra­tíð sinni festi Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, veiði­gjald á mak­ríl í tæpum 13 krónum fram til 2021, um svipað leyti og Fær­ey­ingar voru að fá 60-65 kr. fyrir kílóið á upp­boði, sem rann í rík­is­sjóð þeirra.

Það vill svo til að Krist­ján Þór Júl­í­us­son starf­aði lengi hjá einu stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins. Hann hefur svarað því til að það geri hann ekki van­hæfan til emb­ætt­is­ins. Ég veit ekki hvort áður­nefnd full­yrð­ing er sprottin af þjónkun við sér­hags­muni útgerð­ar­innar eða van­þekk­ingu – hvort sem er ætti að vera nóg til að hann teld­ist van­hæf­ur.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku, pírati og stundar meist­ara­nám í heim­speki.

Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Kröfur í þrotabúi Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða
Í kringum 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélagsins Primera Air. Flugfélagið varð gjaldþrota á dögunum en forstjórinn og stærsti eigandinn hefur tekið yfir rekstur ferðaskrifstofunnar.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar