Um vanhæfi ráðherra

„Nemendur í Hagfræði 101 gætu kennt Kristjáni að það að afhenda eitthvað undir markaðsverði jafngildir gjöf eða stuðningi“.

Auglýsing

Á dög­unum sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, eft­ir­far­andi, í umræðu um veiði­gjöld: „Við megum ekki gleyma því í umræð­unni um gjald­töku af sjáv­ar­út­veg­in­um, við Íslend­ing­ar, að við erum ein örfárra þjóða í ver­öld­inni sem höfum þá stöðu að láta þessa grein greiða til rík­is­kass­ans í stað þess að hún sé nið­ur­greidd eins og víð­ast hvar ann­ars stað­ar.“

Þessi full­yrð­ing er ein­kenni­leg, sér­stak­lega frá ráð­herra úr flokki sem hefur löngum kennt sig við hægri stefnu og frjálsan mark­að. Nem­endur í Hag­fræði 101 gætu kennt Krist­jáni að það að afhenda eitt­hvað undir mark­aðs­verði jafn­gildir gjöf eða stuðn­ingi, það að afhenda fyr­ir­tækjum kvót­ann undir mark­aðs­verði er rík­is­styrkur til fyr­ir­tækja, sem mörg hver hafa skilað tug­millj­örðum í arð­greiðslur til eig­enda sinna und­an­farna ára­tugi.

Þessi við­miðun er víða not­uð. Þannig er t.d. hægt að rifta gjörn­ingum fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga sem hafa orðið gjald­þrota, ef talið er að þeir hafi afhent verð­mæti fyrir minna en mark­aðsvirði þeirra á þeim tíma sem þau eru afhent. Þá túlka skatta­yf­ir­völd slíka gjörn­inga sem gjafir eða styrki og skal við­tak­andi þeirra borga skatt í sam­ræmi við það.

Auglýsing

Veiði­gjald á þorski hækk­aði á síð­asta ári úr rúmum 11 krónum í tæpar 23 krón­ur, sem er umtals­verð hækk­un, en kannski ekki mikil í því sam­hengi að fyr­ir­tækin geta síðan leigt hann á mark­aði fyrir 200 krónur kíló­ið. Og til að bíta haus­inn af skömminni borgar leigu­tak­inn veiði­gjaldið að auki. Í ráð­herra­tíð sinni festi Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, veiði­gjald á mak­ríl í tæpum 13 krónum fram til 2021, um svipað leyti og Fær­ey­ingar voru að fá 60-65 kr. fyrir kílóið á upp­boði, sem rann í rík­is­sjóð þeirra.

Það vill svo til að Krist­ján Þór Júl­í­us­son starf­aði lengi hjá einu stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins. Hann hefur svarað því til að það geri hann ekki van­hæfan til emb­ætt­is­ins. Ég veit ekki hvort áður­nefnd full­yrð­ing er sprottin af þjónkun við sér­hags­muni útgerð­ar­innar eða van­þekk­ingu – hvort sem er ætti að vera nóg til að hann teld­ist van­hæf­ur.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku, pírati og stundar meist­ara­nám í heim­speki.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar