Svindlararnir mega ekki vinna

Þegar lögbrotum er beitt til að hafa áhrif á gang mála, í aðdraganda kosninga, þá er það ekki lítið mál.

Auglýsing

Á dög­unum komst Póst- og fjar­skipta­stofnun að því, að tveir stjórn­mála­flokk­ar, Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins, hefðu brotið gegn lögum þegar kosn­inga­á­róðri var komið á fram­færi við fólk í aðdrag­anda kosn­inga í októ­ber.

„Nyttu rett­inn!“

Flokkur fólks­ins sendi 80.763 sms-skila­boð 27. októ­ber, dag­inn fyrir kjör­dag, með hvatn­ingu um að kjósa flokk­inn. Í skila­boð­unum stóð: „Ertu med kosn­ing­ar­ett? – Nyttu rett­inn! Afnemum fri­tekju­mark og haekkum skatt­leys­is­mork. Kaer kvedja! Flokkur folks­ins X-F.“

Mið­flokk­ur­inn sendi 57.682 skila­boð á kjör­dag, 28. októ­ber. Í skila­boð­unum stóð ann­ars veg­ar: „Skyr framtid­ar­ar­syn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í fram­kva­emd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Mid­flokk­ur­inn.“ Og hins veg­ar: „I dag er fagur dag­ur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við M“

Auglýsing

Alvar­legur und­ir­tónn

Þessar aðgerðir Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins - sem komu nýir fram á hið póli­tíska svið - hafa vafa­lítið átt þátt í því að virkja fólk til að kjósa, því árangur þess­ara flokka var með ólík­indum góður í kosn­ing­um. Sam­tals eru flokk­arnir með 17,4 pró­sent þing­manna, Mið­flokk­ur­inn með sjö full­trúa á þingi og Flokkur fólks­ins fjóra. Það er jafn mikið vægi og for­sæt­is­ráð­herra hefur á bak við sig í eigin þing­flokki.

Það er alvar­legur und­ir­tónn í þess­ari nið­ur­stöðu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, því lög­brot­unum var beitt til að hafa áhrif á fram­gang kosn­inga. 

Ég hef ekki áttað mig á því enn­þá, hvers vegna Alþingi hefur ekki tekið þetta taf­ar­laust fyr­ir, og rætt þetta í þaula. Það er ekki lítið mál að brjóta gegn lögum þegar kosn­ingar eru ann­ars veg­ar. Umræður víða um heim, þar sem þjóð­þing og alþjóða­stofn­anir hafa verið að ræða um mis­beit­ingu á per­sónu­legum gögn­um, meðal ann­ars í gegnum sam­fé­lags­miðla, koma upp í hug­ann. Samt má segja að þetta séu enn bein­skeytt­ari aðferðir heldur en í þeim til­vik­um.

Kallað eftir rann­sókn

Á Alþingi hafa komið til umræðu ýmsar aðferðir sem not­aðar voru í aðdrag­anda kosn­inga, þar á meðal á net­inu. Áróður nafn­leys­ingja birt­ist víða, þar sem ráð­ist var per­sónu­lega að fólki með ósann­ind­um, skrum­skæl­ingu og dellu. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fékk ekki síst að finna fyrir þessu, en nefna má einnig sem dæmi, hvernig áróður gegn Bene­dikt Jóhann­essyni, fyrr­ver­andi for­manni Við­reisn­ar, birt­ist í aðdrag­anda kosn­inga 2016. Þá var farið í alls konar mynd­banda­gerð og áróð­urs­brögð, þar sem della og rugl óð uppi, án þess að nokkur leið væri fyrir hinn almenna kjós­anda að átta sig á því hvaðan þetta kæmi.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, er ein þeirra sem talað hefur fyrir því að kafað verði ofan í þessi mál.  

Ef stjórn­mála­flokk­arnir eru að láta það vefj­ast fyrir sér, hvort til­efni sé til þess að hafa opnar yfir­heyrslur í þing­inu um þessi mál þar sem almenn­ingur fær að fylgj­ast með, þá er það alveg ástæðu­laust. Þörfin á slíku er alveg aug­ljós.

Stað­fest­ingin á lög­brotum stjórn­mála­flokka í aðdrag­anda kosn­inga liggur fyr­ir. Bara á þeim grunni ættu allir flokkar að sam­ein­ast um að rann­saka þessi mál öll fyrir opnum tjöld­um. 

Það má ekki vera þannig, að þeir sem beita lög­brotum til að styrkja stöðu sína í þing­inu, kom­ist upp með það. Það gengur ekki. 

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari