Svindlararnir mega ekki vinna

Þegar lögbrotum er beitt til að hafa áhrif á gang mála, í aðdraganda kosninga, þá er það ekki lítið mál.

Auglýsing

Á dög­unum komst Póst- og fjar­skipta­stofnun að því, að tveir stjórn­mála­flokk­ar, Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins, hefðu brotið gegn lögum þegar kosn­inga­á­róðri var komið á fram­færi við fólk í aðdrag­anda kosn­inga í októ­ber.

„Nyttu rett­inn!“

Flokkur fólks­ins sendi 80.763 sms-skila­boð 27. októ­ber, dag­inn fyrir kjör­dag, með hvatn­ingu um að kjósa flokk­inn. Í skila­boð­unum stóð: „Ertu med kosn­ing­ar­ett? – Nyttu rett­inn! Afnemum fri­tekju­mark og haekkum skatt­leys­is­mork. Kaer kvedja! Flokkur folks­ins X-F.“

Mið­flokk­ur­inn sendi 57.682 skila­boð á kjör­dag, 28. októ­ber. Í skila­boð­unum stóð ann­ars veg­ar: „Skyr framtid­ar­ar­syn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í fram­kva­emd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Mid­flokk­ur­inn.“ Og hins veg­ar: „I dag er fagur dag­ur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við M“

Auglýsing

Alvar­legur und­ir­tónn

Þessar aðgerðir Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins - sem komu nýir fram á hið póli­tíska svið - hafa vafa­lítið átt þátt í því að virkja fólk til að kjósa, því árangur þess­ara flokka var með ólík­indum góður í kosn­ing­um. Sam­tals eru flokk­arnir með 17,4 pró­sent þing­manna, Mið­flokk­ur­inn með sjö full­trúa á þingi og Flokkur fólks­ins fjóra. Það er jafn mikið vægi og for­sæt­is­ráð­herra hefur á bak við sig í eigin þing­flokki.

Það er alvar­legur und­ir­tónn í þess­ari nið­ur­stöðu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, því lög­brot­unum var beitt til að hafa áhrif á fram­gang kosn­inga. 

Ég hef ekki áttað mig á því enn­þá, hvers vegna Alþingi hefur ekki tekið þetta taf­ar­laust fyr­ir, og rætt þetta í þaula. Það er ekki lítið mál að brjóta gegn lögum þegar kosn­ingar eru ann­ars veg­ar. Umræður víða um heim, þar sem þjóð­þing og alþjóða­stofn­anir hafa verið að ræða um mis­beit­ingu á per­sónu­legum gögn­um, meðal ann­ars í gegnum sam­fé­lags­miðla, koma upp í hug­ann. Samt má segja að þetta séu enn bein­skeytt­ari aðferðir heldur en í þeim til­vik­um.

Kallað eftir rann­sókn

Á Alþingi hafa komið til umræðu ýmsar aðferðir sem not­aðar voru í aðdrag­anda kosn­inga, þar á meðal á net­inu. Áróður nafn­leys­ingja birt­ist víða, þar sem ráð­ist var per­sónu­lega að fólki með ósann­ind­um, skrum­skæl­ingu og dellu. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fékk ekki síst að finna fyrir þessu, en nefna má einnig sem dæmi, hvernig áróður gegn Bene­dikt Jóhann­essyni, fyrr­ver­andi for­manni Við­reisn­ar, birt­ist í aðdrag­anda kosn­inga 2016. Þá var farið í alls konar mynd­banda­gerð og áróð­urs­brögð, þar sem della og rugl óð uppi, án þess að nokkur leið væri fyrir hinn almenna kjós­anda að átta sig á því hvaðan þetta kæmi.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, er ein þeirra sem talað hefur fyrir því að kafað verði ofan í þessi mál.  

Ef stjórn­mála­flokk­arnir eru að láta það vefj­ast fyrir sér, hvort til­efni sé til þess að hafa opnar yfir­heyrslur í þing­inu um þessi mál þar sem almenn­ingur fær að fylgj­ast með, þá er það alveg ástæðu­laust. Þörfin á slíku er alveg aug­ljós.

Stað­fest­ingin á lög­brotum stjórn­mála­flokka í aðdrag­anda kosn­inga liggur fyr­ir. Bara á þeim grunni ættu allir flokkar að sam­ein­ast um að rann­saka þessi mál öll fyrir opnum tjöld­um. 

Það má ekki vera þannig, að þeir sem beita lög­brotum til að styrkja stöðu sína í þing­inu, kom­ist upp með það. Það gengur ekki. 

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari