Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)

Í síðustu viku var tilkynnt um vatnsmengun sem ógnaði heilsu almennings. Bára Huld Beck velti fyrir sér stærri spurningum sem vöknuðu.

Auglýsing

Vikan byrj­aði með látum síð­ast­lið­inn mánu­dag þegar Jóhanna Vig­dís til­kynnti í fréttum RÚV að sam­kvæmt Veitum hefðu mælst jarð­vegs­gerlar í kalda vatn­inu og að fólk sem byggi á ákveðnum svæðum í Reykja­vík þyrfti þar af leið­andi að sjóða vatn til neyslu.

Móðir mín, sem var í heim­sókn þetta kvöld, var í þessum töl­uðu orðum að fá sér sopa af vatni og svip­ur­inn var fljótur að breyt­ast í ang­ist­ar­svip enda ekki á hverjum degi sem Íslend­ingur þarf að hugsa sig tvisvar um áður en hann svolgrar í sig vatni úr krana. Enda áttu við­brögðin ekki eftir að láta á sér standa.

Eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggnum

Inter­netið flæddi yfir um og fúk­yrðum var ausið fyrir Reykja­vík­ur­borg og Veit­ur. Stjórn­mála­menn voru sagðir van­hæfir til að reka borg­ina og eng­inn virt­ist vita hvar í Reykja­vík væri í lagi að drekka vatnið og hvar ekki. Ein­staka fjöl­mið­ill rugl­að­ist á E.coli og jarð­vegs­gerlum og ekki bætti það umræð­una eða við­brögð fólks við frétt­un­um.

Auglýsing

Ég fór að sjálf­sögðu og sauð vatn eins og hlýðnum borg­ara sæmir þegar Jóhanna Vig­dís segir manni að gera eitt­hvað. Sonur minn skildi ekk­ert í því að fá ekki sitt venju­lega vatns­glas um kvöldið og þegar ég sagði honum að kalda vatnið væri mengað þá gerði ég mér grein fyrir því að barnið hafði aldrei á sinni ævi gert ráð fyrir þeim mögu­leika. Skilj­an­lega.

Sama kvöld umbreytt­ist orðið „meng­að“ í „myglað“ hjá syn­inum og var ég sæmi­lega metn­að­ar­full að leið­rétta þann rugl­ing. Strax dag­inn eftir var orðið ljóst að ekki væri um slíkt hættu­á­stand að ræða sem í fyrstu var talið. Það var í raun í lagi að drekka vatn­ið. Hvirf­il­byl­ur­inn kom og fór á einum sól­ar­hring og eftir stóðu vand­ræða­legir stjórn­mála­menn með gjamm­visku­bit og nokkrir góðir brand­ar­ar.

En þrátt fyrir að ég hafi vor­kennt mér fyrir að geta ekki drukkið vatn úr kran­anum og að þurfa að sjóða vatn fyrir tvær mann­eskjur þá beind­ist sam­úðin þó meira að starfs­fólki leik­skóla og spít­ala þar sem til­kynn­ingin gaf til kynna að meng­unin færi verr í aldr­aða og ung börn eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Að búa við góð vatns­gæði eru for­rétt­indi sem þeir sem við þau búa taka sem sjálf­sögðum hlut. Það finnur maður á eigin skinni þegar allt í einu þarf að sjóða vatn til neyslu, svo ég tali nú ekki að kaupa það rán­dýrt úti í búð. Eng­inn veit hvað átt hefur fyrr enn misst hefur og allt það.

Örveru­á­stand lak­ara hjá minni veitum

Grunn­vatn er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir líf í nátt­úru Íslands og fyrir dag­legt líf fólks. Drykkj­ar­vatn Íslend­inga er að langstærstum hluta grunn­vatn en slíkt vatn er að mestu leyti úrkoma og leys­inga­vatn sem sigið hefur niður í jörð­ina. Jarð­lögin sem það rennur um á leið sinni sía úr því óhrein­indin og er það því alla jafna ferskt og ómeng­að. Íslend­ingar eru afar vel settir þar sem 97 pró­sent af neyslu­vatni þeirra er grunn­vatn.

Heil­brigð­is­eft­ir­lit sveit­ar­fé­lag­anna sjá um að mæla gæði neyslu­vatns á hverjum stað fyrir sig. Í svari við fyr­ir­spurn blaða­manns til Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­víkur á síð­asta ári kom fram að í reglu­bundnu eft­ir­liti séu tekin yfir 100 sýni úr vatns­bólum og dreifi­kerf­inu sem síðan eru rann­sökuð sam­kvæmt reglu­gerð um neyslu­vatn frá árinu 2001.

Mat­væla­stofnun sér um að safna upp­lýs­ingum saman um gæði neyslu­vatns en síð­ustu eft­ir­lits­nið­ur­stöður komu út í mars 2015 fyrir árin 2002 til 2012. Þar kemur fram að sam­an­tekt nið­ur­staðna fyrir þetta tíma­bil sýni að örveru­á­stand sé í flestum til­fellum mjög gott hjá stærri vatns­veitum en lak­ara hjá minni veitum sem þjóna færri en 500 íbú­um. Þá sé efna­fræði­legt ástand neyslu­vatns á land­inu almennt mjög gott og sjald­gæft að eit­ur­efni grein­ist í vatn­inu.

Heild­ar­út­tekt­ir, sem bæði ná yfir örveru­á­stand og efna­inni­hald, eru flestar frá vatns­veitum sem þjóna fleiri en 500 íbúum og upp­fylla veit­urnar í nær öllum til­vikum kröfur neyslu­vatns­reglu­gerðar sam­kvæmt nið­ur­stöð­um. Við reglu­bundið eft­ir­lit á árunum 2010 til 2012 greind­ist E.coli í innan við 1 pró­sent sýna hjá vatns­veitum sem þjóna fleirum en 500 manns. Hins vegar greind­ist E.coli í 6,5 pró­sent sýna frá vatns­veitum sem þjóna 500 íbúum eða færri.

Lakast var ástandið á Aust­ur­landi og Vest­fjörð­um, þar sem mun erf­ið­ara er að nálg­ast grunn­vatn en í öðrum lands­hlut­um. Þá skýrist mun­ur­inn milli stærri og minni vatns­veitna meðal ann­ars af miklum fjölda lít­illa einka­veitna til sveita, þar sem frá­gangi vatns­bóla er enn ábóta­vant.

Frá litlum ákvörð­unum til stórra

Það er gott fyrir Íslend­inga að fá áminn­ingu um for­rétt­ind­in. Og áhyggju­efni tengd vatni eiga ekki ein­ungis við um vatnið sjálft því það er sem æða­kerfi í nátt­úr­unni. Vist­kerfi treysta á það, plöntur og dýr. Þess vegna er heild­ar­hugsun svo mik­il­væg og að gera sér grein fyrir því að allar gjörðir hafa afleið­ing­ar.

Mér líður stundum eins og ég fljóti sof­andi að feigðar­ósi með barnið mitt um borð og landa mína í kringum mig. Skólp- og loft­meng­un, plast úr dekkjum og örplast í and­lit­skremi. Allt hefur þetta áhrif á vatnið og þ.a.l. vist­kerfið í kring. Allar gjörðir mann­anna og ákvarð­anir hafa áhrif, allt frá litlum ákvörð­unum til lög­gjafa á hinu virta Alþingi.

Storm­ur­inn í vatns­glas­inu í síð­ast­lið­inni viku var því hugs­an­lega ekki að óþörfu. Hann var áminn­ing þess hve dýr­mætt vatnið er og hversu lánsöm við erum öll að ganga að þess­ari auð­lind tærri og að því er stundum virð­ist enda­lausri. Hann er áminn­ing um að allt getur gerst og ekk­ert er var­an­legt. Hvað ætlum við að gera? Hlusta á hana eða kaupa okkur stóran hraðsuðu­ket­il?



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit