Borgarstyrjöld framundan

Búast má við metfjölda framboða í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í lok maí. Spennandi prófkjör eru hafin hjá nokkrum flokkum en aðrir leita logandi ljósi að frambærilegu fólki til að stilla upp á lista.

Borgin
Auglýsing

Kosið verður í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þann 26. maí næst­kom­andi víðs vegar um land­ið. Sveit­ar­fé­lögin í land­inu eru 74 en verða 73 eftir kosn­ing­arnar með sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs.

Fram­boð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og þá sér­stak­lega í Reykja­vík, vekja eðli máls­ins sam­kvæmt mesta athygli, þar sem fólks­fjöld­inn á því svæði er lang­sam­lega mestur og Reykja­vík­ur­borg er lögum sam­kvæmt mið­stöð stjórn­sýslu í land­inu.

Miðað við umfjall­anir og yfir­lýs­ingar stjórn­mála­afla má jafn­vel búast við met­fjölda fram­boða í Reykja­vík í kosn­ing­un­um. Fjölgun full­trúa í borg­ar­stjórn, úr 15 í 23, gæti gert það að verkum að auð­veld­ara verði fyrir nýja og minni flokka að koma full­trúum að.

Auglýsing

Þeir flokkar sem eiga nú þegar full­trúa í borg­ar­stjórn, Sam­fylk­ing­in, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri­hreyf­ingin - grænt fram­boð og Píratar hafa allir lýst því yfir að þeir muni bjóða fram og stendur val á fram­bjóð­endum á lista flokk­anna yfir.

Barist um odd­vit­ann hjá íhald­inu

Odd­vita­kjör í Sjálf­stæð­is­flokknum fer fram um helg­ina. Þar eru fimm í fram­boði, Eyþór Lax­dal Arn­alds, Áslaug Frið­riks­dótt­ir, Kjartan Magn­ús­son, Vil­hjálmur Bjarna­son og Viðar Guðjohn­sen.

Talið er að þau fyrst­nefndu, Eyþór, Áslaug og Kjart­an, eigi raun­hæfa mögu­leika á að sigra kosn­ing­una. Eyþór hefur á bak við sig svo­kall­aða kosn­inga­vél Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, sem er afar sterk í Reykja­vík. Að auki hefur hann stuðn­ing Morg­un­blaðs­ins, þar sem hann er meðal eig­enda. Áslaug hefur einnig með sér stóran hóp fólks. Hún er umkringd konum sem styðja hana, auk þess að sá hópur sem fylgdi Ill­uga Gunn­ars­syni að málum í borg­inni eru margir meðal stuðn­ings­manna henn­ar. Má þar nefna bæði eig­in­konu Ill­uga, Bryn­hildi Ein­ars­dóttur og Sirrý Hall­gríms­dótt­ur, aðstoð­ar­mann Ill­uga. Kjartan hefur einnig dágóðan hóp með sér í kosn­inga­bar­átt­unni. Kjartan hefur verið dug­legur að koma sér í fjöl­miðla á kjör­tíma­bil­inu með hinar ýmsu aðfinnslur á verk­efni meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, en meðal stuðn­ings­menn hans í bar­átt­unni má nefna bróður hans Andrés Magn­ús­son, pistla­höf­und hjá Við­skiptablað­inu og þunga­vigt­ar­mann í kosn­inga­vél Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­vísu. Kjartan lenti tveimur sætum fyrir ofan Áslaugu í próf­kjöri fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, en þar voru eðli máls­ins sam­kvæmt tölu­vert fleiri í fram­boði.

Kjör­nefnd mun skipa aðra á lista flokks­ins fyrir kosn­ing­ar. Margir munu vera að velta fyrir sér að gefa kost á sér á lista, þar á meðal núver­andi borg­ar­full­trúi Marta Guð­jóns­dótt­ir, Magnús Sig­ur­björns­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks sjálf­stæð­is­manna og bróðir Áslaugar Örnu, vara­for­manns flokks­ins. Þar að auki hafa verið nefndir til sög­unnar Björn Gísla­son, vara­borg­ar­full­trúi og Jón Axel Ólafs­son, útvarps­maður hjá Árvakri, en hann stýrir nú morg­un­þætt­inum Ísland vakn­ar, sem gert er ráð fyrir að legg­ist af þegar Logi Berg­mann hefur störf eftir lög­bann þann 1. mars. Einnig Vala Páls­dóttir for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, Björn Jón Braga­son rit­höf­undur og Her­dís Anna Þor­valds­dótt­ir, en hún hefur áður gefið kost á sér í próf­kjöri á vegum flokks­ins.

Sitj­andi borg­ar­full­trúar berj­ast hjá jafn­að­ar­mönnum

Í Sam­fylk­ing­unni er ekki búist við miklum dramat­ískum breyt­ingum á lista. Helstu slagir standa á milli aðila sem nú þegar eru borg­ar­full­trúar flokks­ins eða hafa verið virkir í borg­arpóli­tík­inni á hans veg­um. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri vill leiða áfram og Heiða Björg Hilm­is­dóttir vara­for­maður flokks­ins vill annað sæt­ið. Kristín Soffía Jóns­dóttir borg­ar­full­trúi vill einnig sama sæti. Búast má við nokkuð áhuga­verðum slag þar, þar sem staða Heiðu er lík­leg­ast ekki jafn sterk og ætla mætti miðað við það emb­ætti sem hún gegn­ir.

Hart verður barist um þriðja sætið þar sem fjögur gefa kost á sér, borg­ar­full­trú­arnir Skúli Helga­son og Hjálmar Sveins­son, Aron Leví Beck, for­maður félags jafn­að­ar­manna í Reykja­vík og Sabine Leskopf vara­borg­ar­full­trúi flokks­ins. Auk þess gefur vara­borg­ar­full­trú­inn Magnús Már Guð­munds­son kost á sér aft­ur. Alls eru fjórtán í fram­boði hjá flokkn­um, þar á meðal Teitur Atla­son full­trúi á neyt­enda­stofu sem býður sig fram í 7. til 9. sæti, Ellen Calmon fyrr­ver­andi for­maður Öryrkja­banda­lags­ins sem býður sig fram í 5. sæti sem og Guð­rún Ögmunds­dóttir fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi og þing­maður sem gaf það út öllum að óvörum í gær að hún sæk­ist eftir 5. til 7. sæti. Flokksval Sam­fylk­ing­ar­innar mun fara fram 10. febr­ú­ar.

Gæti fjölgað hjá Vinstri grænum

Vinstri græn verða með raf­rænt for­val þann 24. febr­ú­ar. Kjör­nefnd mun síðan gera til­lögu að skipan á lista flokks­ins í kjöl­far for­vals­ins. Líf Magneu­dótt­ir, eini borg­ar­full­trúi flokks­ins, hefur lýst því yfir að hún vilji halda odd­vita­sæt­inu og Elín Oddný Sig­urð­ar­dóttir sem nú er vara­borg­ar­full­trúi flokks­ins vill annað sæt­ið. Aðrir sem hafa verið nefndir til sög­unnar sem hugs­an­legir fram­bjóð­endur eru Her­mann Vals­son sem var áður vara­borg­ar­full­trúi, Þor­steinn V. Ein­ars­son, Hrein­dís Ylfa Garð­ars­dóttir stjórn­ar­maður VG í Reykja­vík, Gústaf Adolf Sig­ur­björns­son sem á sæti í stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráði borg­ar­innar og René Bia­sone sem á sæti í heil­brigð­is­nefnd borg­ar­inn­ar.

Gera má ráð fyrir að eitt­hvað af fylg­is­aukn­ingu Vinstri grænna á lands­vísu smit­ist yfir í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, og með fjölgun borg­ar­full­trúa, mætti ætla að þeim standi fleiri sæti til boða nú en áður.

Odd­viti Pírata í borg­inni og eini borg­ar­full­trúi flokks­ins, Hall­dór Auðar Svans­son hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Þór­laug Borg Ágústs­dóttir sæk­ist eftir odd­vita­sæt­inu í hans stað en hún skip­aði þriðja sæti á lista flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um. Það gera einnig Svafar Helga­son, Arn­aldur Sig­urðs­son og Alex­andra Briem en auk þess hefur Berg­þór Heimir Þórð­ar­son Njarð­vík verið nefndur sem fram­bjóð­andi flokks­ins, ásamt Elsu Nore sem verið hefur virk innan flokks­ins.

Flestir ef ekki allir bjóða sig fram í 1. sætið hjá Pírötum vegna fyr­ir­komu­lags kosn­inga hjá flokkn­um. Not­ast er við Schulze kosn­inga­kerfið en reynslan hefur sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans kennt fram­bjóð­endum það að bjóði fram­bjóð­endur sig fram í sæti neðar sé það ávísun á að fá það einmitt ekki heldur fær­ast enn neðar á lista.

Próf­kjör hjá flokknum hefst lík­leg­ast í næstu viku sam­þykki félags­fundur þá til­lögu og mun vara í ein­hvern tíma. Kjós­endur þurfa að hafa verið skráðir í flokk­inn í 30 daga til að geta greitt atkvæði í kjör­inu.

Óvissa með fram­boð margra minni flokka

Óljóst er með stöð­una á Bjartri fram­tíð, sem féll af þingi í nýliðnum Alþing­is­kosn­ing­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er nú að störfum nefnd til að kanna grund­völl fyrir áfram­hald­andi fram­boði flokks­ins í borg­inni sem talið er afar lík­legt. Nefnd­inni er einnig ætlað að finna fram­bjóð­endur fyrir flokk­inn en eng­inn þeirra sem gegna aðal- eða vara­borg­ar­full­trúa störfum í dag hyggj­ast gefa kost á sér. Það eru þau S. Björn Blön­dal, odd­viti flokks­ins í borg­ar­stjórn, Elsa Yeoman borg­ar­full­trúi og vara­borg­ar­full­trú­arnir Eva Ein­ars­dóttir og Ilmur Krist­jáns­dótt­ir. Nicole Leigh Mosty fyrr­ver­andi þing­maður flokks­ins hefur verið nefnd sem lík­legur kostur til að leiða borg­ar­stjórn­ar­hóp flokks­ins.

Við­reisn hefur ekk­ert gefið út um fram­boð í Reykja­vík en það er þó afar lík­legt. Pawel Bar­toszek fyrr­ver­andi þing­maður flokks­ins hefur hvað oft­ast verið nefndur sem fram­bjóð­andi í borg­inni, en þó er talið lík­legra að hann skipi annað sæti á lista en odd­vita­sæt­ið. Jar­þrúður Ásmunds­dóttir sem var á lista flokks­ins í alþing­is­kosn­ingum er lík­leg­ust til að leiða list­ann en þar að auki hafa verið nefnd til sög­unnar Birna Haf­stein for­maður Félags íslenskra leik­ara og Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir fyrr­ver­andi for­maður Félags kvenna í atvinnu­líf­inu.

Tölu­vert háværar raddir hafa verið um sam­eig­in­legt fram­boð Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er ólík­legt að það verði að veru­leika í Reykja­vík.

Þrýst á Frosta

Yfir­stand­andi kjör­tíma­bil hefur reynst Fram­sókn erfitt. Báðir borg­ar­full­trúar flokks­ins, þær Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dóttir og Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir hafa sagt sig úr flokkn­um. Guð­finna bauð sig fram til Alþingis á vegum Mið­flokks­ins en náði ekki kjöri. Hún hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Svein­björg Birna seg­ist enn vera að íhuga eigin fram­boðs­mál en úti­lokar fram­boð fyrir bæði Fram­sókn og Mið­flokk­inn.

Búið er að ákveða að stillt verði upp á lista Fram­sóknar í borg­inni en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er mik­ill þrýst­ingur á Frosta Sig­ur­jóns­son að gefa kost á sér í odd­vita­sæti flokks­ins. Hann hefur fjallað tölu­vert um borg­ar­málin að und­an­förnu og er til að mynda alfarið á móti Borg­ar­línu. Auk þess hafa verið nefnd til sög­unnar Jóna Björg Sætran sem er núver­andi vara­borg­ar­full­trúi flokks­ins, Sævar Þór Jóns­son lög­maður sem situr í umhverf­is­ráði borg­ar­innar og Sæunn Stef­áns­dóttir fyrr­ver­andi þing­maður flokks­ins.

Aðrir komnir skammt á veg

Ekk­ert hefur heyrst af mögu­legum fram­bjóð­endum í Reykja­vík fyrir hönd Mið­flokks­ins. Mið­flokks­fé­lag Reykja­víkur var stofnað á þriðju­dag en það mun starfa fyrir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in. Flokk­ur­inn ætlar sér að bjóða fram en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er sú vinna of skammt á veg komin til að nein nöfn hafi verið nefnd í því sam­hengi.

Flokkur fólks­ins hyggst einnig gefa kost á sér í borg­inni. Inga Sæland for­maður flokks­ins vildi í sam­tali við Kjarn­ann ekk­ert gefa upp um það hverja flokk­ur­inn ætl­aði að fá til liðs við sig á lista, til þess væri nægur tími. Vinnan væri skammt á veg kom­in.

Umfjöll­unin birt­ist fyrst í Mann­lífi.

Önnur möguleg framboð

Ekk­ert er vitað um fyr­ir­ætl­anir Alþýðu­fylk­ing­unnar sem bauð fram síð­ast í alþing­is­kosn­ingum sem og borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Rætt hefur verið um sér­stakt Kvenna­fram­boð, en þar að auki er óvíst með fram­boð Sós­í­alista­flokks Íslands, Húman­ista­flokks­ins og Dög­unar sem bauð fram í einu kjör­dæmi í síð­ustu alþing­is­kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar