Hvað er í húfi?

Formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar segir að það megi ekki klúðra gullnu tækifæri fyrir landsbyggðirnar að styrkja atvinnulíf og þar með leggja grunninn að aukinni hagsæld og sterkari tilverurétti.

Auglýsing

Milli­landa­flug um Akur­eyr­ar­flug­völl hefur verið mikið í umræð­unni upp á síðkast­ið, eftir að þota frá bresku ferða­skrif­stof­unni Super Break þurfti í tvígang að snúa til Kefla­víkur vegna aðflugs­skil­yrða á vell­in­um. Nú er búið að tryggja það að fyrir næsta vetur verði kom­inn upp aðflugs­bún­aður við hæfi sem ætti að minnka lík­urnar á því að ekki sé hægt að lenda í slæmu skyggni.

Eins og alltaf í þess­ari umræðu hafa ýmsir lagt orð í belg. Alltaf er ákveð­inn hópur sem bendir á að aðflugs­skil­yrði séu ómögu­leg í Eyja­firði og frekar eigi að huga að upp­bygg­ingu milli­landa­flug­valla í Aðal­dal eða Sauð­ár­króki. Vissu­lega held ég að færa megi rök fyrir því að aðflugs­að­stæður séu hag­stæð­ari á þessum tveimur stöðum en á Akur­eyri. En um það snýst ekki mál­ið. Ákvörðun hefur verið tekin um upp­bygg­ingu Akur­eyr­ar­flug­vallar fyrir milli­landa­flug þrátt fyrir að fram­kvæmdir við flug­hlað og aðflugs­búnað hafi taf­ist fram úr hófi og er það mið­ur. 

En hvað er í húfi? Hvað er í húfi fyrir ferða­þjón­ust­una á Norð­ur­landi? Mér finnst að umræðan um það hafi fallið skugg­ann af alls­konar tækni­legri umræðu um flug­völl­inn. Það að fá hingað inn beint milli­landa­flug getur skipt sköpum fyrir atvinnu­grein­ina á svæð­inu og þar af leið­andi upp­bygg­ingu atvinnu­tæki­færa og sam­fé­laga víða um Norð­ur­land. 

Auglýsing

Ég leyfi mér að full­yrða að engin upp­bygg­ing út frá byggða­legu sjón­ar­miði, eða sér­tækum byggða­að­gerð­um, hefur skilað meiri árangri en upp­bygg­ing og upp­gangur ferða­þjón­ust­unn­ar. Í hvaða þorpi sem er, í hvaða sam­fé­lagi sem er, hafa allt í einu sprottið upp þjón­ustu­fyr­ir­tæki fyrir ferða­menn síð­ustu árin. Og það að mestu án beinnar aðkomu opin­berra aðila. Það hafa risið upp gisti­hús, veit­inga­stað­ir, kaffi­hús og afþrey­ing­ar­mögu­leikar ýmis­kon­ar. Allt saman kær­komið í byggðum sem hafa barist hafa fyrir til­veru­rétti sínum jafn­vel í ára­tugi. 

Breytt ferða­hegðun erlendra ferða­manna er í þessu sam­bandi mikið áhyggju­efni. Rann­sóknir sýna að þeir stoppi styttra við á land­inu og eyði minni pen­ing. Það þýðir ein­fald­lega að færri og færri kjósa að ferð­ast út á land, utan suð­ur- og Suð­vest­ur­lands. Ferða­menn koma inn um einu gátt­ina inn í landið sem notið hefur upp­bygg­ingar og dvelja á umræddu svæði í þá daga sem dvölin stendur á Íslandi. Nýt­ing gisti­húsa og hót­ela á þessu svæði er stjarn­fræði­leg í sam­an­burði við nýt­ing­u ann­ars stað­ar á land­inu. 

Afkoma ferða­þjón­ust­unnar á „köldu svæð­un­um,“ Aust­ur­landi, Norð­ur­landi og Vest­fjörðum er í engu sam­ræmi við stöðuga fjölgun ferða­manna til Íslands und­an­farin ár. Þessi svæði þurfa sinn skerf af kök­unni. Ferð­ir Super Break ferða­skrif­stof­unnar sýna svo ekki verður um vill­st, að það er hægt að ná fram stýr­ingu á ferða­manna­straumi inn til lands­ins. Svokölluð „dreif­ing ferða­manna“ er oft í umræð­unni og margir staldra gjarnan við það að það sé ekki hægt að segja ferða­mönnum hvert þeir eigi að fara, það sé eitt­hvað sem þeir ákveði sjálf­ir. En með því að hugsa út fyrir kass­ann, rétt eins og Super Break hefur gert t.d. með því að bjóða upp á brott­farir frá mis­mun­andi flug­völlum í Bret­landi er klárt mál að það er hægt að búa til sterk­ari mark­aðs­svæði á umræddum svæð­um. Nú þegar geta bæði Akur­eyr­ar­flug­völlur og Egils­staða­flug­völlur tekið á móti far­þega­þot­um. Það þarf að efla þessa flug­velli gera þá í stakk búna til að þjóna bæði far­þegum og flug­fé­lög­um. Eins og staðan er virð­ast yfir­völd hafa sofið á verð­inum og ekki unnið í takti við heima­menn á þessum stöðum við upp­bygg­ing­una. Það er erfitt að fá fjár­magn í nauð­syn­legar end­ur­bæt­ur, ISA­VIA nýtir ekki hluta af sínum hagn­aði til að byggja upp aðra flug­velli en í Kefla­vík og kalla eftir skýrri eig­enda­stefnu stjórn­valda eigið það að breyt­ast. 

En í húfi eru sterk byggða­sjón­ar­mið sem fel­ast í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu úti á landi. Það má ekki klúðra þessu gullna tæki­færi fyrir lands­byggð­irnar að styrkja atvinnu­líf og þar með leggja grunn­inn að auk­inni hag­sæld og sterk­ari til­veru­rétti.

Þetta snýst ekki bara um flug­vell­ina, heldur líka sam­fé­lögin sem geta notið góðs af upp­bygg­ingu þeirra. Þar finnst mér oft vanta upp á ákveð­inn skiln­ing og sann­gjarna umfjöll­un. 

Höf­undur er for­maður Ferða­mála­fé­lags Eyja­fjarð­ar­sveit­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar