Horfum á stöðuna út frá litlu fyrirtækjunum

Það mætti gera meira af því að hugsa um hagsmuni litlu- og meðalstóru fyrirtækjanna.

Auglýsing

Á einum minnsta sjálf­stæða atvinnu­mark­aði heims­ins, Íslandi, með um 200 þús­und manns á vinnu­mark­aði, eru flestir vinnu­veit­endur litlir á alþjóð­lega mæli­kvarða.

Í sam­an­tekt Sam­taka atvinnu­lífs­ins, á vægi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja á mark­aðn­um, er miðað við vinnu­staði sem eru með 250 starfs­menn eða færri. Á Smá­þingi í gær var fjallað um umhverfi lít­illa fyr­ir­tækja, kynntar nið­ur­stöður könn­unar og málin rædd. Þetta er til fyr­ir­mynd­ar, og von­andi tekst Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að tengja sig enn betur við þessa hlið hag­kerf­is­ins. 

Þetta er ekki síst mik­il­vægt þegar horft er til kjara­við­ræðna og þeirra sjón­ar­miða sem skipta miklu máli í þeim. Rödd litlu fyr­ir­tækj­anna er sú rödd sem ætti að skipta mestu máli, þegar kemur að atvinnu­rek­end­um.

Auglýsing

Þó þetta telj­ist lítil og meðal stór­fyr­ir­tæki á Íslandi þá telj­ast þau örsmá fyr­ir­tæki víð­ast hvar í heim­in­um. En alveg eins og á alþjóða­mörk­uðum þá er þessi teg­und fyr­ir­tækja hryggjar­stykkið í hag­kerf­un­un­um. Litlu fyr­ir­tækin eru saman ris­inn á mark­aðn­um.

Eins konar lífæð hag­vaxt­ar, nýsköp­unar og þess sem kalla má mark­aðs­öfl. Það er algjör óþarfi að ræða um mark­aðs­öfl undir nei­kvæðum for­merkjum vegna þess að þau skipta heild­ar­sam­hengi hlut­anna miklu máli. Eru stórt og mikið tann­hjól í vél atvinnu­lífs­ins.

99,6

Það segir sína sögu að 99,6 pró­sent fyr­ir­tækja á Íslandi falla undir þessa skil­grein­ingu, sé miðað við tölur frá 2016. Yfir 70 pró­sent af vinnu­afl­inu í land­inu er að vinna hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum og tæp­lega 70 pró­sent launa­greiðslna fer fram hjá þeim.

Ein­hverra hluta vegna eru það hins vegar stóru fyr­ir­tækin sem oft eiga sviðið í opin­berri umræðu. Við blaða- og fjöl­miðla­fólk eigum mikla sök á þessu, þar sem við veljum of oft að fjalla um mál­efni sem snerta stærri fyr­ir­tæki. En það er líka þannig, að í valda­el­ítu við­skipta­lífs­ins, þá er vægi þeirra líka meira. Það væri öllum hollt að leyfa full­trúm litlu fyr­ir­tækj­anna að vera með í „veisl­un­um“ líka.

Það er frekar að litlu fyrirtækin ætli sér að bæta við starfsfólki á næstunni, heldur en hitt. Mynd: SA.Það er mik­il­vægt að það sé hugað vel að hags­munum litlu og með­al­stóru fyr­ir­tækj­anna, því þarna ger­ast hlut­irn­ir, í orðs­ins fyllstu merk­ingu.

Ánægju­legt

Nið­ur­stöður könn­unar á meðal lít­illa- og með­al­stórra fyr­ir­tækja sýna að tölu­verður sókn­ar­hugur er í þeirra röð­um. Gera má ráð fyrir að mikil eft­ir­spurn í hag­kerf­inu spili þarna inn í þar sem mörg smærri fyr­ir­tæki sinna mik­il­vægum inn­lendum þjón­ustu- og iðn­að­ar­verk­efn­um, svo dæmi sé tek­ið. 

Um helm­ingur sér fram á að halda í það minnsta sama starfs­manna­fjölda, helm­ingur ætlar að bæta í og um 10 pró­sent sjá fram á fækk­un.

Ekki sjálf­sögð staða

Það sem er helsta áhyggju­efn­ið, um þessar mund­ir, er að of mikil spenna verði í hag­kerf­inu sem síðan leiði til hefð­bund­inna vanda­mála. Verð­bólgu­skots og nið­ur­sveiflu. 

Lyk­il­at­riðið þegar kemur að hags­munum lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja er að ná góðri nið­ur­stöðu í kjara­við­ræð­um, sem framundan eru. Sú nið­ur­staða þarf að taka mið af hags­munum fólks­ins á gólf­inu og atvinnu­rek­enda. Hinn gullni með­al­vegur gæti verndað árang­ur­inn sem hefur náð­st, og komið í veg fyrir að hag­kerfið fari útaf spor­in­u. 

Ef það er horft á stöð­una út frá hags­munum lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, þá eru meiri líkur á að þessi gullni með­al­vegur finn­ist. Innan þeirra eru sjaldn­ast ofur­laun hjá stjórn­endum og stjórnum sem oft eru upp­spretta deilna á vinnu­mark­aði. Hefð­bundin rekstr­ar­skil­yrði, sem ýta undir góðan rekst­ur, er það sem skiptir máli, og þar á fólkið sam­eig­in­lega hags­muni með atvinnu­rek­end­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari