11 mánuðir í Hvergilandi stjórnvalda

Magnús Már Guðmundsson fjallar um kosti þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýkur við 9 mán­aða aldur barns og börn eru að með­al­tali 20 mán­aða þegar þau komst inn á leik­skóla. Í 11 mán­uði eru þau hvorki hér né þar, föst í Hvergilandi stjórn­valda. Í 11 mán­uði þurfa for­eldrar að brúa bilið – vera launa­laus heima, fá meiri­háttar aðstoð ann­arra fjöl­skyldu­með­lima eða borga háar fjár­hæðir til að kom­ast að hjá dag­for­eldri eða í einka­reknum leik­skóla. Miðað við þann tíma sem það hefur tekið stjórn­völd að bregð­ast við þessum vanda er engu lík­ara en þetta sé óbrú­an­legt bil, ævar­andi hluti þess að eign­ast barn á Íslandi. En þetta þarf ekki að vera svona. Með réttri for­gangs­röðun er hægt að brúa þetta bil.

Lengjum fæð­ing­ar­or­lofið

Fjöl­skyldum verður að vera gert kleift að vera heima með nýjum fjöl­skyldu­með­limi í að minnsta kosti eitt ár frá fæð­ingu. Fyrir því er marg­vís­leg rök og þau veiga­mestu snúa að því að það er ungu barni fyrir bestu að vera lengur hjá for­eldrum sínum upp á tengsla­myndun og þroska þess.

Það er því orðið löngu tíma­bært að lengja fæð­ing­ar­or­lof­ið. Algjör óþarfi er að þæfa málið eins lagt er til í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna og hægri­flokk­anna. Hvað lengd fæð­ing­ar­or­lofs varðar erum við eft­ir­bátar þjóða sem við berum okkur að jafn­aði við. Lengra fæð­ing­ar­or­lof er ein lyk­il­for­senda þess að brúa bilið sem skap­ast þegar fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýkur við 9 mán­aða aldur og þar til börn kom­ast kom­ast inn á leik­skóla.

Auglýsing

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar um að lengja fæð­ing­ar­or­lofið úr 9 mán­uði í 12 mán­uði. Það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu en að ganga hratt og örugg­lega til verka hvað þetta varð­ar. Nógu margar skýrslur og til­lögur liggja fyr­ir.

Tryggjum dag­vist­un­ar­úr­ræði strax að loknu fæð­ing­ar­or­lofi

Könnun sem BSRB gerði á síð­asta ári leiddi í ljós að börn eru að með­al­tali 20 mán­aða þegar þau kom­ast inn á leik­skóla hér á landi. Þá kom fram útt­tekt BSRB að dag­for­eldrar er aðeins starf­andi í 21 af 74 sveit­ar­fé­lög­um. Bent hefur verið á skekkj­una sem í því felst að sveit­ar­fé­lögum er í sjálfs­vald sett við hvaða aldur börn eiga rétt á dag­vist­un­ar­úr­ræð­um. Þar sker Ísland sig frá hinum Norð­ur­lönd­un­um, sem við berum okkur svo gjarnan við, en þar er skýrt kveðið á um rétt barna til dag­vist­unar eftir fæð­ing­ar­or­lof sem er auk þess alltaf lengra en hér á landi.

Við í Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík höfum unnið að því mark­miði að öllum 18 mán­aða börnum standi pláss á leik­skóla til boða. Stefnt er að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sæk­ir. Fjölgun dag­for­eldra, en ekki síst stofnun ung­barna­deilda á leik­skól­um, eða srstakir ung­barna­leik­skól­ar, eru lyk­il­at­riði þegar kemur að því að brúa bil­ið. Settar voru á stofn sjö ung­barna­deildir á síð­asta ári í Reykja­vík. Þeim mun fjölga á næst­unni. Í mars kynnum við áætl­anir sem gera ráð fyrir inn­töku enn yngri barna í lek­skól­ana. Loka­tak­markið er síðan að bjóða leik­skóla­vistun frá 12 mán­aða aldri. Þannig leggjum við okkar lóð á vog­ar­skál­arnar til að brúa bil­ið.

Brotið kerfi

Umönn­un­ar­bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og fram að því að barn kemst að jafn­aði inn á leik­skóla er 11 mán­uð­ir. Rætt tæp­lega ár. Þetta bil sem skap­ast reyn­ist ansi mörgum erfitt að brúa og skapar auk þess mikið óör­yggi og jafn­vel van­líðan þegar ekki liggur fyrir hvað taki við að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. Villta vest­urs ástand er stað­reynd þar sem for­eldrar kepp­ast um að koma börnum sínum að á biðlista hjá einka­reknum leik­skólum eða dag­for­eldr­un­um. Utan­um­hald og gegn­sæi er svo gott sem ekk­ert og kunn­ingja­skapur og rétt tengsl geta hjálpað til. Þá er þekkt að for­eldrar borgi sér­stakar greiðslur til að tryggja barni vist­un. Þetta ástand hefur fengið að við­gang­ast alltof lengi og því þarf hrein­lega að breyta.

Til marks um stöð­una er hóp­ur­inn "For­eld­arar sem fá ekki dag­gæslu fyrir börn sín að loknu fæð­ing­ar­or­lofi" sem stofn­aður var í jan­úar á Face­book. Nú þegar eru hátt í 1200 for­eldrar komnir í hóp­inn og skipt­ast þar á reynslu­sögum úr ólíkum bæj­ar­fé­lög­um. Neyðin er mörgum erfið og vand­inn öllum aug­ljós.

Ég og konan mín erum sjálf í þessum aðstæðum núna. Við eigum þrjú börn fædd 2011, 2013 og 2016 og höfum í öll skiptin tekið marga launa­lausa mán­uði til að brúa bil­ið. Í þetta sinn blanda ég saman vinnu og færð­ing­ar­or­lofi á meðan konan mín er í fullri vinnu. Eina áástæðan fyrir því að þetta fyr­ir­komu­lag gengur upp er sú að tengda­mamma tekur strák­inn sem er 16 mán­aða þá daga sem ég er að vinna. Öðru­vísi gætum við ekki brúað bil­ið. Við erum heppin því ekki hafa allir mögu­leika á brúa bilið með þessum hætti.

Fjöl­skyldu­vænna sam­fé­lag

Bilið verður seint brúað á skömmum tíma en það á heldur ekki að þurfa að taka mörg ár. Með því að sam­þykkja frum­varp þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar um lengra fæð­ing­ar­or­lof og tryggja mark­viss skref sveit­ar­fé­laga á borð við Reykja­vík þar sem börn eru tekin fyrr inn á leik­skól­ana en nú ert gert tryggjum við að bilið verði á end­anum brú­að. Ein­ungis þannig komum við á fjöl­skyldu­vænna sam­fé­lagi og tryggjum að Ísland verði aðlað­andi kostur á ný fyrir ungt fólk og barna­fjöl­skyld­ur.

Höf­undur er for­maður borg­ar­stjórn­ar­flokks Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar