FME og ragnarök

Finnur Gunnþórsson markaðsfræðingur skrifar um verðmæti, smekk og sýndarmiðla.

Auglýsing

Fréttir herma  að Trygg­inga­miðlun Íslands ætli að selja eitt verka sinna úr ser­í­unni Ragnarök eftir Dið­rik Jón Krist­ó­fers­son. Heyrst hefur að upp­boðs­hald­ar­anum hefði þótt verkið full glanna­legt og ekki áttað sig á því hverjir hefðu smekk fyrir því. En sem kurt­eis fag­maður með meiru, var hann til­bú­inn að koma verk­inu að á næsta upp­boði hjá Gall­erí Fold, þar sem það verður að líkum selt í byrjun mars. Þar mun verkið hanga innan um klass­ísk verk af kenni­leitum sem þjóðin kann­ast jafn vel við og Seðla­bank­ann og mið­bæ­inn í Reykja­vík. Af þessu má sjá að þótt að listin geti verið mik­ils virði þá er smekkur manna mis­jafn og því alltaf gott að hafa opinn huga eins og upp­boðs­hald­ar­inn.  

Kannski er ekki nema von að upp­boðs­hald­ar­inn hafi ekki áttað sig í hvelli, enda minna verkin í ser­í­unni Ragn­ar­rök á hlut­verka­leiki eins og For­gotten Realms  og þá list sem maður gjarnan sér að prýðir albú­mum þung­rokksveita, til dæmis eins og þeirrar Týrs þeirrar fær­eysku.  

List­málar­inn sjálfur sem kallar sig Nekron er slíku sann­ar­lega kunnur og spilar þyngra rokk en gengur og ger­ist að mig minnir í hljóm­sveit­inni RÁN, auk þess að skrifa lærðar rit­gerðir og hefur nælt sér í M.Art.Ed gráðu við Lista­há­skóla Íslands.  

Auglýsing

Þessar merku upp­lýs­ingar fengu mig til að hugsa um fram­tíð­ina. Hvernig kemur ungur maður sér fyrir í ver­öld­inni? Hvers er að vænta fyrir æsku lands­ins?  

Ein mik­il­væg­asta spurn­ingin er: Í hverju eru verð­mætin fólg­in? Og hvernig varð­veitum við þau og ávöxtum til kom­andi kyn­slóða? Það þarf opin huga til þess að finna fjár­sjóð utan við eigin smekk. Eins þarf seiglu og ein­beittan vilja til að kynna sér hlut­ina svo að maður stundi stöðugan lær­dóm og nái að fást við breyt­ing­arn­ar.

Sam­kvæmt grein í Við­skipta­blað­inu sem birt­ist 25. jan­úar síð­ast­lið­inn og bar tit­il­inn „Um­svif sjóð­anna of mik­il“ eru íslenskir líf­eyr­is­sjóðir í vand­ræðum af því þeir geta ráðið allt of miklu á örsmáum inn­an­lands­mark­aði.  

Þá skiptir smekk­ur­inn um hag­rænar aðferðir fjár­mála­fræð­innar orðið nær engu í fjár­fest­inga­stefnu af því að inn­an­lands­mark­að­ur­inn er of smár miðað við fjár­hæð­irnar og hættan á slæmum ákvörð­unum vegna tengsla eða erf­ið­leika við áhættu­dreif­ingu orðin of mik­il.  

Miðað við hinn stóra heim eru fjár­fest­inga­mögu­leikar inn­an­lands tak­mark­að­ir, en mig minnir að ég hafi lært ein­hvern­tíma í skóla að í áhættu­dreif­ingu bæri að huga að alla­vega 20 -30 ólíkum hag­svæðum eða geirum; iðn­aði, lands­svæð­um. Þá til þess að eiga von á því að draga sem ein­hverju næmi að ráði úr áhættu. Var þá miðað við töl­fræði­lega nálgun á upp­lýs­ing­ar. En kannski var það bara vit­leysa, seinni tíma töl­fræði rann­sóknir nefna töl­una 60 en þá er verið að miða við ólík fyr­ir­tæki. Ég man eftir alls­konar þum­al­putta­reglum hvað slíkt varðar nú þegar ég skrifa en litlu af því sem virt­ist vera líkt nátt­úru­vís­ind­un­um. Enda var ég við nám í stjórn­un­ar, stjórn­mála og heim­speki­deild þar sem við­skipta- og hag­fræði töld­ust til félags­vís­inda. Það að átta sig á því þótti upp­haf visk­unnar á þeim svið­um. En hver veit ? Einn náung­inn skrif­aði bók sem heitir Svarti svan­ur­inn af því hann græddi alltaf á því að veðja á að ofur ólík­legir hlutir gerð­ust reglu­lega og hefðu gríðar miklar afleið­ingar sem væru góðar eða slæm­ar.  

Það er greini­lega mikil þörf á því fyrir alla Íslend­inga að hugsa um verð­mæti, fyr­ir­tæki og fjár­mál á skap­andi hátt næstu árin.  

Sjálfum finnst mér að þurfi að hugsa um heild­ina.

Kannski er okkar helsta von um bjarta fjár­hags­lega fram­tíð og getu til greiðslu eft­ir­launa einmitt í sprota­fyr­ir­tækj­um. En þau eru mjög áhættu­söm. Skap­andi greinar hafa skilað okkur ótrú­lega miklu eins og skýrsla sem ég sá hjá Útón árið 2010 um hag­ræn áhrif þeirra sýndi aug­ljós­lega. Í hvoru­tveggja er áhættan þó mjög mik­il. Og ég minn­ist ekki á ferða­menn­ina af því ég hef áhyggjur af inn­við­unum og tel að þá beri að ræða á meiri dýpt en minnst rétt á þá hér.

Nið­ur­staða mín er sú að ég sem ein­stak­lingur kom­ist ekki hjá því að hugsa um fjár­mál, smekk og verð­mæti og geti ekki varpað ábyrgð­inni yfir á aðra.  

Ég get ekki ætl­ast til þess að bank­inn eða líf­eyr­is­sjóð­irnir hugsi fyrir mig eða sinni mér full­kom­lega.  En ég veit líka að því fleiri sem við hugsum um þessa hluti þeim mun meiri líkur eru á góðum lausnum sem geta nýst mörg­um.

Ég mun sem ein­stak­lingur til dæmis taka mið af við­vörun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem kom út þann 31. jan­úar um að ég sem almenn­ingur eigi að vara mig á Bitcoin og „sýnd­ar­fé“ og tek undir við­vör­un­ina um stór­kost­lega áhættu. Um leið segi ég: „halló! Ég verð að kanna þetta!“

Bitcoin og sýnd­arfé er einn fárra mögu­leika í nútím­anum á meiri­háttar kerfis breyt­ing­um. Þar er á ferð­inni að hluta til mögu­leik­inn á lýð­ræð­i­svæð­ingu pen­inga og beinum sam­skiptum um verð­mæti.  Blockchain tæknin er komin til að vera. Þetta finnst mér Hyperled­ger Línux sjóðs­ins sýna best um þessar mund­ir. En Hyperled­ger er opin tölvu for­rit­un­ar­máls grunnur sem að er ætl­aður til þess að nýta blockchain tækni fyrir fyr­ir­tæki í mjög víðum skiln­ingi og ekki ein­göngu fyrir raf­mynnt. Þ.e.a.s. allt sem lýtur að við­skipta­straumum á Inter­net­inu.  En stór­fyr­ir­tæki eins og Air­bus, Amer­ican Express, Deutsche Börse Group, Daim­ler, Hitachi, IBM, Intel, SAP, J.P. Morgan og NEC eru öll orðin félagar í Hyperled­ger stofnun Linux sjóðs­ins.  

Ég veit að Fjár­mála­eft­ir­litið vill vel og ég hvet ykkur öll til þess fara var­leg en samt til þess að skoða og hugsa um blockchain tækn­ina. Ég á sjálfur enn í fullu fangi með að skilja þetta allt saman en ég veit að þessar tækni­breyt­ingar eru þær sem eru hvað mest spenn­andi fyrir íslensku þjóð­ina sem verður lík­ast til að taka það upp á sína arma að aðstoða líf­eyr­is­sjóð­ina við áhættu­dreif­ingu. Enda sinna stjórn­endur þeirra verki sem krefst mik­illar útsjón­ar­semi, heil­inda og meiri ábyrgðar gagn­vart fámennu sam­fé­lagi en marga grun­ar.

Mig hefur oft langað að eiga fal­legt Cara­vaggio mál­verk eins og það sem sýnir Pál Post­ula mæta Kristi en það er alls ekki lík­legt að ég geti auð­veld­lega „reddað því“ á næst­unn­i.  Ætli slíkt gæti nokkurn tíma orðið raun­hæft mark­mið í eigna­stýr­ingu hjá almennum ungum Íslend­ingi?  

Ég gæti best trúað því að verði örtröð á upp­boði Gall­erí Foldar í mars­mán­uði þar sem eitt fárra þjóð­legra þung­arokk mál­verka nútíma listar verður boðið upp. Kannski fer það á verði yfir millj­ón. Ætli félagar úr Dimmu og Skálmöld kepp­ist við að bjóða í það? Hver veit. Ég get ekki látið vera að hugsa til Basquiat í öllu þessu sam­hengi en hann náði að hræra í hlut­unum og ná heims­frægð í Banda­ríkj­unum tví­tugur um 1980. Hann var lista­maður sem lét strauma úr m.a.  hip hopi, jazzi, klass­ískri list og frönskum ljóðum bræða saman á striga. Því miður dó hann ung­ur. En það má með sanni segja að rétt áður en hann birt­ist hefði það þótt ofur ólík­legur við­burður að list sem hans yrði til og að eitt mál­verka hans yrði síðar selt sem dýrasta verk banda­rísks lista­manns sem farið hefði á upp­boði.  En ég veit það að þó að sumt hald­ist við líði þá eru breyt­ing­arnar lík­ast meiri en við getum nokkurn tíma ímyndað okk­ur. Og núna og ekki seinna er tím­inn til þess að skoða og læra.

Höf­undur er MSc. í alþjóða­mark­aðs­fræði og stjórn­un, trygg­inga­ráð­gjafi og mark­þjálfi

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar