Konur í forsjármálum

Jón Hjörtur Sigurðarson segir að ef við ætlum að tala um forsjármál þá eru það börnin sem koma fyrst ekki foreldrar, ekki mæður né feður. Fyrst og fremst þarf að verja þau og þeirra réttindi.

Auglýsing

Síð­ustu daga hefur umræða sem teng­ist for­sjár­málum og konum verið á Rúv. Sér­stök áhersla er lögð á for­sjár­mál tengt inn­flytj­endum og þeim tíma sem tekur að vinna í þeim mál­um. Í frétt­unum er talað um hve langan tíma konur geti þurft að vera í Kvenn­athvarf­inu vegna stöðu sinn­ar.

Rúv hefur birt nokkrar fréttir tengt ákveðnu máli. Fyrsta fréttin kom undir titl­inum „Föst í kvenna­at­hvarf­inu í sjö mán­uði“ en þar kom skoðun finnskrar konu fram um hve kerfið vinnur hægt á Íslandi. Hún talar um seina­gang í kerf­inu og að það sé illa skipu­lagt í sam­ræmi við önnur lönd og benti á að ann­ars staðar fengi hún bráða­birgð­ar­úr­skurð þar til for­sjár­málið myndi klár­ast. Þessi afstaða vakti upp  spurn­ingu hjá mér því hver er þá for­sendan að hún sé í Kvenna­at­hvarf­inu, en ekki eins og aðrir í eigin eða leigu hús­næði? Ef hún fengi bráða­birgða­úr­skurð má hún hvort eð er ekki fara úr landi með barn­ið.

Skýrt er tekið fram að meðan bráða­birgða úrskurður er í gildi er far­bann á barnið og því hefði hún þurft að vera á land­inu hefði hún fengið bráð­ar­brigð­ar­for­sjá.  Því spyr ég, af hverju, af hverju talar hún um þennan úrskurð eins og hann hefði breytt því hvort hún hefði verið í Kvenna­at­hvarf­inu eður ei. Umræðan olli því að ég vildi grafa aðeins dýpra í málið og skoð­aði aðrar fréttar sem bár­ust þessa daga og hafði sam­band við Rúv sem birti frétt­ina. Ég vildi vita hvernig þetta end­aði á þeirra borði en lítið var um svör.  „Hver hafði sam­band við ykkur út af mál­in­u?“ og Rúv svar­ar: „við getum því miður ekki veitt slíkar upp­lýs­ing­ar.“

Auglýsing
Svarið vakti enn frekar áhuga minn til að skoða málið enn frekar og sjá hvað kæmi úr út því. Í næstu frétt kom fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins fram og sagði sína sögu, ber fréttin tit­il­inn „Konur oft fastar í athvarf­inu vegna seina­gangs“. Með frétt­inni var mynd­band af konu sem greini­lega átti að líða illa og vera föst í athvarf­inu. Myndin hafði ekk­ert með frétt­ina eða við­mæl­endur sem komu fram í frétt­inni frá 19. febr­úar að gera. Í þessu við­tali hófst þema sem mér líst mjög illa á og passar að mörgu leyti ekki við veru­leik­ann. Fréttin hófst á hve slæmt konur hefðu það í for­sjár­mál­um, öll umræðan sem kom eftir það snéri ein­göngu að kon­um, enda virð­ist þessi umfjöllun vera komin frá Kvenn­athvarf­inu en ekki kon­unni sjálfri. Þó svo að frá­sögn hennar um langan vinnslu­tíma for­sjár­mála sé sönn þá er þetta alls ekki sá hópur sem stendur verst að vígi, Það eru feður og börnin sjálf. Hjá Rúv kemur fram að konur þurfi að kom­ast í öruggt skjól sem fyrst. Það er ekki talað um að barn þurfi öruggt skjól, að barn eigi að umgang­ast for­eldra sína á meðan svona mál stendur yfir. Í allri lög­gjöf­inni um mála­flokk­inn kemur skýrt fram að barn eigi að njóta sam­veru beggja for­eldra og væri staðan öfug er alveg jafn mik­il­vægt að feður hefðu sam­bæri­legt úrræði. En þar sem þessi umræða er leidd af Kvenna­at­hvarf­inu er engin umræðu hvað feður standa illa í svona mál­um. Kem að því síð­ar.

Í þriðju frétt­inni stígur Mar­grét Stein­ars­dóttir fram­kvæmda­stjóri Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands fram og ýtir aftur undir mál­flutn­ing­inn að konur standi svo illa í for­sjár­málum séu þær eru af erlendu bergi brotnu. Þar vísar hún í að þær fái ekki túlk í gegnum sátta­með­ferð og því verði að vera til úrræði fyrir þær til að sleppa sátta­með­ferð. Mar­grét vill að til sé und­an­þága fyrir þær í þessum aðstæðum en ekki að tryggja þeim túlk svo þær þurfi að fara í gegnum það sama og allir aðr­ir! Þing­menn hafa upp til hópa talað um að styrkja þurfi sátta­með­ferð og að hún hafi skilað árangri en Mar­grét vill að það sé hægt að kom­ast hjá því sértu útlend­ing­ur. Þessi regla er svo skýr í dag að það þarf í öllum til­vikum að reyna á sáttir áður en hægt sé að fara fyrir dóm. Það gengur svo langt að í dag er engin und­an­þága fyrir sátta­með­ferð en ef svo væri er þetta ekki helsta áherslu atrið­ið. Hvernig væri und­an­þága þegar börn hafa verið vistuð utan heim­il­is? Þegar annað for­eldrið er sett í með­ferð? Þegar for­eldri reynir að svipta sig lífi? Nei það er ekki umræð­an, heldur þegar konur treysti sér ekki til að fara og reyna að ná sátt fyrir barn að þá á að gefa und­an­þágu.

Ástæða þess að ég tók mig til og ákvað að skrifa greinin er í raun og veru mjög ein­föld. Ég er alveg sam­mála því að kerfið í kringum sátta­með­ferð virkar ekki. Það bregst of hægt við og í verstu til­vik­unum þá er vitað að ekk­ert mun koma út úr sátta­með­ferð. Það er stór galli að ekki sé hægt að fá und­an­þágu frá henni til að flýta fyrir for­sjár­mál­um. Útlend­ingar er ekki hóp­ur­inn sem þarf mest á því að halda. Ef við ætlum að taka umræðu um for­sjár­mál á það að vera á jafn­rétt­is­grund­velli en ekki á þeim grund­velli að konur hafi það svo slæmt í for­sjár­mál­um, burt­séð frá upp­runa. Þegar við horfum til íslenskra dæma get ég bent á eitt sem hefur tekið rúm­lega 3 ár að fá úrskurð frá Hér­aðs­dómi um lög­heim­ili barna og stór partur af þeim tíma liggur hjá sýslu­manni. Í því til­viki tók 9 mán­uði að fá sátta­vott­orð vegna þess hvernig ferlið hjá sýslu­manni virk­ar. Það versta var þegar málið var opnað var vitað að ekki myndi nást sátt um lög­heim­il­ið. Mar­grét tal­aði um að konur af erlendum upp­runa séu í verstu stöð­unni en í flestum for­sjár­málum stendur fað­ir­inn verr og þá sér­stak­lega þegar móðir fer með barn og tálmar umgengi. Því lengur sem hún heldur barni frá föð­ur, því sterk­ari rök færir hún fyrir því að fað­ir­inn teng­ist ekki barn­inu. Nú vil ég taka fram að auð­vitað geta feður tálmað umgengi eins og mæður en sam­fé­lagið og stjórn­sýslan tekur allt öðru­vísi á þeim mál­um. Ég get komið með dæmi um hvernig faðir hefur setið undir sam­fé­lags­legum for­dómum fyrir það eitt að vera faðir barns­ins. Hann hefur þurft að svara fyrir sig á flestum stöð­um, þar á meðal barna­vernd, Land­spít­al­an­um, hjá sýslu­manni og fyrir dóm­ara án þess að hafa gert nokkuð rangt gagn­vart barni. Hér kemur ein af mínum sög­um.

Loka­orðin mín verða því:

Ef við ætlum að tala um for­sjár­mál þá eru það börnin sem koma fyrst ekki for­eldr­ar, ekki mæður né feð­ur. Fyrst og fremst þarf að verja þau og þeirra rétt­indi og muna að ásökun er ekki það sama og vera sekur um eitthvað.

Saga Jóns Hjartar

Ég var heima með börnin mín í umgeng­isvik­unni að elda mat. Eldri strák­ur­inn var inn í stofu að horfa á þátt en dóttir mín og stjúp­bróðir hennar uppi að leika sér. Frá efri hæð­inni var brattur stigi upp á háa­loft sem þau máttu ekki fara í. Allt í einu heyri ég skell og hleyp upp. Þar kem ég að dóttur minni grát­andi á gólf­inu neðst við stig­ann og geri mér strax grein fyrir hvað hafði gerst. Tek hana í fangið og fer nið­ur. Þar sest hún við hlið­ina á vask­inum og ég kæli hnakk­ann þar sem hún hafði skollið í góflið. Ekki líður á löngu þar til hún byrjar að æla og ég vissi þá að það þýddi ferð á sjúkra­hús­ið. Ég hringi í kær­ustu mína og hún tekur strák­ana á meðan ég er á sjúkra­hús­inu. Þegar ég kem og læt vita hvað gerð­ist þá er ein af fyrstu spurn­ing­unum sem ég fæ „ertu búin að láta mömm­una vita?“ því svara ég neit­andi, en lofa að um leið og búið sé að skoða hana og stað­festa eitt­hvað muni ég hringja í hana. 

Við bíðum ekki lengi þar til við komumst inn og í skoð­un. Fyrsta spurn­ingin sem ég fæ, núna frá öðrum hjúkr­un­ar­fræð­ingi er: „er búið að láta mömm­una vita?“ aftur svara ég eins og áður því ekki er búið að skoða stelpuna mína. Hún sér að það er far á hnakk­anum eftir höggið og vill taka hana inn fyrir til að láta lækni kíkja á hana. Þegar þangað er komið fæ ég rúm fyrir hana og mér er sagt að læknir komi fljót­lega svo ég ákvað að bíða með að hringja í mömmu henn­ar, þar til eftir skoð­un, svo hún hefði ekki óþarfa áhyggjur af stelp­unni okkar ef þetta væri nú ekki neitt. Lækn­ir­inn kemur nokkrum mín­útum seinna og þá með hjúkr­un­ar­fræð­ing með sér (sem ég hafði ekki hitt áður). Lækn­ir­inn labbar að dóttir minni og hann skoðar hana og spyr stutt hvað gerð­ist, hversu hátt fall og svona. Þegar hann hættir að spyrja og er að skoða aðeins spyr hjúkr­un­ar­fræð­ingur númer 3 „ertu búinn að láta mömm­una vita?“

Það er ekki búið að skoða stelpuna mína, en þrír kven­kyns hjúkr­un­ar­fræð­ingar höfðu spurt mig „ertu búinn að láta mömm­una vita?“

Þarna kemur loks­ins lækn­ir­inn með að þetta hafi verið svo­lítið högg og hún þurfi að liggja inni i smá tíma undir eft­ir­liti. Hann fer og ég tek upp sím­ann og hringi í mömmu hennar svo hún geti komið og verið hjá stelp­unni okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar