Traust, reynsla og þekking - gegn misskiptingu og óréttlæti

Ingvar Vigur Halldórsson frambjóðandi til formanns Eflingar skrifar um stjórnarkjörið framundan. Segir fólkið á hinum listanum leikara í leikriti sem þau sömdu ekki handritið að.

Auglýsing

Eftir nokkra daga verður gengið til kosn­inga um for­mann og helm­ing stjórn­ar­manna í einu stærsta verka­lýðs­fé­lagi lands­ins, Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi. Ég hvet alla félaga í Efl­ingu að nýta lýð­ræð­is­legan rétt til að kjósa um for­yst­una í félag­inu.

Höf­undur þess­arar greinar er fyr­ir­liði A-list­ans, er í fram­boði til emb­ættis for­manns. Það er til siðs á Íslandi að segja á sér deili. Ég heiti Ingvar Vigur Hall­dórs­son, fæddur og upp­al­inn á Akur­eyri sonur Hall­dórs Guð­laugs­sonar og Borg­hildar Ingv­ars­dóttur en þau voru verka­fólk alla sína starfsæfi. Ég á 4 systk­in.

Alltaf verið virkur í starfi

Ég tengd­ist mínu stétt­ar­fé­lagi fyrst þegar ég var 16 ára gam­all og sótti fræðslu í Ölf­us­borg­ir. Þar átt­aði ég mig á því hvað stétt­ar­fé­lög eru mik­il­væg og vildi fljót­lega leggja mitt af mörk­um, varð trún­að­ar­maður á mínum vinnu­stað og svo seinna stjórn­ar­maður í Efl­ingu. Þar sá ég hversu sterk rödd Efl­ingar er í þjóð­fé­lag­inu og hversu mikið afl sam­taka­máttur fólks­ins er. Til þess þurfa þau samt að vera sam­stíga, en á það hefur stundum skort í seinni tíð.

Auglýsing

Stolt­astur er ég af aðkomu minni að tveimur stórum verk­efn­um: Ann­ars vegar að stofnun Virk - starfsend­ur­hæf­ing­ar, en hún hefur gefið þús­undum Íslend­inga mögu­leika á að kom­ast aftur út í lífið sem virkir ein­stak­ling­ar. Hins­vegar að hafa komið að því að stofna Bjarg fast­eigna­fé­lag, sem nú er að fara að reisa 2300 ódýrar leigu­í­búðir til að bregð­ast við hús­næð­is­vand­anum sem við glímum við sem þjóð­fé­lag.

En það er af nógu öðru að taka. Hús­næð­is­vand­inn er ekk­ert að minn­ka, heldur höfum við bara hægt á aukn­ingu vand­ans. Ég hef áhuga á að halda áfram bar­áttu fyrir breyt­ingum á hús­næð­is­mark­aðn­um. Til að mynda vil ég nýta rödd félags­ins til að bæta stöðu þeirra sem vilja kom­ast af leigu­mark­aðnum og kaupa og tryggja þar með öruggt heim­ili fyrir sína fjöl­skyldu. Það er algjör­lega ófært að fólk sem greiðir háa leigu og getur staðið í skilum með hana falli á greiðslu­mati með mun lægri útreikn­aða greiðslu­byrði af lánum en leigan er. Eðli­legt væri að fólk gæti sýnt fram á greiðslu­getu með því að sýna fram á að hafa greitt leigu. Nú er fólk fast í leigu­greiðslum t.d. 200 þús­und á mán­uði en fær höfnun á greiðslu­mat upp á t.d. 150 þús­und á mán­uði. Þetta er ósann­gjarnt rugl. Við þurfum að byggja upp sann­gjarn­ara sam­fé­lag. Við þurfum rétt­lát­ari skipt­ingu á öllum svið­um. Við þurfum rétt­látari skipt­ingu á afrakstri vinn­unn­ar, aðgangi að vel­meg­un­inni og virð­ingu á öllum stig­um. Það er ófært að þær launa­hækk­anir sem við semjum um séu teknar af á hinum end­anum með lækkun bóta eða breyt­ingum á skatt­kerfi. Þar vil ég að félagið mitt beiti sínu afli. Þar vil ég beita mér!

Ávinn­ingur hirtur til baka af stjórn­völdum

En hvað er maður eins og ég að vilja upp á dekk? Það er ein­falt að svara því. Mis­skipt­ingin í þessu þjóð­fé­lagi er óþol­andi og ég vil leggja mitt af mörkum við að breyta því ástandi. Það þarf að gera stór­á­tak í hús­næð­is­málum lág­launa­fólks og það þarf að hækka laun félag­anna á lægstu töxt­un­um. Það er aug­ljóst. En það er fleira sem hefur áhrif á kaup­mátt en krón­urnar í umslag­inu. Á sama tíma og tek­ist hefur að hækka lægstu laun meira en ann­arra, hefur rík­is­valdið mark­visst skorið niður í vel­ferð­ar- og stuðn­ings­kerf­un­um. Stjórn­völd hafa bein­línis grafið undan þeim. Per­sónu­af­sláttur hefur ekki fylgt launa­þróun og við­mið­anir í vaxta- og barna­bóta­kerf­unum hafa ekki fylgt annarri þró­un. Fjár­hæðir í barna­bóta­kerf­inu hafa rýrnað að raun­gildi og tekju­skerð­ingar verið aukn­ar. Þetta kemur auð­vitað harð­ast niður á þeim sem lægst hafa laun­in. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér, heldur vegna meðvit­aðra ákvarð­ana stjórn­valda, sem hafa þannig stór­aukið skatt­byrði lág­launa­fólks. Þannig hafa rík­is­stjórnir síð­ustu tveggja ára­tuga bein­línis hirt ávinn­ing­inn af launa­hækk­unum á þessum tíma og hlut­falls­lega lang­mest af þeim sem lægst hafa laun­in. Undan þessu svíður og ég vil berj­ast fyrir því að þessi þróun verði stöðvuð og henni snúið við, til við­bótar við hækkun launa verka­fólks.

Metoo bylt­ingin mun breyta sam­fé­lag­inu

Nýlega steig fram fjöldi kvenna - undir merk­inu #metoo - og sögðu sögu sína af miklu þjóð­fé­lags­meini. Stór hluti þeirra kvenna sem stigu fram eru félags­menn í Efl­ingu. Hér er verk að vinna. Ég mun beita mér af fullri hörku fyrir því að þeirri menn­ingu sem lýst er í metoo sög­unum verði breytt. Efl­ing á að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni fyrir rétti þolenda. Þetta er bar­átta sem snýst um almenn mann­rétt­indi.

Við erum ekki á vegum stjórn­mála­flokks

Í kosn­ingum til stjórnar Efl­ingar í mars eru nú tveir list­ar. Það er hraust­leika­merki í stóru og sterku verka­lýðs­fé­lagi að fólk vilji gefa kost á sér til for­ystu. Ég get samt ekki neitað því, að mér finnst óþægi­legt til þess að vita að stjórn­mála­flokkur skuli standa á bak­við fram­boð B-list­ans. Það eru næstum 70 ár síðan tengsl milli hreyf­ing­ar­innar og ein­stakra stjórn­mála­flokka voru rof­in. Ég geri enga athuga­semd við að ein­stak­lingar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og for­ystu hennar séu virkir í stjórn­mála­starfi. Við erum örugg­lega öll rammpóli­tísk. Hins vegar hringja allar við­vör­un­ar­bjöllur þegar stjórn­mála­flokkur notar allt sitt afl - leynt og ljóst - til að berj­ast fyrir til­teknu fram­boði. Það má jafn­vel halda því fram, að fram­boðið hafi komið fram af því að stjórn­mála­flokk­ur­inn lýsti eftir fram­bjóð­end­um. Þegar við bæt­ist, að helsti for­ystu­maður við­kom­andi stjórn­mála­flokks, Sós­í­alista­flokks­ins, hefur ekki hikað við að setja fyr­ir­tæki í þrot og skilja starfs­fólkið eft­ir, fyr­ir­vara­laust án launa og rétt­inda og stétt­ar­fé­lögin og Ábyrgð­ar­sjóður launa eru látin sjá um rétt­indi starfs­fólks­ins eins og gerð­ist á síð­asta ári, þá er rétt að staldra við. Ekki var áhug­anum á kjörum og rétt­indum launa­fólks fyrir að fara þá. Fólkið á B-list­anum er eflaust heilt í sínu, en ég er hræddur um að þau geri sér ekki grein fyrir því að þau eru leik­arar í leik­riti sem þau sömdu ekki hand­ritið að. Þetta er hættu­leg þróun og ég vil með öllum mætti koma í veg fyrir það stjórn­mála­flokk­ur, hvort sem það er Sós­í­alista­flokkur Gunn­ars Smára Egils­sonar eða ein­hver ann­ar, nái tökum á þessu félagi sem mér þykir svo vænt um.

Ég hef alltaf trúað á að þá aðferð að láta verkin tala frekar en að fólk blási sjálft sig út. Ég bið félaga í Efl­ingu um stuðn­ing við A list­ann í kosn­ingum um nýja for­ystu í félag­inu. Við munum láta verkin tala.

Höf­undur er for­manns­efni A-list­ans í fram­boði til stjórnar í Efl­inguErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar