Af meintri slagsíðu – Fjölmiðlar og framkvæmdavaldið

Bára Huld Beck fjallar um kvartanir stjórnmálamanna undan fjölmiðlum, hlutverk miðlanna og hlutleysi.

Auglýsing

Sam­kvæmt skýrslu ÖSE, Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu, kvört­uðu Sjálf­stæð­is­menn í aðdrag­anda síð­ustu alþing­is­kosn­inga undan hlut­drægri umfjöllun í fjöl­miðl­um. Við nán­ari eft­ir­grennslan Kjarn­ans kom í ljós að um var að ræða for­mann þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Birgi Ármanns­son, og fram­kvæmda­stjóra flokks­ins, Þórð Þór­ar­ins­son.

Þeir áttu sem sagt sam­tal við full­trúa ÖSE vik­una fyrir kosn­ing­ar, en sam­kvæmt Birgi voru tveir fund­ir. Á fyrri fund­inum var fjallað um kosn­ing­arnar og kosn­inga­eft­ir­lit en á þeim síð­ari var fjallað um fjöl­miðla, að sögn Birg­is. Kvart­an­irnar beindust að því er virð­ist aðal­lega að umfjöllun RÚV og þótti þeim vera slag­síða í fréttaum­fjöllun þeirra um svo­kallað lög­banns­mál sem hefur verið áber­andi síðan sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu setti lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar upp úr gögnum þrota­bús Glitn­is.

Í fyrsta lagi fannst þeim ósann­­gjarnt að málum væri stillt upp þannig að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn bæri á ein­hvern hátt ábyrgð á lög­­­bann­inu. Birgir sagði að það væri þeim algjör­lega óvið­kom­andi. Í öðru lagi nefndu þeir við ÖSE að þeim fynd­ist ósann­gjörn sú umræða sem bein­ist að því að um væri að ræða lög­­­bann á gögn um fjár­­­mál Bjarna Bene­dikts­­son­­ar. Lög­­­bannið hefði ekki beinst að því heldur að gögn­unum í heild sinni.

Auglýsing

Enn­fremur talar Birgir um að Rík­is­út­varpið hafi ekki sinnt „hlut­leys­is­skyldu“ sinni nægi­lega vel í umfjöllun sinni. Hann nefnir tvö dæmi því til stuðn­ings en útskýrir það þó ekki frek­ar. Hér er rétt að taka upp bolt­ann og byrja að velta því fyrir sér hvað hann eigi við. Til þess ætla ég að demba mér í hug­tökin sem eru notuð og tengja þau við sjálft hlut­verk fjöl­miðla.

Hvernig lýsir hlut­leysi fjöl­miðla sér?

Auð­vitað á mið­ill að vera hlut­laus en það þýðir ekki að hann eigi að vera afstöðu­laus. Hann á að sjá að gagn­rýni­vert sé að þing­maður hafi verið stað­inn að því að segja ósatt í við­tali aðspurður um upp­hæðir í sjóðum í banka. Fjöl­mið­ill sem fjallar ekki um að lög­bann hafi verið sett á umfjöllun um slík við­skipti er ekki hlut­laus. Þvert á móti er hann annað hvort að sýna af sér sinnu­leysi eða óheið­ar­leika og þá er hann að bregð­ast skyldum sínum sem fjórða vald­ið.

Í fréttum skal farið yfir stað­reyndir og allar hliðar kann­að­ar. Það er hjarta blaða- og frétta­mennsku. Fjöl­mið­ill sem fjallar ekki gagn­rýnið um þá sem sitja á valda­stóli er með þögn sinni að bregð­ast hlut­verki sínu og verða hlut­dræg­ur. Fjöl­miðlar fengu svo sann­ar­lega að læra þá lexíu eftir að Hrunið var gert upp á árunum þar á eft­ir. Þeir fengu áfell­is­dóm um störf sín, þeir sinntu skyldum sínum ekki nægi­lega vel og voru oft og tíðum sinnu­lausir gagn­vart við­skipta­líf­inu og stjórn­mál­un­um. Baga­legt væri ef við færum aftur til þess tíma að fjöl­miðlar hefðu almennt ekki þorið til að fjalla gagn­rýnið um þá sem sitja við völd. Eng­inn ætti að vilja það.

Að þola sviðs­ljósið

Við höfum alvar­leg dæmi þess síð­asta ára­tug­inn að stjórn­mála­menn hafi gert athuga­semdir við umfjall­anir fjöl­miðla. Og vegna almenns rekstr­ar­vanda fjöl­miðla þá er óboð­legt fyrir miðil að sitja undir því af ótta við afleið­ing­arn­ar. Í fyrsta lagi fyrir Rík­is­út­varpið að þurfa að sæta ásök­unum þess efnis að það sé hlut­drægt í umfjöllun og að sama fólkið sem gagn­rýnir það fari með valdið til að skera niður fjár­veit­ingar til stofn­un­ar­inn­ar. Í öðru lagi að blaða- og frétta­menn þurfi einnig að eiga það á hættu að stjórn­mála­menn hætti að tala við þá eða úti­loki þá ef þeim hugn­ast ekki umfjöll­un­in. Það er að sjálf­sögðu ekki boð­legt í lýð­ræð­is­ríki. Stjórn­mála­menn vinna fyrir fólkið og fjöl­miðlar líka. Það er kjarn­inn máls­ins.

Ef fjöl­miðlar geta ekki bent á óeðli­leg tengsl stjórn­mála­flokka eða -manna við fyr­ir­tæki eða hags­muna­á­rekstra þá eru þeir gagns­lausir sem upp­lýs­inga­að­il­ar. Þeir gætu allt eins verið almanna­tengsla­stofa. Þess vegna þurfa stjórn­mála­menn að þola þær umfjall­anir sem birt­ast í sjón­varpi og blöðum um þá. Stjórn­mála­fólk þarf að gera sér grein fyrir því að hlut­verk fjöl­miðla er gagn­legt fyrir sam­fé­lagið og að gagn­rýni er nauð­syn­leg.

Hlut­verk fjöl­miðla að grafa dýpra

Að því sögðu eru fjöl­miðlar ekki sjálfir hafnir yfir gagn­rýni. Eng­inn er svo heil­agur að hann geri ekki mis­tök og þess vegna var lær­dómur fyr­ir­hrunsár­anna mik­il­væg­ur. En það er „trymp­ska“ að kvarta undan umfjöllun án þess að geta hrakið stað­reynd­ir. Kvart­anir stjórn­mála­manna lýsa sér í gild­is­dómum en ekki í rök­studdum athuga­semd­um. Almennar ásak­anir um hlut­drægni eru ekki næg­ar, heldur þarf að benda á sér­stök ummæli eða stað­reyndir þess efn­is.

Hlut­verk fjöl­miðla er aftur á móti á krist­al­tæru. Að upp­lýsa almenn­ing um það sem ger­ist í sam­fé­lag­inu okk­ar. Þeir eiga að vera grein­andi og fara í saumana á því sem er hulið sjónum almenn­ings. Fólk hefur alla jafna ekki tíma í lífi sínu til að kafa í flóknum árs­skýrslum fyr­ir­tækja, skoða öll frum­vörp sem fara í gegnum þingið eða þekkja hags­muna­tengsl. Við höfum öll okkar hlut­verk í sam­fé­lag­inu og hlut­verk fjöl­miðla er að finna sann­leik­ann sem sumir vilja ekki að líti dags­ins ljós.

Enn lög­bann

Lög­bannið á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media er búið að standa yfir í 139 daga. Ég end­ur­tek: 139 daga. Fjöl­mið­ill á Íslandi hefur þurft að sitja undir lög­banni í rúman árs­þriðj­ung. Hér­aðs­dómur hefur kvatt upp dóm þess efnis að ekki sé statt að sýslu­maður setji slíkt lög­bann. Í for­­sendum dóms hér­­aðs­­dóms segir meðal ann­­ars að Stundin hafi með umfjöllun sinni um mál­efni þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra Bjarna Bene­dikts­­sonar og ann­­arra ekki gengið nær einka­­lífi þeirra sem um ræddi en óhjá­­kvæmi­­legt hafi verið í opin­berri umræðu í lýð­ræð­is­­sam­­fé­lagi um mál­efni sem varðar almenn­ing og að nægar ástæður hafi þar af leið­andi verið fyrir hendi sem rétt­lættu birt­ingu þess­­ara skrifa.

Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu gerði jafn­framt athuga­semdir við lög­bannið þegar það var sett á en Harlem Dés­ir, full­trúi ÖSE, lýsti áhyggjum sínum af mál­inu. Hann skor­aði á íslensk stjórn­völd að beita sér ekki frekar fyrir tak­mörk­unum á umfjöllun fjöl­miðla í þessu máli og afnema þær tak­mark­anir sem þegar eru í gildi.

Enn er beðið eftir útskurði vegna þess að Glitnir HoldCo áfrýj­aði dómi hér­aðs­dóms til lands­rétt­ar. Enn búa Íslend­ingar við óeðli­leg afskipti sýslu­manns og þá sýn sumra stjórn­mála­manna að eðli­legt sé að kvarta yfir umfjöllun um þá sjálfa eða flokk þeirra. Þetta er normið sem við búum nú við. Þetta þarf að breyt­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit