Um kynslóðir og lífeyrissjóði

Auglýsing

Tals­vert hefur borið á umræðu um líf­eyr­is­sjóði og hvaða breyt­ingar þurfi að gera á þeim, bæði á vett­vangi stjórn­mála en einnig innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Í þess­ari umræðu hefur verið áber­andi skortur á rödd ungs fólks. Það er e.t.v. ekki skrít­ið, líf­eyr­is­mál eru hags­muna­mál aldr­aðra og óra­fjarri hvers­dags­lífi yngstu kyn­slóð­anna. Rödd ungs fólks hlýtur þó að skipta máli í þess­ari umræðu enda munu þær breyt­ingar sem helst eru til umræðu hafa víð­tæk áhrif á kjör þeirra.

Söfn­un­ar­kerfi eða gegn­um­streym­is­kerfi?

Á Íslandi er og hefur verið svo­kallað söfn­un­ar­kerfi við fjár­mögnun á elli­líf­eyri. Það þýðir í grófum dráttum að hver ein­stak­lingur borgar hluta af laun­unum sínum í líf­eyr­is­sjóð á meðan við­kom­andi er á atvinnu­mark­aði, þessi hluti launa er svo tek­inn saman í fjár­fest­inga­sjóð sem ávaxtar hann. Þegar ein­hver hættir svo að vinna, vana­lega í kringum 67 ára ald­ur, fær sá ein­stak­lingur greiddan líf­eyri úr sjóðnum í sam­ræmi við hve mikið hann hefur lagt til sjóðs­ins (sem aftur er í sam­ræmi við hversu háar tekjur við­kom­andi hafði á lífs­leið­inn­i). Í stærra sam­hengi þýðir þetta að hver kyn­slóð fjár­magnar sinn eigin líf­eyri.

Það að söfn­un­ar­sjóðs­leiðin varð fyrir val­inu í upp­hafi er merki­legt fyrir þær sakir að þetta er hugs­an­lega eina skrá­setta til­vikið þar sem Íslend­ingar hafa sýnt meiri fyr­ir­hyggju en nágranna­þjóðir okkar í Evr­ópu. Þar er á mörgum stöðum svo­kallað gegn­um­streym­is­kerfi, en eins og nafnið gefur til kynna er þá elli­líf­eyrir hverrar kyn­slóðar fjár­magn­aður með pen­ingum frá þeim sem eru þá á vinnu­mark­aði, oft­ast með skatt­lagn­ingu og greiðslum úr almanna­trygg­inga­kerfi hverrar þjóð­ar. Þetta er að mörgu leyti óheppi­legt, aðal­lega vegna þess að sú kyn­slóð sem nú fer að nálg­ast líf­eyr­is­aldur er ógn­ar­stór miðað við aðrar kyn­slóð­ir, og það mun reyn­ast kom­andi kyn­slóðum æ þyngri baggi að standa undir mann­sæm­andi líf­eyr­is­kerfi með hækk­andi með­al­aldri.

Auglýsing

Á Íslandi er jafn­framt öllum á elli­líf­eyr­is­aldri tryggður lág­marks­líf­eyrir úr almanna­trygg­inga­kerf­inu. Það þýðir að þeim sem af ein­hverri ástæðu náðu ekki að leggja nóg inn í sjóð­ina á lífs­leið­inni er tryggt lág­marks­lífs­við­ur­væri með greiðslum frá Trygg­inga­stofnun ríks­ins, s.s. gegn­um­streym­is­kerfi. Hins­vegar er það þannig að lág­marks­líf­eyr­inn skerð­ist ef sá sem þiggur hann fær sam­tímis greitt úr líf­eyr­is­sjóðum eða greidd laun. Þessi skerð­ing hefur verið til­efni til mik­illar umræðu síð­ustu miss­eri, sumir hafa jafn­vel lagt það til að skerð­ingin verði afnumin í heild sinni.

Afnám allra skerð­inga inn­leiðir í raun gegn­um­streym­is­kerfi ofan á söfn­un­ar­kerf­ið. Aðgerðin yrði dýr núna, en kostn­að­ur­inn kæmi til með að aukast tals­vert þegar stóru kyn­slóð­irnar sem nú eru á vinnu­mark­aði setj­ast í helgan stein. Ábat­inn af þeirri fyr­ir­hyggju sem Íslend­ingar eitt sinn sýndu myndi þurrkast út á einu bretti, með gríð­ar­legum kostn­aði fyrir okkur sem nú erum í námi eða að stíga okkar fyrstu skref á vinnu­mark­aði. Greiðslur frá almanna­trygg­ingum eru ekki, og eiga ekki að vera borg­ara­laun fyrir elli­líf­eyr­is­þega, heldur eiga að tryggja þeim sem ekki fá greiddan elli­líf­eyri með öðrum leiðum fram­færslu á ævi­kvöldi. Séu allar skerð­ingar afnumdar mun það ger­ast að fólk sem er í sterkri fjár­hags­legri stöðu fengi greiðslur úr almanna­trygg­inga­kerf­inu, ofan á háar líf­eyr­is­greiðslur eða laun.

Að stel­ast í köku­krukk­una

Önnur krafa sem haldið hefur verið á lofti er að nota það fjár­magn sem bundið er í líf­eyr­is­sjóðum í eitt­hvað annað en að ávaxta það með mark­vissum hætti. Það er erfitt að sjá allan þennan pen­ing án þess að freist­ast til að nota hann í ýmis þjóð­þrifa­mál, t.d. til að byggja íbúðir án hagn­að­ar­sjón­ar­miða eða borga út ungu fólki fyrir inn­borgun á íbúð. Þá erum við þó komin á hálan ís, enda alveg klárt að líf­eyr­is­sjóð­irnir sinna nú þegar sam­fé­lags­legu verk­efni: að tryggja öllum tekjur á eldri árum. Til þess að það sé raun­hæft að sjóð­irnir sinni sínu hlut­verki þurfa þeir að ávaxta fé sitt með full­nægj­andi hætti, en sé fjár­magn­inu beitt til að t.d. byggja upp hús­næði án gróða­sjón­ar­miða í of miklum mæli getur það gerst að sjóð­irnir eiga ekki nóg til greiða út líf­eyri þegar þar að kem­ur. Raun­vextir hafa farið lækk­andi á Íslandi und­an­farna ára­tugi og bitnar það á ávöxtun lífeyr­is­sjóða, en vegna þess er ljóst að ef eitt­hvað er nú minna rými til að stel­ast í köku­krukk­una en nokkurn tím­ann áður.

Sjálf­bær, mann­sæm­andi elli­líf­eyrir

Íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið er ekki full­kom­ið. Ýmis­legt má bæta, og er hávær krafa eldri borg­ara vís­bend­ing um að kerfið er ekki að virka sem skyldi. Stað­reyndin er þó að heilt yfir standa eldri borg­arar nokkuð vel, en árið 2016 var mið­gildi eigna í ald­urs­hópnum 67 ára og eldri 34,4 millj­ónir en mið­gildi skulda fyrir sama ald­urs­hóp 400 þús­und. Almennt má því segja að eldri borg­arar eiga mikið af eignum en lítið af skuld­um. Þó er ljóst af mál­flutn­ingi eldri borg­ara að hluti elli­líf­eyr­is­þega býr ekki við full­nægj­andi fram­færslu enda er hún ekki tryggð með því einu að eiga skuld­lausa fast­eign. Að tryggja öllum líf­eyr­is­þegum full­nægj­andi fram­færslu er gert með því að hækka fjár­hæð lág­marks­líf­eyr­is­ins, ekki með að afnema skerð­ingu á hon­um. Það er jafn­framt sjálf­bært að því leyti að þá eru stóru kyn­slóð­irnar enn á vinnu­mark­aði til að aðstoða við að standa undir kostn­að­inum þar til að okkar unga líf­eyr­is­kerfi hefur tekið út fullan þroska og getur staðið fylli­lega undir sínu verk­efni.

Það er okkar skylda sem sam­fé­lag að tryggja öllum áhyggju­laust ævi­kvöld. Við gerum það með því að taka á vand­anum þar sem helst kreppir í skó­inn, með aga og fram­sýni, en ekki með því að senda reikn­ing dags­ins í dag til fram­tíð­ar­inn­ar.

Grein­ar­höf­undur er laga­nemi og verður fund­ar­stjóri á fundi Banda­lags háskóla­manna og Lands­sam­taka íslenskra stúd­enta á Litla-­Torgi í Háskóla Íslands í hádeg­inu á morg­un, þriðju­dag 6. mars. Fund­ur­inn ber yfir­skrift­ina „Og hvað svo? Fyrstu skrefin á vinnu­mark­að­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar