Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, starf­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þing­mað­ur, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í gær sem er fyrst og síð­ast ætlað að vera skot á Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og núver­andi for­mann Við­reisn­ar. Það sem truflar Áslaugu Örnu, og raunar ansi marga Sjálf­stæð­is­menn, er sú til­hneig­ing klofn­ings­flokks­ins að slá um sig með yfir­lýs­ingum um frjáls­lyndi, vilja til kerf­is­breyt­inga og að standa með almanna­hags­munum gegn sér­hags­mun­um.

Í grein­inni segir Áslaug Arna: „Þeir sem tala fyrir hærri skött­um, auknum umsvifum hins opin­bera, auknum eft­ir­lits­iðn­aði og auknu reglu­verki geta ekki skreytt sig með frjáls­lynd­is­fjöðr­um. Jafn­vel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frels­is­mál, þá fellur það í skugg­ann af stjórn­lynd­inu sem þeir boða á hverjum degi. Fras­inn um almanna­hags­muni gegn sér­hags­munum er ekki jafn inni­halds­ríkur og hann er lang­ur. Eru það almanna­hags­munir að hækka skatta á til­teknar atvinnu­greinar ef ske kynni að þeim gengi vel? Eru það almennt almanna­hags­munir að hækka skatta og halda að ríkið geti varið fjár­magn­inu betur en þeir sem á hverjum degi vinna hörðum höndum að því að skapa verð­mæti? Eru það almanna­hags­munir að auka skrif­finnsku, fjölga reglu­gerðum og auka afskipti rík­is­ins af dag­legu lífi bæði almenn­ings og atvinnu­lífs­ins? Með ein­földum hætti mætti skipta stjórn­mála­við­horfum upp í tvennt; ann­ars vegar þá sem vilja háa skatta og aukin umsvif hins opin­bera og hins vegar þá sem vilja lækka skatta og minnka umsvif hins opin­ber­a.“

Það má alveg segja að gagn­rýnin eigi rétt á sér að hluta. Við­reisn sat enda í rík­is­stjórn á síð­asta ári sem skil­aði ekki miklu auknu frjáls­lyndi né nokkrum stórum kerf­is­breyt­ingum fyrir almenn­ing. En það að benda á aðra og segja að þeir séu naktir sveipar ósjálfrátt Áslaugu Örnu og flokk hennar ekki frjáls­lynd­is­skikkju né setur á hana almanna­hags­muna­hatt.

Skatt­byrði hefur auk­ist

Það er til dæmis áhuga­vert að máta skil­grein­ingu Áslaugar Örnu, um að þeir séu frjáls­lyndir sem vilji lækka skatta, draga úr umsvifum hins opin­bera, auka eft­ir­lit og auka reglu­verk, við verk Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Skoðum fyrst skatt­byrði. Í skýrslu hag­deildar Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), sem birt var í ágúst 2017 kom fram að skatt­byrði hefði auk­ist í öllum tekju­hópum hér­lendis frá árinu 1998 til loka árs 2016. Aukn­ingin væri lang­­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­ur­inn á skatt­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hefur minnkað og dregið hefur úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins.  Kaup­mátt­­ar­aukn­ing síð­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­byrð­i. 

Það liggur því fyrir að skatt­byrði hefur auk­ist á umræddu tíma­bili. Full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sat í fjár­mála­ráðu­neyt­inu allt þetta tíma­bil ef und­an­skilin eru árin 2009 til 2013.

Tekjur rík­is­sjóðs aukast

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn situr nú sem oft­ast áður í rík­is­stjórn. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, er fjár­mála­ráð­herra. Í fjár­lögum árs­ins 2018 kemur fram að tekju­skattur sem ein­stak­lingar greiða verði 14,1 millj­örðum krónum hærri í ár en hann var í fyrra. Þá aukast skatt­greiðslur sem fyr­ir­tækin í land­inu greiða í tekju­skatt um 7,4 millj­arða króna. Bankar lands­ins greiða alls kyns við­bót­ar­skatta sem fjár­mála­fyr­ir­tæki í öðrum löndum greiða ekki og fjár­magnstekju­skattur var hækk­aður úr 20 í 22 pró­sent um síð­ustu ára­mót. 

Ýmiss konar háar álögur eru lagðar á bif­reið­ar­eig­end­ur, hús­næð­is­kaup­endur eru látnir greiða svo­kallað stimp­il­gjald, tóbaksnot­endur greiða millj­arða króna í skatta fyrir fíkn sína og þeir sem drekka áfengi munu skila 18,6 millj­örðum krónum í áfeng­is­gjöldum til rík­is­sjóðs á yfir­stand­andi ári. Þá er auð­vitað ótalið að allir 16-70 ára þurfa að greiða útvarps­gjald til RÚV og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins greiða sér­stök veiði­gjöld í rík­is­sjóðs. Sam­tals verða tekjur rík­is­sjóðs 840 millj­arðar króna í ár, sam­kvæmt fjár­lög­um. Það er 42 pró­sent fleiri krónur sem inn­heimtar verða í rík­is­kass­ann en skil­uðu sér þangað 2013.

Í morgun var síðan haft eftir Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins að verið sé að skoða skatta­hækk­an­ir. Þær gætu falið í sér hækkun á auð­linda­gjaldi, enn frek­ari hækkun á fjár­magnstekju­skatti og sér­stakan hátekju­skatt þótt að nið­ur­staða um útfærslu liggi ekki alveg fyr­ir.

Það er því fátt í raun­veru­leik­anum sem bendir til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé flokkur sem hafi það að leið­ar­ljósi að lækka skatta.

Umsvif hins opin­bera aldrei meiri

Áslaug Arna sagði líka að þeir sem séu frjál­syndir í raun og veru vilji draga úr umsvifum hins opin­ber­a. 

Auglýsing
Árið 2013, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tók aftur við fjár­mála­ráðu­neyt­inu, voru útgjöld rík­is­ins 592,2 millj­arðar króna. Sam­kvæmt fjár­lögum 2018 sem sam­þykkt voru í lok árs verða útgjöld rík­is­ins um 807 millj­arðar króna. Útgjöldin hafa því auk­ist um 214,8 millj­arða króna á tíma­bil­inu, eða um rúm­lega 36 pró­sent í krónum talið. Þau hafa aldrei í sög­unni verið hærri en í ár, enda var helsta kosn­inga­lof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga að auka útgjöld til inn­viða­upp­bygg­ingar um 100 millj­arða króna.

Og lík­leg­ast verða útgjöldin í ár enn hærri en fjár­lög gera ráð fyr­ir, í ljósi nýlegrar yfir­lýs­ingar sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráð­herra um að rík­is­stjórnin ætli sér að nota aukið fjár­magn frá bönkum til að byggja upp vega­kerf­ið, og að sú stór­sókn hefj­ist strax í ár.

Hvað eru þessir við­bót­ar­pen­ing­ar, sem þenja út bákn­ið, að fara í? Jú, þeir eru meðal ann­ars að fara í að greiða fyrir tug­pró­senta launa­hækk­anir sem kjara­ráð hefur ákveðið að æðsta lagið í opin­beru stjórn­sýsl­unni eigi að fá. For­maður kjara­ráðs er full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þær fara í að greiða aðstoð­ar­mönn­um, verk­efn­is­stjórum og ráð­gjöfum sem rík­is­stjórnin hefur raðað á jöt­una laun. Gera má ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við þennan hóp, sem hefur aldrei verið fjöl­menn­ari, að við­bættum launum ráð­herra, verði hátt í 600 millj­ónir króna í ár.

Hluti tekna rík­is­sjóðs fer í að hækka fram­lög til stjórn­mála­flokka um 127 pró­sent. Það er hækkun upp á 362 millj­ónir króna. Heild­ar­fram­lögin verða 648 millj­ónir króna. Þetta var ákveðið á milli jóla og nýárs eftir að hluti flokk­anna á þingi höfðu ein­fald­lega sann­mælts sín á milli um að þetta væri góð hug­mynd.

Þá vantar auð­vitað inn í að sú póli­tíska ákvörðun að færa rík­is­fyr­ir­tæki undan kjara­ráði, sem leiddi til þess að stjórnir þeirra tóku ein­hliða ákvarð­anir um að hækka laun for­stjóra og stjórn­ar­manna gríð­ar­lega þrátt fyrir til­mæli um ann­að, mun draga úr tekjum rík­is­sjóðs vegna rekst­urs þeirra fyr­ir­tækja.

Auk þess á íslenska ríkið tvo banka sem metnir eru á hund­ruð millj­arða króna, Isa­via, Lands­virkj­un, RARIK, Íslands­póst, Lands­net og RÚV, sem öll eru risa­stór fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði.

Sam­an­dregið þá eru umsvif rík­is­ins hér­lendis miklu meiri en í sam­an­burð­ar­lönd­um. Og þau aukast ár frá ári frekar en hitt.

Varð­staða um land

Þá komum við að sér­hags­munum og almanna­hags­mun­um. Nú er það rétt að Við­reisn gaf það mikið eftir af yfir­lýstum kosn­inga­lof­orðum sínum þegar sá flokkur mynd­aði rík­is­stjórn í byrjun árs 2017 að hann datt næstum út af þingi í kosn­ing­unum í fyrra­haust. Í stjórn­ar­sátt­mála þeirrar rík­is­stjórn­ar, og verkum henn­ar, var lítið um nið­ur­negldar aðgerðir sem túlka mætti sem fram­sækni eða frjáls­lyndi, því mið­ur.

En það er varla hægt að flokka þá sem hafa það sem meg­in­stef í stjórn­málum sínum að við­halda land­bún­að­ar­kerfi sem kostar skatt­greið­endur rúm­lega 13 millj­arða króna á ári í nið­ur­greiðsl­ur, tryggir þeim skert vöru­fram­boð og neyðir neyt­endur til að kaupa fákeppn­is­vöru með róm­an­tískum sveitarök­um, sem almanna­hags­muna­öfl. Það kerfi við­heldur án nokk­urs vafa sér­hags­munum á kostnað almanna­hags­muna. Og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur vörð um það kerfi.

Og varð­staða um sjó

Áslaug Arna segir í grein sinni að það séu ekki almanna­hags­munir að „hækka skatta og halda að ríkið geti varið fjár­magn­inu betur en þeir sem á hverjum degi vinna hörðum höndum að því að skapa verð­mæt­i?“

Nú er það svo að eitt helsta bar­áttu­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins hvað varðar lægri álögur hins opin­bera snýr að því að lækka veiði­gjöld á útgerð­ir, sem skapa vissu­lega verð­mæti en úr nátt­úru­auð­lind­um. Um þessar mundir er látið eins og að sá atvinnu­vegur sé að hruni kom­inn vegna þess að spá segir að tekjur hans hafi dreg­ist saman úr 249 millj­örðum króna árið 2016, sem var metár, í 240 millj­arða króna í fyrra, aðal­lega vegna þess að krónan styrk­ist.

Auglýsing
Til að setja stöðu sjáv­ar­út­veg­ar­ins í sam­hengi er vert að benda á að sam­an­lagðar  arð­greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja frá byrjun árs 2010 og út árið 2016 voru 65,8 millj­arðar króna. Eigið fé þeirra frá hruni og til loka árs 2016 batn­aði um 300 millj­arða króna. Því hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um 365,8 millj­arða króna á örfáum árum.

Þennan við­snún­ing hafa eig­endur þeirra meðal ann­ars nýtt í að greiða hratt niður skuldir og í að auka fjár­fest­ingu í geir­an­um. Skuldir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja voru 319 millj­arðar króna í lok árs 2016 og höfðu þá lækkað um 175 millj­arða króna frá hruni. Fjár­fest­ing í var­an­legum rekstr­ar­fjár­mun­um, sem eru til að mynda ný skip, var 22 millj­arðar króna árið 2016.

Þessi gíf­ur­lega bætti hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins lendir að mestu hjá stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins. Þannig hefur til að mynda Sam­herji, sam­stæða félaga sem starfa á sviði sjáv­ar­út­vegs hér­lendis og erlend­is, hagn­ast um 86 millj­arða króna á sex árum. Hagn­aður Sam­herja fyrir afskriftir og fjár­magnsliði árið 2016 var 17 millj­arðar króna.

Þegar allt þetta er skoð­að, eru það almanna­hags­munir að lækka gjöld fyrir nýt­ingu nátt­úru­auð­lindar í þjóð­ar­eigu á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki? Eða eru það sér­hags­munir lít­ils en mjög áhrifa­mik­ils hóps sem þegar er sví­virði­lega rík­ur, en vill verða enn rík­ari?

Án inni­stæðu

Í nið­ur­lagi greinar Áslaugar Örnu segir að þegar skoðað er hverjir vilji háa skatta og aukin umsvif hins opin­bera komi „í ljós hverjir það eru sem eru frjáls­lyndir í raun og hverjir segj­ast bara vera frjáls­lynd­ir. Og þá kemur líka í ljós hverjir hafa talað í inn­an­tómum frösum án nokk­urrar inni­stæð­u.“

Ef ofan­greint er allt tekið saman er ekki annað hægt en að vera sam­mála henni.

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari