Um vegatolla og dísilbíla

Geir Guðjónsson, umhverfis- og þróunarhagfræðingur, segir að það þurfi tafarlaust að hækka tolla á nýja innflutta dísilbíla, með það að markmiði að þeir verði nær eingöngu fluttir inn sem vinnutæki.

Auglýsing

Í umræðunni um vegatolla hafa þeir verið nefndir sem lausn á nokkrum vandamálum.

  1. Vegakerfið er vanfjármagnað.

  2. Rafmagnsbílum fer fjölgandi á vegum landsins og þeir borga ekki bensíngjald.  

    Auglýsing
  3. Hægt verður að fara í framkvæmdir sem annars hefði ekki verið hægt að fara í.

  4. Loksins hægt að skattleggja ferðamenn sem aka um landið.

Vegatollar geta haft fjölþættan tilgang; að afla tekna, draga úr umferð og draga úr mengun. Í umræðunni hingað til hefur lítið heyrst varðandi seinni tvo þættina, en þeim mun meira um þann tilgang að minnka ímyndað forskot rafmagnsbílsins og vera auka tekjustofn fyrir ríkissjóð.

Það er kaldhæðnislegt að við skulum eiga alla þessa raforku, selja hana svo ódýrt en samt vera algerir eftirbátar þeirra landa sem við miðum okkur við í rafbílavæðingunni. Samt er hugurinn kominn á þann stað að það þurfi að skattleggja rafmagnsbílinn til að fjármagna vegina.

Hagkvæmasta skattheimtan?

Í umræðunni hefur hvergi komið fram hversu dýrt það er að innheimta vegatolla. Þegar ársreikningar Spalar, fyrirtækisins sem rekur Hvalfjarðargöng, eru skoðaðir gegnum árin sést að nær önnur hver króna sem innheimt er hefur farið í sjálfa innheimtuna. Hve stórt hlutfall úr skattheimtunni er ásættanlegt að fari í kostnaðinn við sjálfa skattheimtuna? Er ásættanlegt að allt kosti a.m.k. tvisvar sinnum meira en það þyrfti að kosta?

Vegaskattar geta nefnilega verið tvíþættir (e. Double Dividend) jafnvel þríþættir, annars vegar dregið úr umferð og hins vegar aukið tekjur ríkisins og gert því kleift að lækka aðra skatta sem eru meira truflandi fyrir hagkerfið. En ef markmiðið með vegatollunum er hvorki að draga úr umferð né minnka mengun, heldur einungis til að vera nýr skattur þá þarf að skoða það þannig.

Þess má geta að um áramótin átti að falla út undanþága bílaleiga frá tollum á innfluttum bifreiðum en ákveðið var að framlengja hana. Í stað þess að ná inn skatttekjum á einfaldan hátt á að fara að eltast við peningana með gjaldskýlum í stað þess að nota fyrirliggjandi kerfi.

Hver er að slíta vegunum svona mikið?

Vegaslit fer eftir öxulþunga í fjórða veldi. Það þýðir að tveggja tonna bíll slítur vegunum eins og sextán eins tonns bílar. Rúturnar sem eru að kæna um Árnessýsluna eru því stærstu notendurnir, en samt ákveður samgönguráðherra að halda áfram að undanskilja þær innflutningstollum.

Skattkerfið endurspeglar engan veginn þessa staðreynd og vegatollar taka ekkert tillit til þess hvað þungur bíll spænir upp miklu malbiki miðað við lítinn, nettan bíl.

Að drukkna í dísil

Ef við skoðum bifreiðatölur frá Samgöngustofu á fólksbílum sjáum við frekar uggvænlega þróun. Hlutfall nýskráðra bíla sem ganga fyrir dísil er komið upp í 47%. Hægt og bítandi er bílaflotinn í heild að nálgast þessa tölu. Við sjáum á línuritinu hvernig hlutfall fólksbíla sem ganga fyrir dísilolíu eykst ár frá ári. Ef ekki dregur úr nýskráningum á dísilbílum verður það fljótlega orðið þannig á Íslandi að annar hver bíll gengur fyrir dísil.

Hvað veldur?

Fólk velur með veskinu. Í dag eru dísilbílar ódýrari í rekstri því þú kemst lengra á lítranum. Það sést líka í bifreiðatölum að þeir sem eiga dísilbíl keyra að jafnaði um 30% meira en eigendur bíla sem ganga fyrir bensíni.

Hvað er til ráða?

Það þarf tafarlaust að hækka tolla á nýja innflutta dísilbíla, með það að markmiði að þeir verði nær eingöngu fluttir inn sem vinnutæki. Að auki endurspeglar verð á dísilolíu ekki þá mengun sem hún veldur.

Skattar eiga að hvetja fólk til að skipta yfir í umhverfisvænni ferðamáta, þá á ekki bara að nota til að skattleggja mengandi iðnaðinn heldur einnig til að niðurgreiða og greiða fyrir umhverfisvænni ferðamáta. Það er því með öllu rangt að ætla sér að ná í einhverjar krónur með því að búa til sérstakt innheimtukerfi með tilsvarandi kostnaði þegar ekkert mál er að nota fyrirliggjandi kerfi til að ná viðunandi ástandi.

Ef ekkert verður gert strax er framtíðin ansi rykmettuð.

Höfundur er umhverfis- og þróunar hagfræðingur.

Heimild Samgöngustofa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar