Um vegatolla og dísilbíla

Geir Guðjónsson, umhverfis- og þróunarhagfræðingur, segir að það þurfi tafarlaust að hækka tolla á nýja innflutta dísilbíla, með það að markmiði að þeir verði nær eingöngu fluttir inn sem vinnutæki.

Auglýsing

Í umræð­unni um vega­tolla hafa þeir verið nefndir sem lausn á nokkrum vanda­mál­um.

  1. Vega­kerfið er van­fjár­magn­að.

  2. Raf­magns­bílum fer fjölg­andi á vegum lands­ins og þeir borga ekki bens­ín­gjald.  

    Auglýsing
  3. Hægt verður að fara í fram­kvæmdir sem ann­ars hefði ekki verið hægt að fara í.

  4. Loks­ins hægt að skatt­leggja ferða­menn sem aka um land­ið.

Vega­tollar geta haft fjöl­þættan til­gang; að afla tekna, draga úr umferð og draga úr meng­un. Í umræð­unni hingað til hefur lítið heyrst varð­andi seinni tvo þætt­ina, en þeim mun meira um þann til­gang að minnka ímyndað for­skot raf­magns­bíls­ins og vera auka tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð.

Það er kald­hæðn­is­legt að við skulum eiga alla þessa raf­orku, selja hana svo ódýrt en samt vera algerir eft­ir­bátar þeirra landa sem við miðum okkur við í raf­bíla­væð­ing­unni. Samt er hug­ur­inn kom­inn á þann stað að það þurfi að skatt­leggja raf­magns­bíl­inn til að fjár­magna veg­ina.

Hag­kvæm­asta skatt­heimt­an?

Í umræð­unni hefur hvergi komið fram hversu dýrt það er að inn­heimta vega­tolla. Þegar árs­reikn­ingar Spal­ar, fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur Hval­fjarð­ar­göng, eru skoð­aðir gegnum árin sést að nær önnur hver króna sem inn­heimt er hefur farið í sjálfa inn­heimt­una. Hve stórt hlut­fall úr skatt­heimt­unni er ásætt­an­legt að fari í kostn­að­inn við sjálfa skatt­heimt­una? Er ásætt­an­legt að allt kosti a.m.k. tvisvar sinnum meira en það þyrfti að kosta?

Vega­skattar geta nefni­lega verið tví­þættir (e. Dou­ble Dividend) jafn­vel þrí­þætt­ir, ann­ars vegar dregið úr umferð og hins vegar aukið tekjur rík­is­ins og gert því kleift að lækka aðra skatta sem eru meira trufl­andi fyrir hag­kerf­ið. En ef mark­miðið með vega­toll­unum er hvorki að draga úr umferð né minnka meng­un, heldur ein­ungis til að vera nýr skattur þá þarf að skoða það þannig.

Þess má geta að um ára­mótin átti að falla út und­an­þága bíla­leiga frá tollum á inn­fluttum bif­reiðum en ákveðið var að fram­lengja hana. Í stað þess að ná inn skatt­tekjum á ein­faldan hátt á að fara að elt­ast við pen­ing­ana með gjald­skýlum í stað þess að nota fyr­ir­liggj­andi kerfi.

Hver er að slíta veg­unum svona mik­ið?

Vega­slit fer eftir öxul­þunga í fjórða veldi. Það þýðir að tveggja tonna bíll slítur veg­unum eins og sextán eins tonns bíl­ar. Rút­urnar sem eru að kæna um Árnes­sýsl­una eru því stærstu not­end­urn­ir, en samt ákveður sam­göngu­ráð­herra að halda áfram að und­an­skilja þær inn­flutn­ings­toll­um.

Skatt­kerfið end­ur­speglar engan veg­inn þessa stað­reynd og vega­tollar taka ekk­ert til­lit til þess hvað þungur bíll spænir upp miklu mal­biki miðað við lít­inn, nettan bíl.

Að drukkna í dísil

Ef við skoðum bif­reiða­tölur frá Sam­göngu­stofu á fólks­bílum sjáum við frekar ugg­væn­lega þró­un. Hlut­fall nýskráðra bíla sem ganga fyrir dísil er komið upp í 47%. Hægt og bít­andi er bíla­flot­inn í heild að nálg­ast þessa tölu. Við sjáum á línu­rit­inu hvernig hlut­fall fólks­bíla sem ganga fyrir dísilolíu eykst ár frá ári. Ef ekki dregur úr nýskrán­ingum á dísil­bílum verður það fljót­lega orðið þannig á Íslandi að annar hver bíll gengur fyrir dísil.

Hvað veld­ur?

Fólk velur með vesk­inu. Í dag eru dísil­bílar ódýr­ari í rekstri því þú kemst lengra á lítr­an­um. Það sést líka í bif­reiða­tölum að þeir sem eiga dísil­bíl keyra að jafn­aði um 30% meira en eig­endur bíla sem ganga fyrir bens­íni.

Hvað er til ráða?

Það þarf taf­ar­laust að hækka tolla á nýja inn­flutta dísil­bíla, með það að mark­miði að þeir verði nær ein­göngu fluttir inn sem vinnu­tæki. Að auki end­ur­speglar verð á dísilolíu ekki þá mengun sem hún veld­ur.

Skattar eiga að hvetja fólk til að skipta yfir í umhverf­is­vænni ferða­máta, þá á ekki bara að nota til að skatt­leggja meng­andi iðn­að­inn heldur einnig til að nið­ur­greiða og greiða fyrir umhverf­is­vænni ferða­máta. Það er því með öllu rangt að ætla sér að ná í ein­hverjar krónur með því að búa til sér­stakt inn­heimtu­kerfi með til­svar­andi kostn­aði þegar ekk­ert mál er að nota fyr­ir­liggj­andi kerfi til að ná við­un­andi ástandi.

Ef ekk­ert verður gert strax er fram­tíðin ansi ryk­mett­uð.

Höf­undur er umhverf­is- og þró­unar hag­fræð­ing­ur.

Heimild Samgöngustofa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar