Um vegatolla og dísilbíla

Geir Guðjónsson, umhverfis- og þróunarhagfræðingur, segir að það þurfi tafarlaust að hækka tolla á nýja innflutta dísilbíla, með það að markmiði að þeir verði nær eingöngu fluttir inn sem vinnutæki.

Auglýsing

Í umræð­unni um vega­tolla hafa þeir verið nefndir sem lausn á nokkrum vanda­mál­um.

  1. Vega­kerfið er van­fjár­magn­að.

  2. Raf­magns­bílum fer fjölg­andi á vegum lands­ins og þeir borga ekki bens­ín­gjald.  

    Auglýsing
  3. Hægt verður að fara í fram­kvæmdir sem ann­ars hefði ekki verið hægt að fara í.

  4. Loks­ins hægt að skatt­leggja ferða­menn sem aka um land­ið.

Vega­tollar geta haft fjöl­þættan til­gang; að afla tekna, draga úr umferð og draga úr meng­un. Í umræð­unni hingað til hefur lítið heyrst varð­andi seinni tvo þætt­ina, en þeim mun meira um þann til­gang að minnka ímyndað for­skot raf­magns­bíls­ins og vera auka tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð.

Það er kald­hæðn­is­legt að við skulum eiga alla þessa raf­orku, selja hana svo ódýrt en samt vera algerir eft­ir­bátar þeirra landa sem við miðum okkur við í raf­bíla­væð­ing­unni. Samt er hug­ur­inn kom­inn á þann stað að það þurfi að skatt­leggja raf­magns­bíl­inn til að fjár­magna veg­ina.

Hag­kvæm­asta skatt­heimt­an?

Í umræð­unni hefur hvergi komið fram hversu dýrt það er að inn­heimta vega­tolla. Þegar árs­reikn­ingar Spal­ar, fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur Hval­fjarð­ar­göng, eru skoð­aðir gegnum árin sést að nær önnur hver króna sem inn­heimt er hefur farið í sjálfa inn­heimt­una. Hve stórt hlut­fall úr skatt­heimt­unni er ásætt­an­legt að fari í kostn­að­inn við sjálfa skatt­heimt­una? Er ásætt­an­legt að allt kosti a.m.k. tvisvar sinnum meira en það þyrfti að kosta?

Vega­skattar geta nefni­lega verið tví­þættir (e. Dou­ble Dividend) jafn­vel þrí­þætt­ir, ann­ars vegar dregið úr umferð og hins vegar aukið tekjur rík­is­ins og gert því kleift að lækka aðra skatta sem eru meira trufl­andi fyrir hag­kerf­ið. En ef mark­miðið með vega­toll­unum er hvorki að draga úr umferð né minnka meng­un, heldur ein­ungis til að vera nýr skattur þá þarf að skoða það þannig.

Þess má geta að um ára­mótin átti að falla út und­an­þága bíla­leiga frá tollum á inn­fluttum bif­reiðum en ákveðið var að fram­lengja hana. Í stað þess að ná inn skatt­tekjum á ein­faldan hátt á að fara að elt­ast við pen­ing­ana með gjald­skýlum í stað þess að nota fyr­ir­liggj­andi kerfi.

Hver er að slíta veg­unum svona mik­ið?

Vega­slit fer eftir öxul­þunga í fjórða veldi. Það þýðir að tveggja tonna bíll slítur veg­unum eins og sextán eins tonns bíl­ar. Rút­urnar sem eru að kæna um Árnes­sýsl­una eru því stærstu not­end­urn­ir, en samt ákveður sam­göngu­ráð­herra að halda áfram að und­an­skilja þær inn­flutn­ings­toll­um.

Skatt­kerfið end­ur­speglar engan veg­inn þessa stað­reynd og vega­tollar taka ekk­ert til­lit til þess hvað þungur bíll spænir upp miklu mal­biki miðað við lít­inn, nettan bíl.

Að drukkna í dísil

Ef við skoðum bif­reiða­tölur frá Sam­göngu­stofu á fólks­bílum sjáum við frekar ugg­væn­lega þró­un. Hlut­fall nýskráðra bíla sem ganga fyrir dísil er komið upp í 47%. Hægt og bít­andi er bíla­flot­inn í heild að nálg­ast þessa tölu. Við sjáum á línu­rit­inu hvernig hlut­fall fólks­bíla sem ganga fyrir dísilolíu eykst ár frá ári. Ef ekki dregur úr nýskrán­ingum á dísil­bílum verður það fljót­lega orðið þannig á Íslandi að annar hver bíll gengur fyrir dísil.

Hvað veld­ur?

Fólk velur með vesk­inu. Í dag eru dísil­bílar ódýr­ari í rekstri því þú kemst lengra á lítr­an­um. Það sést líka í bif­reiða­tölum að þeir sem eiga dísil­bíl keyra að jafn­aði um 30% meira en eig­endur bíla sem ganga fyrir bens­íni.

Hvað er til ráða?

Það þarf taf­ar­laust að hækka tolla á nýja inn­flutta dísil­bíla, með það að mark­miði að þeir verði nær ein­göngu fluttir inn sem vinnu­tæki. Að auki end­ur­speglar verð á dísilolíu ekki þá mengun sem hún veld­ur.

Skattar eiga að hvetja fólk til að skipta yfir í umhverf­is­vænni ferða­máta, þá á ekki bara að nota til að skatt­leggja meng­andi iðn­að­inn heldur einnig til að nið­ur­greiða og greiða fyrir umhverf­is­vænni ferða­máta. Það er því með öllu rangt að ætla sér að ná í ein­hverjar krónur með því að búa til sér­stakt inn­heimtu­kerfi með til­svar­andi kostn­aði þegar ekk­ert mál er að nota fyr­ir­liggj­andi kerfi til að ná við­un­andi ástandi.

Ef ekk­ert verður gert strax er fram­tíðin ansi ryk­mett­uð.

Höf­undur er umhverf­is- og þró­unar hag­fræð­ing­ur.

Heimild Samgöngustofa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar