Að slá svifryki í augu kjósenda

Viðar Freyr Guðmundsson frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík segir helstu ástæðu svifryks í Reykjavík vera malbik og götur sem illa er við haldið.

Auglýsing

Helsta upp­spretta svifryks í Reykja­vík er mal­bik­ið. Það er engin til­viljun heldur að svifrykið mælist í mestu hæðum á sama tíma og götur eru allar í hol­um. Rann­sókn á vegum sænskra ferða­mála­yf­ir­valda komst að þeirri nið­ur­stöðu að því meira sem slit á vegum er, þeim mun meiri svifryks­mengun hlýst af því. Það er því nokkuð takt­laust af meiri­hlut­anum í borg­inni að ætla að leysa vand­ann með Borg­ar­línu sem mun ganga með nokk­urra mín­útna milli­bili. Risa­vöxnum stræt­is­vögnum sem spæna upp götur á við þús­undir bif­reiða.

Heimild: UPPRUNI SVIFRYKS Í REYKJAVÍK Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 28.06.2017

5% allrar eyð­ingar á götum verður að svifryki

Sænskir skoð­un­ar­menn hafa líka kom­ist að því að götum sem er illa við­haldið menga enn meira. Því þar getur rykið safn­ast fyrir í meira magni og slit á hjól­börðum verður mun meira. Finnsk rann­sókn á mengun í umferð leiddi í ljós skýra teng­ingu milli þess hve götur voru slitnar og hversu mikil mengun var í kringum þær.

Mismunandi gróf möl í malbiki. Slit er minna með grófari möl. En hávaði frá umferð verður meiri.

Vit­laust efni not­að?

Það er ekki hægt að skella allri skuld­inni á borg­ar­stjórn, þótt ábyrgð þeirra sé mikil varð­andi að þrífa hvorki götur né halda þeim við.  Því það skiptir miklu máli úr hverju götur eru gerð­ar. Til að nefna dæmi er vitað að gróf­ari möl í gatna­gerð minnkar svifryk og slit til muna. Verk­takar sem leggja göt­urnar hafa um nokk­urt skeið bennt á að yfir­völd hafi verið að pissa í skó­inn sinn þegar kemur að lagn­ingu vega og tekið skamm­tíma­sparnað út í skiptum fyrir lang­tíma tap. Yfir­völdum ber að hlusta á varn­að­ar­orð þeirra sem best þekkja í þessum efn­um.

Auglýsing
Hér sést búnaður notaður til að mæla áhrif öxulþunga á slit í malbiki.

Þyngri öku­tæki skemma mal­bik veld­is­vax­andi meira

Toyota Yaris bif­reið er um 1122Kg að þyngd með einum far­þega, eins og einka­bílar eru gjarnan á álags­tím­um. Þriggja öxla lið­vagn­ar, líkt og kynnt hefur verið að Borg­ar­línan muni verða, eru í kringum 29.700Kg með full­fermi af far­þegum (hvort sem það er raf­magns eða hybrid). Mun­ur­inn á þyngd er nærri 26,5x. Skýrsla á vegum End­ur­skoð­un­aremb­ættis alrík­is­ins í Banda­ríkj­unum (e. General Account­ing Office) segir að það megi taka hlut­falls­legan mun á þyngd í fjórða veldi til að finna út sam­svar­andi fjölda ferða á létt­ara öku­tæk­inu varð­andi eyð­ingu á vegi. Þessi reikniregla var fundin út með próf­unum og hefur verið notuð að fjöl­mörgum rann­sókn­ar­að­ilum síð­an, tam. er þessi reikniregla notuð af Nor­ræna Vega­sam­band­inu (Nor­diska Väg­tekniska För­bundet) sem Ísland er aðili að. Þetta lög­mál um áhrif þyngdar á slit vega er kallað “fjórða-veldis reglan”.

Þetta súlu­rit hér að neðan sýnir þá áhrifin á slit mal­biks talin í fjölda ferða á Yaris bif­reið. Sem sagt: ein ferð á Range Rover slítur mal­biki á við 13 ferðir á Yar­is. Full­mann­aður stræt­is­vagn slítur mal­biki á við 66.240 ferðir á Yaris og full­mann­aður Borg­ar­línu­vagn slítur mal­biki á við 490.969 Yaris ferðir um sama mal­bik.

Útreikningar með fjórða-veldis reglunni með  Toyota yaris bifreið sem viðmiðið.

Enda kom­ast yfir­völd í Amer­íku að þeirri nið­ur­stöðu í sinni skýrslu að: „Þung og ofhlaðin öku­tæki eru meg­in­or­sök slits á þjóð­veg­um.“ Þeir segja einnig að aðeins lítið hlut­fall slíkra bif­reiða minnki líf­tíma vega umtals­vert.

Þetta hljómar eins og hreint ótrú­legur mun­ur. En það er auð­velt að skilja hvers vegna þetta er. Ef við myndum t.a.m. pota lauf­létt á ennið okkar tæki tölu­verðan fjölda end­ur­tekn­inga til að áhrifin yrðu þau sömu eins og að fá múr­stein í höf­uð­ið. Einn Yaris er hrein­lega ekki nógu þungur til að hafa nein telj­andi áhrif á mal­bik­ið. Ef það væru aðeins Yaris bif­reiðar að keyra um borg­ina, myndi að lík­indum líða mjög langur tími þar til göt­urnar okkar slitn­uðu af ein­hverju ráði.

Áfram veg­inn!

Ljóst er að Borg­ar­línu­draumar eru ekki aðeins útópísk lausn á umferð­ar­vanda, heldur hreint engin lausn á umhverf­is­vanda, líkt og hún hefur verið kynnt. Mið­flokk­ur­inn hefur talað fyrir því að bæta vega­kerfið með því að laga veg­ina og koma þeim í það besta ástand sem hægt er. Það er fjár­fest­ing sem sparar gríð­ar­lega fjár­muni í við­haldi öku­tækja, ferða­tíma, elds­neytis­kostn­aði og ekki síst í færri slys­um. Umhverf­is­á­hrifin eru ótví­ræð af því að hafa göt­urnar í lagi og leggja nýja vegi þannig að sómi sé af. Þarna gæti Sunda­braut líka komið sterk­lega inn til að mæta þörf fyrir slitsterk­ann veg fyrir þunga­flutn­inga til og frá borg­inni. Sunda­braut­in, ef vel væri í hana lagt, gæti orðið til að minnka mengun í borg­inni meira en nokkuð af glæru­lof­orðum borg­ar­stjór­ans.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Mið­flokks­ins í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar