Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind – Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?

Munu kosningaúrslit í auknum mæli ráðast af aðgangi frambjóðenda að sérfræðingum sem geta sérsniðið auglýsingar og áróður? Munu þau einnig ráðast af gervigreind og tröllaverksmiðjum sem ætlað er að hafa áhrif á ákveðna hópa og þagga niður í öðrum?

Auglýsing

Nið­ur­stöður stærstu rann­sóknar sem gerð hefur verið á dreif­ingu rangra og mis­vísandi upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum var gerð af vís­inda­mönnum MIT háskól­ans í Banda­ríkj­unum og birt­ust í tíma­rit­inu Sci­ence í mars sl. Rann­sak­aðar voru fréttir á ensku sem dreift var á sam­fé­lags­miðl­inum Twitter á tíu ára tíma­bili, þ.e. 126.000 fréttir sem miðlað var af þremur millj­ónum not­enda.

Nið­ur­stöð­urnar sýndu að stað­leysur eða fals­fréttir breið­ast út sex sinnum hrað­ar, að með­al­tali, en réttar upp­lýs­ingar og stað­reyndar frétt­ir. Rangar og mis­vísandi fréttir ferð­ast hrað­ar, fara víðar og hafa meiri áhrif í sam­fé­lags­miðlum en fréttir sem stand­ast fag­legar kröf­ur. Fals­fréttir dreifast hraðar en stað­reyndir í öllum mála­flokkum sem skoð­aðir voru. Má þar nefna við­skipta­f­rétt­ir, fréttir af hryðju­verkum og stríði, tækni- og vís­inda­fréttir og afþrey­ing­ar­efni. Rann­sóknin sýndi að fals­fréttir um stjórn­mál dreifast þó best. Jafn­framt kom í ljós að Twitt­er-not­endur kjósa heldur að dreifa fals­fréttum en réttum upp­lýs­ing­um. Not­endur voru 70% lík­legri til að dreifa fals­fréttum en fag­legum frétt­um. Nið­ur­stöð­urnar eru taldar gefa vís­bend­ingar um að umfang og dreif­ing fals­frétta geti verið sam­bæri­leg í öðrum miðlum eins og Face­book og YouTube.

Notkun yrkja (e. bots) er víð­tæk og er m.a. ætlað að styrkja ákveðin sjón­ar­mið og til að dreifa fals­fréttum á Twitter. Yrkjar eru hug­bún­aður sem ætlað er að fram­kvæma ein­föld og end­ur­tekin verk­efni eins og síend­ur­tekna dreif­ingu efn­is. Engu að síður eru not­endur Twitter ennþá lík­leg­astir til að dreifa fals­fréttum þótt dreif­ing yrkja á slíkum „frétt­um“ sé að sönnu mjög víð­tæk. Lík­legt er að hröð dreif­ing fals­frétta hafi því eitt­hvað með mann­legt eðli að gera.

Auglýsing

Vís­inda­sam­fé­lagið hefur nú þegar brugð­ist við þessum slá­andi nið­ur­stöð­um. Í sama tölu­blaði Sci­ence köll­uðu 16 stjórn­mála­fræð­ingar og lög­fræð­ingar eftir víð­tækum rann­sóknum með það að mark­miði að end­ur­hanna upp­lýs­inga­kerfi 21. ald­ar. Kallað var eftir þver­fag­legum rann­sóknum til að draga úr útbreiðslu fals­frétta og til að takast á við und­ir­liggj­andi og skað­leg áhrif sam­fé­lags­miðla­notk­unar sem komið hafi í ljós. Spurt var hvernig hægt væri að stuðla að frétta­miðlun sem gæfi stað­reyndum meira vægi en fals­frétt­um.

Hinn mann­legi þáttur

Með frétta­flutn­ingi og upp­lýs­inga­miðlun er ekki aðeins stað­reyndum komið á fram­færi við almenn­ing, heldur er um að ræða boð­skipti þar sem ákveðnum gildum eða frá­sögn er jafn­framt miðl­að. Upp­lýs­ingar og fréttir hreyfa oft til­finn­inga­lega við fólki. Rann­sóknir sýna að sér­stak­lega er auð­velt að ná til fólks með því að virkja reiði og hræðslu. Einnig er auð­velt að virkja þá til­finn­ingu að við höfum ein­hvers konar yfir­burði yfir aðra hópa. Því kemur ekki á óvart að upp­lýs­ingar sem tengja okkur við „ætt­bálk­inn” geti fram­kallað sterkar til­finn­ing­ar. Það ræðst af gildum og lífs­skoð­unum hvers og eins hvort „ætt­bálk­ur­inn“ tekur til ákveð­ins kyn­stofns, þjóð­ar, fólks með ákveðna trú eða lífs­skoð­un, fólks með ákveðna kyn­hneigð eða fólks með ákveðnar stjórn­mála­skoð­an­ir.

Rann­sóknir sýna einnig að fólk túlkar stað­reyndir með ólíkum hætti ef þær ógna lífs­skoð­unum þess, gildum eða hópnum sem það telur sig til­heyra (e. moti­vated rea­son­ing). Fólk er því lík­legra til að deila fréttum sem styðja við lífs­skoð­anir og gildi þeirra en leitar frekar stað­fest­ingar á því að fréttir séu rangar ef þær grafa undan lífs­við­horfum þeirra og gild­um.

Nið­ur­stöður rann­sókna varpa einnig ljósi á það af hverju sumar fréttir í fjöl­miðlum og í sam­fé­lags­miðlum kalla oftar á hat­urs­full ummæli í athuga­semda­kerfum en aðr­ar. Fréttir sem kalla á mikil og oft hat­urs­full við­brögð eru m.a. fréttir af trú­ar­brögð­um, flótta­fólki, jafn­rétt­is­málum og stjórn­mál­um.

Svoköll­uðum trölla­verk­smiðjum (e. troll fact­or­ies) er ætlað að auka áhrifin í sam­fé­lags­legri umræðu. Hug­takið trölla­verk­smiðja vísar til þess að nettröll eru ráðin til starfa á launum við að dreifa stað­leysum eða hat­ur­st­ali með það að mark­miði að hafa áhrif á almenn­ings­á­lit­ið. Í rann­sóknum hefur komið í ljós að notkun bæði yrkja og trölla­verk­smiðja hefur haft veru­leg áhrif á skoð­ana­mótun almenn­ings í aðdrag­anda kosn­inga í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Frakk­landi og Þýska­landi. Einnig í opin­berri umfjöllun um stefnu­mótun stjórn­valda í ólíkum málum og þegar um stjórn­ar­kreppu er að ræða.

Í nýlegri danskri rann­sókn var sýnt fram á að það skiptir máli hver setur ummæli fram. Í ljós kom að ummæli bein­ast helst að stjórn­mála­mönn­um, múslimum og öðrum trú­ar­hóp­um, ákveðnum kyn­þáttum og kon­um. Þeir hópar sem hat­urs­orð­ræðan bein­ist gegn eru jafn­framt lík­legri til að stunda annað hvort sjálfs­rit­skoðun eða hætta þátt­töku í sam­fé­lags­legri umræðu.  

Þeir sem hafa hags­muni af því að breiða út fals­fréttir og stað­leysur vita hvort tveggja, hvers konar efni vekur sterk til­finn­inga­leg við­brögð hjá almenn­ingi og hvernig setja á fram skila­boð til að þau hafi áhrif. Þannig þurfa skila­boðin að höfða til almenn­ings með sjón­rænum hætti, búa yfir áhrifa­mik­illi frá­sögn og fela í sér end­ur­tekn­ingu. Rann­sóknir sýna að því oftar sem upp­lýs­ingar eru end­ur­teknar því lík­legra er að þeim sé trúað (e. ill­u­sory truth effect). Það sama gildir um ótrú­verð­ugar upp­lýs­ing­ar. End­ur­tekn­ing er því mik­il­væg til að skila­boð og fals­fréttir hafi til­ætluð áhrif. Þá er einnig þekkt að myndir og mynd­bönd eru lík­legri til að fá dreif­ingu í algóriþmum sam­fé­lags­miðl­anna en text­i.  

Víð­tæk söfnun per­sónu­upp­lýs­inga

Allt sem við gerum á net­inu skilur eftir sig staf­ræn spor. Hund­ruð millj­óna manna skilja eftir sig gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga, svo­kall­aða gagna­gnótt (e. big data). Allt sem við leitum að í leit­ar­vél­um, allt sem við líkum við á Face­book, allt sem við kaupum á net­inu eru gögn sem hægt er að nota og greina. Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum geyma fyr­ir­tæki eins og Google og Face­book einnig upp­lýs­ingar um stað­setn­ingu not­enda á hverjum tíma, hvaða smá­forrit notuð eru, hvaða sím­töl og SMS send hafa ver­ið, til hverra, hvenær og hversu lengi sím­tölin stóðu yfir. Þá er einnig lík­leg að fyr­ir­tækin hafi upp­lýs­ingar um tölvu­pósta sem skrif­aðir hafa ver­ið, hvenær not­andi vaknar og hvenær hann fer að sofa.

Segja má að aldrei í sög­unni hafi verið safnað svo umfangs­miklum upp­lýs­ingum um jafn margt fólk. Net­not­endur vita almennt að allt sem þeir gera skilur eftir sig staf­ræn spor, en þeir gera sér sjaldn­ast grein fyrir því hvernig þessar upp­lýs­ingar er nýttar og af hverj­um.

Í nýlegum fréttum The New York Times og The Guar­dian kom í ljós að fyr­ir­tækið Cambridge Ana­lyt­ica eyddi tæp­lega einni milljón Banda­ríkja­dala til kaupa á gögnum 50 millj­óna Face­book-not­enda sem notuð voru til að smíða gagna­grunn sem ætlað var að spá fyrir um stjórn­mála­skoð­anir og kosn­inga­þátt­töku. Upp­lýs­ing­arnar sem feng­ust frá not­endum voru not­aðar til að smíða algóriþma sem greindi Face­book-­síður ein­stak­ling­anna með til­liti til per­sónu­leika­ein­kenna þeirra. Flókin grein­ing­ar­að­ferðin gat að jafn­aði spáð fyrir um kyn­þátt með 95% vissu, hægt var að segja til um stjórn­mála­skoð­anir með 85% vissu og greina trú­ar­skoð­anir með 82% vissu. Rann­sak­endur leit­uðu einnig eftir því að greina m.a. kyn­hneigð, gáfna­far og notkun áfengis og vímu­efna. Algóriþm­anum og gagna­grunn­inum var ætlað að vera öfl­ugt tæki í kosn­ingum þar sem mark­miðið var að finna óákveðna kjós­endur og sníða skila­boð sem lík­leg voru til að hafa áhrif á þá á grund­velli per­sónu­leika­ein­kenna þeirra.

Aðferðin sem notuð var fól í sér að bera saman Face­booklike“ not­enda við nið­ur­stöður per­sónu­leika­prófs­ins OCEAN (sem stendur fyrir Openn­ess, Consci­enti­ous­ness, Extra­version, Agreea­bleness, and Neurot­icism). Í próf­inu er m.a. athugað hvort fólk er opið fyrir nýrri reynslu, er vinnu­samt, skipu­lagt, félags­lynt, hefur samúð með öðrum eða hvort það er áhyggju­fullt. Þannig gátu vís­inda­menn spáð fyrir um m.a. kyn, per­sónu­leika­ein­kenni og stjórn­mála­skoð­anir með nokkuð nákvæmum hætti. Vís­inda­menn­irnir sem stóðu að verk­efn­inu telja að með upp­lýs­ingum um tíu „like“ not­anda á Face­book geti mód­elið „þekkt“ not­and­ann betur en sam­starfs­maður hans. Með því að hafa upp­lýs­ingar um 70 „like“ geti mód­elið „þekkt“ Face­book-not­anda betur en vin­ur. Með því að greina 150 „like“ geti mód­elið „þekkt“ Face­book-not­anda betur en for­eldrar við­kom­andi. Með 300 „like“ geti mód­elið betur spáð fyrir um Face­book-not­and­ann en maki hans og með enn fleiri „like“ geti mód­elið spáð betur fyrir um not­and­ann en hann geti gert sjálf­ur.

Með sama hætti og gögnin sýndu að þeim sem lík­uðu við MAC snyrti­vör­urnar væru lík­legir til að vera sam­kyn­hneigð­ir, þá voru karl­ar, sem lík­aði við banda­ríska bíla­fram­leið­endur á Face­book, lík­legir til að vera repúblík­anar. Gögnin sýndu einnig að yngri Face­book not­endur eru íhaldsam­ari en þeir eldri.

Þó að búið sé að safna gögnum um fólk í ára­tugi með það að leið­ar­ljósi að greina mark­hópa til að mark­að­setja vörur og þjón­ustu með nákvæm­ari hætti hefur ýmis­legt breyst með til­komu gagna­gnóttar og notk­unar sam­fé­lags­miðla. Í fyrsta lagi hefur aldrei verið safnað jafn miklum gögn­um, þ.m.t. við­kvæmum per­sónu­upp­lýs­ing­um. Til slíkra upp­lýs­inga telj­ast m.a. upp­lýs­ingar um upp­runa, lit­ar­hátt, kyn­þátt, stjórn­mála­skoð­anir og trú­ar- eða aðrar lífs­skoð­an­ir. Einnig upp­lýs­ingar um kyn­líf manna og kyn­hegðan, svo og lyfja-, áfengis og vímu­efna­notk­un.

Í öðru lagi virð­ast berg­máls­her­bergi (e. echo cham­bers) og síu­bólur (e. filter bubbles) hafa mikil áhrif á sam­fé­lags­um­ræðu og hvernig almenn­ingur mótar sér skoð­un. Þetta ástand hefur skap­ast þar sem algóriþmi sam­fé­lags­miðl­anna er þannig úr garði gerður að hann færir not­endum efni sem þeim líkar best í frétta­veitur þeirra og þannig mynd­ast síu­bólur. Frétt­irnar og skila­boðin sem birt­ast almenn­ingi stað­festa því ákveðna heims­mynd og geta fest hana enn frekar í sessi. Berg­máls­her­bergi gefa not­endum öryggi. Þau veita öruggt rými til að deila við­horfum og heims­mynd án þess að not­endur eigi á hættu að lenda í árekstrum við þá sem eru á önd­verðum meiði. Rann­sóknir sýna jafn­framt að upp­lýs­ingar sem stað­festa gildi fólks og lífs­við­horf fram­kalla dópamín áhrif í lík­am­anum sem veita vellíð­an.

Í þriðja lagi er erf­ið­ara að afhjúpa rang­færslur þegar um myndir eða mynd­brot er að ræða sem birt­ast og dreifast aðeins hjá til­teknum not­end­um. End­ur­teknar upp­lýs­ingar virð­ast styrkja heims­mynd þeirra sem skila­boð­unum er beint að. Því virð­ist dreif­ing slíkra upp­lýs­inga geta stuðlað að „pólaríser­uðu“ sam­fé­lagi.

Nýleg rann­sókn sýnir að aug­lýsendur fá 63% fleiri smelli á aug­lýs­ingar sínar og allt að 1400% meiri umfjöllun á Face­book með því að sníða aug­lýs­ing­arnar að per­sónu­leika við­kom­andi á grund­velli OCEAN grein­ing­ar­inn­ar. Slíkar nið­ur­stöður eru ekki aðeins ánægju­legar fyrir fyr­ir­tæki sem vilja selja vörur og þjón­ustu, heldur eru þær einnig áhuga­verðar fyrir stjórn­mála­flokka, rík­is­stjórnir erlendra ríkja, hags­muna­að­ila og aðra sem vilja hafa aukin skoð­ana­mót­andi áhrif í sam­fé­lag­inu.

Aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðlum

Í lok árs 2017 var áætlað að um 25% af aug­lýs­inga­tekjum á heims­vísu rynnu til Face­book og Google. Á meðan sjálf­stæðir fjöl­miðlar sem sinna fag­legri blaða­mennsku og eru grund­völlur hvers lýð­ræð­is­ríkis eiga undir högg að sækja vegna minnk­andi aug­lýs­inga­tekna þá aug­lýsa sífellt fleiri fyr­ir­tæki og stofn­anir hjá stóru banda­rísku upp­lýs­ing­aris­un­um. Ástæð­urnar eru einkum þær að not­endur Face­book og Google skipta millj­örðum og hægt er að beina aug­lýs­ingum að mjög afmörk­uðum hópum sem byggja á grein­ingu þeirra upp­lýs­inga sem miðl­arnir hafa safnað um not­endur sína. Auk þess geta aug­lýsendur prófað sig áfram með mis­mun­andi teg­undir af sömu aug­lýs­ingu á Face­book til að kanna hver þeirra hefur til­ætluð áhrif.

Face­book býður upp á sér­staka teg­und aug­lýs­inga sem kölluð er „dark posts“. Þessar aug­lýs­ingar birt­ast ekki á Face­book síðu þess sem aug­lýsir og gefur aug­lýsendum kost á að höfða til mjög afmark­aðra hópa með skila­boð sín. Aug­lýs­ingin birt­ist aðeins hjá fyr­ir­fram skil­greindum mark­hópum og eftir birt­ingu hverfur aug­lýs­ingin spor­laust. Face­book lenti í nokk­urri orra­hríð á árinu 2016 þegar í ljós kom að aug­lýsendur úti­lok­uðu ýmsa hópa þegar þeir birtu hús­næð­is- og atvinnu­aug­lýs­ingar og aug­lýs­ingar um lána­kjör. Hóp­arnir sem voru úti­lok­aðir voru m.a. svartir og spænsku­mæl­andi Banda­ríkja­menn en slík mis­munun á grund­velli lit­ar­háttar eða upp­runa er ólög­leg í Banda­ríkj­unum og víð­ar.

Stjórn­mála­menn hafa löngum reynt að höfða til kjós­enda með ólíkum hætti. En með til­komu sam­fé­lags­miðla er auð­veld­ara að búa til klæð­skera­sniðin skila­boð, sem ekki eru ætluð öllum almenn­ingi, heldur ætluð hópum sem eru sér­stak­lega mót­tæki­legir fyrir þeim. Tæknin er einnig áhuga­verð fyrir hags­muna­að­ila, erlend ríki og aðra sem vilja hafa áhrif á almenn­ings­á­lit­ið.

Annar mik­il­vægur mögu­leiki á Face­book er að aug­lýsendur geta búið til ólíkar útgáfur af sömu aug­lýs­ingu (e. A/B test­ing) til að kanna áhrif þeirra á ákveðna mark­hópa. Kosn­ingateymi Trump for­seta próf­aði um 40.000 – 50.000 mis­mun­andi útgáfur af aug­lýs­ingum og skila­boðum á dag á Face­book í aðdrag­anda banda­rísku kosn­ing­anna. Kannað var hvaða útgáfur kæmu best út og væru lík­leg­astar til að vekja við­brögð og hafa áhrif á not­end­ur. Skoðað var m.a. hvort texti ætti að fylgja skila­boð­un­um, hvort mynd­brot hefðu meiri áhrif en mynd­ir, hvaða lit­ir, let­ur­gerð og aðrir þættir hefðu til­ætluð áhrif. Kosn­ingateymi Trump próf­aði 175.000 mis­mun­andi útgáfur af aug­lýs­ingum á dag þegar mest var.

Gervi­greind notuð til búa til og dreifa fals­fréttum

Gervi­greind er notuð með fjöl­breyttum og marg­vís­legum hætti í dag­legu lífi. Verið er að þróa sjálf­keyr­andi bíla og flestir þekkja Siri og Alexu sem hafa verið hann­aðar til að aðstoða iPhone og Amazon not­end­ur. Sumir segja að notkun gervi­greindar muni hafa svo mikil áhrif í náinni fram­tíð að hún muni hrinda af stað nýrri sam­fé­lags­legri bylt­ingu.

Gervi­greind er ekki hættu­leg í sjálfu sér en við ákveðnar aðstæður getur hún haft nei­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif. Nú er t.d. hægt að taka upp rödd mann­eskju og láta rödd­ina segja eitt­hvað allt annað án þess að hægt sé að merkja mun­inn. Verið er að þróa tækni sem gerir það að verkum að hægt verður að breyta því sem ein­stak­lingar segja í beinum útsend­ingum á raun­tíma. Bráð­lega verður jafn­framt hægt að að setja saman mynd­brot af atburðum með trú­verð­ugum hætti líkt og atburð­ur­inn hafi raun­veru­lega átt sér stað. Spyrja má hvernig not­endur muni geta greint rétt frá röngu og vitað hvað eru fals­fréttir þegar slík tækni hefur hafið inn­reið sína að fullu. Bent hefur verið á að þess konar fals­fréttir eru nú þegar farnar að sjást og muni vænt­an­lega dreifast á ógn­ar­hraða í síu­bólum og berg­máls­her­bergjum not­enda sam­fé­lags­miðla.

Í nýlegri rann­sókn Jon­athan Albright við Col­umbia háskóla kom í ljós að efni sem unnið er með notkun gervi­greindar er í auknum mæli farið að birt­ast á YouTube. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að gervi­greind er í auknum mæli notuð til að búa til YouTube mynd­bönd með það að mark­miði að fram­leiða áróð­urs­mynd­bönd og dreifa þeim. Með notkun gervi­greindar er hægt að greina þær fréttir og það efni sem er efst á baugi á sam­fé­lags­miðlum hverju sinni. Gervi­greind er jafn­framt notuð til að para saman mynd­bönd og texta á net­inu við tölvu­stýrða tal­setn­ingu. Albright komst að því að ein slík áróð­urs­vél bjó til og hlóð upp 80.000 mynd­böndum á 19 mis­mun­andi YouTube rásum á aðeins nokkrum dög­um. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að slíkar áróð­urs­vélar hlaða upp fals­fréttum í formi mynd­banda að með­al­tali á nokk­urra mín­útna fresti á YouTube. Það kemur því ekki á óvart að slíkar áróð­urs­vélar gangi undir nafn­inu „FakeTube“.

Hvernig hafa fyr­ir­tæki og stjórn­völd brugð­ist við?

Mikil umræða hefur verið á síð­ustu miss­erum um dreif­ingu fals­frétta, áhrif sam­fé­lags­miðla og nýt­ingu per­sónu­upp­lýs­inga til að hafa áhrif á almenn­ing. Lengst af hefur verið fjallað um hvern afmark­aðan þátt fyrir sig og vanga­veltur verið um hvernig hægt er að sporna gegn nei­kvæðri þróun á til­teknu sviði. Það er ekki fyrr en nýlega að farið var að skoða þró­un­ina í sam­hengi. Ástæðan er sú að með því að sam­þætta fals­frétt­ir, per­sónu­upp­lýs­ing­ar, notkun yrkja og trölla­verk­smiðja, gervi­greind og sam­fé­lags­miðla virð­ast áhrifin marg­fald­ast. Í raun er ómögu­legt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á lýð­ræði og sam­fé­lags­þróun til lengri tíma.

Þegar til­teknum skila­boðum er beint að ein­stak­lingum á sam­fé­lags­miðlum má segja að vegið sé úr laun­sátri. Skila­boð­unum er ætlað að vekja sem mest áhrif og birt­ast á þeim tíma þegar fólk er mót­tæki­leg­ast. Sjaldn­ast áttar almenn­ingur sig á því að skila­boðin eru klæð­skera­saum­uð.

Mik­ill þrýst­ingur er nú á for­svars­menn sam­fé­lags­miðla að breyta algóriþmum sínum til að minnka dreif­ingu fals­frétta. Þá vinna sam­fé­lags­miðlar að því með fjöl­miðlum að greina fals­fréttir og koma á fram­færi réttum upp­lýs­ingum og stað­reynd­um. Verið er að ráða fleira starfs­fólk til að yfir­fara fréttir og fylgj­ast með athuga­semda­kerfum miðl­anna. Face­book hefur til­kynnt að óskað verði eftir ítar­legri upp­lýs­ingum um kaup­endur póli­tískra aug­lýs­inga. Einnig hafa verið boð­aðar breyt­ingar á því hvernig per­sónu­upp­lýs­ingum er safnað og hverjir fái aðgang að slíkum upp­lýs­ing­um.

Stjórn­völd, bæði vestan hafs og aust­an, hafa einnig brugð­ist við. Í októ­ber 2017 lögðu þrír öld­unga­deild­ar­þing­menn á Banda­ríkja­þingi fram laga­frum­varp sem felur í sér að upp­lýsa þurfi um hverjir standi að baki póli­tískum aug­lýs­ingum á sam­fé­lags­miðlum og í leit­ar­vélum (e. Honest Ads Act). Ástæðan er einkum sú að nettröll á vegum rúss­neskra yfir­valda keyptu aug­lýs­ingar á Face­book fyrir and­virði 100.000 dala í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna 2016. Alvar­legt þykir að stjórn­völd erlendra ríkja reyni að hafa áhrif á kosn­ingar í lýð­ræð­is­ríkj­um.

Í mörgum ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu og í Finn­landi hafa verið settar á lagg­irnar sér­stakar verk­efna­stjórnir sem ætlað er að vinna gegn dreif­ingu fals­frétta og efla vit­und almenn­ings um þá þróun sem á sér stað. Ástæðan er ekki síst sú að komið hefur í ljós að rúss­nesk stjórn­völd starf­rækja trölla­verk­smiðlur víða í Evr­ópu, m.a. í Finn­landi, Dan­mörku, Sví­þjóð og Nor­egi. Er nettröll­unum ætlað að sá fræjum tor­tryggni gagn­vart lýð­ræði á Vest­ur­löndum og eru þau talin ógna þjóðar­ör­yggi ríkj­anna.

Sett voru tíma­móta­lög í Þýska­landi á síð­asta ári (þ. Netzwerk­durch­setzungs­ges­etz). Sam­kvæmt lög­unum þurftu allir sam­fé­lags­miðlar frá og með 1. jan­úar 2018 að hafa aðlagað sig lög­gjöf­inni sem er ætlað að fækka hat­urs­fullum ummælum og dreif­ingu fals­frétta. Jafn­framt til­kynnti Emmanu­ell Macron, for­seti Frakk­lands, um það í  ára­móta­ávarpi sínu nú í jan­úar að sett verði lög sem ætlað er að draga úr dreif­ingu fals­frétta í land­inu. Svipuð lög­gjöf er í bígerð á Írlandi. Áætlað er að ný reglu­gerð um per­sónu­vernd sem tekur gildi á EES-­svæð­inu í maí hafi áhrif á það hvernig gögnum er safnað og unnið er úr þeim. Á það hefur jafn­framt verið bent að áhrif reglu­gerð­ar­innar ráð­ist af því hvort stjórn­völd í aðild­ar­ríkj­unum verði nægi­lega til­búin til að fylgja henni eft­ir.

Evr­ópu­sam­bandið hefur sett í for­gang verk­efni til að greina stöð­una og vinna að til­lögum sem hafa það að mark­miði að minnka dreif­ingu fals­frétta og áróð­urs í aðild­ar­ríkj­un­um. Í jan­úar á þessu ári til­kynnti for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Stefan Löf­ven, að fyr­ir­hugað væri að setja á laggirniar nýja stofnun sem ætlað er að styrkja sál­fræði­legar varnir rík­is­ins og koma í veg fyrir að hægt verði með kerf­is­bundnum hætti að hafa áhrif á sænskan almenn­ing (s. Myndig­heten för psykolog­iskt för­svar). Stofn­un­inni er ætlað að verja hið opna sænska sam­fé­lag og lýð­ræð­ið.

Til umhugs­unar fyrir kosn­ingar

Almennt er litið svo á að í opnu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi móti almenn­ingur sér skoðun með því að vera þátt­tak­andi í upp­lýstri og opinni umræðu. Þar gegna fjöl­miðlar mik­il­vægu hlut­verki. Lýð­ræðið bygg­ist á þeirri hug­mynd að ákvarð­anir séu teknar á upp­lýstum grund­velli. Í því sam­bandi skipti mestu máli stað­reynd­ir, rann­sókn­ir, rök og skyn­semi. Hefur svo verið allt frá dögum upp­lýs­ing­ar­inn­ar. Í aðdrag­anda kosn­inga setja fram­bjóð­endur og flokkar því fram stefnu­mál sín sem almenn­ingur getur tekið afstöðu til og þannig gert upp hug sinn.

Með til­komu fals­frétta og aug­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum sem sniðnar eru að gildum og lífs­við­horfum ein­stak­linga hættir lýð­ræð­isum­ræðan að verða opin. Fólk byggir afstöðu sína í auknum mæli á upp­lýs­ingum sem beint er að því. Hætta er á því að við­horf manna til mál­efna fari að byggj­ast á til­finn­inga­legri afstöðu fremur en stað­reynd­um. Auð­velt er að koma á fram­færi mis­mun­andi skila­boðum til ólíkra hópa, skila­boðum sem ekki er víst að séu rétt eða byggð á stað­reynd­um. Vera kann að aðferðir sem not­aðar eru í kosn­inga­bar­áttu verði ekki kunnar fyrr en að loknum kosn­ing­um.

Sú spurn­ing er áleitin hvort kosn­inga­úr­slit munu í auknum mæli ráð­ast af aðgangi fram­bjóð­enda að sér­fræð­ingum sem geta sér­sniðið aug­lýs­ingar og áróð­ur. Eins er spurt hvort kosn­inga­úr­slit muni einnig ráð­ast af gervi­greind og trölla­verk­smiðjum sem ætlað er að hafa áhrif á ákveðna hópa og þagga niður í öðr­um.

Margt bendir til að sam­þætt­ing sam­fé­lags­miðla, fals­frétta og gervi­greindar sé eitruð blanda fyrir lýð­ræðið og okkar opna sam­fé­lag. Því eru marg­vís­legar ástæður fyrir því að sífellt fleiri kalla eftir því að upp­lýs­inga­kerfi 21. aldar verði end­ur­hann­að. Kom­inn er tími til að stjórn­völd og almenn­ingur á Íslandi átti sig á þeirri hröðu þróun sem orðið hefur og hvaða áhrif hún getur haft á allt sam­fé­lag­ið.Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar