Lífsverk – verkefnin framundan

Sverrir Bollason skrifar um stjórnarkjör í lífeyrissjóðnum Lífsverki sem hann segir búa vel að sjóðfélagalýðræðinu.

Auglýsing

Nú 9.-13. apríl munu sjóð­fé­lagar í Lífs­verki fá tæki­færi til að kjósa í tvö laus stjórn­ar­sæti í líf­eyr­is­sjóðnum sín­um. Lífs­verk býr vel að sjóð­fé­laga­lýð­ræð­inu og tel ég það einn helsta og ótví­ræða  kost sjóðs­ins. Engir duldir valda­þræðir liggja um sjóð­inn, ein­göngu lýð­ræð­is­legur vilji sjóð­fé­laga ræð­ur.

Gagn­sæi

Byggja ætti enn frekar á gildum lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta í störfum sjóðs­ins og veita sjóð­fé­lögum fullan aðgang að upp­lýs­ingum um eignir sjóðs­ins frá degi til dags. Fólk er vant því að geta kom­ist til botns í sínum málum í tölvu­gáttum hjá stofn­unum og fyr­ir­tækj­um, líf­eyr­is­sjóðir ættu ekki að vera nein und­an­tekn­ing þar á. Gagn­sæi eflir sjálf­krafa til­trú fólks á því sem gert er og eykur sjálfs­gagn­rýni í ákvarð­ana­töku.

Eigna­myndun erlendis

Með afnámi gjald­eyr­is­hafta hafa skap­ast tæki­færi til fjár­fest­inga erlendis sem ætti að nýta að fullu. Almenn­ingur hefur und­an­farin ár mátt neyð­ast til að binda fé sitt í litlu hag­kerfi og óstöð­ugum gjald­miðli. Þeir sem aðstöðu hafa haft til hafa hins vegar bundið auð sinn í erlendum gjald­eyri. Nú er lag fyrir íslenska spari­fjár­eig­endur og líf­eyr­i­s­jóði að styrkja stöðu sína, dreifa áhættu mun betur með erlendum eignum og eign­ast kröfur í stöðugri gjald­miðli en íslensku krón­unni.

Auglýsing

Taum­hald á kostn­aði

Stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða vilja almennt ekki gera of mikið úr kostn­aði við stjórnun þeirra og telja hann vel sam­an­burð­ar­hæfan við erlenda sjóði. Þá sé talið æski­legra að ein­blína á ávöxt­un­ina. En ekki verður kom­ist hjá að benda á að kostn­aður safn­ast upp líkt og vaxta­vext­ir, litlar breyt­ingar verða miklar með tím­an­um. Fjár­fest­ing­ar­kostn­aður vísi­tölu­sjóða vest­an­hafs eru ekki nema 0,09% en sam­bæri­legur kostn­aður íslenskra líf­eyr­is­sjóða er tæp­lega þrefalt meiri. Þjón­ustan er vit­an­lega ekki sam­bæri­leg en það er alltaf vert að spyrja sig hvort gæðin séu réttu verði keypt.

Þetta eru þau áherslu­mál sem ég mun vinna að í stjórn Lífs­verks hljóti ég stuðn­ing til. Ég hef setið í vara­stjórn und­an­farin tvö ár og gef nú kost á mér til að halda sam­fellu í þekk­ingu og störfum stjórn­ar­inn­ar. Kosn­ing fer fram á vef Lífs­verks.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar