Auglýsing

Orðið góð­æri heyrð­ist hátt og skýrt á svið­inu á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í gær. Ástæðan er aug­ljós. Hag­töl­urnar segja okkur að staða efna­hags­mála í land­inu sé góð, í það minnsta að með­al­tali. Hag­vöxtur hefur verið mik­ill und­an­farin ár og atvinnu­leysi lítið sem ekk­ert, 2 til 3 pró­sent.

En ráða­menn og atvinnu­rek­endur ættu samt að hafa það í huga, að það eru margar hliðar á hag­töl­unum sjálfum og öll sagan verður ekki sögð með þeim.

Skipt­ing kök­unnar

Innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er mikil óánægja með skipt­ingu þjóð­ar­kök­unnar og hvernig launa­þró­un, ekki síst hjá stjórn­endum og elít­unni hjá hinu opin­bera, hefur þró­ast.

Auglýsing

Krónu­tölu­hækk­anir hjá þeim hafa verið marg­falt meiri en hjá fólk­inu á gólf­inu. Bilið hefur breikk­að. Breyt­ingar á for­ystu stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins, innan Efl­ingar og VR - sem sam­tals eru með um 60 þús­und félags­menn - bera þess merki að harðn­andi átök séu framund­an. Í lok árs eru verk­föll skrifuð í skýin og hafa Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagt að barist verði af fullri hörku fyrir bættum kjör­um.

Höfr­unga­hlaup launa­hækk­ana ólíkra hópa - sem stjórn­mála­menn hafa opin­ber­lega lýst yfir að sé stór­skað­legt fyrir vinnu­mark­að­inn - er það sem ein­kennt hefur vinnu­mark­að­inn á und­an­förnum árum.

Hvað sem stjórn­völd og stjórn­endur í atvinnu­líf­inu tauta og raula, þá eru það ekki 300 ljós­mæður sem eru að ógna stöð­ug­leika þjóð­ar­búss­ins. Launa­deila þeirra og rík­is­ins er lít­ill hluti af stöð­unni sem þarf að leysa. Ef ábyrgðin á því liggur hjá ein­hverjum hópum og eða vald­hafa, þá er nær fyrir stjórn­völd að líta í eigin barm.

Lík­lega þarf að ríkið að grípa til rót­tækra aðgerða til að ná sátt á vinnu­mark­aði. Þar er t.d. hægt að líta til þess að lækka launa stjórn­enda hjá rík­inu og ráða­manna (for­set­inn neit­aði hækkun kjara­ráðs, munum það). Ef það er vilji hjá þessum hópum - og þar eru dótt­ur­fé­lög rík­is­ins inni­falin - til að ná sátt á vinnu­mark­aði, þá gæti þetta verið svarið sem leitað er að. 

Jafn­vel þó lækk­unin yrði 5 til 10 pró­sent, þá væri hækk­unin á und­an­förnum árum engu að síður mik­il, og meiri í krónum talin heldur en hjá flestum öðrum hópum fólks á gólf­in­u. 

Það er ekki lög­mál að bilið milli þeirra sem hafa lægst laun og þeirra sem fá mest eigi að breikka stan­laust, vegna þess að allir eigi að fá jafn miklar hækk­anir í pró­sentum talið.

Áhyggju­raddir í góð­ræð­inu

Á hund­rað ára afmæli full­veldis leyfðu ræðu­menn á árs­fund­inum sér að líta yfir far­inn veg og leggja mat á þær miklu fram­farir sem hafa náðst fram á lið­inni öld, en um leið að horfa til stöð­unnar eins og hún er núna. Ísland er land tæki­færa og vel­meg­un­ar, sé litið til alþjóð­legs sam­an­burð­ar. En ýmis­legt má þó betur fara.

Áhyggju­raddir af horfum á vinnu­mark­aði heyrð­ust glögg­lega í ræðum Eyj­ólfs Árna Rafns­son­ar, for­manns SA, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra. Bar Eyjólfur Árni meðal ann­ars saman stöð­una á Norð­ur­lönd­un­um. „Í Nor­egi náð­ist sam­komu­lag fyrir viku síðan sem felur í sér 2,8% hækkun launa­kostn­aðar á árinu. Launa­hækk­anir þar hafa verið 2,5% á ári síð­ustu þrjú ár en kaup­máttur launa hefur minnkað nokkuð vegna veik­ingar norsku krón­unn­ar. Fram kom að norsku Sam­tök atvinnu­lífs­ins gætu ekki gert kjara­samn­inga  með svo auknum kostn­aði að hann skað­aði sam­keppn­is­hæfni norskra fyr­ir­tækja og að verka­lýðs­hreyf­ingin hefði skiln­ing á því. Þessi lönd eru öll sam­keppn­is­að­ilar okkar Íslend­inga á erlendum mörk­uð­u­m,“ sagði Eyjólfur Árni meðal ann­ars.

Ljóst er að þessi veru­leiki er ekki fyrir hendi á Íslandi, og mega stjórn­endur - og stjórnir - fyr­ir­tækja á einka­mark­aði meðal ann­ars spyrja sig að því, hvort fram­lag þeirra hafi verið skyn­sam­legt að und­an­förnu.

Tug­pró­senta hækk­anir hafa sést hjá mörgum fyr­ir­tækj­um. Líkja má þessu við það, að stjórn­irnar vilji greiða góð­ærið út strax, í stað þess að hugsa um fram­tíð­ina og fólkið á gólf­inu. Full­kom­lega eðli­legt er að þetta setji kjara­við­ræður í upp­nám.

Hug­vitið mik­il­væg­asta auð­lindin

Jákvæðir straumur fund­ust vel þegar mik­il­væg­asta auð­lind Ísland bar á góma. Það er sjálft hug­vit þjóð­ar­inn­ar, lands­manna. Sú upp­spretta hefur engin tak­mörk og fram­tíð­ar­upp­bygg­ing lands­ins á allt undir því að það tak­ist að byggja upp þekk­ing­ar­iðnað sem verður upp­spretta hag­sældar í fram­tíð­inni.

Það verður að telj­ast nokkuð vel af sér vikið hjá ræðu­mönn­um, að þeim hafi tek­ist að ræða um þessa hluti, án þess að minn­ast á sjálf­stæða pen­inga­stefnu og hvernig það fer saman við skyn­sam­lega upp­bygg­ingu alþjóð­legs þekk­ing­ar­iðn­aðar að halda úti eigin mynt á um 200 þús­und manna vinnu­mark­aði.

Styrk­ing krón­unnar að und­an­förnu er nú þegar farin að þrengja veru­lega að útflutn­ingi og kom­andi hækk­anir á launum eiga eftir að herða enn frekar að alþjóð­legum þekk­ing­ar­iðn­aði. Sveiflu­kenndur heimur krón­unnar fer ekki saman við sam­keppn­is­stöð­una á alþjóða­mörk­uð­um, þetta blasir við. Krónan og sjálf­stæð pen­inga­stefna er hindrun sem erfitt er að yfir­stíga.

Það má t.d. minna á það, að því miður hefur ekki tek­ist að búa til nægi­lega mörg fyr­ir­tæki sem hafa náð þokka­lega mik­illi stærð á alþjóða­mörk­uð­um. Marel og Össur eru okkar flagg­skip, en þau eru bæði búin að vaxa erlendis og það er ekki til­viljun að hlut­hafar og stjórn­endur þess­ara fyr­ir­tækja hafa í gegnum tíð­ina verið í fram­varða­sveit þeirra sem hafa gagn­rýnt pen­inga­mál­stefn­una harð­lega.

Saga Öss­urar verður 50 ára 2021 og Marel er 35 ára á þessu ári. Sam­tals vinna um þús­und starfs­menn hjá þessum tveimur fyr­ir­tækjum á Íslandi og um 70 pró­sent hluta­fjár er enn hjá íslenskum fjár­fest­um. Um 90 pró­sent af heild­ar­störfum - sem eru á bil­inu 9 til 10 þús­und - eru utan Íslands. 

Þetta verður að telj­ast stór­kost­leg upp­bygg­ing­ar­saga nýsköp­unar á Íslandi, en því miður hafa ekki komið nægi­lega mörg fyr­ir­tæki fram sem hafa náð þessum árangri. Þó mikil jákvæðni ein­kenni umræðu um nýsköp­un­ar­mál á Íslandi, þá má ekki gleyma því, að það á að vera kapps­mál að koma fleiri fyr­ir­tækjum upp í alþjóð­lega stærð.

Hvers vegna hafa ekki komið fram í það minnsta tvö við­líka fyr­ir­tæki á und­an­förnum þremur ára­tug­um? Mörg lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki hafa orðið til, en það vantar fleiri þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem ná alþjóð­legri stærð og fót­festu á alþjóða­mörk­uð­um. Jafn­vel þó Ísland sé örmark­aður þá ætti það að vera tak­markið að koma upp eins og einu fyr­ir­tæki á hverjum ára­tug, sem nær að vaxa og dafna á Íslandi upp í alþjóð­lega stærð. Þetta hefur tek­ist á Norð­ur­lönd­un­um, og má sér­stak­lega nefna Svía og Dani í seinni tíð.

Jafn­vel þó hag­töl­urnar líti vel út núna, og ferða­þjón­ustan vaxi hratt með nýjum hót­el­bygg­ing­um, þá mættu stjórn­völd og Sam­tök atvinnu­lífs­ins rýna í svarið við þessar spurn­ingu. Getur verið að sjálf­stæð pen­inga­stefna með krón­una, á þessum örmark­aði, hamli upp­bygg­ingu alþjóð­legs þekk­ing­ar­iðn­aðar og sam­ræm­ist illa alþjóða­væddum heimi við­skipta?

Full ástæða er til að halda umræðu um þessi mál gang­andi og end­ur­taka stóru spurn­ing­arnar um pen­inga­stefn­una í sífellu. Því þetta eru stóru málin til fram­tíðar lit­ið.

Ísland er ríkt land á margan hátt og býr við sterka inn­viði og mikil tæki­færi, og jákvæðar hag­tölur í augna­blik­inu. Það ætti að vera kapps­mál fyrir íslensk stjórn­völd og fyr­ir­tæki að búa þannig um hnút­ana að tæki­færin teygi sig til fólks­ins á gólf­inu í meira mæli. Skrefin í þá átt eru vissu­lega tekin í kjara­samn­ing­um, sem voru ofar­lega í huga ræðu­manna á fundi SA, en líka í fram­tíð­ar­sýn sem er í takt við alþjóða­væddan heim.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari