Auglýsing

Orðið góð­æri heyrð­ist hátt og skýrt á svið­inu á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í gær. Ástæðan er aug­ljós. Hag­töl­urnar segja okkur að staða efna­hags­mála í land­inu sé góð, í það minnsta að með­al­tali. Hag­vöxtur hefur verið mik­ill und­an­farin ár og atvinnu­leysi lítið sem ekk­ert, 2 til 3 pró­sent.

En ráða­menn og atvinnu­rek­endur ættu samt að hafa það í huga, að það eru margar hliðar á hag­töl­unum sjálfum og öll sagan verður ekki sögð með þeim.

Skipt­ing kök­unnar

Innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er mikil óánægja með skipt­ingu þjóð­ar­kök­unnar og hvernig launa­þró­un, ekki síst hjá stjórn­endum og elít­unni hjá hinu opin­bera, hefur þró­ast.

Auglýsing

Krónu­tölu­hækk­anir hjá þeim hafa verið marg­falt meiri en hjá fólk­inu á gólf­inu. Bilið hefur breikk­að. Breyt­ingar á for­ystu stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins, innan Efl­ingar og VR - sem sam­tals eru með um 60 þús­und félags­menn - bera þess merki að harðn­andi átök séu framund­an. Í lok árs eru verk­föll skrifuð í skýin og hafa Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagt að barist verði af fullri hörku fyrir bættum kjör­um.

Höfr­unga­hlaup launa­hækk­ana ólíkra hópa - sem stjórn­mála­menn hafa opin­ber­lega lýst yfir að sé stór­skað­legt fyrir vinnu­mark­að­inn - er það sem ein­kennt hefur vinnu­mark­að­inn á und­an­förnum árum.

Hvað sem stjórn­völd og stjórn­endur í atvinnu­líf­inu tauta og raula, þá eru það ekki 300 ljós­mæður sem eru að ógna stöð­ug­leika þjóð­ar­búss­ins. Launa­deila þeirra og rík­is­ins er lít­ill hluti af stöð­unni sem þarf að leysa. Ef ábyrgðin á því liggur hjá ein­hverjum hópum og eða vald­hafa, þá er nær fyrir stjórn­völd að líta í eigin barm.

Lík­lega þarf að ríkið að grípa til rót­tækra aðgerða til að ná sátt á vinnu­mark­aði. Þar er t.d. hægt að líta til þess að lækka launa stjórn­enda hjá rík­inu og ráða­manna (for­set­inn neit­aði hækkun kjara­ráðs, munum það). Ef það er vilji hjá þessum hópum - og þar eru dótt­ur­fé­lög rík­is­ins inni­falin - til að ná sátt á vinnu­mark­aði, þá gæti þetta verið svarið sem leitað er að. 

Jafn­vel þó lækk­unin yrði 5 til 10 pró­sent, þá væri hækk­unin á und­an­förnum árum engu að síður mik­il, og meiri í krónum talin heldur en hjá flestum öðrum hópum fólks á gólf­in­u. 

Það er ekki lög­mál að bilið milli þeirra sem hafa lægst laun og þeirra sem fá mest eigi að breikka stan­laust, vegna þess að allir eigi að fá jafn miklar hækk­anir í pró­sentum talið.

Áhyggju­raddir í góð­ræð­inu

Á hund­rað ára afmæli full­veldis leyfðu ræðu­menn á árs­fund­inum sér að líta yfir far­inn veg og leggja mat á þær miklu fram­farir sem hafa náðst fram á lið­inni öld, en um leið að horfa til stöð­unnar eins og hún er núna. Ísland er land tæki­færa og vel­meg­un­ar, sé litið til alþjóð­legs sam­an­burð­ar. En ýmis­legt má þó betur fara.

Áhyggju­raddir af horfum á vinnu­mark­aði heyrð­ust glögg­lega í ræðum Eyj­ólfs Árna Rafns­son­ar, for­manns SA, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra. Bar Eyjólfur Árni meðal ann­ars saman stöð­una á Norð­ur­lönd­un­um. „Í Nor­egi náð­ist sam­komu­lag fyrir viku síðan sem felur í sér 2,8% hækkun launa­kostn­aðar á árinu. Launa­hækk­anir þar hafa verið 2,5% á ári síð­ustu þrjú ár en kaup­máttur launa hefur minnkað nokkuð vegna veik­ingar norsku krón­unn­ar. Fram kom að norsku Sam­tök atvinnu­lífs­ins gætu ekki gert kjara­samn­inga  með svo auknum kostn­aði að hann skað­aði sam­keppn­is­hæfni norskra fyr­ir­tækja og að verka­lýðs­hreyf­ingin hefði skiln­ing á því. Þessi lönd eru öll sam­keppn­is­að­ilar okkar Íslend­inga á erlendum mörk­uð­u­m,“ sagði Eyjólfur Árni meðal ann­ars.

Ljóst er að þessi veru­leiki er ekki fyrir hendi á Íslandi, og mega stjórn­endur - og stjórnir - fyr­ir­tækja á einka­mark­aði meðal ann­ars spyrja sig að því, hvort fram­lag þeirra hafi verið skyn­sam­legt að und­an­förnu.

Tug­pró­senta hækk­anir hafa sést hjá mörgum fyr­ir­tækj­um. Líkja má þessu við það, að stjórn­irnar vilji greiða góð­ærið út strax, í stað þess að hugsa um fram­tíð­ina og fólkið á gólf­inu. Full­kom­lega eðli­legt er að þetta setji kjara­við­ræður í upp­nám.

Hug­vitið mik­il­væg­asta auð­lindin

Jákvæðir straumur fund­ust vel þegar mik­il­væg­asta auð­lind Ísland bar á góma. Það er sjálft hug­vit þjóð­ar­inn­ar, lands­manna. Sú upp­spretta hefur engin tak­mörk og fram­tíð­ar­upp­bygg­ing lands­ins á allt undir því að það tak­ist að byggja upp þekk­ing­ar­iðnað sem verður upp­spretta hag­sældar í fram­tíð­inni.

Það verður að telj­ast nokkuð vel af sér vikið hjá ræðu­mönn­um, að þeim hafi tek­ist að ræða um þessa hluti, án þess að minn­ast á sjálf­stæða pen­inga­stefnu og hvernig það fer saman við skyn­sam­lega upp­bygg­ingu alþjóð­legs þekk­ing­ar­iðn­aðar að halda úti eigin mynt á um 200 þús­und manna vinnu­mark­aði.

Styrk­ing krón­unnar að und­an­förnu er nú þegar farin að þrengja veru­lega að útflutn­ingi og kom­andi hækk­anir á launum eiga eftir að herða enn frekar að alþjóð­legum þekk­ing­ar­iðn­aði. Sveiflu­kenndur heimur krón­unnar fer ekki saman við sam­keppn­is­stöð­una á alþjóða­mörk­uð­um, þetta blasir við. Krónan og sjálf­stæð pen­inga­stefna er hindrun sem erfitt er að yfir­stíga.

Það má t.d. minna á það, að því miður hefur ekki tek­ist að búa til nægi­lega mörg fyr­ir­tæki sem hafa náð þokka­lega mik­illi stærð á alþjóða­mörk­uð­um. Marel og Össur eru okkar flagg­skip, en þau eru bæði búin að vaxa erlendis og það er ekki til­viljun að hlut­hafar og stjórn­endur þess­ara fyr­ir­tækja hafa í gegnum tíð­ina verið í fram­varða­sveit þeirra sem hafa gagn­rýnt pen­inga­mál­stefn­una harð­lega.

Saga Öss­urar verður 50 ára 2021 og Marel er 35 ára á þessu ári. Sam­tals vinna um þús­und starfs­menn hjá þessum tveimur fyr­ir­tækjum á Íslandi og um 70 pró­sent hluta­fjár er enn hjá íslenskum fjár­fest­um. Um 90 pró­sent af heild­ar­störfum - sem eru á bil­inu 9 til 10 þús­und - eru utan Íslands. 

Þetta verður að telj­ast stór­kost­leg upp­bygg­ing­ar­saga nýsköp­unar á Íslandi, en því miður hafa ekki komið nægi­lega mörg fyr­ir­tæki fram sem hafa náð þessum árangri. Þó mikil jákvæðni ein­kenni umræðu um nýsköp­un­ar­mál á Íslandi, þá má ekki gleyma því, að það á að vera kapps­mál að koma fleiri fyr­ir­tækjum upp í alþjóð­lega stærð.

Hvers vegna hafa ekki komið fram í það minnsta tvö við­líka fyr­ir­tæki á und­an­förnum þremur ára­tug­um? Mörg lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki hafa orðið til, en það vantar fleiri þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem ná alþjóð­legri stærð og fót­festu á alþjóða­mörk­uð­um. Jafn­vel þó Ísland sé örmark­aður þá ætti það að vera tak­markið að koma upp eins og einu fyr­ir­tæki á hverjum ára­tug, sem nær að vaxa og dafna á Íslandi upp í alþjóð­lega stærð. Þetta hefur tek­ist á Norð­ur­lönd­un­um, og má sér­stak­lega nefna Svía og Dani í seinni tíð.

Jafn­vel þó hag­töl­urnar líti vel út núna, og ferða­þjón­ustan vaxi hratt með nýjum hót­el­bygg­ing­um, þá mættu stjórn­völd og Sam­tök atvinnu­lífs­ins rýna í svarið við þessar spurn­ingu. Getur verið að sjálf­stæð pen­inga­stefna með krón­una, á þessum örmark­aði, hamli upp­bygg­ingu alþjóð­legs þekk­ing­ar­iðn­aðar og sam­ræm­ist illa alþjóða­væddum heimi við­skipta?

Full ástæða er til að halda umræðu um þessi mál gang­andi og end­ur­taka stóru spurn­ing­arnar um pen­inga­stefn­una í sífellu. Því þetta eru stóru málin til fram­tíðar lit­ið.

Ísland er ríkt land á margan hátt og býr við sterka inn­viði og mikil tæki­færi, og jákvæðar hag­tölur í augna­blik­inu. Það ætti að vera kapps­mál fyrir íslensk stjórn­völd og fyr­ir­tæki að búa þannig um hnút­ana að tæki­færin teygi sig til fólks­ins á gólf­inu í meira mæli. Skrefin í þá átt eru vissu­lega tekin í kjara­samn­ing­um, sem voru ofar­lega í huga ræðu­manna á fundi SA, en líka í fram­tíð­ar­sýn sem er í takt við alþjóða­væddan heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari