Þegar heimurinn losnaði við fjármálakreppur

Stefán Ólafsson telur að meira þurfi til en þær mildu varúðarreglur sem eru í gildi gagnvart fjármagnsflutningum, ef takast á að aftra frekari kollsteypum í framtíðinni og siðlausri notkun erlendra skattaskjóla.

Auglýsing

Fjár­málakrepp­an, sem við köllum „hrun­ið”, var mikið áfall fyrir Íslend­inga, sem og aðrar vest­rænar þjóð­ir.

Kreppan sem hófst árið 2008 var næst stærsta fjár­málakreppan sem heim­ur­inn hefur orðið fyrir síðan „Kreppan mikla” reið húsum á fjórða ára­tugn­um.

Sumir telja að fjár­málakreppur séu óhjá­kvæmi­legur eig­in­leiki kap­ít­al­ism­ans. Þær séu eins konar hreinsun og end­urstill­ing eftir bólu­tíma óhófs, þegar spá­kaup­menn og brask­arar fara framúr sér með ósjálf­bærri skuld­setn­ingu.

Auglýsing

Menn eigi því ætíð að vera við­búnir því að fjár­málakreppur skelli á, stórar eða litlar eftir til­efn­inu hverju sinni. Tals­menn óheftra mark­aða eru gjarnan á þess­ari línu – þ.e. afskipta­leys­is­lín­unni.

Aðrir hafa þá trú að hægt sé að aftra fjár­málakreppum með skyn­sam­legu skipu­lagi og stjórn­valds­að­gerðum (regl­un, eft­ir­liti, aðhaldi og inn­grip seðla­banka og rík­is­stjórn­a).

Afskipta­leysi gagn­vart fjár­málakreppum (og bólum) er ef til vill í lagi fyrir þá betur settu í sam­fé­lag­inu, sem alla jafna finna minnst fyrir kjara­skerð­ingum og atvinnu­leysi sem kreppum fylgja. En venju­legt fólk (þorri skatt­greið­enda), sem bera oft þyngstu byrð­arnar af krepp­um, gæti séð málin í öðru ljósi.

Sam­tök spari­fjár­eig­enda héldu fund í Háskóla Íslands í síð­ustu viku undir yfir­skrift­inni „Aldrei aftur hrun”.

Það var ágætt, enda sner­ist upp­leggið um það hvernig við gætum forðað því að lenda aftur í við­líka áfalli og hrunið var. Það var skyn­sam­legt upp­legg og mjög við­eig­andi á tíu ára afmæl­is­ári hruns­ins.

Hvað má að læra af reynsl­unni?

Mér fannst hins vegar vanta í umræð­una á þessu ann­ars ágæta mál­þingi svo­lítið meira um þann lær­dóm sem nær­tæk­ast er að draga af lang­tíma­reynslu vest­rænna þjóða á þessu sviði.

Það er nefni­lega þannig, að í nærri 40 ár losn­aði heim­ur­inn nær alveg við fjár­málakreppur. Hvernig gerð­ist það?

Það var á tíma­bil­inu frá 1939 og fram undir 1980. Þetta er sýnt á mynd­inni hér að neð­an, sem kemur úr frægri rann­sókna á ein­kennum og orsökum fjár­málakreppa á síð­ustu 800 árum (sjá um það í bók Rein­harts og Rogoffs This Time is Differ­ent, frá 2009).Frelsi til fjármagnsflutninga og tíðni fjármálakreppa

Svarta heila línan sýnir tíðni fjár­málakreppa í heim­inum frá 1800 og fram að krepp­unni 2008.

Eins og bent er á með rauða letr­inu féll tíðni fjár­málakreppa nær alveg niður eftir 1939 og stóð það ástand næstu 40 árin.

Brota­lína á mynd­inni sýnir vís­bend­ingu um frelsi til fjár­magns­flutn­inga milli landa, eða almennt frelsi á fjár­mála­mörk­uð­um. Hún er lyk­ill­inn að skýr­ing­unni á því, hvers vegna fjár­málakreppur hurfu nær alveg á eft­ir­stríðs­ár­un­um.

Á Vest­ur­löndum var almennt dregin sú ályktun af Krepp­unni miklu á fjórða ára­tugnum að hún hefði orðið vegna þess að óheftir mark­aðir hefðu brugð­ist. Nýja skipan fjár­mála þyrfti á alþjóða­vett­vangi.

Við tók Bretton Woods skipu­lagið svo­kall­aða, sem ein­kennd­ist af því að hömlur voru settar á frelsi á fjár­mála­mörk­uð­um, ekki síst með hóf­legum gjald­eyr­is­höft­um, í bland við frelsi til alþjóða­við­skipta með vöru og þjón­ustu.

Þetta var tími hins Key­nesíska bland­aða hag­kerfis – með far­sælu jafn­vægi milli lýð­ræð­is­legra rík­is­af­skipta og frjálsra mark­aðs­hátta.

Sú skipan skil­aði mjög góðum árangri.

Eft­ir­stríðs­árin voru eitt almesta fram­fara­skeið mann­kyns. Hag­vöxtur var með mesta móti, kaup­máttur almenn­ings jókst ört, milli­stéttin stækk­aði og komst til góðra bjarg­álna, og vel­ferð­ar­ríkið var byggt upp af krafti. Veru­lega dró úr ójöfn­uði í skipt­ingu tekna og eigna á Vest­ur­löndum á þessum sama tíma.

Og heim­ur­inn var laus við fjár­málakreppur á þessu mikla fram­fara­skeiði. Sjáið bara þró­un­ina á 19. öld og fram í Krepp­una miklu á mynd­inni, þegar fjár­málakreppur voru næstum við­var­andi plága.

End­ur­koma fjár­málakrepp­anna eftir 1980

Á átt­unda ára­tugnum var Bretton Woods skip­anin leyst upp og frelsi til fjár­magns­flutn­inga aukið stór­lega (eins og sjá má á mynd Rein­harts og Rogoffs).

Rótin að þeirri breyt­ingu var stór­aukin útbreiðsla nýfrjáls­hyggju­stjórn­mála, sem boð­uðu stór­aukið hlut­verk óheftra mark­aða og veru­legar tak­mark­anir á hlut­verki lýræð­is­legra stjórn­mála og rík­is­af­skipta. Frelsi fjár­magnsafla var efst á for­gangs­list­an­um.

Rík­is­stjórnir Thatchers í Bret­landi og Reag­ans í Banda­ríkj­unum riðu á vaðið og siðan breidd­ist þessi hug­mynda­fræði út til ann­arra vest­rænna ríkja. Hnatt­væð­ingin greiddi enn frekar götu óheftra mark­aða, ekki síst fjár­mála­mark­að­anna.

Eins og myndin sýn­ir, létu afleið­ing­arnar ekki á sér standa.

Með auka frels­inu í fjár­mála­geir­anum tók tíðni fjár­málakreppa aftur að aukast, stig af stigi eftir 1980, uns við fórum að nálg­ast Krepp­una miklu með alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni sem skall á 2008 (hún er reyndar ekki sýnd á mynd­inn­i).

Þessi tími frá um 1980 hefur ein­kennst af auk­inni fjár­mála­væð­ingu og auknum ójöfn­uði í skipt­ingu tekna og eigna víð­ast hvar í hinum vest­ræna heimi. Rík­is­valdið er víð­ast hvar orðið veik­ara og skuld­sett­ara og fjár­mála­mark­aðir ráða ferð­inni.

Stóra lexían

  • Það er hægt að aftra fjár­málakreppum. Það var gert með skyn­sam­legri skipan og far­sælum stjórn­valds­að­gerðum á tíma bland­aða hag­kerf­is­ins frá um 1939 og fram undir 1980.

  • Þá tókst að hemja fjár­mála­geirana og draga úr áhættu, óhófi og græðgi. Öllum til hags­bóta (nema helst fjár­mála­brösk­ur­um).

  • Með auknu frelsi í fjár­mála­geirum á tíma hnatt­væddrar nýfrjáls­hyggju hefur ógnin af fjár­málakreppum stór­auk­ist á ný. Ójöfn­uður sömu­leið­is.

  • Þar erum við stödd í dag – og bíðum eftir næstu fjár­málakreppu!

Þeir sem vilja aftra öðru hruni á Íslandi geta dregið lær­dóm af þess­ari reynslu vest­rænna þjóða.

Mér fannst ánægju­legt að heyra á mál­þing­inu að for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, virt­ist vera á þeirri línu að draga ein­hvern alvöru lær­dóm af for­tíð­inni. Í öllu falli tal­aði hún gegn alger­lega óheftum fjár­magns­flutn­ingum til og frá land­inu og sá mik­il­vægi í var­úð­ar­reglum Seðla­bank­ans.

Ég hygg þó að meira þurfi til en þær mildu og tak­mörk­uðu var­úð­ar­reglur sem nú eru í gildi, ef takast á að aftra frek­ari koll­steypum í fram­tíð­inni og sið­lausri notkun erlendra skatta­skjóla.

Gróða­hvötin sem drífur fjár­mála­mark­að­ina áfram er mikið afl. Til að hemja það þarf alvöru mót­vægi ef vel á að vera.

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar