Þegar heimurinn losnaði við fjármálakreppur

Stefán Ólafsson telur að meira þurfi til en þær mildu varúðarreglur sem eru í gildi gagnvart fjármagnsflutningum, ef takast á að aftra frekari kollsteypum í framtíðinni og siðlausri notkun erlendra skattaskjóla.

Auglýsing

Fjármálakreppan, sem við köllum „hrunið”, var mikið áfall fyrir Íslendinga, sem og aðrar vestrænar þjóðir.

Kreppan sem hófst árið 2008 var næst stærsta fjármálakreppan sem heimurinn hefur orðið fyrir síðan „Kreppan mikla” reið húsum á fjórða áratugnum.

Sumir telja að fjármálakreppur séu óhjákvæmilegur eiginleiki kapítalismans. Þær séu eins konar hreinsun og endurstilling eftir bólutíma óhófs, þegar spákaupmenn og braskarar fara framúr sér með ósjálfbærri skuldsetningu.

Auglýsing

Menn eigi því ætíð að vera viðbúnir því að fjármálakreppur skelli á, stórar eða litlar eftir tilefninu hverju sinni. Talsmenn óheftra markaða eru gjarnan á þessari línu – þ.e. afskiptaleysislínunni.

Aðrir hafa þá trú að hægt sé að aftra fjármálakreppum með skynsamlegu skipulagi og stjórnvaldsaðgerðum (reglun, eftirliti, aðhaldi og inngrip seðlabanka og ríkisstjórna).

Afskiptaleysi gagnvart fjármálakreppum (og bólum) er ef til vill í lagi fyrir þá betur settu í samfélaginu, sem alla jafna finna minnst fyrir kjaraskerðingum og atvinnuleysi sem kreppum fylgja. En venjulegt fólk (þorri skattgreiðenda), sem bera oft þyngstu byrðarnar af kreppum, gæti séð málin í öðru ljósi.

Samtök sparifjáreigenda héldu fund í Háskóla Íslands í síðustu viku undir yfirskriftinni „Aldrei aftur hrun”.

Það var ágætt, enda snerist uppleggið um það hvernig við gætum forðað því að lenda aftur í viðlíka áfalli og hrunið var. Það var skynsamlegt upplegg og mjög viðeigandi á tíu ára afmælisári hrunsins.

Hvað má að læra af reynslunni?

Mér fannst hins vegar vanta í umræðuna á þessu annars ágæta málþingi svolítið meira um þann lærdóm sem nærtækast er að draga af langtímareynslu vestrænna þjóða á þessu sviði.

Það er nefnilega þannig, að í nærri 40 ár losnaði heimurinn nær alveg við fjármálakreppur. Hvernig gerðist það?

Það var á tímabilinu frá 1939 og fram undir 1980. Þetta er sýnt á myndinni hér að neðan, sem kemur úr frægri rannsókna á einkennum og orsökum fjármálakreppa á síðustu 800 árum (sjá um það í bók Reinharts og Rogoffs This Time is Different, frá 2009).Frelsi til fjármagnsflutninga og tíðni fjármálakreppa

Svarta heila línan sýnir tíðni fjármálakreppa í heiminum frá 1800 og fram að kreppunni 2008.

Eins og bent er á með rauða letrinu féll tíðni fjármálakreppa nær alveg niður eftir 1939 og stóð það ástand næstu 40 árin.

Brotalína á myndinni sýnir vísbendingu um frelsi til fjármagnsflutninga milli landa, eða almennt frelsi á fjármálamörkuðum. Hún er lykillinn að skýringunni á því, hvers vegna fjármálakreppur hurfu nær alveg á eftirstríðsárunum.

Á Vesturlöndum var almennt dregin sú ályktun af Kreppunni miklu á fjórða áratugnum að hún hefði orðið vegna þess að óheftir markaðir hefðu brugðist. Nýja skipan fjármála þyrfti á alþjóðavettvangi.

Við tók Bretton Woods skipulagið svokallaða, sem einkenndist af því að hömlur voru settar á frelsi á fjármálamörkuðum, ekki síst með hóflegum gjaldeyrishöftum, í bland við frelsi til alþjóðaviðskipta með vöru og þjónustu.

Þetta var tími hins Keynesíska blandaða hagkerfis – með farsælu jafnvægi milli lýðræðislegra ríkisafskipta og frjálsra markaðshátta.

Sú skipan skilaði mjög góðum árangri.

Eftirstríðsárin voru eitt almesta framfaraskeið mannkyns. Hagvöxtur var með mesta móti, kaupmáttur almennings jókst ört, millistéttin stækkaði og komst til góðra bjargálna, og velferðarríkið var byggt upp af krafti. Verulega dró úr ójöfnuði í skiptingu tekna og eigna á Vesturlöndum á þessum sama tíma.

Og heimurinn var laus við fjármálakreppur á þessu mikla framfaraskeiði. Sjáið bara þróunina á 19. öld og fram í Kreppuna miklu á myndinni, þegar fjármálakreppur voru næstum viðvarandi plága.

Endurkoma fjármálakreppanna eftir 1980

Á áttunda áratugnum var Bretton Woods skipanin leyst upp og frelsi til fjármagnsflutninga aukið stórlega (eins og sjá má á mynd Reinharts og Rogoffs).

Rótin að þeirri breytingu var stóraukin útbreiðsla nýfrjálshyggjustjórnmála, sem boðuðu stóraukið hlutverk óheftra markaða og verulegar takmarkanir á hlutverki lýræðislegra stjórnmála og ríkisafskipta. Frelsi fjármagnsafla var efst á forgangslistanum.

Ríkisstjórnir Thatchers í Bretlandi og Reagans í Bandaríkjunum riðu á vaðið og siðan breiddist þessi hugmyndafræði út til annarra vestrænna ríkja. Hnattvæðingin greiddi enn frekar götu óheftra markaða, ekki síst fjármálamarkaðanna.

Eins og myndin sýnir, létu afleiðingarnar ekki á sér standa.

Með auka frelsinu í fjármálageiranum tók tíðni fjármálakreppa aftur að aukast, stig af stigi eftir 1980, uns við fórum að nálgast Kreppuna miklu með alþjóðlegu fjármálakreppunni sem skall á 2008 (hún er reyndar ekki sýnd á myndinni).

Þessi tími frá um 1980 hefur einkennst af aukinni fjármálavæðingu og auknum ójöfnuði í skiptingu tekna og eigna víðast hvar í hinum vestræna heimi. Ríkisvaldið er víðast hvar orðið veikara og skuldsettara og fjármálamarkaðir ráða ferðinni.

Stóra lexían

  • Það er hægt að aftra fjármálakreppum. Það var gert með skynsamlegri skipan og farsælum stjórnvaldsaðgerðum á tíma blandaða hagkerfisins frá um 1939 og fram undir 1980.
  • Þá tókst að hemja fjármálageirana og draga úr áhættu, óhófi og græðgi. Öllum til hagsbóta (nema helst fjármálabröskurum).
  • Með auknu frelsi í fjármálageirum á tíma hnattvæddrar nýfrjálshyggju hefur ógnin af fjármálakreppum stóraukist á ný. Ójöfnuður sömuleiðis.
  • Þar erum við stödd í dag – og bíðum eftir næstu fjármálakreppu!

Þeir sem vilja aftra öðru hruni á Íslandi geta dregið lærdóm af þessari reynslu vestrænna þjóða.

Mér fannst ánægjulegt að heyra á málþinginu að forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, virtist vera á þeirri línu að draga einhvern alvöru lærdóm af fortíðinni. Í öllu falli talaði hún gegn algerlega óheftum fjármagnsflutningum til og frá landinu og sá mikilvægi í varúðarreglum Seðlabankans.

Ég hygg þó að meira þurfi til en þær mildu og takmörkuðu varúðarreglur sem nú eru í gildi, ef takast á að aftra frekari kollsteypum í framtíðinni og siðlausri notkun erlendra skattaskjóla.

Gróðahvötin sem drífur fjármálamarkaðina áfram er mikið afl. Til að hemja það þarf alvöru mótvægi ef vel á að vera.

Höfundur er prófessor í félagsfræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar