Auglýsing

Algengt er að sprota­fyr­ir­tæki á Seattle svæð­inu miði við að það kosti um eina milljón Banda­ríkja­dala á ári að mynda hefð­bundið teymi tækni­fólks, sem vinnur að hug­bún­að­ar­gerð með skölun og mark­aðs­setn­ingu fyrir heims­markað sem enda­mark­mið.

Teymið telur oft um sjö til 10, og ef það á að fara nokkuð metn­að­ar­fulla leið við ráðn­ingar þá er algengt að laun séu á bil­inu 120 til 140 þús­und Banda­ríkja­dalir á ári. 

Í fyrstu er pen­inga­bruni algeng­ur, áður en réttur tíma­punktur er val­inn til að hefja mark­aðs­sókn.

Auglýsing

Eitt for­eldrið í skól­anum hjá syni mín­um, hér á Seattle svæð­inu, fræddi mig um þetta um dag­inn, en það vinnur hjá fyr­ir­tæk­inu Sales­Force, og þekkir tækni­geir­ann á svæð­inu vel af langri reynslu. 

Mikil reynsla hefur mynd­ast á þessu ótrú­lega efna­hags­svæði, við að byggja upp tækni­sprota, stækka þá og leiða síðan fram vörur og þjón­ustu fyrir heims­mark­að. For­seta­hjónin Guðni Th. Jóhann­es­son og Eliza Reid heim­sóttu það á dög­un­um, og fengu inn­sýn í þennan frjóa alþjóð­lega mannauð­spott.

Fá svæði í ver­öld­inni hafa aðrar eins árang­urs­sögur fram að færa, og það má læra ýmis­legt af því hvernig þetta er gert. 

Á Íslandi vantar ekki metn­að­ar­fullt og vel menntað fólk, sem hefur lík­lega svip­aða eig­in­leika fram að færa. 

En ytra umhverfið sem í boði er á Íslandi er með ólík­ind­um.

Sprot­inn ehf.

Tökum dæmi. 

Fyrir þremur árum, í apríl árið 2015, var Sprot­inn ehf. með 140 millj­ónir í árs­tekjur á ári (1 m. USD, á þáver­andi  gengi, 140 ISK á hvern 1 USD). Launa­kostn­aður var að með­al­tali um 10 millj­ónir króna (ís­lenskir starfs­kraft­ar, ISK) á ári á hvern starfs­mann (9 starfs­menn). Það er fremur lágt, en sam­keppnin er ekki eins hörð eins og á helstu tækni­svæð­unum í heim­in­um. 

Árið 2018, þremur árum síð­ar, voru árs­tekjur í Banda­ríkja­dal búnar að vaxa um 20 pró­sent, sem telst nú nokkuð gott. Árlegar tekjur voru þá 1,2 m. USD. Í krónum talið (nú, 99 ISK á hvern 1 USD) voru tekj­urnar því búnar að minnka um 22 millj­ón­ir, og komnar í 118 millj­ón­ir. 

Á sama tíma hafði næstum for­dæma­laust launa­skrið á Íslandi átt sér stað, og voru með­al­laun á hvern starfs­mann farnar úr 10 millj­ónum á ári í um 13 millj­ón­ir. Kostn­að­ur­inn við það nam 118 millj­ónum á ári.

Allur hagn­að­ur­inn sem var hjá þessum efni­lega sprota var far­inn, og lífs­bar­átta uppi, þar sem gjöld dugðu ekki fyrir kostn­aði, þegar laun og annar kostn­aður var tek­inn með í reikn­ing­inn. 

Þetta gerð­ist þrátt fyrir að Sprot­inn ehf. hafi staðið frammi fyrir ein­stöku tæki­færi, með góðan tekju­grunn á fyrstu stigum og úthald frá fjár­festum sem höfðu trú á verk­efn­inu. Erfitt sam­tal við þá er nú framund­an. 

Þeir sprotar sem voru í sam­keppni við Sprot­ann ehf., og ákváðu að sleppa geng­is­á­hætt­unni, - t.d. í Seattle - eru lík­legri til að ná árangri.

Gerum betur

Mikið hefur verið rætt um að þennan ótrú­lega veru­leika á Íslandi, þar sem geng­is­sveiflur stuðla að bæði erf­ið­leikum og góð­æri með til­tölu­lega stuttu milli­bil­i. 

Því miður sér maður ekki skýrt, hvernig það á að vera kostur fyrir Ísland í alþjóða­væddum heimi, að halda sig við ein­angr­aða pen­inga­stefnu með eigin mynt, á 200 þús­und manna vinnu­mark­aði. Þeir sem halda þessu fram, skulda betri skýr­ingar og rök.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, er þar fremstur í flokki, en hann full­yrti að krónan væri það sem best væri fyrir Íslandi á lands­fundi fyrir skömmu, þó hann hefði verið á allt annarri skoðun fyrir ára­tug. Von­andi hafa neyð­ar­lögin og höftin ekki haft þau áhrif á fólk, að það eigi að ganga að því vísu, að við þurfum að beita slíkum með­ölum reglu­lega til að rétta stöð­una af. Með þeim sós­íal­ísku inn­gripum má jú skapa góð­æri.

Til­finn­ingarök ama­törs­ins

Utan frá séð virð­ast vera komin fram nokkur ein­kenni, sem benda til þess að geng­is­fall sé framundan og þá enn ein aðlög­unin að nýjum veru­leika.

Ama­tör eins og ég, byggir þetta nú á til­finn­ingu og alls konar sam­tölum við fólk, en ég man að sér­fræð­ingur eins og Robert Ali­ber gerði það nú að (lík­lega litl­um) hluta líka, þegar hann heim­sótti Ísland fyrir hrun­ið. Honum leist ekki á krana-út­sýn­ið. (Hvað ætli hann segði nún­a?). 

1. Flestir virð­ast gera ráð fyrir því í sínum spám, að nær allir sem hafa flutt til Íslands til að vinna að und­an­förnu (þús­undir erlendra starfs­manna á ári) muni verða hér áfram. Þetta hefur síðan áhrif á eft­ir­spurn á fast­eigna­mark­aði, osvfrv. Þetta held ég að sé umdeilt, því flestir koma til að vinna í bygg­inga­geir­anum og ferða­þjón­ustu. Þetta eru sveiflu­geir­ar, sam­kvæmt bók­inni. Margt af þessu fólki, sem hefur lagt gott eitt til á Íslandi, mun vafa­lítið flytja aftur heim þegar um hægist, alveg eins og Íslend­ingar gera oft sjálf­ir.

2. Útgerðin hefur verið dug­leg við að hag­ræða og end­ur­nýja flot­ann. Eng­inn geiri á Íslandi þekkir sveiflur íslensku krón­unnar betur en útgerð­in. Þegar hún er að fjár­festa fyrir tugi millj­arða í nýjum tækj­um, sam­eina fyr­ir­tæki, styrkja land­vinnslu, segja upp fólki, og styrkja sam­vinnu­fleti í sölu - þá er lík­lega geng­is­fall í kort­un­um. 

3. Ótrú­legur fjöldi fólks hefur heim­sótt Ísland und­an­farin miss­eri, og hafa flestir sem ég hef hitt haft sömu sögu að segja. Landið er með ólík­indum fal­legt og gaman að heim­sækja það. En það er alveg fár­an­lega dýrt! Ferða­þjón­ustan þarf að takast á við þetta, hag­ræða og styrkja þjón­ust­una og laga hana að réttum verð­u­m. 

En þetta eru nú einmitt kostir krón­unnar (sam­kvæmt hennar helstu fylg­is­mönn­um) að hún lagar Ísland reglu­lega að nýjum veru­leika. Það tapa oft margir á því (al­menn­ing­ur, einkum í gegnum fast­eign­irn­ar, og lík­lega frum­kvöðl­ar, í gegnum töpuð tæki­færi sem aldrei sjást) á meðan aðrir græða. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari