Oflaunamenn

Guðmundur Andri Thorsson segir forstjóra sem hafa fengið milljónahækkanir ver höfrungana sem knýja launakapphlaupið áfram, ekki launafólkið sem mælir framlag sitt við framlag forstjóranna.

Auglýsing

Í síð­asta mán­uði var kynnt skýrsla sem Talna­könnun gerði fyrir Sam­tök spari­fjár­eig­enda um kjör for­stjóra og bónus­kerfi þeirra sem verður sífellt blóm­legra og ævin­týra­legra. Höf­undar voru þau Katrín Ólafs­dóttir lektor í vinnu­mark­aðs­hag­fræði við HR og Bene­dikt Jóhann­es­son stærð­fræð­ingur og síð­asti fjár­mála­ráð­herr­ann sem leit­að­ist við að halda í skefjum ofsa­launum rík­is­for­stjóra.

Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að tíu launa­hæstu for­stjór­arnir á almennum mark­aði eru með sjö millj­ónir á mán­uði. Algeng mán­að­ar­laun eru fjórar millj­ón­ir; for­stjóri með tvær millj­ónir á mán­uði er algjör minni­poka­mað­ur. For­stjóri Hörpu, sem hefur verið mjög í fréttum að und­an­förnu út af sínum kjörum – hún er lág­launa­for­stjóri.

Það verður að telj­ast vafa­mál að þessi launa­kjör end­ur­spegli síaukna verð­mæta­sköpun téðra ein­stak­linga, enda er hér iðu­lega um að ræða fyr­ir­tæki sem end­ur­reist voru eftir hrun fyrir fé almenn­ings úr bönkum og líf­eyr­is­sjóð­um.

Auglýsing
Misskipting er alltaf slæm í sjálfri sér, rang­lætið er alltaf rangt. Það er slæmt fyrir atvinnu­lífið þegar svo stór hluti arðs­ins fer til fárra ein­stak­linga; það er sóun á fé. Það er slæmt þegar upp kemur sú freist­ing að fegra afkomu fyr­ir­tæk­is, eins og hætt er við að ger­ist þegar laun for­stjóra eru tengd afkomu fyr­ir­tækja. Og þetta er slæmt fyrir oflauna­menn­ina sjálfa. Það er óhollt fyrir menn að mæla mann­gildi sitt í millj­ón­um; eng­inn hefur gott af gegnd­ar­lausu ofmati á fram­lagi sínu. Allt verð­mæta­mat skekk­ist hjá fólki þegar það verður svo ríkt að það veit ekki sitt rjúk­andi ráð. Úr verður hálf­gerð land­eyðu­fram­leiðsla.

Það er slæmt fyrir sam­fé­lagið í heild að mis­skipt­ing sé þar fram úr hófi, sam­kennd hverf­ur, inn­viðir fúna, tor­tryggni eykst, gagn­kvæm andúð tekur við af sam­hjálp, múrar eru reist­ir, í lífs­háttum og menn­ingu, og svo bók­staf­lega eins og þar sem verst gegn­ir. Brauð­mola­kenn­ingin er ekki bara sið­ferð­is­lega ámæl­is­verð heldur hefur hún aldrei stað­ist próf veru­leik­ans.

For­stjóra­stéttin talar af fyr­ir­litn­ingu um höfr­unga­hlaup þegar vinn­andi fólk vill fá sann­gjörn laun fyrir vinnu sína eða reynir að knýja fram betri almenn lífs­kjör. Sjálfir virð­ast for­stjór­arnir telja  sig í ein­hverju allt öðru landi – kannski afland­inu góða – þar sem þeir séu í sínu sér­staka feitu­fressa­hlaupi. Það er ekki svo. Launa­kjör for­stjór­anna hafa áhrif á kröfu­gerð ann­arra stétta – að sjálf­sögðu. Hví skyldi kenn­ar­inn og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn, smið­ur­inn og flug­virk­inn ekki mæla fram­lag sitt  til sam­fé­lags­ins við fram­lag for­stjór­ans? Það eru for­stjór­arnir sem eru höfr­ung­arn­ir, þeir knýja áfram launa­kapp­hlaupið með launa­kröfum sín­um.

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag
Ekki verður tekin ákvörðun um lögbann á vefsíðuna tekjur.is í dag en Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vefinn.
Kjarninn 16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
Kjarninn 16. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu
Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.
Kjarninn 16. október 2018
Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn
Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.
Kjarninn 15. október 2018
Magnús Halldórsson
Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga
Kjarninn 15. október 2018
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna fyrir hugaðs samstarfs Árvakurs og 365 miðla
Morgunblaðið og Fréttablaðið vilja efla útgáfustarfsemi sína með samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.
Kjarninn 15. október 2018
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
Kjarninn 15. október 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar