Oflaunamenn

Guðmundur Andri Thorsson segir forstjóra sem hafa fengið milljónahækkanir ver höfrungana sem knýja launakapphlaupið áfram, ekki launafólkið sem mælir framlag sitt við framlag forstjóranna.

Auglýsing

Í síð­asta mán­uði var kynnt skýrsla sem Talna­könnun gerði fyrir Sam­tök spari­fjár­eig­enda um kjör for­stjóra og bónus­kerfi þeirra sem verður sífellt blóm­legra og ævin­týra­legra. Höf­undar voru þau Katrín Ólafs­dóttir lektor í vinnu­mark­aðs­hag­fræði við HR og Bene­dikt Jóhann­es­son stærð­fræð­ingur og síð­asti fjár­mála­ráð­herr­ann sem leit­að­ist við að halda í skefjum ofsa­launum rík­is­for­stjóra.

Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að tíu launa­hæstu for­stjór­arnir á almennum mark­aði eru með sjö millj­ónir á mán­uði. Algeng mán­að­ar­laun eru fjórar millj­ón­ir; for­stjóri með tvær millj­ónir á mán­uði er algjör minni­poka­mað­ur. For­stjóri Hörpu, sem hefur verið mjög í fréttum að und­an­förnu út af sínum kjörum – hún er lág­launa­for­stjóri.

Það verður að telj­ast vafa­mál að þessi launa­kjör end­ur­spegli síaukna verð­mæta­sköpun téðra ein­stak­linga, enda er hér iðu­lega um að ræða fyr­ir­tæki sem end­ur­reist voru eftir hrun fyrir fé almenn­ings úr bönkum og líf­eyr­is­sjóð­um.

Auglýsing
Misskipting er alltaf slæm í sjálfri sér, rang­lætið er alltaf rangt. Það er slæmt fyrir atvinnu­lífið þegar svo stór hluti arðs­ins fer til fárra ein­stak­linga; það er sóun á fé. Það er slæmt þegar upp kemur sú freist­ing að fegra afkomu fyr­ir­tæk­is, eins og hætt er við að ger­ist þegar laun for­stjóra eru tengd afkomu fyr­ir­tækja. Og þetta er slæmt fyrir oflauna­menn­ina sjálfa. Það er óhollt fyrir menn að mæla mann­gildi sitt í millj­ón­um; eng­inn hefur gott af gegnd­ar­lausu ofmati á fram­lagi sínu. Allt verð­mæta­mat skekk­ist hjá fólki þegar það verður svo ríkt að það veit ekki sitt rjúk­andi ráð. Úr verður hálf­gerð land­eyðu­fram­leiðsla.

Það er slæmt fyrir sam­fé­lagið í heild að mis­skipt­ing sé þar fram úr hófi, sam­kennd hverf­ur, inn­viðir fúna, tor­tryggni eykst, gagn­kvæm andúð tekur við af sam­hjálp, múrar eru reist­ir, í lífs­háttum og menn­ingu, og svo bók­staf­lega eins og þar sem verst gegn­ir. Brauð­mola­kenn­ingin er ekki bara sið­ferð­is­lega ámæl­is­verð heldur hefur hún aldrei stað­ist próf veru­leik­ans.

For­stjóra­stéttin talar af fyr­ir­litn­ingu um höfr­unga­hlaup þegar vinn­andi fólk vill fá sann­gjörn laun fyrir vinnu sína eða reynir að knýja fram betri almenn lífs­kjör. Sjálfir virð­ast for­stjór­arnir telja  sig í ein­hverju allt öðru landi – kannski afland­inu góða – þar sem þeir séu í sínu sér­staka feitu­fressa­hlaupi. Það er ekki svo. Launa­kjör for­stjór­anna hafa áhrif á kröfu­gerð ann­arra stétta – að sjálf­sögðu. Hví skyldi kenn­ar­inn og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn, smið­ur­inn og flug­virk­inn ekki mæla fram­lag sitt  til sam­fé­lags­ins við fram­lag for­stjór­ans? Það eru for­stjór­arnir sem eru höfr­ung­arn­ir, þeir knýja áfram launa­kapp­hlaupið með launa­kröfum sín­um.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar