Söngvakeppnir og samviska

Símon Vestarr skrifar um Ísrael og Júróvisjón.

Auglýsing

Árið er 1973. Vor er í lofti í Lúx­em­borg þar sem halda á söngvakeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva og bjóða nýja keppn­is­þjóð vel­komna. Nei, það land til­heyrir ekki Evr­ópu en fellur land­fræði­lega innan útvörpun­ar­svæðis heims­álf­unnar eins og Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva skil­greinir það. Þess vegna fær sjón­varps­stöðin IBA aðild að sam­band­inu og nýja þjóðin hefur leika með því að bjóða upp á gospel-skotna grú­vball­öðu með róm­an­tískum texta og keim af Motown-­sál. Áhuga­sömum kemur það mörgum á óvart að nýlið­inn stökkvi beint í fjórða sætið í fyrstu til­raun með lag­inu Ey Sham. Færri undr­ast það þó að fáeinum mán­uðum síðar sé þetta ríki komið í stríð við nágranna sína.

Ríkið heitir nefni­lega Ísr­a­el.

Í apríl 1973 hefur her­nám Ísra­ela á land­svæðum nágranna þeirra staðið yfir í tæp sex ár og aðeins fáeinum mán­uðum fyrir keppn­ina – í sept­em­ber 1972 – horfir heims­byggðin á eft­ir­köst þess her­náms í beinni útsend­ingu, þegar sam­tökin Svarti sept­em­ber ræna ísra­elskum íþrótta­mönnum og þýska lög­reglan klúðrar björg­un­ar­til­raun­inni með þeim afleið­ingum að gísl­arnir eru drepn­ir. Almenn­ings­á­litið á Vest­ur­löndum er almennt Ísra­els megin á þessum tíma og þær raddir sem mót­mæla þátt­töku þess­arar þjóðar í söngvakeppn­inni eru flestar í arabalönd­un­um. Það tekur Ísr­ael ekki nema fimm til­raunir að ná að vinna keppn­ina en þegar það ger­ist sendir það högg­bylgju inn í Mið-Aust­ur­lönd. Jórdanskri útsend­ingu frá keppn­inni árið 1978 er slitið þegar í það stefnir að ísra­elska lagið A-Ba-N­i-Bi beri sigur úr být­um. Jórdanski sjón­varps­þul­ur­inn stað­hæfir meira að segja í lok kvölds að silf­ur­lag Belga hafi unn­ið.

Auglýsing

Fjöru­tíu og fimm árum síðar

Ísr­ael tekur enn þátt í söngvakeppn­inni en margt hefur breyst frá árinu 1973. Fyrir það fyrsta er fólk á Vest­ur­löndum nú með­vit­aðra um þá mann­vonsku sem er fylgi­fiskur her­náms Ísra­ela. Fimm ára­tugir hafa liðið og fólk þekkir orðið stað­ar­heiti sem Ísra­els­her myndi vilja láta falla í gleymsku, svo sem Sabra, Shatila, Jenín og Shahayi­ah. Þján­ingar Palest­ínu­manna eru ekki akademískar og fjar­lægar leng­ur. Við höfum séð of mikið til að líta und­an.

Annað sem breytt­ist var að hægri­st­jórn Benja­mins Net­hanyahu lagði niður sjón­varps­stöð­ina IBA sem var aðili að Sam­bandi evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Þetta gerði stjórnin að sögn Net­hanyahu vegna óráðsíu í fjár­málum stöðv­ar­innar en þar sem hann hefur ítrekað full­yrt að mið­ill­inn sé rek­inn af óþarf­lega gagn­rýnum vinstri­mönnum er kannski ástæða til að taka yfir­lýstu ástæð­unni með nokkrum fyr­ir­vara. Sér­stak­lega í ljósi þess að stað­geng­ill IBA – sem heitir IBC – á í nokkrum erf­ið­leikum með að hljóta aðild að Sam­bandi evr­ópskra sjón­varps­stöðva vegna þess að nýi mið­ill­inn upp­fyllir ekki eitt helsta inn­göngu­skil­yrð­ið; nefni­lega það að vera með frétta­flutn­ing.

Umsóknin er enn óaf­greidd.

Ekk­ert leik­fang

Netta kemur sem sagt inn í keppn­ina árið 2018 á sér­stakri und­an­þágu á meðan verið er að ákveða hvort hleypa eigi frétta­lausum rík­is­miðli inn í Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Og hún vinn­ur.

Flott hjá henni.

Ég við­ur­kenni fús­lega að hafa ekki íhugað að veita Nettu atkvæði mitt, en það var af þeirri ein­földu ástæðu að mér fannst lagið Toy ekk­ert voða­lega spenn­andi. Svona lög eru þannig smíðuð að stuðið þurfi ekki að flækj­ast í flóknum hljóma­gangi, lúm­skri við­lags­brú eða mik­il­feng­legri hækkun heldur hitti mann beint í danstaug­ina. Annað hvort nær lagið manni eða ekki. Það náði mér ekki. En Netta gerði ekk­ert af sér. Hún sýndi mikla hæfi­leika, hug­mynda­auðgi og útgeisl­un. Gull­kis­urn­ar, augn­máln­ingin og tryll­ings­legur flutn­ing­ur­inn voru auk­in­heldur skemmti­leg vísun í jap­anska popp­menn­ingu og boð­skap­ur­inn var jákvæð­ur: menn eiga ekki að koma fram við konur sem dót.

En þeir eiga ekki heldur að koma fram við palest­ínskt fólk sem mein­dýr.

Eftir stendur að keppnin verður í Ísr­ael á næsta ári. Á að snið­ganga hana? Áður en við svörum því þurfum við að taka aðeins til í umræð­unni. Hún er orð­in… tja, hvað skal segja? Hún er svo­lítið bla.

Til hvers að snið­ganga?

Í fyrsta lagi vil ég slá strax út af borð­inu allt tal um að söng­konan skuldi Japönum afsök­un­ar­beiðni fyrir það að atriði hennar skuli hafa verið sett saman undir sterkum áhrifum af jap­anskri menn­ingu. Ég mun ekki eyða fleiri orðum í það auka­at­riði enda grunar mig að fáir leggi mikið upp úr því. Það er altjent allt önnur umræða.

Í öðru lagi vil ég enn og aftur taka það fram að Netta er ekki sek um neitt annað en að gera ógeðs­lega flott atriði. Hún er tón­list­ar­mann­eskja og gerði vel það sem tón­list­ar­fólk á að gera. Hún skemmti fólki. Það þýðir samt ekki að snið­ganga sé óhugs­andi. Þeir sem beita fyrir sig þeim rökum að ekki eigi að snið­ganga Júró­visjón af því að Netta hafi ekki drepið Palest­ínu­mann á svið­inu mis­skilja algjör­lega út á hvað slíkar mót­mæla­að­gerðir ganga.

Það að halda stóra alþjóð­lega söngvakeppni eins og Júró­visjón hefur í för með sér heil­mikla fjár­hags­lega inn­spýt­ingu í rík­is­kassa gest­gjafanna, auk jákvæðra áhrifa á alþjóð­lega ímynd þeirra. En ef nógu margar sjón­varps­stöðvar í SES setja þann fyr­ir­vara við þátt­töku sína á næsta ári að her­nám­inu ljúki eða t.a.m. að land­nema­byggðum fjölgi ekki þá mynd­ast félags­legur og efna­hags­legur þrýst­ingur sem getur haft veru­leg áhrif á utan­rík­is­stefnu Ísra­els­manna. Þeir sem rang­hvolfa augum yfir þess­ari full­yrð­ingu ættu að kynna sér sög­una á bak við lagið Sun City, sem tugir frægra tón­list­ar­manna gáfu út árið 1985 til að senda þau skila­boð til stjórn­valda í Suður Afr­íku að aðskiln­að­ar­stefnan þar á bæ væri óásætt­an­leg (I ain’t gonna play Sun City).

Gildi þess að standa í aft­ur­lapp­irnar

Lista­menn hafa menn­ing­ar­kap­ít­al. Áhrifa­mátt. Hið sama á við um menn­ing­ar­veitur eins og Rúv. Og hörð afstaða sem byggir á rétt­sýni veitir öðrum inn­blástur til að slást í hóp­inn. Stevie Van Zandt og félagar lögðu ekki aðskiln­að­ar­stefn­una að velli með lag­inu Sun City. En yfir­lýs­ingin skipti máli. Íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið lagði ekki heldur Sov­ét­ríkin af velli með því að við­ur­kenna sjálf­stæði Lit­há­ens árið 1991. En yfir­lýs­ingin skipti máli. Snið­ganga Rúv á Júró­visjón 2019 myndi ekki neyða Ísr­ael út af her­teknu svæð­un­um. En yfir­lýs­ingin myndi skipta máli. Breyt­ingar eru eins og haf­alda sem bygg­ist upp smám saman áður en hún skellur á strönd­inni.

Í þriðja lagi þurfum við að sópa öllum whata­bout-isma út í sand­kassa þar sem hann á heima. Engin hræsni felst í því að snið­ganga ísra­elskar vörur (efn­is­legar eða menn­ing­ar­leg­ar) þrátt fyrir að aðrar þjóðir fremji voða­verk án þess að vera refsað á sama hátt fyrir það. Það er engin vörn fyrir Ísr­ael að segja t.d. að Sádí-­Ar­abía sé verri. Ill­gjörða­stærð­fræði er aðferð sið­blind­ingja til að grugga umræðu. Snið­göngu­að­gerðir gegn ríkjum sem traðka á fólki byggja ekki á altækum mórölskum útreikn­ingi heldur her­kænsku. Þær virka á suma og aðra ekki. Þá kemur það ekki heldur mál­inu við þótt árás­ar­að­il­inn sé lýð­ræð­is­ríki eða að trúaröfga­menn sé að finna á meðal þolenda­þjóð­ar­inn­ar. Stjórn­ar­form ríkis gefur því ekki leyfi til að skjóta óvopn­aða mót­mæl­endur og kalla það sjálfs­vörn.

Ekki hægt að halda og sleppa

Í fjórða lagi þýðir ekk­ert að tjalda því til að snið­ganga sé slæm af því að Netta sé svo jákvæð fyr­ir­mynd fyrir les­b­íur eða að text­inn sé svo gott inn­legg í umræð­una um #metoo. Þetta eru auð­vitað sann­indi en hitt er líka satt að Ísr­ael fremur stríðs­glæpi. Við þurfum að vaxa upp úr þeim barna­skap að halda að allt sé ann­að­hvort/eða. Hæfi­leik­a­ríkt lista­fólk með skarpa jafn­rétt­is­sýn getur alist upp í landi þar sem viss hópur fólks nýtur engra mann­rétt­inda. Við getum snið­gengið Júró­visjón í Ísr­ael þrátt fyrir að fíla Nettu.

Þess utan felst viss mót­sögn í því að bera boð­skap Nettu fyrir sig sem rök gegn snið­göngu. Ef tón­list og póli­tík eru svo aðskilin fyr­ir­bæri að það megi ekki tala um Palest­ínu í tengslum við Júró­visjón þá hlýtur það sama að gilda um Nettu; að það megi ekk­ert tala um boð­skap lags hennar í tengslum við snið­göng­una. Við getum ekki bæði haldið og sleppt póli­tísku vídd­inni.

Í fimmta og síð­asta lagi eru það ekki rök gegn snið­göngu að sú leið hafi ekki verið farin áður. Að þessar raddir hafi ekki verið uppi þegar Selma fór til Jer­úsalem 1999. Eða að eng­inn hafi talað um snið­göngu fyrr en Netta hafi unn­ið. Það þýðir bara að haf­aldan hafi stækkað með tím­an­um. Að heims­byggðin sé loks­ins reiðu­búin að senda Ísra­elum þau skila­boð að her­námið sé ekki í boði leng­ur.

Stöndum saman

Ég hef sjálfur ekki verið algjör­lega sjálfum mér sam­kvæmur í þessum efn­um. Ég kaupi ekki vörur sem ég veit til þess að hafi verið fram­leiddar á Vest­ur­bakk­anum en ég fór í bíó á kvik­mynd­ina Wonder Woman þrátt fyrir að vita af stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingum leikkon­unnar Gal Gadot til fyrrum félaga sinna í ísra­elska hernum á meðan inn­rásin í Gaza stóð yfir um sum­arið 2014. Met­ingur um það hver sé með næm­ustu sam­fé­lags­sam­visk­una er álíka kjána­legur og reð­ur­mæl­inga­keppni. Ég fikra mig áfram í þessum efnum eins og allir aðrir og stundum næ ég ekki að vera 100% sam­kvæmur sjálfum mér.

En eigum við ekki að standa öll saman í þetta sinn? Mér myndi þykja það geysi­sterk skila­boð í þágu mann­rétt­inda ef Rúv myndi snið­ganga Júró­visjón 2019. Mér finnst það ekki einu sinni flókin ákvörðun þegar búið er að sía alla botn­leðj­una úr sam­tal­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar